Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Lud- vig Andersen og Lómur koma í dag. Bluebird, Helgafell og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt, föstud. 9. nóv. í kaffitímanum syngur og kynnir Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir gömul dægurlög eftir föðursinn, Ágúst Pétursson. Nýtt nám- skeið í jóga hefst mið- vikud. 14. nóv. skráning í afgreiðslu, s. 562-2571. Vakin er athygli á opnu húsi frá kl. 19.30–22 spil- uð félagsvist, kaffi á könnunni. Allir vel- komnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Allar uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10 helgistund. Vetr- arfagnaður verður fimmtud. 8. nóv. Hlað- borð, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Kvöldvökukórinn syngur undir stjórn Jónu Kristínar Bjarna- dóttur, happdrætti, Húnar (Ragnar Leví) leika fyrir dansi. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi, s. 586-8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060, kl. 8- 16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ.Vetrarfagn- aður í Garðaholti 8. nóv- ember. Fullbókað. Borg- arleikhúsið 15. nóv. kl. 20 Miðapantanir sem fyrst í síma 820-8571 eft- ir hádegi. Rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.15. Stundaskrá í hópastarfi er auglýst á töflu kjall- aranum í Kirkjuhvoli og á www.fag.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Pútt í Bæjarútgerðinni kl. 10. Glerskurður fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Sækja þarf miðana á Mávahlátur í dag eða á morgun milli kl. 13 og 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í há- degi. Fimmtud.: Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB í dag kl. 10.30–12, panta þarf tíma. Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Heilsa og hamingja laugard. 10. nóv. í Ás- garði, Glæsibæ, hefst kl. 13.30, Laufey Stein- grímsdóttir næring- arfræðingur ræðir um hollt mataræði og mik- ilvægi þess til að halda góðri heilsu. Ásgeir Theódórs læknir, sér- fræðingur í melting- arsjúkdómum, ræðir um krabbamein í ristli og um væntanlega hóp- rannsókn í leit að krabbameini. Á eftir hverju erindi gefst tæki- færi til spurninga og umræðna. Strindberg- hópurinn býður Félagi eldri borgara afslátt á miðum á sýningu á Dauðadansinum á Litla sviði Borgarleikhússins laugard. 10. nóv. kl. 20. Skráning á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16, s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, helgistund kl. 9.30, frá hádegi vinnu- stofur og spilasalur op- inn, vetrardagskráin komin. Veitingar í veit- ingabúð. Upplýsingar um starfssemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan opin leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30 klippimyndir, taumálun, kl. 9, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Kór Kópavogsskóla undir stjórn Maríu Ein- arsdóttur kemur í heim- sókn í dag kl. 10 og syngur nokkur lög. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga, kl. 9.05 brids, kl. 13 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, línudans kl. 17. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 fjölbreytt handavinna, kl. 14 félagsvist. Hársnyrting og fót- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmuna- námskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun. Flóa- markaður verður fimmtud. 8. nóv. og föstud. 9. nóv. kl. 13–16. Ragnar Páll Einarsson leikur fyrir dansi kl. 14:30–16 á föstudaginn. Rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Kl. 20 spiluð félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Ga-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánud. í Sel- tjarnarneskirkju, kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðu- múla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105: Kl. 13–16 er prjónað fyrir hjálparþurfi er- lendis. Efni á staðnum. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Kristniboðsfélag kvenna, Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58–60. Bænastund. Fundurinn hefst kl. 17. Allar konur velkomnar. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund á Grand Hóteli, 4. hæð, mánudaginn 12. nóv. kl. 20. Upplestur. 4 klass- ískar (Aðalheiður, Björk, Jóhanna og Signý) syngja. Kaffiveit- ingar. Kiwanisklúbburinn Geysir Mosfellsbæ. Fé- lagsvist spiluð í kvöld kl. 20.30, stundvíslega, í Kiwanishúsinu Mos- fellsbæ. Í dag er fimmtudagur 8. nóvember, 312. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Svo miskunnar hann þá þeim, sem hann vill, en forherðir þann, sem hann vill. (Rómv. 9, 18.) K r o s s g á t a Víkverji skrifar... ÞAÐ er stundum haft á orði að þaðþýði ekki að deila við dómarann. Þetta er sjálfsagt rétt og oftast nær er ekki ástæða til að deila við dóm- arana því dómar þeirra eru sem bet- ur fer yfirleitt réttir og sanngjarnir. En dómarar eru hins vegar mann- legir og þeim geta orðið á mistök eins og öðrum. A.m.k. er ekki annað hægt að lesa út úr nýlegum úrskurði nefndar um dómarastörf þar sem fundið er að störfum dómara við Hér- aðsdóm Austurlands. Nefndin taldi framgöngu dómarans í þinghaldi að- finnsluverða en taldi ekki ástæðu til að veita honum formlega áminningu. Það er ekki oft sem fluttar eru fréttir af gagnrýni á dómara og því vekur fréttin nokkra athygli. Víkverji varð hins vegar fyrir því fyrir skömmu að fá í hendur dóms- úrskurð þar sem augljóslega höfðu átt sér stað mistök. Þegar dómarar kveða upp dóma í kynferðisafbrota- málum eru málsaðilar oftast nær ekki nefndir á nafn í úrskurðinum. Þetta er gert til að vernda brotaþola, en hann á að sjálfsögðu rétt á að nafn hans og annarra sem málinu tengjast séu ekki gerð opinber því það getur valdið brotaþola enn meiri sársauka og tjóni. Oftast nær eru bókstafir settir í úrskurðina í stað nafna. Þann- ig heitir brotaþoli A og vitni heita B og C. Í kynferðisofbeldismáli sem ný- lega var dæmt í voru hins vegar allir málsaðilar nefndir X. Þetta olli því að erfitt var á köflum að skilja úrskurð- inn því ekki lá alltaf ljóst fyrir hvort átt væri við brotaþola, sakborning, móður brotaþola eða önnur vitni. Það sem var hins vegar verra var að á nokkrum stöðum hafði gleymst að fella nöfn niður og mátti þar því bæði lesa nöfn vitna og meira segja fórn- arlambsins sjálfs. Þetta eru ófyrir- gefanleg mistök. Væntanlega eru það ekki dómarar sem sjá um frágang dóma, en það er þó á þeirra ábyrgð að sjá til þess að svona mistök séu ekki gerð. x x x NEMENDALEIKHÚSIÐ sýnirum þessar mundir Túskild- ingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weill. Þetta er mjög kraftmikil og skemmtileg uppfærsla á þessu kunna verki. Leikstjórn Viðars Egg- ertssonar er hugmyndarík og örugg. En Víkverja fannst þó mest til um frammistöðu leikhópsins sem yfir- leitt stóð sig afskaplega vel. Greini- legt er að þarna eru á ferðinni hæfi- leikaríkir einstaklingar sem líklegt er að eigi eftir að verða áberandi í leik- húslífi landsmanna á næstu árum. Ólafur Egill Ólafsson og Brynja Valdís Gísladóttir stóðu sig einstak- lega vel í hlutverkum herra og frú Peachum. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sýndi einnig mjög sterkan leik í hlut- verki dótturinnar Pollýjar Peachum og söngur hennar var ekki síðri. Ívar Örn Sverrisson var líka mjög skemmtilegur í hlutverki Makka hnífs. Aðrir leikarar stóðu einnig vel fyrir sínu. Víkverji hefur reyndar verið óvenju duglegur að fara í leikhús það sem af er vetri. Auk Túskildingsóper- unnar fór hann nýlega að sjá Blíðfinn í Borgarleikhúsinu, en leikritið er byggt á sögu Þorvaldar Þorsteins- sonar. Sýningin hefur fengið ágæta dóma og víst er að börnin á sýning- unni skemmtu sér konunglega við að fylgjast með ævintýrum Blíðfinns og vina hans. Líkamsárásir NÝLEGA var frá því skýrt í fréttum að maður nokkur hefði verið dæmdur í þriðja eða fjórða sinn fyrir lík- amsárás. Í þetta sinn barið fórnarlambið ítrekað í höf- uðið með skófluskafti. Þessi ofbeldismaður hlaut enn einu sinni skilorðs- bundinn dóm og nú til tveggja ára. Dómarar virðast m.ö.o. líta svo á að slík líkamsárás sem hér um ræðir sé næsta lítilfjörleg og ekki ástæða til harkalegra viðbragða gegn sökudólgnum. Sú lin- kind, sem þetta lýsir gagn- vart ofbeldismönnum, er orðin að áhyggjuefni margra enda er þessi lin- kind eins og rauður þráður í dómum dómstóla lands- ins. Dómarar virðast teygja sig á ýtrustu mörk til að dæma skilorðsbundið og það fólk sem á fyrir lang- varandi afbrotaferil. Sér- staklega virðast dómarar falla fyrir því ef viðkomandi afbrotamaður er kominn í meðferð hjá SÁÁ þegar dómur er kveðinn upp. Ekki virðist spilla fyrir ef afbrotamaðurinn segir sem svo; ég er nú að vinna í mín- um málum. Þegar síðan þægilegri vist hjá SÁÁ er lokið og skilorðstíminn er útrunn- inn er kominn tími fyrir næsta innbrot, næsta glæp eða næstu líkamsárás. Undarleg er líka linkindin gagnvart dópliði því sem gripið er með lítið magn dóps og lýsir því yfir þegar það er gripið; þetta er nú bara til einkaneyslu. Eins og það sé þá afsakanlegt. Löggæsla og þó sérstak- lega dómarar reyna alvar- lega á þolinmæði og traust almennings með þeirri lin- kind sem hér er lýst. Kristinn Snæland, leigubílstjóri. Svar til ökumanns SVAR til ökumanns sem skrifar um dekk í Velvak- anda föstudaginn 2. nóv: Engan vafa á því tel/ að hér betur reynast/ dekk ef neglast ný og vel/ niður- stöður greinar. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki. Tapað/fundið Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA með 6-7 lyklum á hring týndist lík- lega við raunvísindadeild Háskóla Íslands, VR2. Skilvís finnandi hafi sam- band við Sigríði í síma 560- 1160. Replay-gleraugu týndust REPLAY-gleraugu með svartri umgjörð týndust aðfaranótt laugardags, lík- lega á Gauki á Stöng eða í miðbæ Reykjavíkur. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 867-0082. Dýrahald Lítil læða týndist HEFUR einhver séð litlu kisu? Hún er ca. 7 mán. læða, svört með hvíta bringu og lappir og hvíta blett í trýni. Hún fór að heiman frá Hæðargarði 31. okt. Ef einhver hefur orðið hennar var vinsamlega haf- ið samband í síma 581-2874, 696-2514 eða 567-9024. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 MEÐAN lesendur hafa ekki fleygt frá sér Les- bókinni 3. nóv. vil ég hvetja þá til að lesa þar stutta og vekjandi grein um listaskáldið Pál Ólafsson (1827–1905) og nýútkomin sönglög við ljóð hans. Ég hafði þá ánægju að hlýða á frábæra dagskrá um ljóð Páls í umsjá Þór- arins Hjartarsonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur í Kaffileikhúsinu og fagna því að lög þessi koma nú út á geisladiski með söng þeirra við undirleik fyrsta flokks tónlistar- manna. Greinin í blaðinu geld- ur Páli allan þann heiður sem hann verðskuldar fyrir hans tæru klassík í ótal yndislegum ljóðum, sem hafa þó farið framhjá mörgum, með- fram af því að einn gild- asti þáttur þeirra, Fund- in ljóð, ástarljóð til konu hans, kom ekki út fyrr en 1971. Það er vel, að Lesbókin reisi við æru þessa mikla skálds af Austurlandi, því að í snautlegri grein bókmenntafræðings í blaðinu fyrir nokkrum árum var Páll mældur niður í það eitt að vera „góður hagyrðingur“. Páll var vissulega landsfrægur fyrir sínar snilldarferskeytlur, en að hann var höfuðskáld dylst engum sem þekkir skáldskap hans í raun. Fundin ljóð og önnur áð- ur útgefin setja hann í fremstu röð íslenzkra ástarljóðaskálda, þótt hæfileikar hans liggi miklu víðar. Páll á það skilið að þjóðin öll festi jafnmiklar hugástir við hann eins og hann sjálfur við Ragn- hildi konu sína. Jón Valur Jensson, cand. theol., rithöf. Ljóðasöngur Páls Ólafssonar LÁRÉTT: 1 harðsvíraður, 8 hár- knippis, 9 spil, 10 smá- býli, 11 mjórri götu, 13 kjánar, 15 höfuðfats, 18 eru gjaldgeng, 21 spil, 22 höfðu upp á, 23 ákveðin, 24 rétta. LÓÐRÉTT: 2 veðurofsi, 3 illþýði, 4 svíkja, 5 mergð, 6 vefn- aður með jöfnu yfirborði, 7 skordýr, 12 munir, 14 klaufdýr, 15 fjötur, 16 kaggi, 17 tími, 18 þarma, 19 óbundin, 20 korna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 horsk, 4 hæfur, 7 sólar, 8 lærði, 9 tel, 11 rauf, 13 kalt, 14 ólmur, 15 karl, 17 álum, 20 arg, 22 tækið, 23 örðug, 24 remma, 25 tugur. Lóðrétt: 1 hosur, 2 rollu, 3 kurt, 4 höll, 5 forna, 6 reist, 10 eimur, 12 fól, 13 krá, 15 kútur, 16 ríkum, 18 liðug, 19 mágur, 20 aðra, 21 gölt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.