Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 65 DAGBÓK LJÓÐABROT VIÐLÖG Ljúfan mann leit eg þann við borgir. Hvar hann er, bíður hann engar sorgir. Þegar á unga aldri. Lifi eg enn og leik mér aldri. Blessi drottinn berin á því lyngi. Hátt og lengi harpan mín syngi. Árnað heilla Á MIKILVÆGU andartaki í úrslitaleik Bandaríkja- manna og Norðmanna á HM í París kom Peter Weichsel út með tromp gegn sex hjörtum og hnekkti þannig slemmu sem ekki var sögð á hinu borð- inu. Nokkru áður hafði Geir Helgemo spilað út laufás gegn sex spöðum, þegar tromp út hefði verið ban- vænt: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G984 ♥ 7 ♦ D1043 ♣K1073 Vestur Austur ♠ 7 ♠ 632 ♥ D1032 ♥ KG64 ♦ 962 ♦ Á8 ♣ÁG842 ♣D965 Suður ♠ ÁKD105 ♥ Á985 ♦ KG75 ♣– Í lokaða salnum stönsuðu Norðmennirnir Brogeland og Sælensminde í fimm spöðum eftir slemmuþreif- ingar og fengu tólf slagi. Hinum megin sögðu Stansby og Martel slemm- una: Vestur Norður Austur Suður Helgemo Stansby Helness Martel – – – 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Eftir þessar tiltölulega lokuðu sagnir kom Helgemo út með laufásinn. Það var þægilegt fyrir sagnhafa, því nú var nóg að trompa hjarta tvisvar í borði og henda einu niður í laufkóng. Vörnin fékk aðeins slag á tígulás. Útspil í hjarta gerir sagn- hafa erfiðara fyrir, en dugir þó ekki til að hnekkja slemmunni. Þá er hjarta stungið í öðrum slag, farið heim á spaða og hjarta trompað. Síðan er farið heim með lauftrompun og síðasta hjartað trompað. Og nú er óhætt að spila tígli. En með spaða út er engin leið að ná í tólf slagi. Ef sagnhafi reynir að trompa öll hjörtun í borði þarf hann að ferðast heim með lauf- stungum og þá styttist hann of mikið. Og hitt gengur heldur ekki að spila tígli, því þá notar austur tækifærið og trompar aftur út. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 c5 8. dxc5 bxc5 9. Rf3 a5 10. Rd2 Bb7 11. f3 h6 12. Bh4 a4 13. e3 d6 14. Bd3 Rbd7 15. O-O-O Da5 16. Dc2 Hfb8 17. g4 Bc6 18. Bg3 Re5 19. Bxe5 dxe5 20. h4 Rd7 21. Bh7+ Kh8 22. Be4 Db6 23. Hh2 Ha7 24. Bxc6 Dxc6 25. Re4 Hab7 26. g5 Hxb2 27. Dxb2 Hxb2 28. Hxb2 Dc7 29. gxh6 gxh6 Bragi Þorfinns- son (2393) stendur nú í stórræðum í landsliði Íslendinga í Leon á Spáni í Evr- ópukeppni landsliða. Hann er á þriðja borði en ekki hef- ur meðaldur íslensku lið- anna verið jafnlágur og nú. Staðan kom upp í minning- armóti Jóhanns Þóris Jóns- sonar þar sem Bragi hafði hvítt gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni (2298). 30. Hxd7! Dxd7 31. Hb8+ Kg7 32. Hg8+ og svartur gafst upp enda fátt til varnar eft- ir 32... Kxg8 33. Rf6+. Þessa dagana fer fram Evr- ópumót landsliða í Leon á Spáni. Ísland hefur lið í opnum flokki og kvenna- flokki. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. september sl. í Laugarneskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Guðrún Garðarsdóttir og Þorsteinn Magnússon. Heimili þeirra er á Faxastíg 6b. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Laug- arneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Bryndís Skafta- dóttir og Páll Heimir Páls- son. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. maí sl. í Lága- fellskirkju af sr. Jóni Þor- steinssyni Jóhanna Þórunn Gunnarsdóttir og Pétur Rúnar Grétarsson. Heimili þeirra er á Fálkahöfða 2, Mosfellsbæ. Jeffrey, sem er á fertugs- aldri óskar eftir að skrifast á við íslenska konu. Áhugamál hans eru m.a. söngvar, vísur og Íslendingasögur – að stunda gönguferðir, fara á kajak svo að ekki sé minnst á bakstur. Jeffrey c/o MIMC, 1401 Rockville Pike, Suite 300, Rockville MD 20852, U.S.A. Marie, sem er 26 ára göm- ul, óskar eftir íslenskum pennavini. Marie Kawachi, Post Office Nagoya Kikui, 1-3-14 Kikui Nishi-ku, Nagoya-shi Aichi-ken, 451-0044, Japan. Miho, sem er 13 ára göm- ul japönsk stúlka, óskar eftir íslenskum pennavini. Hún hefur áhuga á Brad Pitt og Cameron Diaz. Miho Hirie, 12-301 Sunny Hill Omoteyama, 3-15-6 Omoteyama Tenpaku’ku, Nagoya-shi Aichi-ken, 468-0069 Japan. Pennavinir Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí sl. í Fíladelfíu Sangka Thana og Sigurður Guðleifsson. Heimili þeirra er í Nönnufelli 1, Reykjavík. FRÉTTIR kvöldpeysur Fallegar Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14 Lagerútsala á buxum Mikil verðlækkun Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending af ódýrum pelsum - stuttir og síðir Hattar og húfur Opið laugardaga frá kl. 10-15 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Haust- og vetrardragtir frá kr. 8.000 Dragt i r  Þakka öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlýhug á áttræðisafmæli mínu 30. október sl. Guðmunda Jónasdóttir, Höfðagötu 21, Stykkishólmi. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert alvörugefinn og fólk sækir í þig til að fá ráð. Sú aðstoð heldur nafni þínu á lofti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er gott að vera bjartsýnn en ekki úr hófi fram því þá er hætt við að alltof lítil alvara verði í hlutunum og árangur- inn þá eftir því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu nú tækifærið og jafn- aðu ágreining þinn við gaml- an vin. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og þú skalt ganga fram fyrir skjöldu með sátta- boð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti flest að ganga þér í hag- inn. Mundu bara að misnota ekki fólk sem er meira en tilbúið að rétta þér hjálpar- hönd. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það gerist ekkert ef þú situr bara og bíður eftir hlutunum. Þú verður að taka þig á og sækja þá sjálfur og þá er eins gott að vita hvað þú vilt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur verið hreykinn af því hvernig þú hefur haldið á málum og komið þér fyrir. Gættu þess vel að enginn mis- noti gestrisni þína. Vertu já- kvæður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft ekkert að fyrirverða þig fyrir tilfinningar þínar, ef þær eru sannar og án sárs- auka fyrir aðra. Sýndu tillits- semi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þú gætir þess að hafa allt á hreinu, þá máttu vænta þess að þér verði umbunað fyrir vel unnin verk. Sýndu þó ekki of mikla óþolinmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Útlitið er ekki allt og þú mátt ekki láta óánægju með það standa þér fyrir þrifum, því þú hefur alla hæfileika sem þarf til að ná árangri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Óvænt kemur gamalt leynd- armál upp á yfirborðið og kemur þér í klípu, en ef þér tekst að halda ró þinni ættu mál að leysast með farsælum hætti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki þrjóskuna standa í vegi fyrir því að þiggja aðstoð vinar þíns. Þú ert ekkert minni maður fyrir það og get- ur endurgoldið, þegar þarf. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að ná til annarra og það hjálpar þér til að koma þínum málum fram. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að freista þess að skapa þér meira svigrúm svo þú getir athafnað þig að vild. Eins og er átt þú ekki mögu- leika til fulls árangurs. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „FUNDUR í trúnaðarmannaráði Félags járniðnaðarmanna 6. nóvem- ber 2001 varar við alvarlegu atvinnu- og efnahagsástandi,“ segir í frétt frá félaginu. „Aðgerðarleysi stjórnvalda í efna- hagsstjórnun síðustu ára og gegn fá- keppni á markaði, ásamt ofurvöxtum sem Seðlabankinn heldur uppi hefur valdið því að verðlag hefur hækkað um 11,7 % frá gerð kjarasamninga Alþýðusambandsfélaganna á síðasta ári. Verðbólgan, ofurvextirnir og minnkandi atvinna hafa leitt til veru- legrar kaupmáttarskerðingar og framundan er hættuástand. Í málmiðngreinum eru um 100 starfsmenn á uppsagnarfresti. Yfir- vinna hefur dregist saman í fjöl- mörgum fyrirtækjum og þar með tekjur starfsmanna. Fyrirtæki eru í greiðslustöðvun og gjaldþrot blasa við. Fundurinn telur brýnt að lands- sambönd og félög innan ASÍ geri sameiginlega úrslitatilraun til að fá stjórnvöld í lið með sér á næstu vik- um í baráttu gegn verðbólgudraugn- um og atvinnuleysi. Náist ekki ár- angur í þeim efnum blasir við að segja verður upp kjarasamningum í febrúar á næsta ári,“ segir í frétta- tilkynningu frá Félagi járniðnaðar- manna. Járniðnaðarmenn vara við alvarlegu ástandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.