Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFetar Dunn í fótspor „Gazza“ og Owens með liði Englendinga á HM? /B5 „Vítabaninn“ Roland Eradze er tilbú- inn að skipta um ríkisfang /B2 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÚRSKURÐUR ríkistollanefndar í máli innflytjanda bóka gegn úr- skurði tollstjórans í Reykjavík féll innflytjandanum í vil, en nefndin úrskurðaði að reikningsverð bók- anna skyldi lagt til grundvallar við útreikning tollverðs eins og inn- flytjandinn fór fram á en ekki lista- verð eins og tollstjóri krafðist. Tildrög málsins eru þau að í febrúar sl. keypti viðkomandi sex bækur á tilboði hjá breska bóka- klúbbnum The Folio Society. Til- boðsverðið var 14,95 pund gegn því að kaupa fjórar bækur til viðbótar á tilteknu tímabili á svokölluðu listaverði. Við tollafgreiðslu neitaði toll- stjóri að samþykkja kaupverðið sem tollverð og reiknaði 24,5% virðisaukaskatt út frá listaverði bókanna eða 188,95 pundum. Inn- flytjandinn gerði þá kröfu í kæru sinni til ríkistollanefndar að við- skiptaverðið yrði lagt til grundvall- ar útreikningi aðflutningsgjalda, að innheimtur yrði 14% virðisauka- skattur og að honum yrði úrskurð- aður málskostnaður. Tollstjórinn krafðist staðfestingar á úrskurði sínum og mótmælti jafnframt kröfu kæranda um málskostnað. Varðandi kröfu kæranda um málskostnað tók ríkistollanefnd fram að hana skorti lagaheimild til að úrskurða um slíkt og var kröfu kæranda um málskostnað því hafn- að. Kröfu kæranda um að 14% virð- isaukaskattur yrði lagður til grundvallar við útreikning skatts- ins var jafnframt hafnað með vísan til rökstuðnings ríkistollanefndar í úrskurði sínum nr. 14/1999. Þar kemur fram að það sé í samræmi við íslensk lög að innheimta 24,5% virðisaukaskatt af bókum á erlendu máli enda sé tollmeðferðin sú sama hvort sem hin erlenda bók sé prentuð hér á landi eða erlendis. Varðandi aðalkröfuna, þ.e. hvaða tollverð skuli lagt til grundvallar við álagningu gjalda, kemur fram í úrskurði ríkistollanefndar að ekki sé ágreiningur milli kæranda og tollyfirvalda um kaupverð vörunn- ar, þ.e. 14,95 pund. Verð vörunnar liggi fyrir, sé óumdeilt og standi öllum til boða. „Enda þótt skilyrði þess að njóta verðsins 14,95 GBP á fyrstu bókunum sé að kaupa fjórar aðrar bækur á svokölluðu listaverði verður að líta svo á að í því felist aðeins ein aðferð seljanda vöru til þess að veita magnafslátt, með sama hætti og t.d. væri veitt hag- stæðara verð á vöru ef hún væri keypt í miklu magni. Það er mat ríkistollanefndar að það að innflytj- andi geri viðskiptasamning eins og í þessu tilfelli um kaup á tilteknu magni af vöru, á tilteknu verði, valdi því ekki að viðskiptaverð sé ekki tækt til tollverðs. Það er al- kunna að verð á ýmsum vörum lækkar tiltölulega hratt frá því að þær voru fyrst settar á markað. Þetta á til að mynda við um þá vöru sem hér er verið að deila um tollverð á.“ Í samræmi við þetta taldi rík- istollanefnd að reikningsverðið 14,95 pund skyldi lagt til grund- vallar við útreikning tollverðs. Ríkistollanefnd úrskurðar bókakaupanda í hag Tollur reiknaður af reikningsverði SAMSTÖÐUGANGA tónlistarkenn- ara fór fram í gær og var gengið á fjallið Þorbjörn við Grindavík en þátttakendur voru bæði af höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Að sögn Helgu Bjarkar Grétudótt- ur, sem skipulagði gönguna, var þátttaka góð og reyndust tónlistar- kennarar í góðu formi og voru snöggir upp á fjallið þar sem séra Pétur Þorsteinsson flutti erindi auk þess sem sungnir voru baráttu- söngvar. Fyrir göngunni var borinn gunnfáni með áletruninni „tónlist er opinberun og einmitt í því er fal- inn sigurmáttur hennar“. Á hinni hlið fánans stóð: „Tónlistin er tákn lífsins.“ Göngumenn drukku síðan kaffi í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju og héldu að því loknu í Bláa lónið. Sigríður Sveinsdóttir hjá Félagi tónlistarskólakennara segir að gangan sé til marks um hug- myndaauðgi tónlistarkennara. „Menn hafa látið sér detta ýmislegt í hug til þess að sameina andann, og gangan var liður í þeirri viðleitni. Og andinn hefur raunar verið góð- ur allan tímann og við erum óskap- lega ánægð með allan þann samhug sem við höfum fundið fyrir.“ Sigríður segir að auðvitað vonist tónlistarkennarar til þess að fara að sjá fyrir endann á verkfallinu; verkfallið sé búið að standa í fimm vikur og sjötta vikan nú að hefjast. Fulltrúar tónlistarkennara hafa setið nær sleitulaust á samn- ingafundum með viðsemjendum frá því á föstudaginn. Samnningafund- ur hófst klukkan níu í gærmorgun og stóð enn þegar síðast fréttist en ekki var ljóst hvort samkomulag væri í augsýn. Morgunblaðið/RAX Tónlistarkennarar á Þorbjörn Jólakveðjur á mbl.is LESENDUR vefja mbl.is geta sem fyrr nýtt sér þá þjónustu að senda jólakveðjur af forsíðu mbl.is. Hægt er að velja kveðj- ur á mismunandi tungumálum og mynd sem fylgja á kveðj- unni. Þeir sem senda jólakveðj- ur með þessum hætti lenda í lukkupotti og dregnir verða út vinningar frá Hans Petersen á nýju ári. Einnig er hægt að senda aðr- ar kveðjur, s.s. vegna brúð- kaups, afmælis, skírnar o.s.frv. HVÍTT duft, sem talið var að gæti innihaldið miltisbrandsgró, fannst á gólfi farangursrýmis Flugleiðaþotu á Keflavíkurflugvelli í gærdag. Vélin var kyrrsett en í ljós kom að duftið var bindiefni fyrir ávaxtasafa sem hafði lekið úr kassa. Vélin var að koma frá Kaup- mannahöfn og var á leið til New York. Önnur vél Flugleiða flutti far- þegana vestur um haf. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsingafull- trúa Flugleiða, varð rúmlega tveggja tíma seinkun af þessum völdum. Óskar Þórmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hlaðmenn hefðu orðið varir við tor- kennilegt hvítt duft á gólfi farang- ursrýmis þotunnar þegar þeir unnu að því að afferma hana. Þeir þustu þegar út úr vélinni og kölluðu til slökkviliðið sem fékk tilkynningu um málið kl. 16:20. Óskar segir að allur viðbúnaður hafi miðast við að í duft- inu gæti verið miltisbrandsgró. Þot- an var því lokuð af og eiturefnadeild slökkviliðsins kölluð á staðinn. Jafn- framt var haft samband við Harald Briem sóttvarnalækni og samráð haft við hann um aðgerðir Fjórir hlaðmenn voru að vinna við vélina þegar duftið fannst og voru þeir allir sendir til Reykjavíkur til læknisskoðunar og sýni tekin til ræktunar. Að sögn Óskars settu slökkviliðs- menn duftið í vettvangspróf og voru niðurstöður úr því neikvæðar. Í framhaldi af því fóru lögreglumenn inn í vélina og fundu þar kassa sem lak hvítu dufti. Í farmskránni kom fram að kassinn innihélt xantan- gúmmí sem er bindiefni fyrir ávaxta- safa. Viðtakandi var Ölgerð Egils Skallagrímssonar í Reykjavík. Í ljósi niðurstöðu vettvangsprófsins og farmlýsingarinnar á kassanum var ákveðið að aflétta viðbúnaði kl. 19:40. Morgunblaðið/ Hilmar Bragi Mikill viðbúnaður var við vélina þar til í ljós kom að duftið var meinlaust. Hvítt duft var í farangursrými LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók tvo menn á fertugs- og fimmtugsaldri síðastliðið laugardagskvöld og í fram- haldi af því var gerð húsleit í iðnaðar- húsnæði í Hafnarfirði þar sem komið var upp um eina umfangsmestu fíkni- efnarækt sem íslensk lögregla hefur komist í tæri við. Hald var lagt á tæp- lega 600 kannabisplöntur, sem menn- irnir játuðu að hafa átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði verið komið upp aðstöðu með tilheyr- andi búnaði fyrir fíkniefnaframleiðsl- una. Lögregluna grunar að stunduð hafi verið markviss fíkniefnaframleiðsla í söluskyni og segir hún að plönturnar hafi verið á öllum framleiðslustigum. Við húsleitina fundust ennfremur um 700 grömm af tilbúnu maríjúana. Mönnunum tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum og þótti ekki ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds vegna rannsóknar málsins. Undirbúningur að málinu hefur staðið frá því í júlí og segir lögreglan að vandaður undirbúningur og mik- ilvæg samvinna þeirra lögregluemb- ætta sem aðild áttu að málinu hafi skipt sköpum. Annar þeirra sem handteknir voru er vel þekktur í fíkni- efnaheiminum. Málið var unnið í samvinnu við rík- islögreglustjóra, lögregluna í Kefla- vík og Kópavogi og fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Hald lagt á tæplega 600 kanna- bisplöntur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.