Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 29 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 ÞEGAR þessi leiksýning um syst- urnar Snuðru og Tuðru hefst er áhorfendum tjáð að þeir séu staddir á námskeiði í bútasaumi. Kennarar námskeiðsins eru þær Sólrún, móðir systranna, og nágrannakonan Teó- dóra, og þær hafa með sér birgðir af efnisbútum og hefjast handa. Hvað er á seyði? – hugsar maður – hvað á bútasaumur skylt við leiklist? Svarið reynist leynast í sýningunni sjálfri eða öllu heldur í uppbyggingu henn- ar. Pétur Eggerz, höfundur leik- gerðarinnar, hefur tekið nokkrar af sögum Iðunnar Steinsdóttur um Snuðru og Tuðru – bút hér og bút þar – og „saumað“ saman í sniðuga og litríka heild: bráðskemmtilega leiksýningu um tiltæki og prakkara- skap þessara fjörugu systra sem heillað hafa bæði börn og fullorðna. Það er aðventan og jólahátíðin sem myndar ramma leikgerðarinnar og það sem bindur bútana saman er samtal mömmu og Teódóru; þær rifja upp ýmis uppátæki systranna og Teódóra fjargviðrast yfir hátta- lagi þeirra en áhorfendur skynja þó að innst inni þykir henni nú vænt um þessa prakkara – enda varla annað hægt. Í samtali kvennanna tveggja fræðast börnin um ýmislegt tengt jólunum, svo sem heiti aðventu- kertanna og hvaða gjafir vitringarn- ir þrír færðu Jesúbarninu. En það eru sögurnar af Snuðru og Tuðru sem mynda uppistöðuna í verkinu. Það eru þær Ingibjörg Stefáns- dóttir og Lára Sveinsdóttir sem leika systurnar og bregða sér jafn- framt í gervi mömmu og Teódóru, en á fyrri sýningunni um Snuðru og Tuðru hafa sex leikkonur leikið þær systur í yfir 200 sýningum! Hlut- verkaskiptin fóru skemmtilega fram án þess að trufla nokkru sinni fram- vindu leiksins. Ingibjörg og Lára náðu vel að koma persónueinkenn- um systranna á framfæri; Tuðra (Ingibjörg) er ívið frekari og frakk- ari, en Snuðra (Lára) umber hana og gleymir fljótt hrekkjum hennar, enda skapgæskan og lífsgleðin upp- máluð. Ingibjörg brá einnig upp skemmtilegri skopmynd af Karólínu (og reyndar einnig af pabba systr- anna) og Lára var góðleg og hús- móðurleg í mömmuhlutverkinu. Þótt sögur Iðunnar Steinsdóttur af þeim Snuðru og Tuðru hafi í sjálfu sér ótvírætt skemmtigildi fyrir börn- in (og hæfilegt fræðslu- og uppeld- isgildi að auki) er það ekki síst í um- gjörð sagnanna, leikmyndinni og búningum, sem hinn listræni þáttur er fólginn. Katrín Þorvaldsdóttir hefur fyrir löngu sýnt að hún er töframaður þegar kemur að því að sníða sögum á leiksviði listræna um- gjörð. Búningar hennar, brúður og ýmsar lausnir í leikmyndahönnun eru hreint afbragð og ljá sýningunni lit og fjör. Búningar systranna vísa í litrík trúðsgervi, skemmtilegar hár- greiðslur skapa systrunum hið nauð- synlega barnslega yfirbragð og kjól- ar og hattar eldri kvennanna eru frábærir. Mikil kómík er í allri bún- ingahönnuninni og útsjónarsemi ein- kennir leikmyndina og sviðsmunina. Bjarni Ingvarsson leikstjóri er með- höfundur leikmyndarinnar og eiga þau tvö mikið lof skilið fyrir sína vinnu. Sönglög Vilhjálms Guðjóns- sonar eru grípandi og fjörug og falla vel að heildarmyndinni. Jólarósir Snuðru og Tuðru er skemmtileg sýning í alla staði og vafalaust að hún mun eiga miklum vinsældum að fagna, ekki síður en fyrri sýningin um þær systur. Snuðra og Tuðra snúa aftur Soffía Auður Birgisdóttir LEIKLIST Möguleikhúsið Höfundur: Iðunn Steinsdóttir. Leikgerð: Pétur Eggerz. Leikstjóri: Bjarni Ingvars- son. Leikarar: Ingibjörg Stefánsdóttir og Lára Sveinsdóttir. Leikmynd: Katrín Þor- valdsdóttir og Bjarni Ingvarsson. Bún- ingar: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Vil- hjálmur Guðjónsson. Möguleikhúsið við Hlemm, sunnudagur 25. nóvember. JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU Súfistinn, Laugavegi Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum kl. 20: Einar Már Guðmundsson, Kannski er pósturinn svangur; Sjón, Með titrandi tár – glæpasaga og Sveinbjörn I. Baldvinsson, Sólin. Þá verður lesið úr verki Bjarna Bjarna- sonar, Mannætukonan og maður hennar, Ólafur Darri Ólafsson les, og Hjalti Rögnvaldsson les úr bók Guðbergs Bergssonar, Anna. Tríó Sigurðar Flosasonar leikur tón- list af nýjum diski: Djúpinu. Borgarleikhúsið Umræðukvöld um leikhúsmál á Litla sviði hefst kl. 20. Að þessu sinni verður sjónum beint að draumaleikstjóranum. Það verð- ur fjallað um ýmsar grundvall- arspurningar í starfi leikstjórans, um ábyrgð hans á leiksýningum og á leikhúsinu sjálfu. Sömuleiðis um samstarf hans við aðra listamenn á undirbúnings-, æfinga- og sýninga- tímabili. Frummælendur eru Kjartan Ragn- arsson, Gunnar Hansson leikari, Hilmar Jónsson leikstjóri og Stein- unn Knútsdóttir leikstjóri. Aðgangur er ókeypis. Í DAG VINIR Indlands er rúmlega árs- gamall félagsskapur sem hefur það að markmiði sínu að hjálpa börnum á Indlandi að komast til manns og mennta. Félagið stendur fyrir fjár- öflunardagskrá í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram söngkonurnar Anna Sig- ríður Helgadóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir með píanóleikurunum Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Jóni Stefánssyni; Tríó Reykjavíkur leikur og Tinna Gunnlaugsdóttir leikari les upp. Gunnar Kvaran, sellóleikari Tríós Reykjavíkur, er einn af vinum Ind- lands. „Við viljum sérstaklega hjálpa þessum fátæku börnum að komast til náms; besta hjálpin sem Vesturlönd- in geta veitt þjóðum eins og Indverj- um er að hjálpa börnum að öðlast menntun sem þau geta nýtt sér og tekið með sér út í þjóðfélagið. Þetta fólk er stéttleysingjar – hið svokall- aða óhreina fólk, sem á í vök að verj- ast og hefur verið kúgað um aldarað- ir og lifir að mörgu leyti við hörmulegar aðstæður. Þessu fólki hefur verið haldið niðri, það misnot- að og traðkað á réttindum þess, þrátt fyrir fögur ákvæði um rétt þess í landslögum.“ Það er þetta rétt- minnsta og fátækasta fólk Indlands sem Vinir Indlands vilja koma til hjálpar. Gunnar segir að félagið hafi látið reisa skýli víðs vegar um lands- byggðina, sem notuð eru til skóla- halds. „Þegar skýli eru komin upp á þessum stöðum eru kennarar sendir þangað til að kenna börnunum. En hjálpin getur líka verið öðru vísi. Í fyrra fréttum við af indverskum manni sem hafði gefið húsið sitt til afnota fyrir munaðarlaus börn. Hann bað okkur um hjálp, því hann hafði bara eitt salerni í húsinu og þurfti fleiri fyrir öll börnin. Við hjálpuðum honum með þetta.“ Vinir Indlands standa fyrir fjáröfl- unarsamkomum tvisvar á ári. Þá fá vinirnir listamenn til liðs við sig, tón- listarmenn og leikara og fleira gott fólk til að skemmta. Á dagskránni í Kaffileikhúsinu í kvöld verður einnig kynning á starfi Vina Indlands og sýndar myndir, auk þess sem fyr- irspurnum um hjálparstarf félagsins verður svarað. Að sögn Gunnars geta þeir sem vilja styðja starf Vina Indlands einnig gerst fastir stuðn- ingsmenn, með því að láta svolitla upphæð af hendi rakna til starfsem- innar mánaðarlega. „Ef við setjum okkur það markmið að safna 4– 500.000 krónum á ári, þá eru það orðnar gífurlegar upphæðir þegar til Indlands er komið. Það er þannig í pottinn búið að einn af okkar stuðn- ingsmönnum fer vinnu sinnar vegna til Indlands tvisvar til þrisvar á ári, og hann hefur tekið það að sér að koma fjármununum beint í hendur réttra aðila. Þannig er enginn kostn- aður við þetta eða milliliðir, sú upp- hæð sem við söfnum fer óskert beint í hendur þeirra sem þurfa hjálpar- innar með.“ Gunnar segir að þeir sem hafi far- ið til Indlands og séð aðstæður fólks þar sem þær eru verstar geri sér grein fyrir því hve við Íslendingar lifum í mikilli paradís. „Við hér erum öll í hættu. Við erum að venjast því að lífið sé svona gott og gleymum skyldum okkar gagnvart þeim sem eiga um sárt að binda. Móðir Teresa var eitt sinn spurð að því hvað þeir sem eru aflögufærir ættu að gefa mikið til nauðstaddra. Hún svaraði því til að fólk ætti að gefa það mikið að það fyndi fyrir því. Þá er það að gefa rétt. Þetta fannst mér stórkost- legt svar. Auðvitað er til fólk á Ís- landi sem ekki er aflögufært en þorri okkar getur auðveldlega látið örlítið af hendi rakna til þessara bágstöddu bræðra okkar og systra sem búa við ótrúlega slæmar aðstæður.“ Vinir Indlands með fjáröflunarskemmtun í Kaffileikhúsinu Styðja ind- verska stéttleys- ingja til náms Morgunblaðið/RAX Vinir Indlands styðja stéttleysingja sem búa enn við mikið misrétti. UNDANFARNAR vikur hefur staðið yfir námskeið um kínverska ljóðagerð hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Leiðbein- andi á námskeiðinu er kín- verski sendiherrann á Ís- landi, Wang Ronghua, en hann er virt ljóðskáld í heimalandi sínu. Í kvöld lýkur námskeið- inu og þá munu leiða sam- an skáldfákana þeir Ronghua og Matthías Jo- hannessen sem lesa mun þýðingar sínar á hefð- bundnum kínverskum ljóð- um. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Matthías að á sínum tíma hefði hann snarað tveimur ljóðum eft- ir kínverska sendiherrann á Íslandi. „Þegar ákveðið var að sendiherrann flytti fyrir- lestra um kínverska ljóða- gerð við Endurmenntun- arstofnun var það afráðið að ég reyndi að þýða með honum nokkur þekkt kín- versk kvæði og við munum lesa þau saman í seinni tíma námskeiðsins. Það má því segja að kvæðin séu þýdd beint úr kín- versku. Þau eru 2500 ára gömul og það heillaði mig hvað þau eru nútímaleg,“ sagði Matthías Johannes- sen. Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands Kínversk ljóð lesin í íslenskri þýðingu Matthías Johannessen Wang Ronghua BARNAÓPERAN Skuggaleikhús Ófelíu verður frumsýnd í Íslensku óperunni í dag. Sýningin er fyrst og fremst ætluð börnum í leik- skólum og yngstu bekkjum grunn- skólans (á aldrinum 3–9 ára) og verður samið við skólana fyrir fram. Tvær sýningar verða í dag kl. 9.45 og kl. 11.15. Uppsetningin er samstarfsverk- efni Íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins. Sýningar verða í Óperunni fyrir hádegi virka daga fram til 9. desember næst- komandi og hefjast aftur í janúar. Einnig verða nokkrar almennar sýningar um helgar, þær fyrstu sunnudagana 2. og 9. desember kl. 15. Sýningin tekur um 45 mínútur og er ekkert hlé. Óperan er byggð á sögunni Skuggaleikhús Ófelíu eftir þýska rithöfundinn Michael Ende og fjallar um Ófelíu sem fékk nafn sitt vegna þess að foreldrar hennar vildu að hún yrði mikil leikkona. En Ófelía var lágróma og þess vegna gat hún ekki orðið leikkona. En hún gat orðið hvíslari. Það æxl- ast þannig að Ófelía fer að taka að sér heimilislausa skugga. Hún kennir þeim leikbókmenntirnar og saman stofna þau Skuggaleikhús Ófelíu. Í sýningunni eru fimm flytj- endur, sem leika fjölda hlutverka: söngvararnir Marta G. Halldórs- dóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór og þrír hljóðfæraleik- arar: Lárus H. Grímsson, Kjartan Valdemarsson og Matthías Hem- stock en þeir munu leika á fleiri en eitt hljóðfæri hver. Notaðar eru grímur og í sýningunni verða tvær leikbrúður fyrir Ófelíu. Söngv- ararnir stjórna brúðum og eru jafn- framt sögumenn. Lárus H. Gríms- son semur tónlistina, Messíana Tómasdóttir skrifar óperutextann og gerir leikmynd, búninga, brúður og grímur. Hún annast einnig leik- stjórn ásamt Auði Bjarnadóttur, sem er danshöfundur, og Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. Börnum sem koma á sýninguna gefst kostur á að taka þátt í fram- vindu óperunnar, með því að taka undir í ákveðnum söngvum í sýn- ingunni og því verða nótur og textar send tímanlega til þeirra skóla sem ætla að sjá óperuna. Námsgagnastofnum gefur út náms- efni í myndmennt og tónmennt í tengslum við sýninguna. Ópera fyrir börn Sverrir Guðjónsson Marta G. Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.