Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Geime›lueggin er skemmtileg saga sem tengir saman gamaldags ævint‡ri og nútímaleg vísindi me› gó›um árangri.“ Katrín Jakobsdóttir, DV „fia› var skemmtilegt a› lesa bókina Geime›lueggin og víst er a› mörg börn eiga eftir a› lesa hana sér til ánægju.“ Sigur›ur Helgason, Mbl. „Skemmtileg saga“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 16 27 8 12 /2 00 1 Sigrún Eldjárn 7. sæti á metsölulista Mbl. yfir barna- og unglingabækur JÓLAVERSLUN er ívið minni fyrir þessi jól en jólin í fyrra að mati margra kaupmanna á höfuðborgar- svæðinu sem Morgunblaðið hafði samband við í gær. Sumir þeirra bera sig þó vel og segja jólaversl- unina hafa verið meiri en þeir áttu von á en aðrir segja að fólk haldi frekar að sér höndum en áður; sé greinilega að reyna að spara; velti því meira fyrir sér hvað það eigi að kaupa og kaupi jafnvel ódýrari hluti en ella. Það má því segja að það sé misjafnt hljóðið í kaupmönnum fyrir þessi jól. Þeim ber þó flestum saman um að jólaverslunin hafi tekið nokk- urn kipp þegar nýju kortatímabili hafi verið komið á hinn 8. desember sl. en nýtt kortatímabil hófst aðeins seinna í fyrra eða 11. desember. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar og eigandi Borgarljósa í Ármúla, bendir á að verslun fyrir síðustu tvenn jól hafi verið með besta móti og því megi bú- ast við því að hún verði eitthvað minni í ár þegar á heildina er litið. Hann bendir jafnframt á að versl- unarvenjur fólks hafi breyst á síð- ustu árum m.a. með lengri af- greiðslutíma verslana. Fólk fari auk þess fyrr að huga að jólunum en áður og sé ekki að „stressa sig“ allra síð- ustu dagana fyrir aðfangadag. Undir þetta taka aðrir kaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við. Bryn- dís Loftsdóttir, verslunarstjóri Pennans-Eymundsson í Austur- stræti, bendir til að mynda á að meira sé um að fólk versli á kvöldin en áður. Hún segir að verslun hafi farið rólega af stað í desember en sé þó að aukast jafnt og þétt. „Mér finnst eins og aldan sé að skella á núna,“ segir hún og býst við að nóg verði að gera í versluninni um helgina enda hefur reynslan sýnt að mest sé verslað síðustu tvær helgar fyrir jólin. „Ég held að margir eigi enn eftir að versla mikið fyrir jólin.“ Margrét Jóna Guðbergsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Smáralind í Kópavoginum, var ekki síður bjartsýn en Bryndís. Hún segir að bókasalan hafi gengið vel og að salan sé svipuð í sinni verslun og verslun Eymundsson í Kringlunni og í Austurstræti. „Á svipuðu róli“ Margrét Ómarsdóttir, verslunar- stjóri gjafavöruverslunarinnar Inni í Faxafeni, segir í samtali við Morg- unblaðið að verslun hafi verið góð í vikunni og jafnvel svipuð og á sama tímabili í fyrra. Verslunin hefði þó hafist seinna að hennar mati í ár en í fyrra. „Hefðir þú talað við mig fyrir viku hefði ég ekki verið eins bjartsýn og nú,“ segir hún og kveðst vonast til þess að verslunin eigi enn eftir að aukast fram að jólum. Einn þeirra, sem segja að jóla- verslunin í ár sé betri en búist hafði verið við, er Jón Páll Grétarsson, einn eigenda leikfangaverslananna Leikbær. „Við áttum von á því að verslunin yrði mun slakari í ár en ár- in á undan en það hefur aðeins ræst úr henni síðustu daga og lítur út fyr- ir að við verðum á svipuðu róli og í fyrra,“ segir hann og bendir á eins og aðrir kaupmenn að enn séu „stór- ar verslunarhelgar eftir“ fram að jól- um. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea, kvartar heldur ekki og segir jólaverslunina hafa gengið vel og að hún hafi farið fyrr af stað í ár vegna nýja korta- tímabilsins sem byrjaði fyrr í ár en áður. „En það verður að koma í ljós hvort það dragi eitthvað úr jólaversl- uninni þegar nær dregur jólum úr því hún fór svo vel af stað,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Búist er við að jólaverslunin verði svipuð eða ívið minni nú en í fyrra. Misjafnt hljóð í kaup- mönnum fyrir jólin ÁTTA styrkjum var í gær úthlutað úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Til- gangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir í læknisfræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Úthlutað var styrkjum að upphæð rúmlega 4,3 millj- ónir króna. Eftirtaldir hlutu styrk sjóðsins í ár: Elías Ólafsson og Ástríður Pálsdóttir til rannsókna á arfgengri heilablæðingu. Er það ólæknandi sjúkdómur sem stafar af stökkbreytingu í geni sem leiðir í flestum tilvikum til æðaskemmda sem valdið geta heilablæð- ingu hjá ungu fólki. Sigurjón Stefánsson, Anna Möller og Ómar Hjalta- son til að afla frekari þekkingar á notagildi segulörv- unar heila á þunglyndi. Segir í umsókn þeirra að litlar eða engar rannsóknir liggi fyrir um áhrif segulmeð- ferðar á ýmsa lífeðlisfræðilega og hugræna þætti í þunglyndi og verði ýmsir þættir þess skoðaðir. Megi vænta þess að segulmeðferð verði viðurkennd við þunglyndi hérlendis sem erlendis. Evald Sæmundsen til að rannsaka algengi og ný- gengi einhverfu og skyldra raskana hjá einstaklingum sem greindust með svokallaða kippaflogaveiki ung- barna og fæddust á Íslandi árin 1981 til 1998. Í sam- anburðarhópi verða einstaklingar sem greindust með aðrar tegundir flogaveiki á fyrsta ári og fæddust á sama tíma. Jón Snædal, Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhann- esson og Guðlaug Þórsdóttir til að rannsaka ein- staklinga með Wilson-sjúkdóm sem er koparuppsöfnun í miðtaugakerfi og er mjög fátíður. Kristín Hannesdóttir til að rannsaka skerðingu á vitsmunum og innsýn hjá sjúklingum með Alzheimer. Er markmið rannsóknanna m.a. að efla skilning á taugasálfræðilegu ferli sjúkdómsins. Friðbert Jónasson vegna augnrannsóknar Reykja- víkur 2001 sem er faraldsfræðileg rannsókn á þremur augnsjúkdómum: aldursbundnu skýi á augasteini, ald- ursbundinni gláku og aldursbundinni ellihrörnun í augnbotnum. Einar Stefánsson til að rannsaka lyfjaáhrif á súrefn- isbúskap sjóntaugar. Brynhildur Ingvarsdóttir til frekari úrvinnslu á rannsókn á augnhag fyrirbura. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er formaður sjóðsstjórnar. Við út- hlutun styrkjanna sagði hann verkefnin í öllum til- vikum vönduð og veigamikil. Síðustu árin hefur sjóð- urinn úthlutað sjö til ellefu styrkjum fyrir samtals 4 til 5,5 milljónir króna. Ásamt Guðmundi sitja í sjóðs- stjórninni þau Ellen Snorrason og Birgir Jóhannsson. Einar Stefánsson prófessor þakkaði fyrir hönd styrkþega og sagði styrkveitingar sjóðsins í gegnum árin margoft hafa komið verkefnum af stað. Þau hefðu síðan undið upp á sig og þannig hefði sjóðurinn með 17 úthlutunum sínum styrkt fjölmörg verkefni á þeim sviðum lækningarannsókna sem hann væri ætlaður til. Morgunblaðið/Ásdís Kristín Hannesdóttir, Ástríður Pálsdóttir, Anna Möller og Brynhildur Ingvarsdóttir í fremri röð. Elías Ólafsson, Jakob Kristinsson, Jón Snædal, Evald Sæmundsson, Einar Stefánsson og Friðbert Jónasson. Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Átta styrkir til rann- sókna í læknisfræði BÆKUR og geisladiskar seljast meira fyrir þessi jól en í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum frá SVÞ, Sam- tökum verslunar og þjónustu. Í fyrra varði hver Íslendingur að jafnaði 33 þúsund krónum í jólaverslunina og eru ekki fyrirsjáanlegar miklar breytingar á því fyrir þessi jól. Að sögn Emils B. Karlssonar hjá SVÞ virðist sem neytendur taki ódýrari vörur fram yfir þær dýrari fyrir þessi jól, einkum í fatnaði. Hann segir kaupmenn í Kringlunni og Smáralind vera sátta við sinn hlut í jólaversluninni en verslun á Lauga- vegi virðist vera nokkru minni. „Menn telja að jólaverslunin verði svipuð nú og í fyrra hvað snertir sérvörur, en verslunin dreifist á fleiri aðila,“ segir hann. „Það er eftirtektarvert hve mikið er um útsölur og tilboð, en það er til merkis um það að markaðurinn sé að mettast á ýmsum sviðum sér- vörunnar.“ Viðvíkjandi bóka- og diskasölu segir Karl að áberandi sé hversu margir titlar seljist vel og þá segir hann að kaupmenn telji greinilegt hve margir góðir innlendir lista- menn séu að senda frá sér tónlist sem selst vel. Meðaleyðslan 33 þúsund krónur í jólaversluninni TÓNLISTARKENNARAR hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga með miklum meirihluta atkvæða. Atkvæði féllu þannig hjá þeim tón- listarkennurum sem starfa hjá tón- listarskólum sem sveitarfélög starf- rækja að já sögðu 184 eða 83,6% og nei 32 eða 14,6%. Auðir seðlar og ógildir voru 4 eða 1,8%. Á kjörskrá voru 298 og greiddu 220 atkvæði eða 73,8%. Meðal tónlistarskólakennara sem starfa hjá tónlistarskólum í einka- eigu eða teljast sjálfseignarstofnanir sögðu 113 já eða 85,6% og nei sögðu 14 eða 10,6%. Auðir seðlar og ógildir voru 5 eða 3,8%. Á kjörskrá voru 170 og greiddu 132 atkvæði eða 77,7%. Tónlistar- kennarar samþykkja með miklum meirihluta ♦ ♦ ♦ STJÓRN Landssíma Íslands hf. samþykkti á fundi sínum í gær að Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri félagsins, yrði leystur undan starfs- skyldum sínum. Friðriki Pálssyni, stjórnarformanni félagsins, var falið að ganga frá starfslokum Þórarins. Friðrik segir að tillaga um starfs- lok Þórarins hafi verið samþykkt samhljóða á stjórnarfundinum og að allir aðalmenn í stjórninni hafi verið mættir. Stjórnarfundur í Landssíma Íslands hf. Starfslok Þór- arins samþykkt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.