Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki laust við að galsi hafi á stundum hlaupið í þingmenn á löngum og ströngum þingfundum þessarar viku enda farið að styttast verulega í langþráð jólaleyfi. Jólafrí er að vísu rangnefni því fyrst og fremst er um að ræða frestun þing- funda fram yfir áramót. Fulltrúar á Alþingi Íslendinga hætta auðvitað aldrei að vera þingmenn, ágangur umbjóðenda þeirra, fjölmiðlamanna og ýmissa annarra nægir til að sjá þeim fyrir verkefnum næstu vik- urnar. Jafnframt ber að gæta að því að þingmannsstörfin einskorðast ekki við það sem fram fer á þing- fundum þó að það sé reyndar al- gengur misskilningur. Sá er þetta ritar hefur ekki um nokkurt skeið sinnt þingfréttarit- arastarfinu og var minnið eiginlega farið að ryðga dulítið. Var hann þess vegna alls óviðbúinn því vinnu- lagi sem einkennir Alþingi, einkum síðustu daga fyrir þingfrestun. Þrjá daga í þessari viku stóðu fundir meira og minna frá morgni til miðnættis og oftar en ekki teygð- ist í umræðum um mál, sem fyr- irfram hefðu vart getað talist meðal lykilmála í samfélaginu. Þetta getur tekið á taugarnar. Æðruleysi, þolinmæði er alger nauðsyn. Það skal hins vegar játast að eftir því sem leið á vikuna fór undirritaður á ný að hafa af þessu lúmskt gaman, enda er óhætt að segja að handagangur hafi verið í öskjunni. Ekki síst af því að það er einkum við slík tækifæri sem gull- kornin falla af vörum manna, þó að þau séu gjarnan þess eðlis að frá þeim er ekki sagt í fréttum. Spennan er að vísu ekki magn- þrungin, það væru ýkjur. Raunar bærast í manni blendnar tilfinn- ingar um þinghaldið yfirhöfuð, þeg- ar nokkur fjarlægð hefur áður feng- ist á störf þess. Vík ég hér að þessari togstreitu sem er milli markvissara fundarstarfs á Alþingi annars vegar og lýðræðislegs réttar þingmanna til að úttala sig um landsins gagn og nauðsynjar hins vegar. Ætla ég ekki að draga úr mik- ilvægi þess að þingmenn stjórn- arandstöðunnar hafi alla möguleika til að lýsa andstöðu sinni við einstök mál, er frá ríkisstjórnarflokkunum koma – sá réttur er að mínu mati grundvallarréttur í því lýðræð- iskerfi sem við búum við. Hitt er annað mál að stundum finnst manni þeir sömu þingmenn tala til þess eins að tala. Hér er ég m.a. að vísa til þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um ráðstafanir í ríkisfjár- málum sem fram fór í gær en þar var nánast um endursýningu að ræða á því sem fór fram við aðra umræðu deginum áður. Öll meg- insjónarmið voru komin fram, allar rökræður orðnar útþynntar. Nú er hætta á því að tilteknir þingmenn, sem þátt tóku í nefndri umræðu, taki þessa umfjöllun óstinnt upp. Við þá er undirritaður hins vegar ekki að sakast – þeir starfa auðvitað í samræmi við þær hefðir sem mótast hafa. Og vel má vera að hér skipti meira máli að hin faglega umræða sé efnismikil og tæmandi heldur en tryggja að þing- störf gangi hratt og vel fyrir sig – eða að þau séu beinlínis skemmtileg þeim sem á vilja horfa. Samt blund- ar í manni þessi spurning: ef þing- störfin eru ekki fyrir mig (almenn- ing) fyrir hvern eru þau þá? x x x Oft eru vegir þeirra, sem ákveða dagskrá Alþingis, órannsakanlegir. Uppákoma að morgni miðvikudags var dæmigerð fyrir þetta en þá kom þingforseti öllum í opna skjöldu er hann tók til umræðu allt annað mál í upphafi þingfundar en menn töldu að hefði verið samið um. Reiði Bryndísar Hlöðversdóttur, þingflokksformanns Samfylkingar, var auðséð er hún mótmælti þessari fundarstjórn úr pontu og fór rúmur hálftími af starfstíma Alþingis í þetta þref enda Halldór Blöndal þekktur að öðru en láta setja ofan í við sig. Eftir stóð hins vegar sú spurning hvers vegna til þessa fjaðrafoks var stofnað af hans hálfu. Allt annað var upp á teningnum þegar Halldór óskaði þingheimi gleðilegra jóla síðdegis í gær enda flestir komnir í jólaskapið og allt fyrra karp gleymt og grafið. Það fýkur auðvitað í menn á þessum vinnustað og það gustar af sumum er þeir láta skoðanir sínar í ljós – en þegar allt kemur til alls fer býsna vel á með flestum. Eða varð blaðamaður kannski bara svona upprifinn af þeim jólaanda sem um- lukti seinasta fund Alþingis fyrir jól?      Lýðræðishefðin, þingslit og jólaandinn EFTIR DAVÍÐ LOGA SIGURÐSSON BLAÐAMANN david@mbl.is FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum varð að lögum á Alþingi í gær en það gerði ráð fyrir aðgerðum sem ætlað er að afla ríkissjóði tekna upp á um einn milljarð króna. Jafn- framt samþykkti Alþingi veigamikl- ar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða en þær snúa að krókaafla- marksbátum. Tuttugu og sjö þingmenn stjórn- arflokkanna tryggðu fyrra frum- varpinu brautargengi við atkvæða- greiðslu í gær en tuttugu þingmenn stjórnarandstöðu voru á móti. Aðrir voru fjarverandi. Áður hafði verið felld breytingartillaga Jóhönnu Sig- urðardóttur, Samfylkingu, um fimm kr. hækkun á tóbaksgjaldi, sem hefði komið í staðinn fyrir þá tekju- öflunarleið ríkisstjórnarinnar, að hækka innritunargjöld á náms- menn. Í atkvæðaskýringu sagði Stein- grímur J. Sigfússon (VG) að nánast ekkert væri í þessu frumvarpi sem hægt væri að styðja. Ein grein teldist að vísu ekki óeðlileg, sú er heimilaði hækkun á veiðieftirlits- gjaldi, þannig að sá gjaldstofn stæði undir þeim kostnaði sem þar fellur til. „En að öllu öðru leyti er hér um að ræða íþyngjandi breyt- ingar sem hæstvirt ríkisstjórn legg- ur á herðar þeim sem síst mega við auknum álögum,“ sagði Steingrím- ur. Jóhanna Sigurðardóttir tók í sama streng og sagði Samfylk- inguna vísa ábyrgð algerlega á hendur ríkisstjórninni. „Plástraaðgerð“ á gallað fiskveiðistjórnarkerfi Við afgreiðslu á frumvarpi sjáv- arútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnarlögum bar það til tíðinda að stjórnarmeirihlutinn lagði blessun sína yfir breytingar- tillögu sem Guðjón A. Kristjánsson (FF) hafði lagt fram. Gerði tillagan ráð fyrir að bátum, sem róið hafa í svokölluðu þakkerfi, gefist tvær vikur til viðbótar því, sem ráð væri fyrir gert í frumvarpinu, til að taka ákvörðun um hvernig þeir hygðust haga veiðum sínum, þ.e. í hvaða kerfi þeir vilja róa. Þurfa þeir þ.a.l. ekki að gera grein fyrir þeirri ákvörðun fyrr en 15. febrúar nk. Var frumvarpið svo breytt sam- þykkt sem lög frá Alþingi með 28 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en nei sögðu 2 og 18 greiddu ekki at- kvæði. Aðrir voru fjarverandi. Einar K. Guðfinnsson (D) sagði í atkvæðaskýringu að með þessu frumvarpi væri dregið verulega úr þeirri tekjuskerðingu sem blasti við hjá smábátum er róa í krók- aflamarki og byggðarlögum sem eru háðar útgerð þeirra. „Jafnframt eru lögleidd ákvæði sem draga úr brottkasti á fiski og er þannig með áhrifaríkum og ábyrgum hætti tek- ið á alvarlegu máli,“ sagði Einar. Svanfríður Jónasdóttir, (S) vísaði ábyrgð á þessum breytingum er varða málefni smábáta á hendur ríkisstjórninni. Sagði hún Samfylk- inguna styðja meðaflagrein frum- varpsins en myndi engu að síður sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins. Þingmenn Frjálslynda flokksins greiddu atkvæði gegn samþykkt frumvarpsins og gerði Guðjón A. Kristjánsson grein fyrir því að hann gæti ekki stutt frumvarp sem hann teldi að myndi verða til þess að á Vestfjörðum fækkaði störfum í fiskvinnslu um u.þ.b. 50 og sjó- mannsstörfum um 100. Árni Steinar Jóhannsson (VG) gerði hins vegar grein fyrir því að Vinstri grænir teldu hér vera á ferðinni „plástraaðgerð“ á gallað fiskveiðistjórnarkerfi. Flokkurinn vildi að menn einbeittu sér að því að finna heildstæða lausn á fisk- veiðistjórnarmálunum og því sætu þingmenn hans hjá við atkvæða- greiðsluna. Heildarlög sett um leigubifreiðar Ýmis önnur mál voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær og ber þar líklega hæst, auk þeirra mála sem áður eru rakin, frumvarp sam- gönguráðherra að heildarlögum um leigubifreiðar. Er ráð fyrir því gert í nýsamþykktum lögum að stjórn- sýsla málaflokksins færist frá sam- gönguráðuneyti til Vegagerðar, auk þess sem gert er ráð fyrir að fjöldi leigubifreiða verði takmarkaður eft- ir svæðum, svo sem verið hefur. Alls voru samþykktar fjórtán lagasetningar í gær og níu mál voru afgreidd sem lög á fimmtudag. Víkja þessar lagasetningar m.a. að kvikmyndalögum, húsnæðismálum og náttúruvernd, auk þess sem samþykkt var frumvarp um stofnun sameignarfélags um Orkuveitu Reykjavíkur. Voru ennfremur af- greiddar á fundi Alþingis í gær kosningar í ýmsar nefndir á vegum ríkisins, s.s. endurbótasjóð menn- ingarstofnana, Grænlandssjóð, út- varpsréttarnefnd, verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og stjórn Þjóðhátíðarsjóðs. Ráðstafanir í ríkisfjármál- um samþykktar sem lög Alþingi afgreiddi tuttugu og þrenn lög á tveimur síðustu starfs- dögunum fyrir jól Morgunblaðið/Sverrir Fjórtán lög voru sett á Alþingi í gær og stóðu ráðherrar ríkisstjórn- arinnar í ströngu rétt eins og almennir þingmenn vegna þeirra at- kvæðagreiðslna sem fram fóru. ENGAR deilur eru um það innan ríkisstjórnarinnar hvað verði um Þjóðhagsstofnun. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Davíð var að svara ummælum sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði látið falla við þriðju umræðu um frum- varp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Sem kunnugt er hafa verið uppi hugmyndir um breytingar á rekstri Þjóðhagsstofnunar, jafnvel að stofnunin yrði lögð niður. Hefur verið starfandi frá því í vor nefnd undir for- sæti Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðu- neytinu, er hefur það verkefni að skoða þessi mál. Jóhanna vitnaði í ræðu sinni við umræðuna í gær til blaða- frétta um að ósætti væri komið upp milli stjórnarflokkanna um málið. Hafði hún áður undrast að forsætisráðherra vildi ekki taka mark á þeim tölum er frá stofnuninni kæmi, en sagði, að það væri í stíl við vilja ráð- herrans til að leggja hana nið- ur. Davíð kannaðist hins vegar ekki við að þessar fréttir væru á rökum reistar. „Það hafa ekki verið neinar deilur um Þjóðhagsstofnun í ríkisstjórn. Ég hef hins vegar séð það á forsíðu Dagblaðsins, en það er eini staðurinn sem ég hef orðið var við þessar deilur,“ sagði hann. Hitt væri annað mál að rík- isstjórnin mæti það svo að hækkun á innritunargjöldum námsmanna þýddi 0,05% en ekki 0,14% verðlagsáhrif eins og Þjóðhagsstofnun hefur tal- ið. Hagstofan hefði ennfremur sagt rétt að fara betur yfir þær tölur, sem hún stóð að ásamt Þjóðhagsstofnun. Jóhanna sagðist skilja orð ráðherra þannig að hann væri fallinn frá því að leggja niður Þjóðhagsstofnun, „vegna þess að ég trúi ekki að framsókn- armenn hafi fallist á það í rík- isstjórn að leggja hana niður.“ Þjóðhagsstofnun Engar deilur í ríkis- stjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.