Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 13
Meðgöngufatnaður
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið.
Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
TVEIR rússneskir menn voru
staddir hér á landi á dögunum,
en þeir hafa undanfarna mánuði
ferðast um heiminn í þeim til-
gangi að safna upplýsingum um
ásetningssamfélög. Í heimsókn
sinni hingað kynntu þeir sér
starfsemi Sólheima í Grímsnesi
einnig sóttu þeir Snæfellsás-
samfélagið á Brekkubæ á Helln-
um heim. Þeir hafa nú sett upp
heimasíðu þar sem upplýsingum
um ásetningssamfélög af ýms-
um toga er miðlað.
Frumkvöðull þessa verkefnis
er Anton Malarpyrov, sem er
ættaður frá Jakútíu í Austur-
Síberíu. Hann er af hirðingja-
ættum, lifði áður ásamt fjöl-
skyldu sinni af gæðum landsins
við veiðar, en hrjóstrugt um-
hverfið, þar sem munað getur
tugum gráða á selsíus á vetri og
sumri, varð m.a. til þess að hann
fluttist til borgarinnar og nam
jarðfræði og naut lífsins verald-
legu gæða. Þar átti hann mikilli
velgengni að fagna og hafði allt
til alls. Eða svo hélt hann. Dalai
Lama bauð honum ásamt fleiri
Jakútum í heimsókn til Indlands
og eftir að hafa kynnst trúarleið-
toga Tíbeta persónulega varð
ekki aftur snúið, að sögn Mal-
arpyrov. Heimsmynd hans
breyttist og öll hans viðhorf til
lífsins, sem varð til þess að hann
ákvað að nota fjármuni sína í
þágu friðar í heiminum.
Fyrsta skrefið var að setja sig
í samband við Valeri Hiltunen
sem er finnskur í föðurætt en
Rússi í móðurætt. Hann er
blaðamaður og rithöfundur og
starfaði í fjölda ára á rússneska
dagblaðinu Pravda.
Þann 11. september settu
hryðjuverkin í Bandaríkjunum
mark sitt á alla heimsbyggðina
og Hiltunen og Malarpyrov hófu
í kjölfarið að safna upplýsingum
um samfélög víða um heim sem
kjósa að standa fyrir utan hið
veraldlega samfélag nútímans.
Slík samfélög má kalla ásetn-
ingssamfélög og skipta tilraunir
til að setja slík samfélög á stofn
þúsundum að mati þeirra félaga.
Reynslu og þekkingu
miðlað á Netinu
Í þessum tilgangi komu þeir
hingað til lands í síðustu viku.
Segja þeir Snæfellsássamfélagið
á Hellnum vera nyrsta samfélag
sinnar tegundar í Evrópu. Til-
gangurinn með upplýsingasöfn-
uninni er að koma reynslu og
þekkingu þessara samfélaga
saman á einn stað svo hægt sé að
deila henni með sem flestum.
Þeir hafa útbúið heimasíðu á
slóðinni http://www.other-plan-
et.ru, þar sem upplýsingarnar
eru og þeim dreift á sjö tungu-
málum. Heimasíðan er enn í
vinnslu en á næstu dögum má
vænta þess að hún verði tilbúin,
en samfara ferðalögum þeirra
um heiminn munu stöðugt fleiri
upplýsingar bætast í safnið.
Í framhaldi af því eru þeir
með hugmyndir um að koma
upp námssetri, hugsanlega í
Finnlandi, þar sem hægt er að
kenna mismunandi aðferðir í
uppeldi, ræktun, húsbyggingum
og fleira. Hiltunen segir að mikil
reynsla sé t.d. til staðar í Rúss-
landi varðandi ásetningssam-
félög, en hann telur að í framtíð-
inni muni sífellt fleiri kjósa að
búa í þess háttar vistvænum
þorpskjörnum.
Samkvæmt upplýsingum
þeirra félaga hafa verið gerðar
ótal misárangursríkar tilraunir
með ásetningssamfélög á síð-
ustu öld og því hafi safnast sam-
an mikil þekking. Þeir telja að
eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum þann 11. september komi
sífellt fleiri til með að vilja búa í
slíkum samfélagskjörnum þar
sem áhersla er lögð á frið, sam-
vinnu og gagnlega uppbygg-
ingu. Því sé mikilvægt að læra af
þeim sem hafi náð árangri og
deila þekkingunni með öðrum. Á
þann hátt sé hægt að sameina
ólíka þætti og byggja brýr milli
þjóða sem tengi íbúa jarðar bet-
ur saman.
Hiltunen segir ásetningssam-
félög oft aðgreind á ýmsan hátt,
sérstaklega meðal þeirra sem
ekki þekkja til, en þar sem þau
eigi svo margt sameiginlegt sé
tilefni til að safna saman þekk-
ingu þeirra og reynslu á einn
stað. Hann telur þrjú atriði fyrst
og fremst sameina samfélögin
sem hann hefur þegar aflað sér
þekkingar um; þau eru friðsöm
og laus við allt ofbeldi, sköpun-
argáfa hvers og eins er ræktuð
og fær að njóta sín á margvísleg-
an hátt og markvisst er stuðlað
að umhverfisvitund samfélags-
þegnanna.
Hann segir að í heimsókn
sinni til Finnlands í haust hafi
hann heyrt að um helmingur
íbúa höfuðborgarinnar Helsinki
myndi kjósa að búa í smærri
samfélögum, fjærri streitu og
ofbeldi stórborgarinnar, ef það
stæði til boða. „En margir eru
hræddir við að taka fyrsta skref-
ið. Við höfum í dag tækniþekk-
ingu til að sameina þekkinguna á
einum stað og það er markmið
okkar með upplýsingaöfluninni
og ferðalögum okkar um heim-
inn. Það mun greiða leið þeirra
sem áhuga hafa á að setjast að í
slíku samfélagi og byggja það
upp.“
Í Rússlandi heimsótti hann
ásetningssamfélag sem hann
lýsir sem friðsælu og opnu.
Vissulega sé oft sem þessi sam-
félög leiti til fortíðar hvað varðar
lífsspeki, vilji lifa á landinu og
láta skarkala heimsins lönd og
leið. „Ísland er mjög þekkt í
þessu rússneska samfélagi og
margir virðast halda að að hér á
landi sé eitt stórt ásetningssam-
félag sem sé laust við eiturlyfja-
neyslu og ofbeldi. Ég veit að svo
er ekki, en Ísland hefur samt allt
sem til þarf, hreint loft, sterka
vinda sem hreinsa hugann og
náttúruauðlindir sem hægt er að
nýta á sjálfbæran hátt.“
Tveir menn í ferð um heiminn að afla upplýsinga um ásetningssamfélög
Á Íslandi gæti risið
fyrirmyndarsamfélag
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Valeri Hiltunen og Anton Malarpyrov komu frá Rússlandi til að
kynnast Snæfellsássamfélaginu á Brekkubæ og Sólheimum í
Grímsnesi. Myndin er tekin í Brekkubæ.
MAGNÚS Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leik-
félags Íslands, hefur farið þess á leit við
stjórn þess að verða leystur frá störfum sem
leikhússtjóri félagsins. Hef-
ur stjórnin orðið við þeirri
beiðni.
Magnús Geir hefur starf-
að sem leikhússtjóri og list-
rænn stjórnandi Leikfélags
Íslands um sex ára skeið,
jafnframt því að leikstýra
fjölda sýninga á vegum leik-
hússins. Frá því í lok sept-
ember hefur starfsemi leik-
hússins legið niðri og hafa
aðstandendur þess greint
frá því að leikhússtarfsemi geti ekki haldið
áfram án stuðnings frá opinberum aðilum
miðað við núverandi aðstæður í leikhúslífinu.
Aðspurður um ástæður uppsagnar sinnar
sagðist Magnús Geir hafa starfað sem leik-
hússtjóri og listrænn stjórnandi félagsins í
nokkur ár og liti hann stoltur til margra
þeirra sýninga sem þar hefðu verið settar á
svið. Eigi að síður væri engum hollt að vera
lengi á sama staðnum. „Þröngar fjárhags-
legar skorður hafa jafnframt óneitanlega
stundum dregið úr þeim sköpunarkrafti sem
starfsmenn félagsins búa yfir. Eins og staðan
er í dag lít ég svo á að kraftar mínir nýtist
ekki sem skyldi í starfi leikhússtjóra. Engu
að síður mun ég vonast til að leikstýra áfram
hjá félaginu og ætla því alls ekki að yfirgefa
félagið þó svo að ég hætti störfum sem leik-
hússtjóri.“
Þegar Magnús Geir er spurður hvaða aug-
um hann líti framtíð Leikfélags Íslands segist
hann bjartsýnn á framtíð starfseminnar. „Ég
er bjartsýnn á að gengið verði frá samningi
við hið opinbera, til að tryggja starfsemi fé-
lagsins á næstu árum. Áhorfendur hafa sýnt
starfsemi leikfélagsins mikinn áhuga. Eins og
staðan er í leikhúslandslaginu á Íslandi í dag
er stuðningur hins opinbera óhjákvæmilegur.
Ég hef trú á að góð lausn náist, svo Leikfélag
Íslands fái haldið áfram starfsemi sinni með
því góða fólki sem hjá því starfar.“
Magnús Geir
Þórðarson
segir upp
Magnús Geir
Þórðarson
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að veita afslátt
á verði til þeirra rafveitna sem eru í beinum við-
skiptum við fyrirtækið enda hefur vatnsbúskapur
gengið vel í vetur.
Í fréttatilkynningu kemur fram að verðið
lækkar úr tæpum 38 kr/kWh í 10 kr/kWh frá 17.
desember nk. til aprílloka 2002.
Lækkar verð
á umframafli
♦ ♦ ♦