Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 31

Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 31 UPPI eru hugmyndir um að koma á fót stærsta vindorkufyr- irtæki til þessa á eyjunni Lewis á Suðureyjum, sem eru vestur af strönd Skotlands að því er greint var frá á netfréttasíðu BBC á fimmtudag. Alls yrði 250 vindmyllum kom- ið fyrir á eyjunni, en breska fyr- irtækið Amec hefur sýnt áhuga á að leggja um 700 milljónir punda, eða sem nemur rúmum um 105 milljörðum króna, í verkið. Veðurfar hentugt Veðurfar Suðureyja þykir henta vel til vindorkuframleiðslu, en verði hugmyndin að veruleika mun fyrirtækið geta framleitt álíka mikla raforku og eitt kjarn- orkuver. Vindmyllurnar munu hins vegar hafa miklar breyt- ingar á umhverfi eyjarinnar í för með sér og því verður að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinn- ar áður en hún verður endanlega samþykkt. Slíkt fyrirtæki mundi hins vegar, að sögn BBC, lyfta Bretlandi úr neðsta sæti Evrópu- ríkja á lista yfir umhverfisvæna orkuframleiðendur. Umræður um vindorkufram- leiðsluna hafa farið hljótt, en Brian Wilson, orkumálaráðherra bresku stjórnarinnar, staðfesti hugmyndina í viðtali við BBC í gær og sagði viðræður um verk- efnið hafa átt sér stað und- anfarna mánuði. „Við þurfum að skapa jafnvægi í orkuframleiðslu okkar og það á eftir að verða erf- itt verkefni að ná þeim mark- miðum sem við höfum sett okkur varðandi endurnýjanlega orku,“ sagði Wilson og neitaði að það væri mótsögn að halda áfram notkun kjarnorku á sama tíma og reynt væri að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Breska ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2010 verði í landinu markaður fyrir endurnýjanlega orku sem nemi 150 milljörðum króna. Bretar í vindorkuframleiðslu? Bretar hugleiða nú að koma á fót stærsta vindorkufyrirtæki til þessa á eyjunni Lewis. FARÞEGARÚTA sem flutti pílagríma frá Mekka fór út af þjóðveginum suður af hafnar- bænum Aqaba í Jórdaníu í gær með þeim afleiðinum að 52 manns létust. Bílstjórinn missti stjórn á rútunni í beygju og bíllinn rann við það inn í vörubíla- geymslu þar sem hann skall á nokkrum kælibílum. Við áreksturinn kviknaði í rútunni með þeim afleiðingum að allir sem um borð voru létu lífið. Að sögn talsmanns jórdanskra yf- irvalda eru bilaðar bremsur taldar hafa valdið slysinu. Talið er að flestir farþeg- anna hafi verið Egyptar á leið heim úr pílagrímsferð sinni um Aqaba. En talið er að hundruð þúsunda egypskra múslima hafi heimsótt Mekka á Ramad- an að þessu sinni og ferðast flestir þeirra í gegnum Jórdan. Ebóla-sýkin breiðist út STAÐFEST var að ebóla- veira hefði greinst í Vestur- Afríkuríkinu Gabon í byrjun vikunnar. Sýkin virðist nú breiðast hratt út og hefur Rauði krossinn í Gabon varað við að illmögulegt sé að segja fyrir um frekari útbreiðslu veirunnar. Alls hafa 14 manns greinst með sýkina, og eru 11 þeirra þegar látnir. Sérfræðingar Al- þjóðaheilbrigðistofnunarinnar, WHO, hafa þegar hafist handa við að greina hverja hinir 14 kunna að hafa smitað, en veir- an greindist fyrst í þorpinu Ekata, sem er stutt frá landa- mærum Kongó. Hennar hefur síðan orðið vart í þremur öðr- um þorpum, Meddamba, Ntolo og Elaonene. Þykir hættan á frekari útbreiðslu sýkinnar hafa aukist til muna við þetta þar sem þorpin liggja við þjóð- vegi sem leiða til stærri bæja á boð við Mekambo og Makoku. Stendur enn yfir leit að ein- um hinna sýktu, en kona sem staðfest er að hafi smitast af ebóla-sýki flúði til Kongó á þriðjudag í leit að töfralækni. Er hennar leitað af yfirvöldum og sjálfboðaliðum í beggja vegna landamæranna, en yfir- völd óttast að hún kunni að dreifina veirunni enn frekar á flóttaleið sinn. Sprenging í lettneskri eldspýtna- verksmiðju SEX manns létust í gær þegar sprenging varð í eldpýtna- framleiðslu Kometa verk- smiðjunnar í Ríga í Lettlandi. Auk hinna látnu slösuðust fjórir til viðbótar illa í spreng- ingunni og þykja meiðsl þriggja þeirra alvarleg. Sprenging átti sér stað um 12.30 að staðartíma, að sögn Krists Leiskalns talsmanns lögreglunnar í Ríga, og kom við það eldur upp í bygging- unni. Slökkvilið náði hins veg- ar að hindra frekari útbreiðslu eldsins á innan við 20 mínút- um. Ekki er vitað um ástæður sprengingarinnar. Kometa verskmiðjan, sem er að hluta til í eigu þýskra fyrirtækja, framleiðir einnig pappírsvörur. STUTT 52 farast í rútuslysi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.