Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 42
LISTIR 42 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. KARLAKÓR Reykjavíkur heldur þrenna jólatónleika í Hallgríms- kirkju undir nafninu Betlehems- stjarnan. Tvennir tónleikar verða í dag, kl. 17 og kl. 21.30, og einir á morgun, kl. 20. Á efnisskránni verða hefðbundin jólalög en auk þess verða frumflutt tvö ný verk sem unnu til viðurkenninga í nýafstað- inni tónverkasamkeppni í tilefni af 75 ára afmæli kórsins. „Þetta eru verkin sem hlutu önnur verðlaun en þau eru eftir John Speight og Hildigunni Rúnars- dóttur. Verk Stefáns Arasonar, sem bar sigur úr býtum, ætlum við síðan að frumflytja í vor,“ segir Guð- mundur Sigþórsson, formaður Karlakórs Reykjavíkur. „Verk Johns heitir Hodie. Það er samið við latneskan texta og er í senn nútímalegt, fallegt og skemmti- legt. Stutt og hressilegt. Verkið eftir Hildigunni kallast Heyr þú guðs son. Það er nútímalegt í bland við gaml- an fimmundararf sem við erum mik- ið með í tónlist okkar. Það er samið við gamlan texta eftir séra Einar í Eydölum. Það er yfir því nokkuð forn blær. Mjög skemmtilegt stykki. Þetta eru lög sem eiga örugglega eftir að fylgja okkur áfram.“ Guðmundur segir kórinn afar ánægðan með það efni sem fram kom í keppninni. „Það gæti allt eins farið svo að við héldum sérstaka tón- leika á næsta ári með þessum lögum því þarna er heilmikið efni sem við viljum endilega koma í umferð – láta heyrast. Þessi hugmynd er þó enn á umræðustigi,“ segir Guðmundur og bætir við að sérstaklega ánægjulegt sé hversu mörg ung tónskáld tóku þátt í keppninni. Ómissandi þáttur Að öðru leyti verða jóla- tónleikarnir með hefðbundnu sniði, madrigalar og gamlar íslenskar perlur. „Við byrjuðum á þessu tón- leikahaldi á aðventu fyrir einum sjö eða átta árum og nú er þetta orðið ómissandi þáttur í starfi kórsins, ekkert síður en vortónleikarnir. Megintilgangurinn er sem fyrr að koma fólki í jólaskap.“ Guðmundur gerir góðan róm að Hallgrímskirkju, hún henti söng kórsins vel. Þá sé orgelið í sérflokki. „Það þarf talsverðan kraft til að fylla þetta hús og mynda jafnvægi við orgelið og það hefur okkur fund- ist ganga ágætlega undanfarin ár. Samstarfið við sóknarnefndina og þá sem ráða daglegri starfsemi í kirkjunni hefur líka verið ákaflega gott, auk þess sem fólk hefur sótt þessa tónleika mjög vel. Það er því engin ástæða til að breyta til.“ Með kórnum á tónleikunum leikur blásarasveit og Hörður Áskelsson verður við orgelið. Stjórnandi verð- ur Friðrik S. Kristinsson en einnig kemur aðstoðarsöngstjóri kórsins, Guðlaugur Viktorsson, við sögu í þremur lögum sem hópur kórfélaga syngur. Jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur Frumflytja tvö ný verk Morgunblaðið/Ásdís Karlakór Reykjavíkur og blásarar á æfingu fyrir tónleikana. Á ÞESSARI plötu er kostað miklu til, strengjasveit úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands og öðrum úr- vals hljóðfæraleikurum sem flestir koma úr „landsliðinu“, sem er flott! Enda munu Skagfirðingar seint drepast úr vanmetakennd, og er það vel – því þeir hafa svosem enga ástæðu til þess, annálaðir söngmenn og hestamenn. Og svo eiga þeir heima í Skagafirði, sem er með fríð- ustu og víðustu sveitum landsins. Álftagerðisbræður eru líka lands- frægir (að minnsta kosti) fyrir prýð- isgóðan söng, en þó að góðir séu eru þeir ekki allir jafngóðir eftir plöt- unni að dæma. Söngskráin er nokk- uð fjölbreytt, en misjafnlega skemmtileg einsog gengur og jafn- vel svolítið misvel sungin. Ekki er það alltaf lagavali að kenna (þó ekki sé hægt að syngja leiðinlegt lag mjög vel), frekar e.t.v. útsetningum eða bara að lögin henti þeim bræðr- um einfaldlega misvel. Og stundum finnst manni sem þeir vandi sig full- mikið (Bláu augun þín og Kysstu mig). Þráttfyrir nokkra fjölbreytni fer söngskráin þó ekki beint ótroðn- ar slóðir – nema í Hamraborginni, sem ég held að enginn kvartett hafi látið sér koma í hug, hvaðþá dirfst, að hafa á söngskrá sinni. Og það verður að segjast einsog er að þeir sleppa ótrúlega vel frá þeim „tour de force“, og er það fyrst og fremst einum að þakka, sem er söngvari af guðs náð. En hann hefur líka fínan stuðning af sönnu bróðurþeli hinna. Þau lög sem ég hafði einna mesta ánægju af að hlusta á voru gamlir slagarar, svosem Ljósbrá og Ram- óna, ásamt írsku lögunum, svo ekki sé minnst á Hagavagninn, lag Jón- asar Jónassonar við asskoti snagg- aralegan og vel ortan texta Ragnars Jóhannessonar. Þar er líka yfirleitt gott jafnvægi í hljómi og enginn sem sker sig úr. Í lagi Björgvins Þ. Valdimarssonar er „babababa …“ frekar svona þreytt trix, en í lagi Sigfúsar Agnars Sveinssonar gætir rússneskra áhrifa í forspili og radd- setningu Daníels Þorsteinssonar. Alltaf gaman að heyra vel leikið á harmonikku (Grettir) og mandólín (Sigurður Rúnar). Og lokalagið, Góðar nætur, er vel sungið. Kannski best? Það mætti kalla nokkurn lúxus að láta heimsfrægan saxófónleikara (Jóel Pálsson) leika nokkra takta í upphafi lagsins Kysstu mig (Bessa me), sem hann auðvitað gerir mjög fallega, svo ekki sé minnst á alla hina hljóð- færaleikarana að ógleymdri strengjasveitinni. Og ekki má gleyma harmonikkuleik Grettis Björnssonar með sínum óbrigðula músíkalska sjarma! En umfram allt sýnir þetta mikinn metnað (og litla nísku!). Og sönggleði, að sjálfsögðu. Enda eiga þeir bræður aðdáendur marga. Upptaka og hljóðritun fyrsta flokks. TÓNLIST Geislaplata Álftagerðisbræður. Píanó: Stefán R. Gíslason, Daníel Þorsteinsson. Bassi: Jón Rafnsson, Jón Sigurðsson. Harm- onikka: Grettir Björnsson. Gítar: Gunnar Þórðarson. Hljómborð, harmonikka, man- dolín, harpa og gítar: Sigurður Rúnar Jónsson. Slagverk: Sigfús Ó. Guðmunds- son. Saxófónn: Jóel Pálsson. Strengja- sveit: Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Upptökur fóru fram í Fella- og Hólakirkju í október 2001. Hljóðritun: Studio Stemma. Upptökumeistari og hljóðblöndun: Sigurður Rúnar Jónsson. Útgefandi: Álftagerðisbræður ehf. Dreif- ing: Edda – miðlun og útgáfa. ÁBCD-003. ÁLFTIRNAR KVAKA Sönggleði Oddur Björnsson Borgarleikhúsið Edda miðlun og útgáfa efnir til barnahátíðar kl. 14 og 16. Edda Heiðrún Backman syngur lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Rit- höfundarnir Kristín Helga Gunn- arsdóttir, Ólafur Gunnar Guð- laugsson, Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson, Þórarinn Eld- járn, Sigrún Eldjárn og Guðmundur Ólafsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum og prakkararnir Snuðra og Tuðra mæta. Dagskrárnar taka um 40 mín. Bergstaðastræti 33b (Emanúels- hús) Lovísa Lóa Sigurðardóttir opn- ar sýningu á vinnustofunni sinni. Sýningin verður opin frá kl. 12–20 og lýkur á þriðjudag. Á sýningunni eru olíumyndir á striga að mestu unnar á þessu ári. Gallerí Ófeigur, Skólavörðustíg 5 Félagar í Meistara Jakob hafa gert tímabundna hústöku í sýningarsal á loftinu hjá Ófeigi í sama húsi. Hús- takan stendur til janúarloka á næsta ári. Auk hefðbundins opnunartíma frá kl. 11–18 verður opið frá mánu- deginum 17. desember öll kvöld til kl. 22 fram að jólum. Bústaðakirkja Kvennakórinn Létt- sveit Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika kl. 15. Þeir verða endurteknir á morgun kl. 17. Á efnis- skrá eru bæði innlend og erlend jóla- lög í anda léttsveitarinnar. Gestir Léttsveitarinnar verða Sigurjón Jó- hannesson, tenór, Bjöllukór Bústaða- kirkju og Tómas R. Einarsson bassa- leikari. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Laugarneskirkja Sönghópurinn Fatíma heldur tónleika kl. 15. Gesta- söngvarar verða meðlimir kvart- ettsins Góðir í boði. Á fyrri hluta tón- leikanna syngur Fatíma íslensk og erlend þjóðlög, dægurlög, negra- sálma o.fl. Seinni hluti tónleikanna verður helgaður jólunum þar sem Fatíma og Góðir í boði munu syngja jólasöngva úr öllum áttum. Fatíma samanstendur af 11 konum og kvart- ettinn Góðir í boði skipa: Björn Björnsson, Gústav H. Gústavsson, Ólafur M. Magnússon og Sævar Kristinsson. Stjórnandi og undirleik- ari hópanna er Sigrún Grendal. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Mynd- listarnemar á öðru ári í Listaháskóla Íslands opna sýningu kl. 14. Nem- arnir hafa tekið þátt í námskeiði er kallast „Borgir og staðleysur“ undir stjórn Einars Garibalda Eiríkssonar prófessors, sem einnig er sýning- arstjóri sýningarinnar. Sýningin er opin í dag frá kl. 14–20, á morgun kl. 14–18. Söngkvartettinn Rúdolf heldur þrenna tónleika í Reykjavík og ná- grenni dagana 15.–17. desember. Fyrstu tónleikarnir verða í Norræna húsinu kl. 15 í dag, á morgun í Sel- fosskirkju kl. 16 og í Vinaminni á Akranesi mánudagskvöld kl. 20. Á efnisskránni er íslensk jólatónlist. Meðlimir Söngkvartettsins Rúdolfs eru Sigrún Þorgeirsdóttir, sópran, Soffía Stefánsdóttir, alt, Skarphéð- inn Hjartarson, tenór, og aðalútsetj- ari kvartettsins, Þór Ásgeirsson, bassi. Árbæjarkirkja Jólatónleikar Tónlist- arskóla Árbæjar eru tvennir, kl. 11 og kl. 12.30. Um eitt hundrað nem- endur nema við Tónlistarskóla Ár- bæjar á öll helstu hljóðfæri. Kópavogskirkja Kór Kópavogs- kirkju og Kór Hafnarfjarðarkirkju halda sameiginlega aðventutónleika kl. 17. Flutt verða jólalög frá ýmsum löndum og tímabilum, þar á meðal verkið „Sjá himins opnast hlið“ eftir Julian Hewlett, organista við Kópa- vogskirkju. Stjórnandi er organisti Hafnarfjarðarkirkju, Natalía Chow. Þá verð flutt lög eftir J.S. Bach, Händel, Mozart, Bárdos, John Jou- bert, Adolphe Adam, Atla Heimi Sveinsson og Fjölni Stefánsson. Stjórnendur og undirleikarar á tón- leikunum verða Julian Hewlett og Natalía Chow. Gallerí Reykjavík Árný B. Birg- isdóttir myndlistarmaður og Óttar Hrafn tónlistarmaður opna sýningu á vatnslitamyndum og tónverkum kl. 15. Sýningin hefur yfirskriftina Draumeind og er árangur samvinnu listamannanna við sama viðfangsefni. Galleríið er opið frá kl. 12–22 til jóla og til kl. 23 á Þorláksmessu. Gallerí Örnólfur, á horni Snorra- brautar og Njálsgötu. Pétur Gautur verður með jólasýningu á nýjum verkum á vinnustofu sinni. Arkitekt- arnir Steffan og Kristín Brynja kynna danska IQ-lampa eða „Gáfna- ljós“. Sýningin er opin alla daga fram að jólum, kl. 16–18. Í DAG Söngkvartettinn Rúdolf.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is AÐ mati New York Times er Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son meðal athyglisverðustu skáld- sagna ársins. Niðurstöður blaðsins voru birtar í jólaút- gáfu bókablaðs þess (Holiday Section) sem ný- lega kom út en þar er að finna uppgjör á bóka- árinu sem nú er að líða. Þar eru dregnir fram fá- einir tugir bóka sem blaðið telur hafa skarað fram úr á árinu en ár- lega koma út þúsundir skáldsagna í Bandaríkjunum. Þetta er í fjórða sinn sem New York Times beinir kastljósi sínu að Slóð fiðrildanna síðan í janúar á þessu ári. Washington Post og Entertain- ment Weekly vöktu einnig á dög- unum sérstaka athygli lesenda sinna á kiljuútgáfu Slóðarinnar sem nýverið kom á markað. Í kjölfarið á velgengni Slóðar fiðrildanna hefur Random House nú tryggt sér réttinn á bók Ólafs Jó- hanns, Fyrirgefningu syndanna, í kilju en hún kom út innbundin í Bandaríkjunum 1994. Fyrirgefning syndanna var fyrst gefin út á Íslandi 1991. Þá eru samningaviðræður hafnar við bandarísk forlög um útgáfu á Höll minninganna. Meðal athygl- isverðustu bóka ársins Ólafur Jóhann Ólafsson Slóð fiðrildanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.