Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 44
HEILSA
44 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
lýsingum um 10.683
einstaklinga sem voru
fæddir milli 3. og 9.
mars 1958. Skoðuðu
þeir líkamsþyngdar-
stuðul þeirra þegar þeir
voru á aldrinum 7, 11,
16, 23 og 33.
Að sögn Parsons kom
í ljós að líkamsþyngd-
arstuðullinn hækkaði í
samræmi við fæðingar-
þyngd. Ekki fannst þó
samband á milli fæðing-
arþyngdar og líkams-
þyngdarstuðuls við 33
ára aldur þegar þyngd
móður var ekki inni í
myndinni sem breyta.
Þá sýndu rannsókn-
irnar að því fljótari sem
karlmenn eru að ná
fullorðinshæð því meiri
líkur eru á offitu þegar
þeir verða fullorðnir.
Einnig sýndu niður-
stöðurnar að meiri líkur
eru á að karlmenn með litla fæðing-
arþyngd eigi við offitu að stríða.
Á meðal drengja sem tóku út full-
orðinshæðina snemma var hættan á
offitu jafnmikil hjá þeim sem höfðu
lága og háa fæðingaþyngd. Þó hefði
mátt búast við að áhættan væri
minni hjá þeim sem voru með lága
fæðingaþyngd en svo var þó ekki að
sögn dr. Parsons. Segir í greininni
að þessar niðurstöður gefi tilefni til
aðgerða sem gætu dregið úr offitu.
Nefnir dr. Parsons að hægt væri að
hafa samband við konur á barn-
eignaaldri svo og foreldra barna á
unga aldri í stað þess að leggja
áherslu á rannsóknir á lyfjum fyrir
fullorðið fólk með offituvandamál.
ÞYNGD móður virðist skýra að
miklu leyti tengslin milli fæðingar-
þunga barns og líkamsþyngdar-
stuðuls (adult body mass index) og
getur þyngd móðurinnar verið
stærri áhættuþáttur og segja fyrir
um hvort barn hafi tilhneiginu til
offitu fremur en fæðingarþyngdin.
Þetta kemur fram í desemberhefti
tímaritsins British Medical Journ-
al.
„Rannsókn okkar leiddi í ljós að
eftir því sem móðirin er þyngri þess
þyngra verður afkvæmið þegar það
eldist,“ segir dr. Tessa J. Parsons
frá Heilbrigðisstofnun barna (Inst-
itute of Child Health) í London.
Rannsakendurnir söfnuðu upp-
Tengsl milli þyngdar
móður og offitu barna
Rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir því sem
móðirin er þyngri þess þyngra verður af-
kvæmið þegar það eldist. Hér er hinn níu ára
gamli Wong Min-hin, sem er á spítala í Hong
Kong en hann á við yfirþyngd að stríða.
Reuters
Spurning: Hversu lengi dugir kúa-
bólusetning?
Svar: „Ekki er hægt að svara þess-
ari spurningu stuttlega eða á ein-
faldan hátt en hér skal reynt að
gera þessu nokkur skil. Í kjölfar
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
og dreifingu miltisbrandsspora
með póstsendingum hafa menn far-
ið að velta fyrir sér möguleikum
hryðjuverkamanna á að dreifa
sjúkdómum og eiturefnum. Milt-
isbrandi er tiltölulega auðvelt að
dreifa sem sporum og ef þeir ber-
ast ofan í lungu fólks valda þeir
mjög hættulegum sjúkdómi. Milt-
isbrandur smitast þó ekki frá
manni til manns en er aðallega
dýrasjúkdómur sem hefur stund-
um valdið usla í búfénaði. Einn
þeirra sjúkdóma sem fólk óttaðist
einna mest fyrr á öldum var stóra-
bóla eða bólusótt (smallpox eða
variola) og álíka ótti var við svarta-
dauða. Bólusótt smitast á milli
manna og geisaði iðulega sem far-
sótt. Sem dæmi má nefna að árið
1719 geisaði bólusóttarfaraldur í
London og drap yfir 3.200 manns,
aðallega börn (íbúafjöldi um
300.000). Í nautgripum er til sjúk-
dómurinn kúabóla (vaccinia) sem
orsakast af veiru sem er náskyld
bólusóttarveirunni. Mjaltakonur
og aðrir sem önnuðust kýr smit-
uðust oft af þessari veiru sem bæði
í kúm og mönnum veldur oftast til-
tölulega meinlausum sjúkdómi. Á
síðari hluta 18. aldar var mikið um
bólusótt á Englandi og þá tóku
menn eftir því, sérstaklega bónd-
inn Benjamin Jesty, að þeir sem
höfðu smitast af kúabólu virtust
ónæmir fyrir bólusótt. Enski lækn-
irinn Edward Jenner rannsakaði
nánar samband kúabólu og bólu-
sóttar, sannfærðist um að kúabólan
veitti vörn fyrir bólusótt og varð
frægur þegar hann bólusetti son
sinn (smitaði hann með kúabólu).
Jenner er talinn upphafsmaður nú-
tíma bólusetninga og orðið bólu-
setning er dregið af því að smita
fólk með kúabólu en fékk síðar þá
mun víðtækari merkingu sem það
hefur nú. Kúabóla reyndist mjög
áhrifamikil í baráttunni við bólu-
sótt og kúabólusetning var skylda í
öllum efnaðri löndum heimsins. Ár-
ið 1980 var því lýst yfir á vegum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) að búið væri að útrýma
bólusótt í heiminum. Margar þjóðir
voru þá þegar hættar kúabólusetn-
ingum og aðrar hættu þeim von
bráðar. Kúabólusetningar hafa því
ekki tíðkast í 20 ár eða meira nema
hjá fáeinum einstaklingum sem
unnið hafa við rannsóknir á bólu-
sóttarveirunni. Opinberlega er
bólusóttarveiran bara varðveitt á
tveimur rannsóknastofum, einni í
Bandaríkjunum og einni í Rúss-
landi. Nú óttast sumir að þessi
hættulega veira kunni að vera til
annars staðar, í höndum stjórn-
valda eða hryðjuverkasamtaka.
Flest fólk á vesturlöndum sem er
30 ára eða eldra var bólusett með
kúabólu sem börn en enginn veit
með vissu hvort nokkur vörn er nú
í þeirri bólusetningu. Flest rök
benda til þess að kúabólusetning
veiti vörn fyrir bólusótt í 10–20 ár
og eftir það sé hún að mestu gagns-
laus. Ekki eru þó allir sammála og
sumir hafa reynt að færa rök fyrir
því að kúabólusetning veiti vissa
vörn áratugum saman og byggist
það á rannsóknum á bólusóttar-
faraldri í Liverpool á Englandi
1902–1903. Vandinn nú liggur m.a.
í því að engin örugg aðferð er
þekkt til að kanna hvort áður bólu-
settir einstaklingar eru með vörn
gegn sjúkdómnum; þetta er þó ver-
ið að kanna nánar. Engin leið er því
til að sjá fyrir hvað mundi gerast ef
hryðjuverkamenn dreifðu bólusótt-
arveirum yfir þéttbýl svæði. Ekki
er heldur auðvelt að ákveða hvern-
ig á að bregðast við þeirri hættu
sem hugsanlega vofir yfir nú með-
an engar vísbendingar eru um að
hryðjuverkamenn eigi bólusótt-
arveirur í fórum sínum. Tiltölulega
lítið er til af kúabóluefni í heim-
inum og kúabólusetningar eru ekki
alveg hættulausar. Reynslan sýnir
að um 1 af hverjum 4,000, sem eru
bólusettir, veikist alvarlega og um
4 af hverri milljón deyja. Sérfræð-
ingar, sem starfa á vegum Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, telja
ekki ástæðu til að hefja kúabólu-
setningu á ný.“
Er enn vörn í kúabólusetningu Íslendinga?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Hryðjuverka-
menn og bólu-
sóttarveiran
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
RANNSAKENDUR við háskólann
í Leiden í Hollandi könnuðu að-
stæður fólks 85 ára og eldra. At-
hugað var hvernig fólkið væri á
sig komið líkamlega, félagslega,
vitsmunalega og hvernig því liði
sálarlega. Einnig var spurt að því
hvort það teldi að elliárin væru bú-
in að vera farsæll tími í lífi þeirra.
Rannsakendurnir komust að því
að 10% þeirra sem rætt var við
voru vel á sig komnir hvað varðaði
öll ofangreind atriði og töldu efri
árin hafa verið giftusamlegan
tíma eins og segir á heilsuvef
CNN.
45% þeirra sem tóku þátt í könn-
uninni komust nálægt því að fá
fullt hús stiga þegar ofangreind
atriði voru könnuð.
Viðtöl við þátttakendurna leiddi
í ljós að flestir í þessum hópi litu á
öldrun sem aðlögun að aðstæðum
fremur en ákveðið ástand,“ sagði
ennfremur í fréttinni.
Eldra fólkið sem tók þátt í rann-
sókninni nefndi ákveðin atriði sem
það taldi forsendu þess að efri árin
væru ánægjuleg. Margir nefndu í
því sambandi atriði eins og al-
menna vellíðan og hæfni til fé-
lagslegra samskipta fremur en lík-
amlega, sálræna og vitsmunalega
þætti.
„Langflestir töldu að félagslegi
þátturinn væri forsenda þess að
efri árin væru farsæl. Hvort fólkið
hefði orðið fyrir ástvinamissi eða
líf þess væri takmarkað á ein-
hvern hátt virtist ekki skipta meg-
inmáli varðandi það hvort fólkið
teldi sig eiga góð efri ár heldur
hvernig því hafði tekist að sætta
sig við og aðlagast nýjum að-
stæðum sínum.
„Farsæl efri ár er ekki hægt að
mæla hlutlægt með því að skoða
eingöngu líkamlega virkni, sem er
breytingum undirorpin, heldur
hvernig fólki á þessum aldri tekst
að aðlagast og sætta sig við þær
líkamlegu takmarkanir sem fylgja
efri árum,“ sögðu rannsakend-
urnir að lokum.
Aðlögunarhæfnin
mikilvæg
Rannsókn á högum aldraðra í Hollandi