Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 46
Viðmælendur á fjármálamarkaði sérfræðingar í efnahagsmálum fag samkomulagi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Með því sé dregið óvissu um framvindu efnahagsmá Hafa þeir trú á að verðbólgumarkm vor muni nást – en ekkert megi þó ú bregða. Ómar Friðriksson leitaði ál samkomulaginu og áhrifum þess „MÉR líst vel á samkomulag að- ila vinnumarkaðarins. Með því er mikilli óvissu eytt um framvind- una á fyrri helmingi næsta árs,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, for- stjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna. „Að mínu mati mun sam- komulagið að öllum líkindum stuðla að styrkingu krónunnar, eins og reyndar styrking hennar í liðinni viku ber með sér. Ég hef jafnframt þá trú að með lækk- andi verðbólgu í kjölfar sam- komulagsins muni gengið að öll- um líkindum styrkjast enn frekar á komandi mánuðum. Jafnframt mun minni verðbólga leiða til frekari vaxtalækkana á komandi mánuðum,“ segir Þorgeir. Minni óvissa Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir sam- komulag ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins til þess fallið að draga úr óvissu á vinnumarkaði á næsta ári. Ljóst var orðið að verðbólgan stefndi yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga byggðust á og því hefði að óbreyttu komið til uppsagnar á launalið kjarasamninga í febrúar ef ekkert yrði að gert. Ingólfur telur að meiri líkur séu á að rauða strikið sem samn- ingsaðilar hafa ákveðið hafa til viðmiðunar í verðlagsforsendu samninga í maí muni halda. „Það hefur því skapast meiri vissa um stöðuna á vinnumarkaði á næsta ári. Þó er það ekki fullkomin vissa, þar sem það eru ennþá ein- hverjar líkur á að verðbólgan gæti farið yfir þessi mörk. Það mun fyrst og fremst ráðast af gengisþróun krónunnar á næstu mánuðum. Það hafa átt sér stað jákvæðar hreyfingar á mark- aðinum síðustu daga því krónan hefur verið að styrkjast, m.a. af þessum ástæðum,“ segir hann. Yfirlýsing ríkisstjórnar um lánamál nokkuð loðin Ingólfur segir yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar um aðgerðir í lánamálum nokkuð loðna. „Af hálfu ASÍ hafði verið lagt upp með að ríkið tæki erlent lán til þess að greiða niður innlend lán. Ríkisstjórnin lýsir hins vegar engu slíku yfir í þessari yfirlýs- ingu heldur því eingöngu að hún muni skoða lánasamsetninguna með tilliti til gengisþróunar og langtímaáhrifa á innlenda eft- irspurn og verðbólgu. Þetta er því enn sem komið er tiltölulega laust í reipunum og í raun sams- konar yfirlýsing og ríkissjóður hefur jafnan gefið út á mark- aðinn um lánamál sín. Það eru hins vegar augljóslega uppi væntingar, bæði af hálfu þeirra sem stóðu að þessu sam- komulagi og á markaðinum sjálf- um, um að ríkið fari þessa leið sem ASÍ hefur lagt til. Þessar væntingar hafa átt sinn þátt í styrkingu krónunnar að und- anförnu,“ segir Ingólfur. Hann bendir einnig á að ef rík- isstjórnin beiti sér með þessum hætti sé hún í raun að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn. Það myndi leiða til aukinnar eftirspurnar eftir krónum og þar með styrkja gengi krónunnar. „Á móti er hún að lækka langtímavexti og þar af leiðandi að lyfta aðeins undir eft- irspurnina og hvetja þannig til aukinnar verðbólgu. Þarna veg- ast því á tveir þættir hvað verð- lagsþróunina varðar. Annars veg- ar áhrif gengishækkunar sem leiðir til lægri verðbólgu til skemmri tíma litið og hins vegar aukin innlend eftirspurn vegna lægri langtímavaxta, sem er að öðru jöfnu til þess fallið að auka verðbólguna. Þetta endurspeglast í því að verðbólguálag skuldabréfa, sem túlka má sem verð- bólguvæntingar fjár- festa hefur ekki lækkað í samræmi við það sem lækkun krónunnar ætti að öðru jöfnu að kalla á,“ segir hann. „Sé litið á mark- aðinn í dag er ljóst að krónan hefur verið að styrkjast og verð- bólguálag skulda- bréfa hefur lækkað. Það er hins vegar enn nokkur óvissa í spilunum en það leikur enginn vafi á að þetta [samkomulag] er skref í rétta átt,“ segir Ingólfur að lokum. Þýðingarmikið að koma aftur á stöðugleika Bjarni Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Framsýnar, segir mjög jákvætt og þýðingarmikið að aðilar vinnu- markaðarins og ríkisstjórnin skuli vera samtaka um að finna leiðir til þess að koma aftur á stöðugleika. „Ég fagna þessu frumkvæði ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins. Ég tel að við verðum að hafa trú á því að þetta takist, að öðrum kosti gerist það ekki. Við þurfum öll að stilla saman strengina,“ segir hann. Ábyrgt samkomulag „Ég tel þetta mjög ábyrgt samkomulag og mér finnst það ábyrgt af aðilum vinnumarkaðar- ins að bregðast við ástandinu með því að endurskoða rauðu strikin í samningunum og fresta uppsögn samninganna,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann segir að ef til þess hefði komið að launalið kjarasamninga yrði sagt upp og menn farið í að semja upp upp á nýtt um launa- kjör, hefði það ekki endað nema með enn meiri verðbólgu. ingin hefði orðið sú að fra lengja og jafnvel festa í s verðbólguástand sem veri Tryggvi segir samkomu og SA um viðbótarframla eignarlífeyrssjóði einnig m skynsamlega ráðstöfun. Þ bæði draga peninga út úr kerfinu en um leið væru l ar að safna ágóða fyrir fr ina. Hann segist einnig telja brögð ríkisstjórnarinnar s samleg. Mikilvægt sé að s Sérfræðingar og fulltrúar á fjármálamarkaði fag Trúa að markmið en ekkert má út af ,,tel þetta mjög ábyrgt samkomulag“ Tryggvi Þór Herbertsson ,,mikilli óvissu eytt um framvinduna á fyrri helmingi næsta árs“ Þorgeir Eyjólfsson ,,þessi viðhorfs er mjög mikilvæ Edda Rós ,,enn sem komið er tiltölulega laust í reipunum“ Ingólfur Bender ’ Ennþá erueinhverjar lík á að verðbólg gæti farið yf þessi mörk. Það mun fyr og fremst rá af gengisþróu krónunnar á næstu mánuðum. ‘ ,,Ég fagna þess frumkvæði ASÍ o Samtaka atvinn Bjarni B 46 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁBYRGÐ OG SAMTAKA- MÁTTUR FORELDRA ANDRÚMSLOFT AÐHALDS OG SPARNAÐAR Samkomulag Alþýðusambands-ins og Samtaka atvinnulífsinsog yfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar í tengslum við það varða veginn til aukins stöðugleika á vinnumarkaði og í efnahagslífinu og varðveizlu þess árangurs, sem náðst hefur á undan- förnum árum við að bæta lífskjörin. Það er afar mikilvægt að friður skuli ríkja á vinnumarkaði fram á vor og þótt sá friður kosti atvinnurekend- ur nokkra hækkun á greiðslum í sér- eignarlífeyrissjóði starfsmanna stuðlar sú gjörð að auknum sparnaði í þjóðfélaginu sem kemur öllum til góða. Markmið samkomulagsins, um að verðbólga verði innan við 3% á næsta ári, hlýtur að setja verulegan þrýst- ing á aðildarfyrirtæki SA, að þau hækki ekki verð á næstunni. Sam- komulag hefur líka tekizt á milli ASÍ og ríkisins um að efla verðkannanir og eftirlit með verðlagi. Fyrirheit ríkisstjórnarinnar eru einkum almenns eðlis. Hún lofar áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármál- um og lækkun tryggingagjalds fyr- irtækja 2003, sem vegur upp á móti auknum launahækkunum í byrjun þess árs, sem SA og ASÍ hafa samið um. Ríkisstjórnin hyggst hægja á uppgreiðslum erlendra lána og nýta gjaldeyri, sem fæst með sölu ríkisfyr- irtækja til að greiða niður innlendar skuldir og hafa þannig jákvæð áhrif bæði á gengi og vexti. Þær erlendu fjárfestingar, sem líklegar eru hér á næstu misserum, munu væntanlega jafnframt stuðla að því að styrkja gengi krónunnar og draga úr verð- bólgu. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir niðurfellingu eða lækkun tolla á grænmeti, en í staðinn taka upp bein- greiðslur til grænmetisbænda. Í raun er þessi aðgerð að sumu leyti til- færsla milli vasa hjá almenningi; sem neytendur greiðum við minna fyrir grænmetið en sem skattgreiðendur leggjum við meira til landbúnaðarins. Ákveðin aðlögun grænmetisbænda að frjálsri samkeppni er réttlætan- leg, en ekki ber að festa beingreiðslur til þeirra í sessi til langframa. Hins vegar ætti þessi breyting að hafa já- kvæð áhrif á vísitöluna og stuðla að því að verðbólgan haldist innan marka. Jafnframt ætti verðmyndun á þessum hollu neyzluvörum að verða gagnsærri og eðlilegri og vænta má þess að dragi úr hinum miklu sveifl- um í verði grænmetis milli árstíma, sem hafa ergt neytendur undanfarin ár. Þegar þær aðgerðir sem SA, ASÍ og stjórnvöld hafa komið sér saman um eru skoðaðar hlýtur niðurstaðan að verða að efnislega séu þær ekki sérstaklega róttækar. Hins vegar skiptir öllu máli að þessir þrír aðilar hafa náð saman um að skapa hér and- rúmsloft aðhalds og sparnaðar hjá opinberum aðilum, í fyrirtækjum og á heimilum. Slíkt er forsenda þess að við komumst út úr núverandi öldu- gangi og á lygnan sjó í efnahags- og kjaramálunum. Eins og Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir hér í blaðinu í gær: „Við teljum yfirgnæf- andi líkur á að samfélagið komi með okkur í þessa vegferð, því það skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli.“ Þetta samkomulag hefur vakið ánægju hjá almenningi. Það er at- hyglisvert, að forsvarsmenn Alþýðu- sambands Íslands hafa haft töluvert frumkvæði að því að þessi niðurstaða hefur fengizt. Það skiptir miklu máli, að það ríki ákveðið jafnvægi á milli samtaka vinnuveitenda og launþega. Fyrir aldarfjórðungi má segja, að frumkvæðið hafi verið í höndum verkalýðshreyfingarinnar. Síðan tókst vinnuveitendum að ná því í sín- ar hendur ekki sízt vegna þess, að í þeirra röðum fæddust hugmyndir, sem voru líklegar til árangurs. Nú ríkir meira jafnvægi á milli þessara aðila og það er af hinu góða. Í sérblaði Morgunblaðsins, Dag-legu lífi, er í gær fjallað um svo- kallaða foreldrasamninga, sem njóta vaxandi vinsælda á meðal for- eldra grunnskólabarna. Markmiðið með foreldrasamningunum, sem foreldrar barna í sama bekk gera sín á milli, er að útivistartími barna og unglinga í 6.–10. bekk grunn- skóla verði virtur og að komið sé í veg fyrir tóbaks-, áfengis- og fíkni- efnaneyzlu unglinga. Allir vita að verulegur misbrestur er á að þessir hlutir séu í lagi. Þótt langflestir foreldrar séu án efa sam- mála um að rétt sé að börn þeirra fylgi reglum um útivistartíma og hefji hvorki reykingar né áfengis- neyzlu áður en þau hafa aldur til er staðreynd að oft má sjá stóra hópa barna og unglinga á almannafæri utan leyfilegs útivistartíma og stundum undir áhrifum áfengis. Mörgum foreldrum finnst erfitt að beita foreldravaldinu; það er erf- itt að banna barninu sínu það sem „öllum hinum“ leyfist, jafnvel þótt foreldrar viti í hjarta sínu að það sé rangt. Þess vegna skiptir svo miklu máli að foreldrar leggi sig fram um að kynnast snemma foreldrum fé- laga barnanna sinna og geri við þá samkomulag um að virða reglur og halda uppi aga og reglusemi. Auð- vitað er ekki hægt að þvinga fólk til að skrifa undir samninga af þessu tagi, en hafa ber í huga að því fleiri, sem skerast úr leik, þeim mun erf- iðara er að framfylgja skýrum reglum. Þótt foreldrasamningarnir séu oft gerðir í samstarfi og samráði við skólana er eftirlitið með útivist og vímuefnaneyzlu ungmenna fyrst og fremst á ábyrgð foreldra þeirra. Foreldrar geta ekki leyft sér að varpa neinni ábyrgð yfir á skólann hvað þetta varðar. Það er því eðli- legt að frumkvæðið að foreldra- samningum komi frá foreldrum sjálfum og að þeir bindist sjálfir samtökum til að tryggja börnum sínum þann aga, sem er þeim lífs- nauðsynlegt veganesti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.