Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 55
Reykholt í Borgarfirði er merkur
staður, höfuðból Snorra til forna og
sem slíkur einn af mestu sögustöðum
landsins. Árið 1930 var þar settur á
fót héraðsskóli, og komu kennarar
og annað starfsfólk víðs vegar að af
landinu. Þannig kom Þórir Stein-
þórsson, faðir Jóns Þórissonar,
ásamt fjölskyldu sinni úr Mývatns-
sveit, faðir minn úr Hrútafirði og
móðir mín úr Reykjavík, svo aðeins
fátt sé nefnt. Þetta vel menntaða fólk
starfrækti skólann af miklum metn-
aði og milli þess mynduðust sterk
vináttubönd svo íbúar þessa litla
þorps urðu eins og nokkurs konar
stórfjölskylda.
Á erfiðum tíma kom ung frænka
okkar frá Grindavík, Halldóra Þor-
valdsdóttir, til að aðstoða foreldra
mína um tíma. Svo fór að Halldóra
kynntist Jóni Þórissyni og festi ráð
sitt í Reykholti.
Það er margs að minnast, en Jón
Þórisson var einn af máttarstólpum
staðarins. Hann var íþróttakennari
við skólann, enda íþróttamaður góð-
ur, og kenndi reyndar fleiri greinar.
Hann var meðhjálpari og forsöngv-
ari í kirkjunni og hann var einnig
bóndi í Reykholti. Ég minnist
jólanna, en þá var samvinna um jóla-
svein sem heimsótti allar fjölskyld-
urnar, en áður hafði gjöfum verið
komið á einn stað í skólanum, svo
jólasveinninn gæti komið þeim á
réttan stað, þar léku Jón og Halldóra
lykilhlutverk. Síðar um kvöldið var
svo sameiginleg helgistund í skólan-
um. Jón var mikill söngmaður og
leiddi því jafnan sönginn.
Ég minnist þess þegar ég sem
drengur fékk að vinna við bú þeirra
feðga, Jóns og Þóris, og var það hinn
hollasti vinnuskóli. Ég minnist
margra atvika, t.d. eins, þar sem Jón
hafði beðið mig að koma með hey-
kvísl til sín. Í bjánaskap kastaði ég
kvíslinni til hans, þótt ég vissi vel að
slíkur glannaskapur var óheimill, en
ég hafði æft mig og taldi víst að kvísl-
in styngist í jörðina. Hún lenti hins
vegar á steini og kastaðist áfram, en
íþróttamaðurinn Jón vék sér létti-
lega til hliðar og greip kvíslina. Ég
bjóst við skömmum, en líklega sá
Jón hversu skömmustulegur ég var
og að skammir væru óþarfar því
hann sagði alls ekkert – því varð ég
býsna feginn.
Jón og Halldóra hafa verið teng-
ing okkar við Reykholt. Þannig hafa
ferðir í Reykholt gjarnan tengst
heimsókn til þeirra hjóna og voru
þær heimsóknir ávallt jafn ánægju-
legar.
Nú í sumar var stórafmæli Hall-
dóru í Reykholti. Þá ræddum við það
systkinin að allt unga fólkið í sveit-
inni væri orðið áttrætt, en þá áttum
við við það fólk sem var unga fólkið
þegar við vorum að vaxa úr grasi.
Nú í október heimsóttum við Jón
og Halldóru og hrifumst þá af áhuga
Jóns á velferð Reykholts og frásögn
hans af því mikla verki sem hann var
að vinna við gerð nemendaskrár
skólans frá upphafi.
Nú er Jón Þórisson látinn, ég veit
að við eigum eftir að sakna hans
mjög. Smátt og smátt er hið gamla
Reykholt að hverfa. Við því er auð-
vitað ekkert að gera, en mestur er
söknuður Halldóru og fjölskyldu
hennar og votta ég þeim einlæga
samúð okkar Dóru og fjölskyldu
okkar.
Guðmundur Einarsson.
Er ég hitti Jón Þórisson á heimili
hans í ágúst síðastliðnum grunaði
mig síst að þá værum við að hittast í
síðasta sinn. Ég vissi ekki að hann
væri að kljást við illvígan sjúkdóm og
ekkert í fari hans þá benti til að svo
væri. Einhvern veginn fannst mér að
Jón og Reykholt væru eitt og þótt
það sé nokkuð djúpt í árinni tekið má
fullyrða að staðurinn sé ekki samur
að honum gengnum.
Við Jón kynntumst fyrst er ég hóf
kennslu við Héraðsskólann árið
1967. Hann var þá kennari við skól-
ann auk þess sem hann sinnti búskap
og var á kafi í félagsmálum. Okkur
varð fljótt vel til vina. Iðulega fór ég
með Jóni á bæi í nágrenninu er hann
var að sinna símaviðgerðum. Ekki
fór ég í þær ferðir til að aðstoða hann
heldur miklu fremur til að njóta fé-
lagsskaparins og kynnast staðhátt-
um og fólki.
Síðar ferðuðumst við saman um
landið, hvor á sínum bíl með sinni
fjölskyldu. Var þá gjarnan áð á stöð-
um þar sem útsýni var gott. Ekki
brást það að Jón gæti nafngreint
helstu kennileiti. Þessi þekking hans
á landinu og örnefnum þess gaf ferð-
unum aukið innihald og jók skilning
og bætti skynjun samferðarmann-
anna. Landslag er jú lítils virði ef
það heitir ekki neitt. Fyrir nokkrum
árum sökkti Jón sér niður í rannsókn
á örnefnum í Reykholti og nágrenni.
Vissi ég til þess að hann skráði og
skilgreindi einhver nöfn sem að lík-
indum voru óskráð áður.
En auk áhuga á landinu var hon-
um annt um tungu þjóðarinnar sem
það byggir. Hann lagði sig fram um
að tala og skrifa vandað mál. Oft velti
hann fyrir sér hvernig orða skyldi
það sem hann þurfti að tjá. Óvandað
og amböguskotið mál var honum
ekki að skapi. Hann var ekki maður
skyndiákvarðana heldur yfirvegun-
ar. Hagyrðingur var hann einnig
góður. Var honum einkar lagið að
botna vísur sínar þannig að seinni
parturinn biti eða hitti í mark. Ég
minnist þess að er við tveir sam-
kennarar hans hnoðuðum saman
nokkrum kersknisvísum til hans
fengum við svarið:
Allan daginn yrkja þeir,
ei má minna gagna.
Það er löstur þegar tveir
þjarma að lítilmagna.
Jón sinnti félagsmálum af alhug.
Ekki held ég að mörg leikrit hafi ver-
ið færð upp í Logalandi án þess að
Jón kæmi þar við sögu, annaðhvort
sem leikari eða tæknimaður. Þegar
Gullna hliðið var sett á svið í Loga-
landi fyrir allmörgum árum annaðist
Jón lýsingu en ég var hljóðmaður.
Þar eins og endranær lagði Jón sig
fram um að ná sem mestu út úr lýs-
ingunni og hætti ekki fyrr en hann
var ánægður. Ég minnist þess með
ánægju að leikhúsgestur sagði við
mig eitt sinn eftir sýningu að sér
hefði runnið kalt vatn milli skinns og
hörunds þegar magnaður ljósagang-
urinn og ógnvænleg hljóðin undir-
strikuðu frábæran leik þess sem var
í gervi óvinarins.
En þótt Jón sé horfinn af sviði
þessa lífs er ég sannfærður um að í
fyllingu tímans hittumst við á því
næsta og tökum þráðinn upp að
nýju.
Ég votta eiginkonu hans og fjöl-
skyldu innilegustu samúð okkar
hjónanna.
Snorri Jóhannesson.
Jón var elstur barna Þóris Stein-
þórssonar, sem á unglingsárunum og
í Reykholti voru nefnd Þórisbörn.
Við systkinin, sem gengum undir
nafninu Þorgilsarbörn, ólumst upp í
Reykholti frá barnæsku með Nonna
og systkinum hans. Þau urðu öll nán-
ir vinir okkar, enda margt sem batt
okkur saman og styrkti vináttubönd-
in, ekki síst íþróttaæfingar, enda fá-
ar greinar okkur óviðkomandi á
þeim árum. Nonni var fjölhæfur
íþróttamaður og náði góðum árangri
bæði í sundi og frjálsum íþróttum.
Hann var nokkrum árum eldri en við
systkinin og því eðlilega fyrirmynd
okkar á vettvangi íþróttanna. Síðar
lauk hann íþróttakennaraprófi á
Laugarvatni og tók við starfi íþrótta-
kennara við Reykholtsskóla af föður
okkar haustið 1947. Föður okkar
mun hafa verið mjög að skapi að
Nonni tók við starfi hans, enda
þekkti hann vel dugnað hans og ein-
beitni.
En það var á fleiri sviðum en á
vettvangi íþróttanna sem við áttum
samleið með Nonna og systkinum
hans. Feður okkar stunduðu búskap
hvor á sínum helmingi jarðarinnar
en a hluta til var um sameiginlegan
heyskap að ræða. Sá hluti túna í
Reykholti gekk undir nafninu „Sam-
vinnan“. Aldrei kom upp ágreiningur
milli feðra okkar um vinnutilhögun
við þessi störf og ekki þurfti að óttast
ósætti milli okkar barna þeirra.
Gagnkvæm vinátta og virðing réðu
ferðinni af beggja hálfu.
Nú hefur Nonni okkar yfirgefið
Reykholt, síðastur þess stóra hóps
barna sem eyddi þar unglings- og
barnsárunum, eftir 70 ára búsetu á
þessum stað sem hann unni svo
mjög. Svo lengi sem Dóra býr í
Reykholti munum við þó áfram eiga
þangað erindi. Hún var okkur afar
kær frá fyrstu kynnum. Í ljúfri
minningu áhyggjulausra æskuára
sendum við Dóru og fjölskyldu henn-
ar vináttu- og samúðarkveðjur.
Sigrún, Birgir og Óttar Hall-
dóru- og Þorgilsarbörn.
Hratt flýgur stund. Jón Þórisson,
kennari og bóndi í Reykholti er fall-
inn frá og hugurinn leitar rúma hálfa
öld aftur í tímann.
Í Reykholti var á þeim tíma rekinn
héraðsskóli með um 100 nemendum.
Jón var einn kennaranna og fellur nú
síðastur frá af þeim.
Fyrir hugskotssjónum sé ég kenn-
arana í Reykholti, Þóri, prestshjónin
séra Einar Guðnason og frú Önnu,
sem jafnan var nefnd svo og sýnir
hverja virðingu hún hafði. Þá voru
Varmalækjarbræður Björn og
Magnús Jakobssynir báðir miklir
mannkostamenn. Jón sómdi sér vel í
þessum hópi. Vissulega var ærinn
starfi að mennta hundrað ungmenni
og jafnframt að halda þeim heimili
vetrarlangt. Að Héraðsskólanum var
mikill menningarauki.
Síðar lágu leiðir saman í starfi fyr-
ir Björgunarsveitina Ok, en Jón var
þar fyrsti formaður og forgöngu-
maður, ásamt Kristleifi á Húsafelli.
Ég og fjölskylda mín vottum konu
Jóns, Halldóru Þorvaldsdóttur og
skylduliði einlæga samúð okkar.
Kalman Stefánsson.
Fyrstu kynni mín af Jóni Þóris-
syni voru á íþróttamótum í Borgar-
firði. Maðurinn vakti athygli þar sem
hann var hærri en flestir aðrir og svo
var hann bæði keppandi og leiðbein-
andi sumra annarra í hópnum. Einn
vetur vorum við samverkamenn í
Reykholtsskóla, hann kennari en ég
nemandi. Þarna fann ég að Jón hafði
mjúka lund, en var jafnframt fastur
fyrir. Síðustu 36 ár vorum við sveit-
ungar og kunningsskapurinn jókst,
ekki hvað síst eftir að við urðum
spilafélagar í Bridgefélaginu. Jón
var einstaklega ljúfur við spilaborð-
ið, aldrei styggðaryrði sama hversu
mistökin voru mörg og ljót. Síðasta
áratug hef ég verið heimagangur á
heimili þeirra Jóns og Dóru. Þar var
gott að koma, nóg af hjartahlýju og
ekki var líkamlegt fóður sparað. Í
sumar var ég nokkra daga að vinna í
hlíðinni ofan við húsið þeirra. Ég
gerði auðvitað fljótlega vart við mig
og þá var mér boðið að borða á með-
an ég væri að stauta þarna. Jón var
vel hagmæltur og átti auðvelt með að
koma hugsunum sínum í búning.
Þetta kom glöggt fram í frábærri
ræðu sem hann flutti í síðasta mán-
uði í tilefni þess að sjötíu ár voru liðin
frá stofnun Reykholtsskóla. Jón
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
bæði innan sveitar og utan. Ungur
lagði hann land undir fót og starfaði
að íþróttakennslu á vegum Ung-
mennafélags Íslands. Sjötugur tók
hann að sér að leiða Félag aldraðra í
Borgarfjarðardölum fyrstu sporin
og er hér með komið á framfæri
þakklæti félagsmanna fyrir störf
hans þar. Með þessum fátæklegu
orðum sendi ég sæmdarkonunni
Halldóru Þorvaldsdóttur og fjöl-
skyldu hennar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þorsteinn Pétursson.
Himinninn dembdi yfir okkur
dúnmjúkum snjó, sem klæddi landið
hvítum helgikyrtli. Það var þegar
land bóndans hafði lagst í sinn vetr-
ardvala, að Jón Þórisson, vinur okk-
ar og skólabróðir, kvaddi þetta líf.
Það er erfitt að sætta sig við að slík-
ur stólpi sem Jón var falli frá.
Við vorum sex sem settumst í
Íþróttakennaraskóla Björns Jakobs-
sonar á Laugarvatni haustið 1939.
Við vorum sitt úr hverri áttinni, öll af
landsbyggðinni, Jón frá Reykholti,
Bíbí frá Siglufirði, Obba frá Húsavík,
Selma frá Seyðisfirði, Stebbi frá
Norðfirði og Erla frá Vestmannaeyj-
um.
Skólinn okkar var í fóstri hjá Hér-
aðsskólanum með vist og mötuneyti
og afnot af íþróttamannvirkjum.
Bókasafnið í kjallaranum var
kennslustofan okkar og þar unnum
við líka heimavinnuna. Þetta var
ekki stórt herbergi. Nándin var mik-
il, skóladagurinn óvenju langur. Það
fór ákaflega vel á með okkur. Aldrei
kom til ósættis. Við urðum vinir og
þó að við eltumst og langt væri milli
samfunda fundum við alltaf notalega
fyrir þessari vináttu. Hún var stað-
reynd.
Ein skólasystir okkar, Þorbjörg
Þórhallsdóttir frá Húsavík, lést
1992. Hún var sú sem fremst fór
meðal jafningja. Hennar líf mótaðist
af reisn og hugprýði, sem eftir var
tekið. Nú er fallinn frá annar úr
hópnum, Jón Þórisson frá Reykholti.
Við viljum minnast hans með nokkr-
um orðum.
Jón var myndarlegur maður, hæg-
látur, en kíminn og glaðvær. Náms-
hæfni hans var alhliða og hann var
vinnusamur. Hann tók próf frá
Kennaraskólanum og var kennari í
Reykholti um áratugaskeið, virtur
og vinsæll. Hann var bóndi af lífi og
sál. Hann var félagsmálafrömuður
og burðarás í menningar- og listalífi í
héraði. Hann var ljóðelskur og ljóð-
fróður og átti sjálfur létt með að
yrkja. Síðast sáumst við árið 2000 er
við fögnuðum 60 ára útskriftaraf-
mæli á Laugarvatni. Jón keyrði okk-
ur austur í nýjum stórum bíl sínum,
það drýgði samverustundina að vera
öll í sama bílnum. Þessi dagur verður
okkur alltaf ógleymanlegur.
Við kveðjum Jón Þórisson með er-
indi úr ljóði sem hann sendi okkur
eftir þennan dag:
Hér dvaldist ég áður vetur einn
í indælum góðvina hópi,
það er sem einhver innri rödd
ákaft á minningar hrópi.
Þær líða gegnum minn hugarheim,
hægt eins og mynd af tjaldi,
því er mér ljúft að þakka þeim
sem þennan hóp saman valdi.
(J.Þ.)
Kæra Halldóra, við skólasystkin
Jóns frá Laugarvatni sendum þér,
börnum þínum og allri fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Stefán, Selma, Anna og Erla.
Hann sómdi sér vel í ræðustól í há-
tíðarsalnum í Reykholti, flutti sitt
fróðlega erindi skörulega. Aðeins
rúmur mánuður er liðinn frá þeirri
stundu er Jón Þórisson íbúi í Reyk-
holti og fyrrverandi kennari við hér-
aðsskólann á staðnum var meðal
þriggja ræðumanna er fræddu gesti
um hræringar í þjóðfélaginu, mann-
líf og skólalíf staðarins á árum áður.
Hann var ellefu ára gamall þegar
Héraðsskólinn í Reykholti var vígð-
ur árið 1931, frásögn hans af stór-
huga fólki og stóratburðum er hann
upplifði á þeim tímum og síðar, er
þeim er á hlustuðu ógleymanleg.Til-
efnið var 70 ára afmæli Héraðsskól-
ans í Reykholti sem reyndar var
lagður niður árið 1997.
Jón Þórisson var máttarstólpi í
sínu samfélagi, hann einn og sér og
hin samhenta fjölskylda hans öll.
Hann var oddviti Reykholtsdals-
hrepps og formaður SSV (Samtök
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi) um skeið og virkur í menning-
ar- og félagsmálum innan sveitar
sem utan. Hann varði mörgum
stundum síðari árin við gagnasöfn-
um og ritstörf.
Þegar ég flutti í Reykholtsdalinn
sem nýráðinn sveitarstjóri Borgar-
fjarðarsveitar í ágúst 1998 voru það
hjónin Halldóra Þorvaldsdóttir og
Jón Þórisson sem fyrst buðu mér inn
á heimili sitt og fann ég mig vel-
komna þar við eldhúsborðið. Á þeim
stað hafa margir snætt og rætt mál-
in.
Halldóru, sem sér á bak lífsföru-
nauti sínum í tæpa sex áratugi, og
fjölskyldu hennar, votta ég samúð
mína.
Þórunn Gestsdóttir,
sveitarstjóri í
Borgarfjarðarsveit.
Eftir að ég tók til starfa sem for-
stöðumaður Snorrastofu haustið
1998 kom til mín á skrifstofuna há-
vaxinn og grannur eldri maður og
kynnti sig. Þetta var í gamla Héraðs-
skólahúsinu í Reykholti, en þar hafði
Snorrastofa aðsetur sitt í heldur illa
förnum húsakynnum áður en stofn-
unin flutti í nýtt veglegt húsnæði við
hlið hinnar nýju Reykholtskirkju.
Þetta reyndist vera Jón Þórisson,
sem nú hefur kvatt þennan heim eft-
ir langt og farsælt líf. Nánast alla
sína ævi tengdist hann Héraðsskól-
anum sterkum böndum, fyrst sem
nemandi og síðar sem kennari
íþrótta og einnig stærðfræði á seinni
árum. Hann hafði greinilega mikinn
áhuga á starfsemi Snorrastofu, sem í
raun hafði tekið við keflinu sem
þekkingarmiðstöð Reykholts, en
skólahald hafði lagst af árið áður.
Jón var tíður gestur á skrifstofunni
og á heimili okkar hjónanna, og voru
þau Halldóra afar góðir og hjálpsam-
ir nágrannar. Við vorum nýkomin í
sveitina, dæmigerð borgarbörn, og
reyndust Jón og Halldóra, ásamt
börnum sínum og fjölskyldum
þeirra, okkur afar vel. Umhverfið
var okkur býsna framandi og var
mikið öryggi fólgið í því að hafa þau
sem nágranna.
Okkur hefur einnig verið ljóst að
innan þessarar fjölskyldu er mikil
samstaða, ásamt því að einstakir
meðlimir hafa oft og iðulega axlað
ábyrgð í flestu því er varðar velferð
sveitarinnar. Þá má geta þess að við
höfum einnig tengst þessari fjöl-
skyldu með öðrum hætti, en Snorra-
stofa keypti á sínum tíma hús Þóris,
sonar Jóns, og dvöldum við hjónin
þar til að byrja með, eða þar til við
keyptum Þórishús eða Lulluhús, þ.e.
hús Þóris Steinþórssonar, föður
Jóns, og Laufeyjar Þórmundsdóttur.
Kynni okkar af Jóni og vera mín í
skólahúsinu vakti áhuga okkar
hjónanna á sögu skólans og hlutverki
hans og annarra héraðsskóla í upp-
byggingu landsins. Þetta varð að
sérstöku viðfangsefni Snorrastofu,
sem lét gera sýningu um sögu skóla-
halds í Reykholti og sérstaka dag-
skrá, sem flutt var í nýjum hátíðarsal
skólahússins í norðurálmu þess.
Haldið var upp á að 70 ár eru liðin frá
setningu skólans á haustmánuðum
1931. Jón var fenginn til að flytja er-
indi um undirbúning að byggingu og
síðan upphafsár skólans, sem hann
gerði af miklum myndarskap. Það
kom manni að vísu ekkert á óvart að
vanur kennarinn skyldi fanga at-
hygli gesta í troðfullum salnum og
það kom manni ekki heldur á óvart
hversu skipulega, skýrt og af mikilli
þekkingu hann flutti mál sitt. Ástæð-
an er ekki einvörðungu mikil tengsl
hans við skólann, heldur einnig sú
mikla vinna, sem hann lagði í að
safna heimildum um sögu hans og að
skrásetja þetta áhugaverða ævin-
týri. Sýningin naut góðs af hans
miklu vinnu og er það einlæg von
okkar að einhver jafnhæfur verði
fenginn til að halda því verki áfram.
Við sendum Dóru og allri fjöl-
skyldu þeirra Jóns hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Bergur Þorgeirsson, for-
stöðumaður Snorrastofu, og
fjölskylda.
Hinn 3. nóvember sl. var þess
minnst í Reykholti að 70 ár voru liðin
frá því að skólahald hófst á þeim
góða stað Reykholti í Borgarfirði.
Þetta var afar ánægjuleg stund og
eftirminnileg og aðstandendum öll-
um til sóma. Góð erindi voru flutt og
meðal þeirra frásögn Jóns Þórisson-
ar, fyrrverandi kennara skólans til
margra ára, af aðdraganda að stofn-
un héraðsskóla í Reykholti. Það verð
ég að segja að ég hreifst mjög af
ræðu Jóns og flutningi hennar. Ekki
var á allra vitorði að þar stóð í pontu
fársjúkur maður, en það gat enginn í
salnum séð eða skynjað. Við sem
vissum um sjúkdóm hans fylltumst
stolti og eftir athöfnina átti ég því
láni að fagna að geta tjáð honum hug
minn og þakklæti á þessari stundu.
Liðlega ári fyrr kom fjölskylda
Jóns saman á þessum sama stað, í
nýjum fundarsal sem gerður hefur
verið þar sem sundlaugin okkar var í
gamla skólahúsinu í Reykholti. Til-
efnið var áttræðisafmæli Jóns. Með
stuttu millibili á síðustu misserum í
lífi Jóns vorum við sem tengdumst
honum fjölskylduböndum því svo
lánsöm að eiga með honum miklar
ánægjustundir á þeim stað í Reyk-
holtsskóla sem var einn aðalstarfs-
SJÁ SÍÐU 56