Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 57 Kynni okkar, elsku Bogga, urðu stutt, alltof stutt en yndisleg voru þau eigi að síður. Um margt var spjallað og nokkrir kaffibollarnir drukknir. Margar búðirnar rápuðum við í og var þá Kiddi „litli“ skilinn eftir heima; „hann hefur enga þolinmæði í slíkt“, sagðir þú alltaf. Við náðum óskaplega vel saman allt frá fyrstu stundu, þú og ég. Í fyrstu, þegar Kiddi kynnti okkur, vorum við svolítið feimnar hvor við aðra en óskaplega tók það fljótt af. Við höfðum sama húmorinn og skild- um hvor aðra. Hreinlega frá fyrstu kynnum urðum við ánægðar hvor með aðra; þú með nýju tengdadótt- urina og ég með tengdamömmuna. Betri tengdamömmu hefði ég ekki getað eignast, elsku Bogga, en það veistu svo vel. Þín er sárt saknað. Oft á kvöldin, upp úr hálf ellefu þegar síminn hringir, finnst mér það vera þú en auðvitað er það vitleysa. Nú eru engar símhringingar lengur, því miður. Mér fannst þú eiga svo margt ógert, áður en þú kveddir okk- ur. Eins og t.d. að halda á litla barna- barninu þínu sem er á leiðinni. Mikið óskaplega varst þú glöð þegar ég sagði þér að ég væri ófrísk en eins og vænta mátti af þér hafðir þú líka stöð- ugar áhyggjur af mér og marga lesn- inguna fékk Kiddi um að hjálpa mér. Helst mátti ég ekkert gera. Alveg var þetta dæmigert fyrir þig, Bogga mín; alltaf hugsandi um alla og öllum átti að líða vel. Alltaf boðin og búin ef það var eitthvað sem þú gast gert. Þau verða skrítin jólin í ár. Við Kiddi ætluðum að koma austur til þín og verja jólunum með þér. Öll hlökk- uðum við svo til, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Þó munum við reyna að hafa jólin ánægjuleg og verðum svo sannarlega með þér, þó það sé í huganum að þessu sinni. Þú varst svo mikið jólabarn og ég veit að þú hefðir viljað að öll ættum við gleði- leg jól. Ég bið góðan Guð að vera með þér og varðveita. Hvíl í friði. Þín Þórunn. Elsku amma. Hvernig segir maður bless við þann sem maður elskar? Þegar ég hugsaði um þig þá nægði það mér alltaf til að brosa. Börnin mín munu ekki fá að njóta alls þess er við nutum í návist þinni. En það sem ég hef að segja þeim um þig mun ylja þeim um hjartaræt- ur um aldur og ævi. Þú varst alltaf litla amma mín í náttsloppnum, svo hress og stríðin. Ég man eftir því í sumar þegar við heimsóttum þig á Sjónarhól að þú hafðir mikið yndi af að sýna Hrafn- hildi dúkkurnar þínar og tókst það sérstaklega fram að þær væru bara til skrauts. Ekki leið þó á löngu þang- að til þið tvær voruð farnar að leika ykkur saman í dúkkuleik. Þú hafðir svo stórt hjarta sem sló fyrir svo marga. Núna slær mitt hjarta fyrir þig. Andlát þitt mun hafa djúp áhrif á mig um ókomna framtíð. Framtíð sem hefði misst mikið ef þín hefði ekki notið við. Ég segi því ekki bless heldur kveð þig að sinni, elsku amma mín. Kristján Svanbergsson. Föðursystir mín Sigurbjörg Mart- einsdóttir, Bogga frænka, söng stundum á góðra vina fundi. Það var um jólin, þetta með kjólinn…. Mér kemur í hug þetta textabrot nú þegar ég frétti um brátt andlát hennar á jólaföstunni og mér dettur í hug svarti kjóllinn sem ég notaði oft sem sparikjól á framhaldsskólaárum mín- um. Mér fannst „smart“ að ganga í gamla ballkjólnum hennar Boggu frænku með slaufu, örlítið til hliðar og rétt fyrir ofan faldinn að framan. Í einu jólaleyfi mínu fór ég niður að Sjónarhól og spurði Boggu hvort hún ætti ekki einhver gömul föt til að gefa eða lána mér. Það var ekki til bón- betri frænka en hún og auðvitað var svarið: „Farðu upp á útsalinn (her- bergi uppi á háalofti) og athugaðu hvort þú finnur ekki etthvað af Sísí, Maju Björgu, Hróðnýju eða Magna.“ Þetta svar virkaði á mig eins og á lítið barn sem fær óheftan aðgang að leik- fangaverslun. Verst var að systurnar þrjár voru allar með minna fatanúm- er en ég. Afraksturinn varð kjóllinn umræddi, svört handtaska í stíl við kjólinn og brúnt rúskinnsvesti af Magna. Á þessum árum var það minn stíll að ganga helst í gömlum fötum af öðrum. Ekki var Bogga að hneyksl- ast á ungdómnum eða koma með ein- hverjar fortölur. Hún sýndi börnum og ungu fólki ætíð mikinn skilning og umburðarlyndi. Það var glöð bróður- dóttir sem kyssti frænku á Sjónarhóli á kinnina og hélt upp túnið hans afa, heim til sín. Bogga ólst upp í stórum systkina- hópi. Börnin urðu þrettán en tvær systur dóu mjög ungar. Þennan stóra hóp hefur einkennt mikil samheldni og samhugur og á gleði- og sorgar- stundum hefur stórfjölskyldan staðið saman eins og einn maður. Þennan grunn lögðu foreldrar Boggu strax í frumvexti barna sinna. Þá er það ekki ólíklegt að þessi mikla samkennd skapist líka af því að allur hópurinn elst upp í sama húsinu sem hefur ver- ið í eigu ættarinnar í 91 ár. Því liggja ræturnar allar í sama farveginum. Systkini Boggu hafa oft minnst á bernskujól sín. Frá 1990 hafa afkom- endur Maríu Steindórsdóttur og Marteins Magnússonar, á suðvestur- horninu komið saman nokkuð reglu- bundið, oftast einu sinni á ári. Á þess- um „ættarmótum“ hefur elsta systirin, Guðlaug, fædd 1917, Lauga frænka, stundum flutt okkur hinum minningarbrot frá Sjónarhóli. Þessar skráðu minningar ásamt æskuminn- ingum Marteins afa „Frá æskuslóð- um, nokkur minningabrot“ gefin út 1962, eru dýrmætar heimildir í ætt- arsögu okkar, einnig má líta á þær sem góða heimild í félagssögu 20. ald- arinnar. Í bernskuminningum Laugu segir hún m.a.: „Þegar ég lít til baka finnst mér jól á Sjónarhól engum öðr- um jólum lík.“ Hún minnist á eftir- væntinguna, þrifin, matinn í hádeg- inu, stóra trébalann sem settur var á mitt eldhúsgólfið, „hjörðin böðuð og færð í hreint“. Síðan var systkinahóp- urinn látinn fara upp á loft í hrein rúm og átti að reyna að sofna, það varð ekki alltaf mikið um svefn, með- an fullorðna fólkið lauk við að ganga frá niðri. Jólafötin sem oft voru saumuð upp úr gömlum flíkum, virk- uðu ætíð sem ný. Vellíðanin, þegar móðir þeirra var búin að hafa fata- skipti og setja upp hvíta svuntu, er sterk jólaminning. Þá eins og nú skapast vellíðan barna einungis þeg- ar þau finna fyrir öryggi í umhverf- inu. Hangikjötið og sveskjugrautur- inn með rjómablandinu. Síðan settust hjónin með öll börnin við borðstofu- borðið, faðir þeirra las lesturinn og sungnir voru jólasálmarnir. Lauga dvelur sérstaklega við þennan þátt jólahaldsins og telur að hann sé þeim systkinum minnisstæðastur enda helg stund. Loks jólaglaðningur og dansað í kringum heimasmíðaða græna jólatréð. Að síðustu sest niður og drukkið heitt súkkulaði með „góðu hnoðuðu tertunni hennar mömmu og Gyðingakökunum“. Í lýsingunni kemur einnig skýrt fram hinn mikli þáttur móður þeirra í jóla- og helgi- haldinu. Einnig gott samspil þeirra hjóna Maríu og Marteins í að gera þetta að sannkallaðri fjölskylduhátíð. Árin færast síðan yfir en þá lifir lengst og gleymist seint í hugum Sjónarhólssystkinanna þessi bjarta og fallega jólaminning. Það er ekki nema von að Bogga var jólabarn, sem lagði mikið í jólaund- irbúning og jólahald. Kannski er það táknrænt að hún kveður síðan um jólaleytið eins og foreldrar hennar báðir og Magnús bróðir hennar. Bogga hafði einstaklega mikla kímnigáfu og var því oft glettin og gamansöm. Eitt sinn á aðventu kom ég til hennar, hún var að ganga frá jólapökkum við borðstofuborðið. Mér verður þá starsýnt á einn pakkann sem stakk í stúf við hina sem allir voru svo fallega inn pakkaðir, jóla- pappírinn utan um hann var allur samanlímdur og virkaði ansi gamall miðað við krumpurnar í hinum mis- SJÁ SÍÐU 58                       !"# $$ %  &$"'"%()     *+ +  !$ ,  (-#( "     #  $     %&$'    (    ).-& /%   $#% %  0%1%2& 3 .-%   4-1%0%& 1&$  %   "56- "& 3-  *      &$"-() )& ' ! & !'    787+ 9  2-/(2   (%$4':" 4'; 5 2   5 $ <=+ "   &  *  + ,     -       .   5"#0%%  6(.-& $/0%&  $#0%%   $ # & -%0%&  $# $%  $ 4-$0%%  " & 0%0%& 0%2 $%  44&$444) /  &  ' !  & ! '   .0>+   "5-%2% # (?     0'          $ 3  -5&  $#4- %   $4-$3  -5%  4 $1%& #3  -5%   $ "& 6%3  -5%  6  6& 3  -50)3  -5& 1% 4 $%     44&$444) 1     '   *+0  +@ A-$ <B 6""  "   #  $    %&$'  ,    *  $& $ $& $6 $ $& 6%$& 1& $& /$ 4-$$% ) 1    '  !& ' !   & ! & '  *+A     3 (- $ ,B  "&  "   -2  2  -       *  !     - '     (   ** 3 !        !     -  & -2  2 -   * "& * "%  * "& . $ C2 / %  # & * "& * "D 4 $@& + D 4 $@&) 1   & ' ! & '  *6*8 +   *8        !4 .!5  !   (   50%& $#0%&  $.- 0%& #$#0%%  &$"-() %'   ! *8 .0>@ -/(  652& <E 3 "#(   6    7 ,       %      .  ** 6"  A#& 4#0%%  / $& 6$ / & $F 6" %  F 3  & 66" %  A G-%"1& & 44&$444)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.