Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 58
MINNINGAR
58 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Ritari óskast
í afleysingar í móttöku á lækningastofu í fullt
starf. Þarf að geta hafið störf strax. Þjónustu-
lund skilyrði. Reyklaus vinnustaður.
Áhugasamir leggi inn umsókn, ásamt mynd
og nauðsynlegum upplýsingum, á auglýsinga-
deild Mbl. og á box@ mbl.is., merkta:
„Ritari — 266013“, fyrir 18. desember nk.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Sólvellir 6, Egilsstöðum, þingl. eig. Emil Sævar Gunnarsson, gerðar-
beiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
miðvikudaginn 19. desember 2001 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
14. desember 2001.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Snæringsstaðir, Svínavatnshreppi, eignarhluti gerðarþola, þingl. eig.
Benedikt Steingrímsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi,
fimmtudaginn 20. desember 2001 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Blönduósi.
13. desember 2001.
TILKYNNINGAR
Garðbæingar og nágrannar
Jólastemmning á Garðatorgi í dag,
laugardaginn 15. desember
● Guðsþjónusta.
● Handverksmarkaður.
● Kvennakór Hafnarfjarðar syngur.
● Jólatréssala Hjálparsveita skáta.
● Jólasveinar koma í heimsókn.
● Brúðuleikhús o.fl. o.fl.
Garðatorg í jólaskapi.
ÝMISLEGT Skautarýmingarsala
Við rýmum til á lagerernum okkar og bjóðum
skauta í öllum stærðum og gerðum á ótrúlegu
verði. Allt að 50% afsláttur. Aðeins í nokkra
daga. Verðdæmi:
Hokkískautar verð áður kr. 9.338, verð nú kr. 4.590.
Komið og gerið frábær kaup.
Örninn, Skeifunni 11,
sími 588 9890.
Jólagjöf fyrir laghenta
Hleðsluborvél í tösku, 14,4 w.
Verð aðeins 4.900 kr.
Verkfæri og verkfæratöskur.
Fjölbreytt úrval.
Metró,
Skeifunni 7, s. 525 0800.
Opið alla daga til kl. 19.
Jól í Metró
Jólagjafir fyrir:
✭ Handlagna
Verkfæratöskur, skrúfjárna-, sporjárna- og út-
skurðarsett.
✭ Potteigandann
Ryksugur sem ekki þurfa rafhlöður, fljótandi
glasabakkar.
✭ Jólabörnin
Jólaskraut í miklu úrvali, seríur úti og inni, greni-
greinar, dansandi jólasveinar og snjókarlar.
Ljósaslöngur í metratali og í settum, krossar,
stjörnur, jólatré og bjöllur.
Metró,
Skeifunni 7, s. 525 0800.
Opið alla daga til kl. 19.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Esja - Kerhólakambur, sunnu-
daginn 16. des. Um 3—5 klst
ganga. Fararstjóri Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir, fargjald kr.
1.000/1.200. Brottför frá BSÍ kl.
10.30 með viðkomu í Mörkinni 6.
Farið í um 860 metra hæð,
klæðið ykkur vel. Enn nokkur
pláss laus í áramótaferð í Land-
mannalaugar. Sjá www.fi.is,
textavarp RUV bls. 619. Munið
jólatilboð á árbókum o.fl. ferða-
bókum á skrifstofu, s. 568 2533.
30. desember—1. janúar
Áramótaferð Útivistar
Skráning stendur yfir í árlegu
áramótaferð Útivistar í Bása. Í
fyrra komust færri að en vildu.
Fá sæti laus. Verð kr. 12.100 fyrir
félagsmenn/13.500 fyrir aðra.
5.—6. janúar 2002
Þrettándaferð í Bása
Skráning stendur yfir í þrett-
ándagleði jeppadeildar Útivistar
í faðmi fjalla og jökla. Fá sæti
laus. Verð kr. 3.600 fyrir félags-
menn/4.600 fyrir aðra.
Kvöldmáltíð innifalin.
6. janúar 2002 Kirkjuferð
Minnum á okkar árlegu kirkju-
ferð þann 6. janúar.
Nánar auglýst síðar.
ATVINNA
mbl.is
munandi afrifum. Hún sér hvert augu
mín beinast og segir kímin: „Þetta er
pakki handa Magna, því hann hafði
orð á því við mig í fyrra að geyma ekki
jólapappír á milli ára.“ Ég er viss um
að Magni hefur aldrei fengið eins
skemmtilega innpakkaða jólagjöf en
ekki veit ég hvort hann hafði orð á því
við móður sína aftur að geyma ekki
jólapappír á milli ára. Annað atvik,
tengt þorrablóti. Einn mágur minn
nýkominn í fjölskylduna, og jafn-
framt fyrstu kynni hans af Sjónar-
hólsfjölskyldunni. Þorrablótsgestirn-
ir staddir í heimahúsi að borða upp úr
troginu eftir þorrablót í Egilsbúð.
Þegar kominn var tími til heimferðar
fer hann að kveðja og þakka fyrir ein-
staklega skemmtilega samveru og
ánægjuleg kynni. Þegar hann kveður
Boggu, segir hún að best sé að athuga
hvort hann hafi stungið einhverju inn
á sig og hvort hann sé heiðarlegur
maður sem af prestum sé kominn.
Mágur minn hélt það nú og segist
ekki hafa stungið neinu inn á sig enda
aldrei lagt slíkt í vana sinn. Bogga
segir að það sé best að athuga í vasa
hans og dregur þá upp kótilettu úr
jakkavasa hans og segir: „Grunaði
ekki Gvend, ætlaði að taka með sér
mat til að borða í fyrramálið.“ Þetta
uppátæki Boggu vakti mikla kátínu
hjá öllum viðstöddum. Eftir þetta
setti mágur minn Boggu á sérstakan
stall og kunni vel að meta kímnigáfu
hennar eins og við öll hin.
Sem barn og unglingur sótti ég
mikið til Boggu frænku. Við Kiddi
sonur hennar vorum góðir leikfélgar
þó þrjú ár væru á milli okkar í aldri.
Oft var ég hjá henni þegar foreldrar
mínir fóru í burtu og þar leið mér allt-
af vel. Eiginmaður hennar, Kristján
Jónsson, var með eins góða nærveru
og Bogga. Oft á kvöldin las hann fyrir
okkur Kidda yngri uppi í hjónarúmi
og það kunnum við vel að meta. Einu
sinni sem oftar er ég hjá Boggu og þá
ellefu ára gömul. Yfir stóðu vorpróf
og vinnubókarskil í ýmsum greinum.
Ekki stóð á því að Bogga skapaði mér
kjöraðstæður við undirbúning próf-
anna þótt margt væri í heimili hjá
henni. Í náttúrufræðiprófi átti ég að
skila vinnubók. Eitt verkefnið í henni
var að skrifa um íslenska varpfugla
og teikna myndir af þeim. Fyrri hluti
þessa verkefnis var lítið mál en að
teikna myndir sem sýndu viðfagns-
efnið í réttu ljósi og réttu hlutfalli, það
var erftitt. Ég ber þessi vandræði
mín undir Boggu en hún greindi
lausn að bragði. Fékk þá verðandi
tengdason sinn, Heimi Haraldsson,
til að teikna myndirnar fyrir mig og
eru þær einstaklega vel gerðar enda
maðurinn listrænn að eðlisfari. Nátt-
úrufræðikennarinn hefur eflaust séð
að handbragðið var ekki mitt en fund-
ist það sjálfsbjargarviðleitni að fá
listamann til verksins en að draga
ekki myndirnar upp úti í glugga.
Kennarinn vissi bara ekki að Bogga
stjórnaði þessu öllu saman.
Elsku Bogga frænka, ég kveð þig
með söknuði og þakka allar ógleym-
anlegu stundirnar sem þú skilur eftir
hjá mér í sjóði minninganna. Hugsa
til þín á hinum nýja Sjónarhóli þar
sem þú hefur alltaf þrjúhundruðog-
sextíu gráða sjónarhorn.
Ég og mamma, Guðrún Sigríður,
systur mínar Gígja, Guðný og María
þökkum þér samfylgdina. Við allar
ásamt Jóni Ásgeiri og Guðrúnu Stellu
sendum Magna, Sigurbjörgu, Maríu,
Hróðnýju, Kristjáni og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir.
Ég á margar góðar minningar um
Boggu frænku, alveg frá því að ég var
lítil stelpa. Hún bjó á Sjónarhóli í
Neskaupstað, í húsinu sem amma og
afi bjuggu í forðum og ólu þrettán
börn. Tvö þeirra dóu mjög ung en ell-
efu komust upp og þær voru átta
systurnar sem náðu fullorðinsárum.
Þó að ein þeirra sé mamma mín þá
verð ég að segja að skemmtilegri
kerlingar þekki ég ekki.
Þegar Bogga frænka kom suður í
gamla daga var mikið gaman. Ég
man eftir því að hún var alltaf að
segja sögur og svo hlógu allir og
hlógu og hún sjálf manna mest.
Seinna þegar ég var fullorðin hitt-
umst við ýmist heima hjá mömmu eða
hjá Laugu frænku og stundum kíkti
hún heim til okkar hjónanna eða við
skruppum saman í bæinn. Það var al-
veg sama hvar við vorum og hvert við
fórum, hún Bogga var alltaf hress og
kát.
Þegar ég og maðurinn minn kom-
um til Norðfjarðar eitt sumarið fóru
þau Kiddi heitinn maðurinn hennar
með okkur í bíltúr til að sýna okkur
staðinn. Við skoðuðum húsið sem ég
hafði búið í sem lítil stúlka, gamla
vinnustaðinn hans pabba og svo fór-
um við út í sveit. Gott var að finna
hversu vel þau tóku á móti okkur, það
gerði ferðina svo hlýlega og skemmti-
lega.
Bogga frænka er þriðja systirin
sem kveður þennan heim. Hún hafði
ekki verið heilsuhraust á síðustu ár-
um og er því sjálfsagt hvíldinni fegin.
En kallið kom snöggt og ástvinir eiga
um sárt að binda. Ég votta öllum að-
standendum hennar Boggu frænku
samúð mína. Blessuð sé minning
hennar.
Inga María.
SIGURBJÖRG
MARTEINSDÓTTIR
8
6 6 9
' 2 ' 9
' 2
,
& ' !
&! , '
, 9 ++ 8* "5
6- $ =
" )
$ # */#(&
33 %
*/#(%
$&
6*/#(%
3 -56(*/#(&
$4-$3 %
0%1&5(&
*/#6"#3 %
$1% &
44&$444)
/
!
' !
!&!
'
!
.0+ 0)8*+@
")$ $" /
3 (- $ <
3 "#(
" #
$
! !
%
( **
0%2)H5%
4-.-&
.- .-&
! F %
0%)6
I6
-#%
&$44)