Morgunblaðið - 15.12.2001, Page 65

Morgunblaðið - 15.12.2001, Page 65
Sem sagt alls um tveir milljarðar eftir átta ár í stað um eins milljarðs núna. Ekki helmingur þess kostnaðar sem skattgreiðendur bera af útgerð og stjórn fiskveiða í dag. Það kemur fram í svari sjávarút- vegsráðherra við fyrirspurn frá Jó- hanni Ársælssyni að undanfarin þrjú fiskveiðiár hefur aflamark (kvóti inn- an ársins) verið selt á Kvótaþingi fyrir um fjóra milljarða króna hvert ár. Þá er ótalið það sem selt hefur verið var- anlega. Þessi viðskipti með kvóta hafa verið talin nauðsynleg til að ná mætti frekari hagræðingu í útgerðinni. Þessi viðskipti hafa líka sýnt fólkinu í landinu hvaða verð útvegsmenn sjálf- ir eru tilbúnir að greiða fyrir aðgang að auðlindinni. Og sannarlega er það hluti þeirrar gagnrýni sem er á stjórn fiskveiða að menn skuli geta selt og leigt réttindi sem þeir hafa ekkert greitt eigandanum, þjóðinni, fyrir. Þessari gagnrýni reyndi auðlinda- nefnd að mæta og menn væntu að endurskoðunarnefnd um stjórn fisk- veiða mundi einnig gera. Þá er ekki bara verið að tala um það að útgerðin greiði réttmætar kostnaðargreiðslur og létti þeim af skattgreiðendum. Nei, það er líka verið að tala um gjald fyrir aðgang að auðlindinni, gjald sem við jafnaðarmenn viljum að útgerðar- menn ákveði sjálfir með því að bjóða í aflaheimildir, eins og þeir eru vanir að gera hver hjá öðrum. Þegar horft er á raunverulegar kostnaðartölur og það mat sem útgerðarmenn sjálfir hafa lagt á verðgildi réttindanna er einn milljarður ekki sannfærandi leið til sátta. Fiskveiðar Rök hafa verið færð fyrir því, segir Svan- fríður Jónasdóttir, að kostnaður vegna ým- iskonar þjónustu við útveginn og stjórn fiskveiða sé a.m.k. um fjórir milljarðar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 65 Skemmtileg, fróðleg og fjörlega skrifuð bók um forvitnilegt efni: Í þessu síðara bindi endur- minninga af 35 ára starfi í utanríkisþjónustunni skýrir dr. Hannes Jónsson frá kynn- um sínum af innlendum og er- lendum áhrifa- og valdamönn- um, þegar hann var ambassad- or hjá 18 ríkjum og 4 fjölþjóða- og alþjóðastofnunum. Reifuð er atburðarás mikilvægra al- þjóðamála, greint frá fyrstu opinberu heimsókn íslensks utanríkisráðherra til Sovét- ríkjanna og síðar forsætisráð- herra; rakið er efni bréfs H. K. Laxness til sendiherra um 7 ára móðgunartímabil hans við Kremlverja vegna ritstuldar. Í lokakaflanum um starfslok er m.a. fjallað um Evrópumark- aðsmálin og viðskilnaðinn við utanríkisþjónustuna eftir 35 ára farsæl embættisstörf. 376 bls. Muninn bókaútgáfa. SENDIHERRA Á SAGNABEKK II Heimsreisa við hagsmunagæslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.