Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 66
UMRÆÐAN 66 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fóturinn -vanmetið tækniundur Vissir þú að fóturinn er tæknilega flókinn búnaður sem ber uppi líkama þinn? Í fætinum eru 26 bein og 23 vöðvar. Fóturinn er í raun þéttriðið net smábeina, vöðva og sina sem mynda undirstöðuna undir líkamann þegar þú stendur kyrr, gengur og hleypur. Venjulegur maður tekur u.þ.b. 10.000 skref á dag, álagið á fótinn er því feikilegt og hann þarfnast góðrar um- önnunar til að halda eiginleikum sínum. Góðir skór stuðla að heilbrigðum og hraustum fótum alla æfi. Scholl - skór framtíðarinnar Langar göngur geta farið illa með fótinn og valdið þreytu, verkjum, óþægindum og pirringi. Innkaup, skoðunarferðir, íþróttaiðkun og vinna krefjast mikils álags á fótinn og valda vanlíðan ef þú ert ekki í góðum skóm. Scholl hefur hannað 5 tegundir skósóla sem henta mismunandi líkamsbyggingu og hreyfingu. Þessir skór eru hannaðir með framtíðina í huga, léttir, þægilegir og fallegir á fæti. Flottir á fæti Skórnir frá Scholl eru framleiddir úr bestu fáanlegum hráefnum og frágangurinn er vandaður. Yfirbragðið er klassískt, stílhreint og með einfaldar, fágaðar línur. Scholl skórnir eru því jafn fallegir og þeir eru þægilegir og gefa kaupandanum ekki aðeins fegurð, heldur einnig gæði sem byggð eru á þrotlausum vísindalegum rannsóknum og þróun. Back Guard Back Guard sólinn frá Scholl er hannaður sérstaklega til að verja mjóbakið. Sólarnir eru með höggdeyfi undir hælnum sem ver á mjúkan og eðlilegan hátt fyrir höggum sem leiða upp eftir fótleggjunum og valda oft þreytu og álagsverkjum í mjóbakinu. Sólinn jafnar átakið og minnkar verulega hætt- una á hnjaski. Hvert skref verður mýkra og verkir í baki af völdum þreytu og álags hverfa eða minnka. Memory Cushion Memory Cushion sólinn lagar sig eftir fætinum. Hann dreifir því líkamsþunganum jafnt á allan fótinn og gefur fullkominn stuðning. Massage Massage sólarnir eru góðir fyrir viðkvæma og þreytta fætur. Nuddið sem sólinn framkallar eykur blóðstreymið í fótum og fótleggjum. Rifflur í sólanum viðhalda eðlilegu loftstreymi undir ilina þannig að fótur- inn helst alltaf þurr og svalur. Gelactiv Skórnir með Gelactiv sólanum minnka álagið á allan fótinn. Skórinn lagar sig að fætinum og gelið í sólanum hlífir fótunum, fótleggjum og baki. Sólinn er hannaður til að draga úr högginu á hælbeinið þegar stigið er í fótinn. Síðan jafnar gelið álagið á fótinn meðan þyngdarpunkturinn færist fram og dregur að lokum úr álaginu á tábergið í síðasta áfanga skrefsins. Mýktin í Gelactivskónum dregur úr þreytu og verkjum í fótum og fótleggj- um. Gelactivskórnir eru fisléttir, þeir tryggja fótunum vellíðan og þér glæsilegt útlit. Aukin vellíðan og gott útlit 5 mismunandi sólar, hver þeirra hentar þér? Adapta Adapta sólinn dregur úr álagi í hverju skrefi. Hann myndar mjög góðan stuðning við hæl, táberg og fótboga. Innflytjandi: Pharmaco EINS og lýðum er kunnugt fundust leifar fornaldarskála við Að- alstræti síðastliðið sumar sem hlýtur að teljast til stórtíðinda í þjóðmenningarlegu tilliti. Ekki einungis má telja líklegt að skáli þessi hafi verið reistur af Ingólfi Arn- arsyni eða nánustu af- komendum hans held- ur er útlit rústarinnar ótrúlega heillegt og lega hennar fögur. Lega skálans svotil al- gerlega samhliða strætinu færir okkur heim sanninn um að Aðalstræti er ekki bara elsta gata Reykjavíkur heldur elsta gata landsins; leiðin frá skipalægi heim að bænum. Það er ljóst að fundur landnáms- kálans setur áform Þyrpingar um uppbyggingu við Aðalstræti í upp- nám. Ég og fleiri eru þeirrar skoð- unar að það þurfi að reisa sérhann- aða byggingu yfir fornleifarnar sem falli vel inn í byggðina án þess að vera að endurskapa eldra útlit. Hugmyndir um að setja þetta í kjallara hótels er góðra gjalda verð en vart sæmandi þessum stór- merkilegu fornleifum. Erlendis þar sem fornleifar eru hafðar til sýnis í kjöllurum húsa er yfirleitt um stór- byggingar að ræða þar sem auð- veldara er um vik en í Aðalstræti er hugað að uppbyggingu lítilla timb- urhúsa með 19. aldar brag. Að auki er sjaldnast um elstu húsaleifar heillar þjóðar að ræða. Orð hefur verið haft á því að nóg sé af söfn- um og má það til sanns vegar færa en ég tel að sérhönnuð bygging yf- ir þessar fornleifar þyrfti alls ekki að vera neitt venjulegt safn. Það er við að búast að aðsókn ferðamanna verði það mikil að rústinni að þetta verði vænlegt markaðstorg fyrir minjagripi og annað sem ferðamenn sækjast eftir og hefði án efa jákvæð áhrif í Kvosinni. Byggingin gæti verið einhvers- konar safn og sýningahús en þó með áherslum sem henta í mið- borginni t.d. væri hægt að fella inni í það veitingastofu og verslun. Og áherslu ætti að leggja á fyrsta flokks hönnun, helst með alþjóð- legri arkitektasamkeppni, þar sem viðfangsefnið verður að fella bygg- inguna að hlutverki sínu og byggð- inni í kring. En hugmynd Þyrpingar um hót- elbyggingu við Aðalstræti er að mínu mati mjög góð og myndi verða lyftistöng fyrir þennan elsta kjarna Reykjavíkur og það væri miður ef víkja þyrfti frá þeim áformum. En til þess að koma til móts við hugmyndir um hótelbyggingu Þyrpingar legg ég til að menn leiði hugann að Ingólfstorgi. Ingólfstorg var reist fyrir um sjö árum síðan og mjög til þess vandað á allan hátt. Hótel Thorvaldsen Arinbjörn Vilhjálmsson ÁRIÐ 1994 setti nú- verandi borgarstjórn- armeirihluti sér skýr markmið sem lutu að því að tryggja lífsgæði í Reykjavík. Eftir þessu markmiði hefur verið unnið á öllum vígstöðv- um. Sá málaflokkur sem mikið hefur verið fjárfest í á undanförn- um árum eru æsku- lýðs-, íþrótta- og tóm- stundamál. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á vettvangi ÍTR, upp- bygging á ýmiss konar frítímaaðstöðu sem nýtast mun reykvískum fjölskyldum í framtíðinni. Starfsáætlun ÍTR fyrir árið 2002 ber yfirskriftina „Samstarf innan hverfa – lykill að betra lífi“ og vísar til þess að stofnunin hefur sett sér metnaðarfull markmið um sam- starf allra þeirra aðila sem vinna að barna og unglingastarfi innan hverfa borgarinnar. Nýlega hefur verið samþykkt hverfaskipting borgarinn- ar í fjóra hverfishluta og hefur ÍTR nú fyrst borgarstofnana sett sér skýr markmið um starf í anda hverfaskiptingarinnar. Nýjungar í æskulýðsmálum Í gangi er tilraunaverkefni í skól- um í Breiðholti sem miðar að því að samþætta það starf sem fram fer eft- ir að hefðbundnum skólatíma lýkur. ÍTR kemur að þessum málum með skipulagningu starfsins þannig að íþróttir, tónlist og önnur tómstunda- iðkun taki við eftir hefðbundinn skóladag og börn geti að því loknu klárað sinn vinnudag á svipuðum tíma og foreldrar. Ég tel að verk- efnið verði að þróa enn frekar og markmiðið verði að starfið fari inn í alla grunnskóla borg- arinnar þar sem ÍTR hefði umsjón með starfinu. Annað mjög áhuga- vert verkefni er stofn- un ungmennaráða í öll- um hverfum borgar- innar sem er liður í þeirrri viðleitni að efla umræðu meðal ungs fólks um þeirra nán- asta umhverfi. Á grunni þessara ungmennaráða verður sett á laggirnar svo- kallað Reykjavíkurráð sem verður skipað tveimur fulltrúum frá hverju hverfi. Við erum þessa dag- ana að skoða hugmyndir í þá veru að Reykjavíkurráð ungmenna geti með einhverjum hætti átt samræðu við kjörna fulltrúa um þau mál sem hæst ber. Þetta er angi af þeirri lýðræð- islegu umræðu sem ég vil gjarnan sjá þróast milli kjörinna fulltrúa og almennings. Í þriðja lagi vil ég nefna þá áherslubreytingu sem átt hefur sér stað í starfi félagsmiðstöðva og heldur áfram á næsta ári, sem miðar að því að færa starf félagsmiðstöðv- anna meira inn í skólana. Þannig fara starfsmenn félagsmiðstöðvanna út í skólana og vinna þar og skipu- leggja starfið á hverfagrunni. Reykjavíkurborg hefur fjárfest mikið í íþrótta- og tómstundamálum á liðnum sjö árum. Þar má nefna yf- irbyggt skautasvell, sundlaug í Graf- arvogi, Ylströnd í Nauthólsvík, áhorfendaaðstöðu á Laugardalsvelli, viðbyggingu við Laugardalshöll, eimbað í Vesturbæjarlaug o.fl o.fl. Auk þessa hafa íþróttafélögin í borg- inni verið styrkt til að byggja upp að- stöðu í hverfunum, bæði íþróttahús og velli. Við höfum verið með sér- stakt átak í gangi varðandi spark- velli í hverfum borgarinnar en víða vantar fleiri sparkvelli. Við sögðum í upphafi kjörtímabils að við ætluðum að byggja tíu sparkvelli. Við það stöndum við og gott betur. Nú fljót- lega verður til að mynda vígður nýr boltavöllur við Austurbæjarskóla sem er liður í átaki við að koma upp litlum upphituðum og afgirtum gervigrasvöllum. Gert er ráð fyrir um 15 milljónum á ári næstu þrjú ár- in vegna sparkvalla. Ég vil einnig nefna 50 metra yf- irbyggða keppnis- og æfingalaug í Laugardal en gert er ráð fyrir um- talsverðum upphæðum í mannvirkið á næsta ári og má búast við að laugin verði tekin í notkun á árinu 2004. Loks skal hér minnst á knattspyrnu- hús í Grafarvogi sem tekið verður í notkun á vormánuðum og mun bylta aðstöðu til knattpyrnuiðkunar í Reykjavík. Húsið verður stærsta sinnar tegundar hér á landi, löglegt til ýmiss konar keppnishalds. Vilji til verka Sú fjárhagsáætlun sem nýlega var samþykkt í borgarstjórn staðfestir þann vilja að fjárfesta í starfi að æskulýðs-, tómstunda- og íþrótta- málum í borginni. Í samfélagi þar sem frítíminn skiptir miklu máli er mikilvægt að hlúa að þeim þáttum sem þar skipta mestu. Það eru þeir möguleikar allra borgarbúa að nýta sér margþætta þjónustu á þessu sviði, óháð félagslegri stöðu. Öflug uppbygging Steinunn Valdís Óskarsdóttir Íþróttir Mikil uppbygging, segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir hefur átt sér stað á vettvangi ÍTR. Höfundur er borgarfulltrúi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.