Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 67

Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 67
Þó hafa ýmsir verið með efasemdir um það hvort það sé eins vel heppn- að og efni stóðu til og má þar benda á forystugrein Morgunblaðsins 20. október árið 2000 þar sem því var haldið fram að Ingólfstorg hefði ekki heppnast sem skyldi. Það sem ég tel vera helsta ágalla torgsins er hve umliggjandi bygg- ingar eru skornar frá torginu með umferð og bílastæðum en vel heppnað bæjartorg í mælikvarða þeirrar smágerðu byggðar sem er á þessum stað er að mínu mati rými sem að afmarkast af byggingunm sjálfum og þar sem að neðstu hæðir húsanna opnast út á torgið. Þess vegna langar mig til þess að koma þeirri hugmynd á framfæri að hið ágæta Ingólfstorg verði minnkað og hótel Þyrpingar reist á gömlu Hótel Íslands lóðinni. Ef menn sjá ástæðu til mætti endur- skapa útlit Hótel Íslands sem var glæsileg hornbygging og þar má vel koma fyrir 50-70 herbergja hót- eli. Þá þyrfti ekki að endurskapa út- lit einhverra húsa sem alls ekki voru hótel og því síður tengd saman á flókinn hátt og eiga þar að auki að varðveita merkilegar fornleifar. Hótel Ísland var á staðnum og útlit þess var í samræmi við hlutverk þess, með herbergjum sem sneru út að skemmtilegum rýmum allan hringinn. Þá myndu að auki end- urskapast þröng göturými í Veltu- sundi og Vallarstræti. Þá yrði hinsvegar að rífa burt allt það sem gert hefur verið á Ingólfs- torgi en ég held að vandamálið sem menn standa frammi fyrir í Aðal- stræti kalli á einhverjar fórnir. Með þessum breytingum yrði Ingólfstorg helmingi minna en nú en þó álíka stórt og það var á deili- skipulagi 1986. Húsin í kring væru glæsibyggingar frá seinni hluta nítjándu aldar og miðbiki þeirrar tuttugustu, Fálkahúsið, Hafnar- stræti 4, Aðalstræti 2, Morgun- blaðshöllin o.s.f.v. Þetta torg yrði því umkringt íslenskum gæðaarki- tekúr og gólf þess hellulagt á ein- faldan hátt. Umferð mætti beina beint inn á Aðalstræti úr Austurstræti en loka mætti þessum enda Hafnarstrætis að einhverju leyti til að styrkja torgið. Þá gætu menn setið sunnan undir Fálkahúsinu á sólskinsdögum líkt og á Austurvelli. Pylsusalar gætu t.d. fengið inni á neðstu hæð hótelsins og útisvið gæti verið hreyfanlegt ef um útisamkomur yrði að ræða. Og til að styðja klassískan brag svæðisins legg ég til að merkileg- asti útiskúlptúr borgarinnar, minn- isvarði Thorvaldsens, sem er flest- um gleymdur suður í Hljómskálagarði, verði fluttur og settur á mitt torgið. Thorvaldsen er eins og menn vita einhver helsti fulltrúi klassískra lista í Evrópu og langar mig til dæmis að nefna Schiller-torg í Stuttgart í Þýska- landi en á því miðju stendur stytta Thorvaldsens af skáldinu Schiller en styttan er symból miðborgarinn- ar. Með þessu móti gætum við búið þessum merkilegu fornleifum verð- uga umgjörð, reist hótel við Aðal- stræti, styrkt klassísk yfirbragð byggðarinnar og gert minningu Thorvaldsens hátt undir höfði. Höfundur er arkitekt í Reykjavík. Hótel Ég og fleiri erum þeirr- ar skoðunar, segir Ar- inbjörn Vilhjálmsson, að það þurfi að reisa sérhannaða byggingu yfir fornleifarnar sem falli vel inn í byggðina án þess að endurskapa eldra útlit. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 67 Laugavegur 68, sími 551 7015. Kápur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.