Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 86
FÓLK Í FRÉTTUM 86 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ RUSSELL Crowe hefur lýst því yfir að hann hyggist eyða jólahátíðinni með Nicole Kid- man. Áströlsku stór- stjörnurnar hafa lengi verið nánir vinir og Crowe ætlar að sækja vinkonu sína heim þar sem hún held- ur jólin á heimili sínu í Sydney, ásamt tveimur börn- um hennar og fyrrverandi eig- inmanns hennar, Toms Cruise. „Ég hlakka mikið til að vera í ná- vist hennar um jólin,“ viðurkennir Crowe. „Hún er mjög náinn vinur minn.“ Skylmingaþrællinn hefur meira að segja við- urkennt að hann kalli Kidman „prinsess- una“: „Ég kalla hana prinsessuna, hún ber sig svo ótrúlega vel og er yndisleg mann- eskja.“ Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um ástarsamband Crowe og Kidman síðan hann samdi og flutti opinberlega lagið „Somebody Else’s Princess“ en þá var hún enn gift Cruise. En Cruise er nú kominn með nýja upp á arminn, spænsku þokka- dísina Penelope Cruz, og munu þau eyða jólunum saman á heimaslóð- um hennar. Stjörnurnar í jólaundirbúningi Cruise verður með Cruz en Kidman með Crowe Sungið fyrir Prinsessuna? SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍ I 564 0000 - .s ara io.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 5.15, 8 og 10.30.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 10. Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce Willis Þau veittu henni öruggt heimili... en henni var ekki ætlað að komast burt! Æsispennandi sálfræðitryllir með Leelee Sobieski (Joyride) í aðalhlutverki. Frumsýning Frumsýning Sýnd kl. 8. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni Opið frá kl. 10 til 14 Verð aðeins 16.994 kr. LEITIÐ OG ÞÉR MUNIÐ FINNA TÍTAN leitarljósið fræga er loksins komið. Ljósið er fjarstýrt, með segulhaldara og hægt að snúa því heilan hring, upp og niður. Straumgjafi, hlaðanlegur á 12v og 220v, með tveimur 12v úttökum og góð taska fylgir með. NÝ VARA! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B IL 1 62 86 12 /2 00 1 Aðeins í dag! TVEIR ungir kennarar fengu þá hugmynd fyrir tveimur árum að búa til spil byggt á þáttunum Gettu bet- ur, sem hafa verið á dagskrá Rásar 2 og Ríkissjónvarpsins í mörg ár. Hug- myndin er nú orðin að veruleika og var spyrlum í þáttunum frá upphafi og fleirum hjá RÚV afhent eintak af spilinu af því tilefni á dögunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem gert er svona spil eftir þætti hjá þeim í RÚV og það engum smáþætti; þetta er langvinsælasti þátturinn sem þeir eru með í sýningu,“ sagði Trausti Hafsteinsson, annar þeirra sem standa að útgáfu spilsins, í samtali við Morgunblaðið, en félagi hans er Gunnar Sturla Hervarsson. Hvernig kom þetta til? „Við erum bara tveir ungir menn úti í bæ og okkur datt skyndilega í hug að gera spil byggt á þessum snilldarþáttum. Við höfðum báðir fylgst með þáttunum og haft mjög gaman af. Spurðum svo sjálfa okkur að því einn daginn hvers vegna ekki að gera svona spil og kýldum á það.“ Síðan eru liðin tvö ár. „Við höfum gert þetta í mjög góðu samstarfi við Sjónvarpið og þá aðila sem hafa séð um þáttinn. Verkefnið er eðlilega háð samstarfi við RÚV.“ Að grunni til er spilið eins og þættirnir; byggt á sömu spurn- ingagerðum – sem eru hraðaspurn- ingar, þar sem keppt er við tímann, bjölluspurningar; þar sem er keppni um það hver er fyrstur að ná til bjöll- unnar, og vísbendingaspurningar.“ Reglur eru eins og í þáttunum, en sá sigrar sem fyrstur kemst á leið- arenda; einn hring á spilaborðinu. Illugi Jökulsson samdi 2.200 nýjar spurningar fyrir spilið. „Þetta eru ekki erfiðu spurningarnar, sem mörgum finnst, sem eru í þáttunum heldur nýjar sem samdar voru fyrir almenning. Til að setja einhvern ald- ursstimpil á spilið er gefið út að það sé fyrir 14 ára og eldri en ég hef séð mun yngri krakka spila og hafa gaman af. Þarna er spurt um allt milli himins og jarðar, þetta er ekki létt, en allir eiga að geta verið með.“ Trausti segir bæði hægt að skipta keppendum í lið, eins og tíðkast í þáttunum, eða að einstaklingar keppi hver og einn. „Í rauninni kemur þátturinn heim í stofu og við lítum á það sem kost hve spilið er fjölbreytt. Þetta er ekki bara ein spurningagerð og menn eru alltaf með. Ekki þarf að bíða lengi þótt einhver góður sé á móti þér.“ Nokkrir aukareitir eru á spilinu. „Við aðdáendur þáttanna vitum að þetta er ekki bara spurningaþáttur heldur skemmtiþáttur og menn geta lent í því í spilinu að þurfa að flytja fyrirfram ákveðið skemmtiatriði og eru þá dæmdir af mótspilurunum. Viðkomandi getur þurft að dansa, leika, segja brandara eða eitthvað slíkt. Þarna eru líka auglýsingar; upp- lýsingar um vörur eða fyrirtæki úti í bæ, sem getur komið sér vel að vita þegar ákveðnar spurningar eru bornar fram.“ Trausti segir lykilinn að spilinu að það sé „fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt. Og það er alíslenskt“, segir hann. Logi Bergmann Eiðsson, spyrill í þáttunum Gettu betur á Rás 2 og í Sjón-varpinu, og Trausti Hafsteinsson, annar þeirra sem gefa út spilið. Morgunblaðið/RAX Hvers vegna ekki Gettu betur-spil?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.