Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
T
.S. Eliot sagði að
„merking“ ljóðs væri
fyrst og fremst nýt
til þess að fylla upp í
væntingar lesandans
sem alltaf býst við einhverju inn-
taki, hún væri góð til þess að
halda lesandanum við efnið og
líka til þess að þagga niður í
honum á meðan ljóðið fengi að
vinna sitt verk í friði og renna
hægt og hægt saman við vitund
lesandans, merkingin væri þann-
ig eins og feiti kjötbitinn sem
innbrotsþjófurinn hefur æv-
inlega með sér handa heim-
ilishundinum (Use of Poetry, s.
151).
Gagnrýnendur voru duglegir
við að þefa uppi bitastæða merk-
ingu í jólabókunum en auðvitað
leiðir tíminn einn í ljós hvaða
bækur lifa.
Ein af þeim
skáldsögum
sem sitja
eftir í huga
mínum er
Gæludýrin
eftir Braga Ólafsson. Þar segir
einmitt frá innbrotsþjófi að nafni
Hávarður Knútsson. Sennilega
eru fáir innbrotsþjófar jafnupp-
áþrengjandi og Hávarður. Hann
brýst inn í íbúð Emils, sem hann
hafði kynnst lítillega fyrir fimm
árum en ekki séð síðan. Tilgang-
urinn er ekki að ræna innbúinu,
eins og þjófa er háttur, heldur að
slökkva undir sjóðandi vatni á
eldavél og koma hugsanlega í
veg fyrir ískyggilegt brunatjón.
En Hávarður veit ekki að Emil
er heima þegar innbrotið er
framið, nýkominn úr flugi frá
London – Hávarður veit ekki að
Emil vill bara alls ekki hleypa
honum inn vegna þess að kynni
þeirra forðum höfðu ekki verið
neitt sérlega ánægjuleg. Og til
þess að þurfa ekki að hitta þessa
leiðindaskjóðu og láta hana
hanka sig á því að vilja ekki
hleypa henni inn þegar henni
þóknast að banka upp á, þá gríp-
ur Emil til þess vanhugsaða ráðs
að skríða undir rúm og fela sig,
auðvitað í þeirri tálvon að óboðni
gesturinn hafi sig á brott hið
snarasta. En Hávarður er ekki
kominn til að fara, heldur slær
hann upp brjáluðu partíi sem
Emil fylgist með undan rúminu,
berskjaldaður fyrir öllu því sem
fólk gerir óséð, vanmáttugur og
vanvirtur eins og allir sem fylgj-
ast með atburðarás frá þröngu
en afhjúpandi sjónarhorni. Hann
þarf að horfa upp á Hávarð
hægja sér og fróa, hnýsast í
einkalíf hans og bjóða til veislu
eins og hann væri húsbóndinn
sjálfur, og á endanum liggja
undir því að verða kannski
kokkálaður í eigin rúmi.
Bróðurhluti Gæludýranna er
sagður út frá sjónarhorni Emils.
Sagan fjallar öðrum þræði um
eðli og hlutverk sögumanns í
fyrstu persónu frásögn. Sífellt er
rætt um takmarkað sjónarhorn
hans, hvort hann heyri það sem
fram fer og hvernig honum líði á
sál og líkama við þennan þrönga
aðbúnað. Plús Ex er þannig á
vissan hátt líka í öndvegi undir
rúmi, þótt honum hafi í raun ver-
ið úthýst úr sögunni, hans eigin
sögu, hann sé ekki með í partíinu
á sínu eigin heimili. Og það er
forvitnilegt að um stundarbil líð-
ur Emil eins og lesanda, eins og
hann sé ekki lengur í sögunni
heldur utan hennar, eða líkt og
Emil segir: „eins og ég sé stadd-
ur í spennubók fyrir unglinga;
að ég, sá sem er saknað og allir
eru að leita að, hafi ekki lengur
nennt að vera í sögunni og sé í
staðinn farinn að lesa hana, án
þess að láta hinar persónurnar
vita að ég sé fundinn og að þær
geti hætt leitinni“ (228).
En Emil er ekki einu sinni
viss um að hann sé týndur og all-
ir séu að leita hans jafnákaft.
Það læðast að honum grunn-
semdir um að Hávarður viti af
honum undir rúminu. Og það er
raunar Hávarður sem hefur mál-
in í sínum höndum í lok sögu.
Þótt lesandanum þyki lítið hafa
gerst í bókinni og endirinn sé
snubbóttur, þá getur hann ekki
annað en haldið áfram þar sem
sagan skilur við Emil undir
rúmi, Hávarð hálfnakinn uppi í
því og berfætta vinkonu Emils í
svefnherberginu að sparka af
fótum sér klístrugum nærbuxum
Hávarðar. Í þessum óvænta þrí-
hyrningi er einhver merking fyr-
ir lesandann að jóðla á fram eftir
ári á meðan sagan vinnur sitt
verk í hljóði og rennur hægt og
hægt saman við bókmenntavit-
undina, sennilega sem ein al-
besta skáldsaga sem skrifuð hef-
ur verið á Íslandi í fjöldamörg
ár, sem skáldsaga um það hvern-
ig saga er sögð og líka hvernig
saga er lesin – eða hverslags
reynsla það er að segja sögu og
lesa, lituð af gægjuþörf, jafnvel
sadomasokisma – hvernig saga
verður til í skapandi samstarfi
eða togstreitu skrifa og lesturs.
Skáldsaga Hallgríms Helga-
sonar, Höfundur Íslands, fjallar
um sama þema þótt það hafi upp
á síðkastið fallið í skuggann af
öðru og fjölmiðlavænna efni. En
þessar sögur eru að öðru leyti
gjörólíkar. Í Höfundi Íslands er
ekkert til sparað, hvorki atburð-
um né orðum, til að leiða lesand-
ann inn í furðulega bókmennta-
lega sjálfsskoðun þar sem
höfundur vaknar eftir dauða
sinn í eigin verki og á þar kostu-
leg samskipti við persónur sínar,
lesendur og gagnrýnendur.
Báðar eru bækurnar áhuga-
verð tilbrigði við metafiksjónina
eða sjálfsöguna, eins og Ástráð-
ur Eysteinsson kallar hana, en
Jón Kalman fer hefðbundnari
leið að henni í skáldsögu sinni,
Ýmislegt um risafurur og tím-
ann. Þessi sjálfsupptekni rit-
háttur í íslenskum skáldsögum
nú um stundir er angi af sterkri
formvitund í íslenskum bók-
menntum síðustu ára. Birting-
armyndir hennar eru af ýmsum
toga enda virðist flest ganga,
eins og sagt hefur verið. Til-
raunastarfsemi hefur verið mikil
en á sama tíma er greinarmun-
urinn sem sjöundi og áttundi
áratugurinn gerði á milli til-
rauna og realisma ekki lengur
jafnskýr. Skörun er lykilorð í
þessu landslagi. Og einnig end-
urvinnsla, en hún veldur kannski
tímaskekkjunni í íslenskum sam-
tímabókmenntum sem sumir
álíta tilkomna vegna þess að þær
séu svo langt á eftir í alþjóðlegu
samhengi.
Gæludýr
Braga
Skáldsaga um það hvernig saga er sögð
og líka hvernig saga er lesin, hvernig
saga verður til í skapandi samstarfi eða
togstreitu skrifa og lesturs.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
ÉG ER alinn upp
með Ríkisútvarpið
sem sterka stoð í til-
verunni. Ríkisútvarpið
flutti fréttir, skemmt-
un og tónlist, það var í
mínum huga ákveðin
trygging fyrir jarð-
sambandi, áreiðanlegt
og öruggt.
Þetta var fyrir daga
sjónvarps og annarra
útvarpsstöðva. Ég
lærði að treysta á að
það sem kæmi frá út-
varpinu væri bæði rétt
og vandað. Seinna
kynntist ég þessari
stofnun innan frá,
fyrst tónlistardeildinni á Skúlagötu
í sumarvinnu og síðar sem sam-
starfsaðili við upptökur á tónlist,
þar sem ég var í hlutverki flytj-
anda. Nánari kynni styrktu mynd-
ina af stofnun með metnað til að
standa sig á verðinum um það sem
var vandað og gott í íslenskri
menningu. Ég efldist í þeirri trú að
Ríkisútvarpið hefði hlutverk í ís-
lensku samfélagi og að einn helsti
þáttur þess væri að varðveita
menningarverðmæti, ritlist, leiklist
og ekki síst tónlist og að það hefði
burði til að standa sig í þessu hlut-
verki. Á nærri tuttugu ára ferli
sem starfandi tónlistarmaður á Ís-
landi hef ég átt mikil samskipti við
tónlistardeild RÚV.
Fyrstu árin eftir að ég hóf störf
við uppbyggingu tónlistarlífs við
Hallgrímskirkju í Reykjavík var til-
tölulega mikið um hljóðritanir á
tónleikum, sem síðar voru sendir
út. Eftir að Kirkjulistahátíð hóf
göngu sína 1987 var nokkuð auð-
sótt mál að fá tónleika hátíðarinnar
hljóðritaða, enda fékk RÚV þannig
mikið af úrvals tónlistarefni á afar
góðum kjörum.
Tónlistarstefna RÚV virtist vera
nokkuð skýr, það skyldi gera ís-
lensku tónlistarlífi skil í dagskrá
sinni með áherslu á nýsköpun.
Frumflutningur á nýj-
um íslenskum verkum
hafði forgang, hlust-
endur gátu treyst því
að engir meiri háttar
tónlistarviðburðir
færu fram hjá þeim,
hvar sem þeir byggju
á landinu.
En nú er öldin önn-
ur. Útvarp allra lands-
manna sinnir ekki
lengur þessum þætti,
tónleikar eru ekki
lengur teknir upp,
nema það séu tón-
leikar á vegum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands.
Af miklum fjölda tón-
leika á síðasta ári í Hallgríms-
kirkju, á meðal þeirra voru glæsi-
legir tónleikar á Kirkjulistahátíð
2001 og frumflutningur á nokkrum
verkum, var einungis hljóðritaður
frumflutningur á Passíu Hafliða
Hallgrímssonar í febrúar, sem var
án efa sögulegur tónlistarviðburð-
ur. Hinn 30. desember sl. dró enn
til tíðinda í íslensku tónlistarlífi,
þegar frumflutt var fyrir fullu húsi
þakklátra áheyrenda fyrsta ís-
lenska jólaóratórían eftir John A.
Speight.
Það fór framhjá tónlistardeild
RÚV, að því er virtist án sársauka.
Ekki vantaði þó að þrýst væri á
stofnunina að sinna þessum við-
burði. Á Íslandi hafa ekki mörg
verk á borð við Passíu Hafliða og
Jólaóratóríu Speight litið dagsins
ljós. Athyglisvert má telja að við
samningu Jólaóratóríunnar naut
John Speight stuðnings úr Tón-
skáldasjóði RÚV. Útvarpið missti
af fæðingu verksins sem það hafði
stutt við meðgöngu.
Hér hafa átt sér stað umskipti
sem unnendur menningar þurfa að
fá að vita um. Gamall og góður
bakhjarl íslenskrar tónmenningar
til margra ára hefur brugðist. Rík-
isútvarpið stendur ekki lengur und-
ir þeim væntingum, sem ætla má
að flestir hugsandi þegnar geri til
þess. Nú geta átt sér stað mikils
verð tíðindi í íslensku tónlistarlífi
án þess að tryggt sé að þeim verði
gerð viðeigandi skil af þeirri stofn-
un, sem margir telja einn af horn-
steinum menningarsamfélags okk-
ar. Það er óþarfi að taka það fram
að tæknilega er RÚV miklu betur í
stakk búið að sinna tónlistarupp-
tökum og/eða beinum útsendingum
í dag en áður var. Það hefur verið
ánægjulegt að heyra hve upptökur
RÚV frá tónleikum á fyrri hluta 20.
aldar hafa fengið mikið rými í dag-
skrárgerð undanfarin misseri. Í því
sambandi heyrist dagskrárgerðar-
fólk tónlistardeildar RÚV oft
harma að þessir eða hinir tónleik-
arnir hafi ekki verið hljóðritaðir, til
varðveislu fyrir íslenska tónlistar-
sögu. Hvað mun dagskrárgerðar-
fólk síðar á 21. öld segja um varð-
stöðu þessarar menningarstofnunar
á okkar tímum þegar það lítur til
baka? Það mun eflaust undrast yfir
stórum eyðum í tónlistarsögunni,
eyðum sem aldrei verða fylltar.
Ég lýsi hér hryggð minni yfir að
svo sé komið stöðu Ríkisútvarpsins
og lýsi eftir umræðu um hlutverk
þess í tónlistarlífi Íslands. Ef varð-
veisla menningarverðmæta á borð
við frumflutning á fyrstu íslensku
jólaóratóríunni er ekki í verkahring
Ríkisútvarpsins, hver ætti þá að sjá
um það?
Ríkisútvarp, hvar
er þín forna frægð?
Hörður
Áskelsson
Höfundur er tónlistarstjóri við Hall-
grímskirkju í Reykjavík.
Útvarp
Ég lýsi hér hryggð
minni, segir Hörður
Áskelsson, yfir að
svo sé komið stöðu
Ríkisútvarpsins.
Stofnun – þróun
Verkfræðingafélag
Íslands (VFÍ) var
stofnað 19. apríl 1912,
um tveimur áratugum
eftir að fyrsti íslenski
verkfræðingurinn,
Sigurður Thoroddsen,
lauk námi frá DTH. Að
stofnuninni stóðu 13
menn, þeir níu verk-
fræðingar sem lokið
höfðu námi auk eins
húsameistara og
þriggja erlendra
tæknimanna, sem bú-
settir voru hér á landi.
Fyrsti formaður VFÍ
var Jón Þorláksson, verkfræðingur
og síðar forsætisráðherra. Fjölgun
verkfræðinga á landinu var hæg
framan af öldinni en jókst fyrst
verulega eftir að stærðfræðideild-
um var komið á í menntaskólum
landsins. Félagsmenn voru þó inn-
an við 100 í október 1940 þegar
verkfræðinám hófst við Háskóla Ís-
lands. Í dag eru félagsmenn um
1.060. Starfssvið verkfræðinga hef-
ur víkkað verulega undanfarna ára-
tugi og má segja að
verkfræðinám í dag
veiti aðgang að nánast
hvaða tegund starfs
sem er hvar sem er í
heiminum. Störfum
verkfræðinga á sein-
ustu öld má í hnot-
skurn lýsa á þann hátt
að þeir hafi skapað
grundvöll að nánast
allri mannvirkjagerð í
landinu en mannvirki
eru í dag 80% af þjóð-
arauði. Þeir störfuðu í
upphafi aldar við tak-
markaðan skilning
umhverfisins en í lok
aldarinnar nutu þeir
almennrar virðingar og höfðu skip-
að sér í forustusveit í heiminum á
ýmsum sviðum. Starf og skipulag
VFÍ hefur þróast með þessum
breytingum en nýjustu faghópar
innan þess eru fjármálahópur og
hugbúnaðarhópur. Gott samstarf
við Tæknifræðingafélag Íslands á
ýmsum sviðum hefur eflt báða að-
ila.
Afmælið
VFÍ mun halda upp á afmælið
með ýmsum hætti:
Afmælishátíð verður haldin í
Súlnasal Hótel Sögu 2. feb. nk. Á af-
mælisdaginn 19. apríl verður hátíð-
arfundur þar sem m.a. verða veittar
viðurkenningar fyrir athyglisverð
verkfræðileg afrek á seinustu öld,
ein fyrir hvern áratug. Í október
mun koma út bók um frumherjana í
verkfræði á Íslandi. Verður þetta
fyrsta ritið í ritröð, sem endar með
100 ára sögu félagsins og verður
gefin út á 100 ára afmælinu árið
2012. Fundir og ráðstefnur verða
fjölbreyttar og erlendum þátttak-
endum boðið í meiri mæli en venja
er, og tæknidagar verða haldnir í
apríl. Tengsl við félagsmenn utan
höfuðborgarsvæðisins verða efld
með því m.a. að varpa til þeirra um
Byggðabrúna sem flestum fundum,
sem haldnir verða í Verkfræðinga-
húsinu, og á þann hátt gera þeim
kleift að vera virkir þátttakendur
og þess vegna halda fundi sem
varpað yrði til okkar. Eins og sjá
má er ýmislegt á döfinni í tilefni af-
mælisins og reynt verður að halda
uppi öflugu starfi og marka þessi
tímamót með verðugum hætti
Verkfræðingafélag
Íslands 90 ára
Hákon
Ólafsson
Afmæli
Starfssvið verk-
fræðinga, segir
Hákon Ólafsson,
hefur víkkað verulega
undanfarna áratugi.
Höfundur er formaður VFÍ.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face