Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 41
menn, þ.m.t. flugumferðarstjóra,
grundvallarrétti sínum.“
„Framkvæmd tillagnanna í
skýrslunni frá 1997 og fortakslaus
afturköllun hótana um sviptingu
verkfallsréttar og krafna um af-
nám samningsréttar væri jákvæð-
ur vitnisburður um getu okkar til
þess að starfa saman.“
Í nýlegu viðtali við blaðið Wall
Street Journal varar Davíð Odds-
son Bandaríkjamenn við því að
nota hryðjuverkin 11. september
sem afsökun til að draga úr mann-
réttindum borgaranna. Nokkrum
dögum síðar hótar hann íslenskum
flugumferðarstjórum, án þess að
blikna, varanlegu afnámi réttinda
þeirra með tilvísun til hinna sömu
hryðjuverka. „Við verðum að halda
áfram að breyta rétt en ekki láta
stefnu okkar á hverjum tíma ráð-
ast af pólitískri hagkvæmni og til-
finningasjónarmiðum,“ sagði Davíð
einnig í fyrrgreindu viðtali. Man
einhver eftir sögunni um bjálkann
og flísina?
Í kjölfar hótana ráðherra aflýstu
flugumferðarstjórar boðuðum
verkföllum í nóvember og milduðu
kröfur sínar verulega í von um að
ríkisvaldið fengist til að hreyfa sig
við samningaborðið. Hvorki hefur
gengið né rekið og því var ákveðið
að boða ótímabundið yfirvinnu-
bann frá og með 14. janúar 2002.
Rýkur þá ekki fjármálaráðuneytið
til og biður Félagsdóm að úr-
skurða að það standist ekki lög að
flugumferðarstjórar hætti að vinna
yfirvinnu! Niðurstaðan liggur ekki
fyrir þegar þetta er skrifað en
hvað sem líður fimleikaæfingum
fulltrúa ríkisvaldsins í réttarsölum
þá er kjarni málsins einfaldlega sá
að ríkisstjórnin getur ekki lengur
komið sér hjá því að hrinda í fram-
kvæmd tillögum svokallaðrar rétt-
arstöðunefndar frá árinu 1997 þar
sem hlut áttu að máli fulltrúar
samgönguráðuneytis, utanríkis-
ráðuneytis, fjármálaráðuneytis,
Flugmálastjórnar og Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra. Allir
nefndarmenn skrifuðu undir
nefndarálitið án fyrirvara. Nefndin
lagði til úrbætur, m.a. var lögð
áhersla á að draga úr yfirvinnu
flugumferðarstjóra án þess að það
raskaði afkomu þeirra, fjölga flug-
umferðarstjórum, að semja við þá
til lengri tíma um kaup og kjör og
taka mið af sérstöðu þeirra, og
kröfum sem til þeirra eru gerðar,
við ákvörðun launakjara.
Eflaust er forsætisráðherra þeg-
ar byrjaður að safna spreki í
næsta áramótaávarp. Í ljósi fyrri
reynslu verður þó að teljast ólík-
legt að þar greini hann þjóðinni
frá því að ríkisstjórn Íslands hafi á
árinu 2002 tvívegis setið á saka-
mannabekk í nefnd Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar um félaga-
frelsi, fyrst fyrir að brjóta á
sjómönnum, síðan fyrir að brjóta á
flugumferðarstjórum. Slík upphefð
að utan ratar sjaldnast í áramóta-
ávörp ráðamanna þessa lands.
Í áramótaboðskap sínum vitnaði
Davíð í hvatningarorð Hannesar
Hafsteins, fyrsta ráðherra Íslend-
inga. Flugumferðarstjórar taka
undir með Davíð og gera orð
Hannesar að sínum á nýju ári og
segja:
Þótt þjaki böl með þungum hramm
þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt
fram.
F. h. stjórnar Félags íslenskra
flugumferðarstjóra,
Loftur Jóhannsson.
Höfundur er formaður Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 41
siminn.is
á Símaskrá
Skráningarfresturvegna breytinga
rennur út 31. janúar
2002
Haf›u samband vi› skrifstofu Síma-
skrár e›a skrá›u flig á einfaldan og
flægilegan hátt á fiínum sí›um á
siminn.is
flínarsí›ur
Skrifstofa Símaskrár, Sí›umúla 15, sími 550 7050
Vertu áberandi í ár!
– Skráning á net- og vefföngum
– Skráning í lit
– Skráning feitletru›
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
5
0
5
9
/s
ia
.is
flínarsí›ur
skrá›u flig
á
fiínum sí›u
m
einfalt og
flægilegt
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is
KIASportage
KIA ÍSLAND
H
ið O
P
IN
B
E
R
A
!
Fögnum vetri
á einstökum jeppa!
KIA ~ kominn til að vera!
KIA Sportage er verulega rúmgóður, alvöru jeppi með háu og lágu drifi og
LSD læsingu á afturdrifi. Hann er byggður á öflugri grind og 2000 cc, 4 cyl.
vélin, gefur 128 hestöfl. Þetta er bíllinn sem kemur þér á fjöll án þess að
kollkeyra fjárhaginn! KIA Sportage fæst í tveimur útgáfum, Classic og
Wagon, dísil eða bensín, beinskiptur eða sjálfskiptur – Þitt er valið.
Fjallabakurinn . . .
Sjón er sögu ríkari og
reynsluakstur KIA Sportage
óviðjafnanlegur. Komdu og mátaðu
nýjan jeppa við þig og fjölskylduna.
Verð frá 2.150.000 kr.
Sérblað alla
sunnudag