Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isWBA vill að Lárus Orri Sigurðsson
geri nýjan samning / C1
Hnefaleikakappinn Muhammad Ali
heldur upp á 60 ára afmælið / C3
4 SÍÐUR12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Norður-Héraði. Morgunblaðið.
RÍKISSAKSÓKNARI hefur
aflað álits læknaráðs á niður-
stöðu krufningarskýrslu vegna
andláts níu mánaða gamals
barns, sem lést á Landspítalan-
um 4. maí í fyrra.
Krufningarskýrsla og lækn-
isfræðileg gögn styrktu grun
um að dánarorsök hefði verið
hristingur, eða það sem á
ensku er nefnt „shaken baby
syndrome“. Grunur lögregl-
unnar í Kópavogi beindist
fyrst og fremst að karlmanni,
sem ásamt konu annaðist barn-
ið í daggæslu í heimahúsi
tveimur dögum áður en það
lést.
Að lokinni rannsókn var mál-
ið sent til ríkissaksóknara sem
mun bráðlega taka ákvörðun
um hvort ákært verði í málinu.
Læknaráð veitir álit
vegna andláts barns
ÁHRIFA yfirvinnubanns flugum-
ferðarstjóra, sem hófst á mánudag,
gætti fyrst í gærkvöldi þegar loka
varð flugturninum á Akureyri og þar
með allri flugumferð um völlinn.
Flugumferðarstjóri, sem var einn á
vakt þar í gær, var á aukavakt en
hætti síðdegis þegar Félagsdómur
úrskurðaði að yfirvinnubannið væri
löglegt.
Lokun flugturnsins raskaði áætl-
unarflugi Flugfélags Íslands milli
Reykjavíkur og Akureyrar og þurfti
ein vél að lenda á Húsavík af þeim
sökum. Ekið var svo með farþegana
til Akureyrar í rútu. Þar þetta síð-
asta áætlunarferðin norður í gær.
Enginn vakt átti að vera í flugturn-
inum á Akureyri fyrr en klukkan sjö
í morgun, nema ef til hefði komið
neyðar- eða sjúkraflug í nótt.
Óvissa á Akureyri síðar í dag
Óvíst er hvort tekst að manna vakt
frá kl. 15 í dag og fram á kvöld, sam-
kvæmt upplýsingum frá flugumferð-
arstjórninni á Reykjavíkurflugvelli.
Þar hefur engin röskun orðið vegna
yfirvinnubannsins og ekki heldur á
flugvöllunum í Vestmannaeyjum og
Keflavík þar sem flugumferðarstjór-
ar eru að störfum. Á öðrum flugvöll-
um landsins starfa flugumferðar-
stjórar ekki, heldur svokallaðir
flugvallarverðir.
Hjá Flugfélagi Íslands fengust
þær upplýsingar að lokun flugturns-
ins á Akureyri hefði komið félaginu í
opna skjöldu. Flugmálastjórn hefði
fullvissað félagið um að yfirvinnu-
bannið myndi engin áhrif hafa á inn-
anlandsflugið. Árni Gunnarsson,
sölu- og markaðsstjóri, sagði að ef
flugturninum á Akureyri yrði aftur
lokað síðdegis í dag yrði gripið til
þess ráðs á ný að beina vélunum til
Húsavíkur í staðinn.
Flugvöll-
urinn á
Akureyri
lokaðist
Áhrif af yfirvinnubanni
Þar var og tilkynnt að yfirvinnu-
bannið hæfist mánudaginn 14. janúar
kl. 7 og stæði ótímabundið eða þar til
nýr kjarasamningur hefði verið und-
irritaður. Fjármálaráðuneytið mót-
mælti yfirvinnubanninu og skoraði á
Félag flugumferðarstjóra að aftur-
kalla boðun þess. Félagið hafnaði hins
vegar lagatúlkun ráðuneytisins og
hófst yfirvinnubann sl. mánudag.
Í málinu var deilt um hvort yfir-
vinnubann flugumferðarstjóra gæti
talist verkfall í skilningi laga nr. 94/
1986, um kjarasamninga opinberra
starfsmanna. Komst Félagsdómur að
þeirri niðurstöðu að svo væri. Yfir-
vinnubann væri vinnustöðvun í skiln-
ingi vinnulöggjafarinnar og sá skiln-
ingur hefði verið staðfestur með dómi
Félagsdóms sem féll í maí 1986.
Yfirvinnubann flugum-
ferðarstjóra löglegt
FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær að yfirvinnubann flugumferðarstjóra
væri löglegt, en íslenska ríkið stefndi Félagi flugumferðarstjóra og krafðist
þess að bannið yrði dæmt ólögmætt. Var ríkið dæmt til að greiða félaginu
250.000 krónur í málskostnað. kjarasamningur Félags íslenskra flugumferð-
arstjóra og íslenska ríkisins rann út 15. nóvember 2001. Með bréfi 27. desem-
ber sl. tilkynnti félagið fjármálaráðuneytinu að í atkvæðagreiðslu, sem lauk
20. desember, hefði verið kosið um tillögur stjórnar og trúnaðarráðs félagsins
um boðun yfirvinnubanns sem tæki til allra félagsmanna er störfuðu hjá
Flugmálastjórn Íslands og Flugmálastjórn í Keflavík.
♦ ♦ ♦
Vegurinn er mjög brattur þar
sem hann liggur upp Hauksstaða-
hólinn og hefur oft verið farartálmi
fyrir svo þunga bíla. Flutningabíll-
inn var kominn upp á brún hólsins
þegar hann fór að spóla og rann síð-
an afturábak stjórnlaust niður
brekkuna þar til hann valt fram af
vegkantinum og niður fyrir veginn.
Tugmilljóna tjón
Að sögn Gunnars Kjartanssonar
bílstjóra fór bíllinn í „vaff“ þegar
hann tók að renna aftur á bak, bíl-
stjórahurðin nam við gáminn á
vagninum svo ekki var um það að
ræða að komast þar út. Gunnar
sagðist hafa séð að vagninn væri að
fara fram af snarbröttum kantinum
og látið þá bílinn í handbremsu og
stokkið út farþegamegin þar sem
hann vissi að bíllinn myndi ekki
stoppa strax með þetta mikinn
farm. Gunnar rétt slapp út áður en
bíllinn steyptist niður fyrir kantinn.
Hurðin slóst í
höfuð ökumanns
Bílhurðin farþegamegin slóst í
höfuð Gunnars svo hann hlaut smá
skrámur á kinnbeini og féll síðan á
hægri hliðina í veginn og marðist
við það á mjöðm og öxl. Hann hefur
ekið flutningabílum í 15 ár nær
slysalaust og segist hann vera kátur
með að vera á lífi eftir þetta óhapp í
gær.
Að sögn Ægis Axelssonar hjá
Flytjanda á Egilsstöðum er tjónið
metið á tugi milljóna, ökumanns-
húsið gjörónýtt, bíllinn grindar-
skakkur og gámavagninn uppsnú-
inn. Óvíst er hvort skemmdir hafi
orðið á fiskinum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Flutningabíllinn er
stórskemmdur ef ekki
ónýtur eftir veltuna við
Hauksstaði í Jökuldal í
gær, enda átökin mikil
þegar 49 tonna flykki
veltur útaf snarbröttum
vegkanti.
Gunnar Kjartansson bíl-
stjóri bar sig vel þrátt
fyrir skrámur og mar.
Bílstjóri vöruflutningabíls slapp með skrekkinn í veltu í Jökuldal
Stökk út áður en bíllinn
steyptist niður vegkantinn
VÖRUFLUTNINGABÍLL með gámavagni, hlaðinn 28 tonnum af ferskfiski,
rann útaf veginum og valt við bæinn Hauksstaði á Jökuldal upp úr hádegi í
gær. Mikil mildi þykir að bílstjórinn slapp með skrámur og mar. Er það mest
að þakka snöggum viðbrögðum hans þegar bíllinn tók að renna aftur á bak í
mikilli hálku sem myndast hafði í frostrigningu er slysið varð. Henti bílstjór-
inn sér út á ferð og slapp þannig við frekari áverka.
BOÐAÐ hefur verið til fundar í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins á föstudag
þar sem afgreidd verður tillaga um
breyttar prófkjörsreglur í því augna-
miði að heimila leiðtogaprófkjör.
Síðan þarf fundur í fulltrúaráði
flokksins í Reykjavík að ákveða til-
högun prófkjörsins, en stefnt hefur
verið að því að halda leiðtogaprófkjör-
ið 22. og 23. febrúar nk. Ekkert liggur
fyrir ennþá um framboðsfrest í leið-
togakjörinu.
Kjörnefnd hefur sent út seðla til
allra aðila í fulltrúaráðinu og óskað
eftir uppástungum um 2–4 nöfn sem
talið er æskilegt að skipi sæti á lista
flokksins, en tillögum þarf að skila
eigi síðar en 6. febrúar.
Miðstjórnin ræðir
leiðtogaprófkjör
orð r- éraði. or laðið.
Á FIMMTUDÖGUM