Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæður, kraft- mikill og opinskár og nýtur virðingar annarra. Á kom- andi ári geturðu byggt upp eitthvað mikilvægt í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú stenst ekki mátið að reyna að sannfæra aðra um þitt sjónarmið í heimspeki eða trúmálum. Þú ert sann- færður um að þú hafir rétt fyrir þér og vilt sanna það. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag eru líkur á að þú lendir í deilum vegna sam- eignar. Farðu varlega þann- ig að þú missir ekki bæði vin og það sem um er deilt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú dregst auðveldlega inn í deilur í dag. Þér finnst eitt- hvað mikilvægt vera í húfi en þú ert í raun að gera úlf- alda úr mýflugu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver hefur hugmyndir um stórvægilegar breyting- ar í vinnunni. Innst inni ertu andsnúinn hugmynd- unum og vilt halda í það sem hefur reynst vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er rómantískt merki. Þú finnur fyrir afbrýðisemi og tortryggni þar sem þér finnst þú ekki vera metinn að verðleikum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir lent í deilum við foreldra þína eða aðra fjöl- skyldumeðlimi í dag. Reyndu að draga úr spennu með því að sýna þolinmæði og bíta á jaxlinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að sýna vinnufélögum þínum um að þú hafir rétt fyrir þér. En mun þetta skipta nokkru máli þegar frá líð- ur? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú vilt hafa þitt fram í fjár- málunum í dag. Þú ætlar kaupa eitthvað sem þér finnst þú einfaldlega eiga skilið að eignast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Öfundin liggur í loftinu. Reyndu að vera þolinmóður gagnvart einhverjum sem reynir að skipta sér af einkamálum þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar til að benda ein- hverjum á leið til að bæta líf sitt. Það má alltaf gera gott betra og því er alltaf rúm til umbóta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þig langar að kaupa eitt- hvað sem þú hefur séð hjá öðrum. Þetta er skiljanlegt en þú ættir að bíða í nokkra daga og sjá hvort löngunin hverfi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki gagnrýni ann- arra slá þig út af laginu. Ásakanir segja oft mest um þann sem setur þær fram. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞEGAR tólf punktar horfast í augu verður nið- urstaðan iðulega lap- þunnt geim, enda teljast tólf punktar vera opnun og allir vita að „opnun á móti opnun er samasem geim“. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 5 ♥ K862 ♦ ÁG653 ♣KG2 Vestur Austur ♠ 9842 ♠ Á1063 ♥ ÁD1073 ♥ 954 ♦ 98 ♦ D7 ♣Á3 ♣8765 Suður ♠ KDG7 ♥ G ♦ K1042 ♣D1094 Norður er gjafari og vekur á einum tígli og suður er líklegur til að keyra spilið í þrjú grönd eða fimm tígla. Vörnin á þrjá ása, svo fimm tíglar vinnast aldrei, en heldur ekki þrjú grönd ef vörnin hittir á hjarta út – nema þá vestur eigi út og suður fái fyrsta slaginn á gos- ann. En er það líklegt? Spilið kom upp í sjö- undu umferð Reykjavík- urmótsins á sunnudaginn og gekk á ýmsu. Þar sem sveitir Skeljungs og Roche áttust við gengu sagnir þannig við annað borðið: Vestur Norður Austur Suður Gylfi Örn Sigurður Guðlaugur – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu * Dobl Redobl Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Í NS voru Örn Arn- þórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson, en í AV þeir Gylfi Baldursson og Sig- urður B. Þorsteinsson. Eftir nokkuð sjálfgefna byrjun grípur Guðlaugur til gervisagnar, segir tvö hjörtu sem er óskilgreind kröfusögn og lofar ekki hjartalit. Gylfi notar tækifærið og sýnir litinn með dobli. Þar með hefur hann tryggt útspil í hjarta frá makker. Örn redoblar til að lýsa yfir hjartalit, en segir svo þrjú hjörtu á eftir til að reyna að koma grand- sögninni til makkers. Hann er þá að leita eftir hjálparfyrirstöðu, til dæmis Dx eða Gx. Guð- laugur lætur gosann blankan duga í þetta sinn og nú eru þrjú grönd komin í rétta hönd. Glæsileg afgreiðsla, sem hefði gefið vel með litlu hjarta út, en Gylfi var vel vakandi og spilaði út hjartadrottningu! Meira þurfti ekki til og Guðlaugur endaði tvo niður. Þetta er fallegur brids. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 60 ÁRA hjúskaparafmæli. Í dag, fimmtudaginn 17. jan-úar, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Arnfríður Jónsdóttir og Sigurður Ingi Sigurðsson, Grænumörk 5, Sel- fossi. Þau ætla að njóta þessara merku tímamóta með börn- um sínum og tengdabörnum. LJÓÐABROT Á nýjársdag (1845) Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á ég samt, og annast vil ég þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér og unir lágri jörðu og þykir ekki þokan voðalig. Eg man þeir segja: „Hart á móti hörðu“. En heldur vil ég kenna til og lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrifa – og fylla, svo hann finnur ei, af níði. Jónas Hallgrímsson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. f3 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 O-O 9. Dd2 a5 10. Bb5 Ra7 11. Bd3 Be6 12. Hd1 Rc8 13. a3 Rb6 14. Df2 Rfd7 15. Rd2 Dc7 16. O-O d5 17. exd5 Rxd5 18. Rxd5 Bxd5 19. Bb5 Bc6 20. c4 f5 21. De2 Hac8 22. Rb1 Bxb5 23. cxb5 Rf6 24. Hc1 Dd7 25. Rc3 De6 26. Hfe1 Bd6 27. Hcd1 Hfe8 28. Dd3 Bb8 29. Rd5 Kh8 30. Rxf6 Dxf6 31. Dd7 e4 32. f4 Hg8 33. Hd5 Dxb2 34. Bd4 Ba7 35. Bxa7 Hc2 36. Bd4 Hxg2+ 37. Kf1 Staðan kom upp í þriðju skák ein- vígis Hannesar Hlífars Stefáns- sonar (2604) og Nigels Shorts (2663). Hannes hafði svart og hefði með næsta leik getað bjargað tafl- inu. 37... Da2? Rétt var37... Dxa3! 38. Kxg2 taki hvítur ekki hrókinn stendur svartur síst lakar 38...Df3+ 39. Kg1 Dg4+ 40. Kf1 Dh3+ 41. Ke2 Dd3+og svartur þráskákar. Í framhaldinu tekst hvítum að treysta varnir sínar og nýta sér liðsmuninn. 38. Dxf5 Hg6 39. Dxe4 Dxh2 40. He2 Dh3+ 41. Ke1 Dxa3 42. Be3 Hf8 43. Hh2 Kg8 44. b6 a4 45. Kf2 Da1 46. Hh1 Da2+ 47. Hd2 Df7 48. Dxa4 He6 49. Hd7 Df5 50. Hg1 g5 51. Dc4 og svartur gafst upp. Skák Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmyndastofa/Nína BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. júní sl. í Fríkirkj- unni Karen Björk Björg- vinsdóttir og Adam Reeve. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í St. Maximiliankirkju í Duss- eldorf af sr. Moonen Christina Kajic og Atli Freyr Sævarsson. Heimili þeirra er á Nordstrasse 23, 40477, Dusseldorf, Þýska- landi.          Hef opnað lækningastofu í Lágmúla 5. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9.00-16.00 í síma 533 3131. Kristján Óskarsson, sérgrein barnaskurðlækningar Kringlunni, sími 553 2888 Útsalan í fullum gangi Mikil verðlækkun Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Dæmi um verð: Áður: Nú: Kaðlapeysa 3.600 900 Síð jakkapeysa 3.900 1.900 Leðurjakki 8.900 3.900 Úlpa m/loðkraga 5.800 2.700 Stretsskyrta 3.900 1.500 Síð túnika m/kraga 3.900 1.900 Pils 3.400 1.700 Dömubuxur 4.300 1.900 Herrapeysa 5.800 1.900 Herrablazerjakki 6.500 2.900 Herrabuxur 4.900 1.900 og margt margt fleira TVEIR FYRIR EINN 50-70% afsláttur Greitt er fyrir dýrari flíkina Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433 Blússur kr. 1.000 Pils kr. 1.000 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánudaginn 7. jan- úar. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N–S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 251 Björn E. Péturss. – Haukur Sævaldss. 236 Lárus Arnórss. – Ásthildur Sigurgíslad. 236 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 236 Árangur A–V: Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 254 Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 251 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsd. 246 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 10. janúar. 26 pör. Meðal- skor 216 stig. Árangur N–S: Auðunn Guðm. – Þorleifur Þórarinss. 264 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 254 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 243 Árangur A–V: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánsson 273 Alda Hansen – Soffía Guðmundsdóttir 257 Haukur Sævaldss. – Hannes Ingibergss. 257 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Ævars efst á Akureyrarmótinu Aðalsveitakeppni Bridsfélags Ak- ureyrar hófst sl. þriðjudag og mun standa yfir fimm kvöld. Tíu sveitir taka þátt í keppninni og er hart bar- ist um efstu sæti. Þannig er staðan núna: Sv. Ævars Ármannssonar 47 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 43 Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 40 Sv. Páls Pálssonar 37 Um helgina fer fram svæðamót Norðurlands eystra á Akureyri en mótið er jafnframt úrtökumót fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni. Fjórar sveitir komast áfram. Svæðismót á Reykjanesi Svæðismót Bridssambands Reykjaness í sveitakeppni fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði helgina 19. og 20. jan. nk. og hefst kl. 11 f.h. Spilað er um þátttökurétt í und- ankeppni Íslandsmótsins. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Kjartans í síma 4212287 eða Sigur- jóns í síma 8980970.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.