Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur
undir stjórn organista.
Bústaðakirkja: Foreldramorgunn kl. 10–
12.
Dómkirkjan: Opið hús í safnaðarheimilinu
kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði.
Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja: Foreldramorgunn kl.
10.00. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur
fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna
Björnsdóttir. Íhugun kl. 19.00. Taizé-
messa kl. 20.00.
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn kl. 10–12. Fræðsla: Svefn og svefn-
vandamál.
Upplestur, söngstund, kaffispjall.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.00.
Orgeltónlist í kirkjunni kl. 12–12.10. Að
stundinni lokinni er léttur málsverður í
safnaðarheimili. Samvera eldri borgara kl.
14.00. Söngsysturnar Svanbjörg og Guð-
laug Hróbjartsdætur, Helga Kristjánsdótt-
ir, Björg Aðalsteinsdóttir og Signý Óskars-
dóttir annast fundarefnið. Flutt verður
saga eftir Þorbjörgu Gísladóttur, auk þess
sem þær stöllur taka lagið og stjórna
fjöldasöng. Þjónustuhópur Laugarnes-
kirkju, sóknarprestur og kirkjuvörður ann-
ast kaffiveitingar og skipulag þessara
samverustunda. Allt fólk velkomið. (Sjá
síðu 650 í Textavarpi.)
Neskirkja: Nedó kl. 17.00. Unglingaklúbb-
ur fyrir Dómkirkju og Neskirkju, fyrir 8.
bekk. Nedó kl. 20.00 fyrir 9. bekk og eldri.
Umsjón Sveinn og Þorvaldur.
Árbæjarkirkja: Barnakóraæfing kl. 17–
18.
Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn föstu-
dag kl. 10–12.
Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10.
Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða.
Léttur hádegisverður eftir stundina. Alfa-
námskeið kl. 19.00. Kvöldverður,
fræðsla, umræðuhópar. Kennari sr. Magn-
ús B. Björnsson. Skráning á staðnum.
Námskeiðsgjald kr. 5.000.
Fella- og Hólakirkja: Helgistund og Bibl-
íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12.00 í
umsjón Lilju, djákna. Starf fyrir 9–10 ára
stúlkur kl. 17.00.
Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl.
10.00–12.00. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir og ýmiss konar fyrirlestr-
ar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð
fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir
7–9 ára börn, kl. 17.30–18.30. Æsku-
lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9.
bekk, kl. 20.00–22.00.
Kópavogskirkja: Starf með eldri borgurum
í dag, kl. 14.30–16.30 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl.
17.00. Fyrirbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja: KFUM-fundur fyrir stráka á
aldrinum 9–12 ára kl. 16.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
21.00. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing
og bæn. Bænarefnum má koma til presta
kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. Biblíulestrarnir
sem verið hafa kl. 20.00 falla niður, en
bent er á Alfanámskeiðið á miðvikudög-
um. Prestarnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 17–18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn (TTT) í dag kl 17.00. Foreldrast-
und kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima-
vinnandi foreldra með ung börn að koma
saman og eiga skemmtilega samveru í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Var-
márskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15–
14.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja: Kl. 10.00. Mömmumorgunn.
Fyrsta samvera ársins. Kl. 17.10. Æfing
hjá Litlum lærisveinum, eldri hópur. Kl.
18.10. Æfing hjá Litlum lærisveinum,
yngri hópur.
Kletturinn. Kl. 19 Alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Hjálpræðisherinn. Kl 20 lofgjörðarsam-
koma Aslaug Haugland talar.
Oddakirkja á Rangárvöllum: Kirkjuskóli
6–9 ára barna hefst að nýju fimmtudaginn
17. janúar, kl. 13.30 í Grunnskólanum á
Hellu. Sóknarprestur.
Safnaðarstarf
Ein fyrstu kynni mín
af Gunnari tengda-
pabba voru þegar ég
fór ásamt Önnu til
Hnífsdals í jólafrí til að
vinna. Ekki voru lætin í
Gunnari frekar en fyrri
daginn meðan á dvölinni stóð en eitt
skildi ég ekki: þegar hann kom heim í
hádegismat og allir sestir við borðið
þá var kveikt á útvarpinu, (rás 1) sem
var við hliðina á honum í gluggakist-
unni og var það svo hátt stillt að varla
heyrðist í nokkrum manni jafnvel þó
að Magga og Gísli væru við borðið.
Eftir að fréttirnar voru búnar þá var
hægt að ræða saman. Þetta skildi ég
alls ekki fyrr en ég var sjálfur kom-
inn með fjölskyldu og ætlaði að
hlusta á fréttir í útvarpinu, þá varð
mér oft hugsað til Gunnars og hvern-
ig hann leysti þetta einfalda mál.
Gunnar var félagslyndur maður og
hafði gaman af að vera innan um fólk
og skemmta sér, ekki spillti fyrir að
fá sér í aðra tána eða báðar. Gunnar
var frekar lífsglaður að eðlisfari og
alltaf var stutt í hláturinn, hann
reiddist sjaldan, en væri honum mis-
boðið fór það ekkert framhjá neinum.
Gunnar átti nokkra bíla í gegn um
tíðina og voru þeir flestir svotil í
toppstandi. Eina sögu sagði hann
mér af ferðalagi milli Ísafjarðar og
Reykjavíkur, er Moskvitchinn festist
á milli gíra leiðinni og það var ekkert
mál, gírkassinn var tekinn undan og
rifinn í sundur úti í móa og þetta tafði
GUNNAR
KRISTINSSON
✝ Gunnar Kristins-son fæddist í
Hnífsdal 14. júlí
1927. Hann lést í
Kópavogi 7. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hjallakirkju 11. jan-
úar.
ferðina ekki nema um
8-10 klukkutíma, í dag
má varla springa á bíl
þá ætlar allt af göflun-
um að ganga. Gunnar
hafði gaman af útivist
og hreyfingu hverskon-
ar og átti ég þess kost
að fara með honum í
nokkrar gönguferðir
þar sem ekki var hægt
að sjá eða finna á hon-
um að hann væri kom-
inn langt á sjötugs ald-
urinn þegar ferðirnar
voru farnar.Ekki var
verið að kvarta og
kveina jafnvel þó eitthvað alvarlegt
hrjáði hann. Ef eitthvað fór aflaga
hvort heldur var úti eða inni tjaslaði
Gunnar upp á það, þó oft mætti betur
fara það sem gert var og væri hús-
freyjan eitthvað að setja út á frá-
ganginn var svarið einfalt: „Gerðu
þetta þá bara sjálf.“
Já það er ekki lengra síðan en á
gamlárskvöld að Gunnar var hjá okk-
ur í mat að verið var að rifja upp
ferðasögur, svo sem frá fjölskyldu-
ferðunum sem reynt var að halda í
kringum afmæli Gunnars en síðast-
liðið sumar var farið í Bjarkarlund.
Já og alltaf gat hann hlegið að uppá-
tækjum dætra sinna þegar þær
glöddu hann á afmælisdaginn.
Með þessum fáu línum vildi ég
kveðja þennan lífsglaða og nægju-
sama mann.
Magnús Þórsson.
Þegar ég var lítil, þá fannst mér
ofsalega gaman að fara út í Hnífsdal
til afa og ömmu. Amma tók á móti
okkur með kossum og faðmlögum, en
þú sast fyrir framan sjónvarpið og
tottaðir pípu. Ef þú varst ekki með
pípuna í munnvikinu, þá varstu dott-
andi. Hausinn hékk niður á bringu og
svo hrökkstu upp annað slagið. Svo
þegar þú lagðir pípunni fór að bera á
eldspýtum eða tannstönglum í
brjóstvasanum.
Stundum fengum við Eyjólfur að
fara með þér í smá bíltúr í græna
Skodanum. Það var rosalega flottur
bíll. Rúnturinn var frá Fitjateignum
að Skarfaskeri og til baka. Ekki lang-
ur rúntur, en þetta er mér minnis-
stætt.
Þegar ég varð eldri fór ég að fara
með ykkur ömmu, mömmu og pabba
á Þorrablót Hnífsdælinga. Það var
ekki leiðinlegt að sitja og horfa á ykk-
ur ömmu dansa og tjútta á gólfinu.
Við fórum á Flæðareyri árið 2000.
Það var sú besta og skemmtileg-
asta útilega sem ég man eftir að hafa
farið í. Það var svo gott veður og vel
heppnuð skemmtun. Það er enn verið
að tala um hvað þú skemmtir þér vel
á þessari hátíð.
Það var svo síðastliðið sumar að
við fórum í hina árlegu fjölskyldu-
ferð. Það var um miðjan júli sem við
hittumst í Bjarkalundi, eins og svo
oft áður. Þar var ykkur ömmu gefin
þessi „fjölnota flaska“ sem verður
lengi í minnum höfð.
Það var svo fyrir nokkrum árum
að þið amma fluttuð suður. En fóruð
alltaf vestur á sumrin, þar sem þú
varst mestan tímann úti í bílskúr eða
að rækta garðinn og sleikja sólina.
Mikið svakalega fór Hnífsdalur þér
vel.
Þennan síðasta mánuð áttum við
sérstaklega margar og skemmtilegar
stundir. Við fórum til ykkar ömmu í
aðventukaffi. Þar voru borðaðar
smákökur, drukkið kaffi og rifjaðar
upp margar gleðistundir. Aðfanga-
dagskvöldi eyddum við svo saman á
Breiðvanginum. Við borðuðum sam-
an góðan mat og áttum saman ynd-
isleg jól.
Elsku afi, það er með söknuði sem
ég kveð þig í hinsta sinn, og ég bið
Guð að geyma þína góðu sál.
Mér þykir vænt um þig elsku afi
minn.
Elín Björg Þráinsdóttir.
Ég hitti Olgu og
konu mína Sjöfn Guð-
mundsdóttur fyrst
þegar ég var aðeins
nokkurra mánaða
gamall. Sjálfur hef ég
ekki mikil minni af þessum fyrstu
kynnum enda var ég mest fyrir að
sofa í þá daga, dúðaður í barna-
vagninum, fyrir utan heimili mitt á
Kársnesbraut 17. Ástæður fyrir
heimsókn þeirra mæðgna voru
ekki að leita að mannsefni fyrir
Sjöfn. Þær voru að heimsækja
Öldu, systur Olgu, og mann henn-
ar Þorstein sem bjuggu þar á
þessum tíma. Síðan liðu rúmlega
tveir áratugir þangað til ég hitti
Olgu í næsta skipti þegar við hjón-
in vorum byrjuð að draga okkur
saman. Ég hafði á tilfinningunni
að Olgu litist ekkert á mig í þetta
síðara skipti sem við hittumst,
enda var ég kominn úr barnavagn-
inum fyrir alllöngu og hafði breyst
töluvert í útliti. Þetta átti þó eftir
að breytast skjótlega og við Olga
urðum mestu mátar og hún varð
minn vinur til æviloka.
Við hjónin fluttumst búferlum til
Svíþjóðar, stuttu eftir giftinguna,
og bjuggum þar um fimmtán ára
skeið. Olga hafði gaman af að
ferðast og notaði því hvert tæki-
færi til þess að heimsækja okkur.
Hún kom minnst einu sinni á ári
til þess að heilsa uppá fjölskyldu
mína og einnig Hellen Kolbrúnu,
dóttur sína, sem átti heima í öðr-
um landshluta.
Allir hlökkuðu til þegar von var
á ömmu Olgu í heimsókn. Krakk-
arnir höfðu mjög gaman af því að
spila á spil, sem okkur hjónunum
var aftur á móti engin sérstök
skemmtun. Amma var þess vegna
sérstaklega velkomin sem fjórði
spilamaðurinn í krakkahópinn og
ósjaldan var tekið í spilin eftir
kvöldmat. Mér eru ennþá í fersku
minni þessi kvöld, þegar við hjónin
sátum inní stofu yfir leiðinlegu
sjónvarpi og heyrðum hlátrasköllin
frá ,,spilafíflunum“ frammi í eld-
húsi. Sú yngsta af börnunum, Guð-
björg Olga, var alveg sérlega hörð
í spilamennskunni þegar hún var á
aldrinum 4-6 ára. Hennar uppá-
haldsspil var veiðimaður og notaði
hún ömmu sína bókstaflega eins
og spilavél. Amma Olga var ákaf-
lega þolinmóð og spilaði svo marga
slagi við nöfnu sína að minna en
hálfur skammtur af þessu miður
skemmtilega spili hefði getað gert
heilbrigðan mann hálfvitlausan.
Amma Olga hafði gaman af þess-
um barnslega áhuga þeirrar litlu
OLGA
SÓFUSDÓTTIR
GJÖVERAA
✝ Olga SófusdóttirGjöveraa fæddist
á Húsavík 23. júní
1929. Hún lést á
Landspítala í Foss-
vogi 30. desember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
10. janúar.
og ég heyri ennþá fyr-
ir mér innilegan hlát-
ur hennar þegar Guð-
björg Olga reyndi að
telja hana á að spila
,,bara eitt spil enn“.
Við notuðum tæki-
færið, þegar Olga
kom í heimsókn til
okkar, að fara í bæði
stuttar og langar
ferðir með henni inn-
anlands sem utan.
Það koma upp í koll-
inn margar góðar
minningar frá þessum
ferðalögum. Ein stutt
ferð er mér þó minnisstæðust.
Eins og flestir vita, sem þekkja
undirritaðan, er hann haldinn
ólæknandi stangveiðidellu. Um
tíma átti ég lítinn bát sem ég hafði
á vatni og var aðeins spölkorn frá
heimili mínu. Ég vildi endilega fá
Olgu með mér í veiðitúr til að upp-
lifa með mér þá ánægjulegu til-
finningu sem fylgir því að sitja í
bát úti á vatni. Hún var treg í
fyrstu, brá fyrir sig vatnshræðslu
og vildi hvergi fara. Mér tókst
samt að lokum að telja hana á að
fylgja mér með því loforði að ég
skyldi ekki hrinda henni ekki út í
vatnið. Þegar út var komið lét ég
hana hafa veiðistöng en sat sjálfur
með ormadolluna og beitti. Hún
þurfti svo sannarlega á beiting-
armanni að halda því að aldrei hef
ég upplifað aðra eins mokveiði og
þennan dag. Hún fékk fisk í hverju
kasti og ég þurfti að hafa mig all-
an við að losa fiskinn af önglinum
og setja á nýja beitu. Tengdamæð-
ur hafa orðið að þola mörg misjöfn
ummæli um þá óhamingju sem
fylgir þeim. Þetta get ég alls ekki
tekið undir! Og eitt er víst: ,,Þú
varst svo sannarlega engin fiski-
fæla.“
Þessi stutta veiðiferð lýsir Olgu
á margan hátt. Því að þótt hún
væri kvíðin ferðinni í fyrstu þá
herti hún upp hugann og ákvað að
koma með til þess að sjá tilveruna
frá öðru sjónarhorni. Það voru
mörg erfið ferðalög sem lögð voru
á Olgu á lífsleiðinni og margur
maðurinn hefði brotnað undir þeim
þungu byrðum sem á hana voru
lagðar. Þrátt fyrir þetta var hún
mjög glaðlynd og skemmtileg
manneskja. Við Olga vorum alltaf
bestu félagar og brá aldrei skugga
á okkar vináttu. Ég hefði ekki get-
að fengið betri tengdamóður.
Aðfaranótt 30. desember feng-
um við hjónin fregnina um andlát
Olgu. Hún fékk heilablóðfall
nokkrum vikum áður og komst
aldrei til fullrar meðvitundar eftir
það. Við hjónin fórum nývöknuð út
í kalda og tæra vetrarnóttina til að
kveðja hana á dánarbeðnum. Þá
sló mig sú hugsun að einmitt núna
væri Olga loksins vöknuð, teygaði
að sér frískt loft næturinnar og
nyti kyrrðar eilífðarinnar.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Bjarni Helgason.
FYRSTA kvöldið á nýju Alfa-
námskeiði verður fimmtudaginn
17. janúar kl. 19.
Síðan taka við níu fimmtu-
dagskvöld þar sem farið verður í
tilgang lífsins og kristna trú.
Einnig verður farið út úr bænum
eina helgi.
Kennari á námskeiðinu er séra
Magnús Björn Björnsson.
Verð fyrir námskeiðið er kr.
5.000.
Skráning fer fram í Digranes-
kirkju.
Á Alfa geta allir verið virkir
þátttakendur hvort sem þeir
hafa mikla eða litla þekkingu á
kristinni trú.
Fyrsta Alfa-
kvöldið í
Digraneskirkju
Digraneskirkja
6
(
. # '
! $'$ .
! #
(
&
@
1 &9
@
9
% * B
! 1
.
;
$
%
)(
#
*3
% * $"(& % "("
*(" (
3 * 2%) *,! ("
! * !% ("
))* )))*1