Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTLIT er fyrir það að mikill meirihluti hluthafa í Hitaveitu Suð- urnesja hf. samþykki samein- inguna við Bæjarveitur Vest- mannaeyja á hluthafafundi sem boðað hefur verið til. Átta stjórn- armenn samþykktu samrunann þegar hann var til umfjöllunar í stjórn, en þrír töluðu á móti og lýstu þeirri skoðun sinni að kaup- verðið væri of hátt. Fulltrúar allra stærstu hluthaf- anna í Hitaveitu Suðurnesja hf. eru taldir hlynntir samrunanum við Bæjarveitur Vestmannaeyja. Reykjanesbær er langstærsti hlut- hafinn og segir Ellert Eiríksson bæjarstjóri að samstaða sé um að styðja þessa aðgerð. Sama er uppi á teningnum í Grindavík. Forystu- menn Hafnarfjarðarbæjar og Gerðahrepps voru í samninganefnd Hitaveitunnar og munu þeir standa að samrunanum þótt fulltrúi minni- hlutans í Hafnarfirði, Tryggvi Harðarson, hafi ekki samþykkt hann í stjórninni. Ekki er heldur búist við að fulltrúar ríkissjóðs leggist gegn sameiningunni. Hlutabréfin talin verðmætari Fulltrúar Sandgerðisbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps, Jón H. Norðfjörð og Jón Gunnarsson, greiddu atkvæði á móti tillögu um sameiningu í stjórn Hitaveitunnar. Breyta þarf samþykktum Hitaveit- unnar til að kaupin á Bæjarveit- unum geti náð fram að ganga. Þurfa tveir þriðju atkvæðanna að falla saman til slíkra breytinga. Þótt fulltrúar þessara tveggja sveitarfélaga greiddu atkvæði á móti, sem ekki liggur enn ljóst fyr- ir, verður samruninn samt sem áð- ur samþykktur með yfir 91% at- kvæða, ef aðrir hluthafar segja já. Jón Gunnarsson segist ekki vera á móti kaupunum en telji hins veg- ar verðið of hátt sem greiða á fyrir eignirnar í Vestmannaeyjum. Hann vekur athygli á því að bókfært eig- ið fé Bæjarveitna Vestmannaeyja sé aðeins 207 milljónir kr. Fyrir það eigi að geiða 511 milljónir kr. að nafnverði í hlutabréfum í Hita- veitu Suðurnesja. Ljóst sé að mun meiri verðmæti felist í bréfunum, meðal annars vegna varasjóðs sem lagt var í þegar fyrirtækinu var breytt í hlutafélag, og telji margir að gengi þeirra á markaði gæti verið í kringum tvöfalt. Það þýði að Vestmannaeyjabær fái hlutabréf að verðmæti rúmlega milljarð kr. fyrir fyrirtæki sem eigi eignir sem nemi liðlega 200 milljónum umfram skuldir. Hann segir einnig hægt að setja málið upp á annan hátt. Heildarskuldir Bæjarveitnanna nemi um 790 milljónum kr. og yf- irtaki Hitaveitan þær. Með því og verðmæti hlutabréfanna fái eigend- ur Bæjarveitunnar um 1.800 millj- ónir fyrir eignir veitunnar í Eyj- um. „Það finnst mér of hátt,“ segir Jón. „Úr því ákveðið var að fara þá leið að kaupa Bæjarveitur Vest- mannaeyja í stað þess að sameina fyrirtækin, ber mönnum að meta verðmæti eignanna sem á bak við standa, þær þurfa að vera jafn- verðmætar og hlutabréfin sem af- hent eru,“ segir Jón og vekur at- hygli á því að endurskoðendur Hitaveitunnar séu að meta verð- mæti eignanna, í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga. Jón vísar þarna til vinnu KPMG- Endurskoðunar við skýrslu um samrunann. Samkvæmt hluta- félagalögum ber að fá sérfræðinga til að gera slíka skýrslu þegar greitt er fyrir hlutafé með öðru en reiðufé, til þess að tryggja að inn í fyrirtækið komi verðmæti sem svara að minnsta kosti til verð- mætis útgefinna hlutabréfa. Við það mat á meðal annars að taka til- lit til hugsanlegs álags vegna yf- irverðs. Loks segir Jón að við mat á verðmæti Bæjarveitna sé miðað við ársreikning þeirra ársins 2000. Eðlilegra hefði verið að styðjast við nýrri upplýsingar. Stjórnarfulltrúar Vatnsleysu- strandarhrepps og Sandgerðisbæj- ar hafa áður verið í andstöðu við meirihluta stjórnarinnar, meðal annars þegar unnið var að samein- ingu við Rafveitu Hafnarfjarðar. Samkomulag náðist þá um málið. Viðunandi fyrir báða Sigurður Ingvarsson, oddviti Gerðahrepps og formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, segist bera fullt traust til þeirra ráðgjafa sem reiknuðu út verðmæti fyrirtækj- anna. „Ég hef ekki síður trú á að útreikningar þeirra séu réttir en þeirra sem tala á móti þessu,“ seg- ir Sigurður. Hann segir að mik- ilvægt sé að stækka fyrirtækið til að undirbúa það fyrir breytta tíma í orkumálum, þegar raforkusala verði gefin frjáls. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að seint verði fundið hið eina rétta verð við slík- an samruna. Hann segir þó að eftir nokkuð ítarlega skoðun málsins hjá Reykjanesbæ telji menn verðið viðunandi fyrir báða aðila. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fer með atkvæði Hafnarfjarðarkaupstaðar á hlut- hafafundi Hitaveitu Suðurnesja. Hann telur að sameiningin sé skynsamlegt skref fyrir fyrirtækið. Varðandi umræður um verð á fyr- irtækinu segir hann að sérfræð- ingar hafi verið fengnir til að meta verðmæti fyrirtækjanna og það hafi verið til grundvallar samning- um um sameininguna. Þrír stjórnarmenn Hitaveitu Suðurnesja telja kaupverð Bæjarveitna Vestmannaeyja of hátt Stærstu hluthafarnir fylgjandi sameiningu Reykjanes UM 1.300 þátttakendur eru árlega á námskeiðum sem Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum (MSS) efnir til. Auk þess býður miðstöðin upp á lengra nám og eru 60 einstaklingar í háskólanámi hjá henni. Í námskrá fyrir vormisseri sem nú er verið að dreifa í hvert hús á svæðinu er boðið upp á 78 námskeið. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum var stofnuð 1997, sú fyrsta sinnar tegundar og fyrirmynd þeirra sem á eftir hafa komið. Hún hefur einnig verið í fararbroddi þró- unar á þessu sviði. MSS er sjálfs- eignarstofnum sem skólar og aðilar vinnumarkaðarins standa að. Starfsemin byggðist í upphafi á því að halda námskeið fyrir fólk á vinnumarkaði, að sögn Skúla Thor- oddsen forstöðumanns, til að byggja upp persónulega hæfni starfsfólks- ins í þágu atvinnulífsins og þess sjálfs. Í námskrá MSS fyrir vormisseri er boðið upp á 78 námskeið. Þau eru af margvíslegum toga, fjalla meðal annars um stjórnun, persónulega hæfni, fjármál heimilanna, tóm- stundir, tungumál, tölvunotkun og umhverfismál auk ýmissa starfs- tengdra námskeiða fyrir atvinnulíf- ið. Þar fyrir utan eru skipulögð nám- skeið fyrir einstaka hópa eða fyrirtæki og heldur MSS því um 100 námskeið á misseri. Markviss uppbygging Miðstöðin leggur aukna áherslu á samvinnu við atvinnulífið um nám- skeiðahald. Vegna þess kom ráðgjafi til starfa í haust sem fer í fyrirtæki og vinnur þarfagreiningu og notar við það aðferð sem nefnist Markviss og stendur fyrir markvissa upp- byggingu starfsmanna. Felur þetta verkefni í sér að skipuleggja fræðslu, meðal annars með sér- sniðnum námskeiðum, og þjálfun starfsmanna fyrirtækis eða stofnun- ar. Fræðslunni er síðan fylgt eftir og árangur metinn. Skúli segir að þetta sé ný nálgun í endur- og símenntun sem hann telur að muni nýtast atvinnulífinu betur en hefðbundið námskeiðahald. Reynslan sýni að oft sé námskeiðum ekki fylgt nægjanlega eftir í fyrir- tækjunum og þekkingin nýtist því ekki sem skyldi. MSS hefur tekið að sér að annast þýðingu og útgáfu á Markviss-efn- inu og annast þarfagreiningu og ráð- gjöf í nokkrum fyrirtækjum um allt land. Á Suðurnesjum verður í fyrstu unnið að greiningu fræðsluþarfar í tveimur fyrirtækjum, Ný-fiski ehf. í Sandgerði og Keflavíkurverktökum hf. Aukið háskólanám Miðstöð símenntunar hefur verið frumkvöðull í þróun fjarnáms á há- skólastigi í samvinnu við háskóla landsins. Þannig voru 1.116 kennslu- stundir í háskólanámi þar í fyrra, fyrir utan þá kennslu sem fer fram beint á Netinu, og útlit er fyrir að stundirnar verði 1.200 á þessu ári. Um 60 nemendur eru í háskóla- náminu. Um tuttugu og fimm nem- endur eru í fjarnámi í rekstrarfræði, tíu á öðru ári í hjúkrunarfræði og um tuttugu á fyrsta ári í leikskóla- deild, allt við Háskólann á Akureyri. Auk þess eru nokkrir einstaklingar í fjarnámi í íslensku og ferðamála- fræði við Háskóla Íslands. Háskólanámið fer fram í húsnæði gamla barnaskólans í Keflavík þar sem MSS er með skrifstofur sínar. Segir Skúli mikilvægt að nemend- urnir hafi þar sína föstu vinnuað- stöðu og hittist reglulega, það sé ein af forsendunum fyrir því hvað námið gangi vel. „Ég fullyrði að flestir nemendanna, meðal annars allir hjúkrunarfræðinemarnir, hefðu ekki lagt stund á háskólanám ef þessi kostur hefði ekki verið fyrir hendi því að þeir áttu ekki heimangengt,“ segir Skúli. Hann segir að sveitarfélögin hafi sýnt háskólanáminu mikinn áhuga enda sé mikil þörf á að bæta mennt- unarstig íbúanna. Þetta sé mikil- vægur liður í því. Þá hafi fjarnámið fengið viðurkenningu yfirvalda menntamála og aukinn stuðning Al- þingis. Að sögn Skúla er stefnt að því að bjóða upp á fjarkennslu í fiskeldi og öðrum sjávarútvegsgreinum næsta haust. Þá segir hann að áhugi sé hjá miðstöðinni á að hefja kennaranám. Þörfin sé fyrir hendi því að tilfinn- anlegur skortur sé á faglærðum kennurum á svæðinu. Miðstöð símenntunar heldur 100 námskeið og er með 60 háskólanema Áhersla á sér- sniðin námskeið fyrir atvinnulífið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skúli Thoroddsen, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar, í gamla barnaskólahúsinu í Keflavík þar sem miðstöðin hefur skrifstofuaðstöðu. Suðurnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.