Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A www.bi.is – Engar sveiflur milli mánaða – Enginn gluggapóstur – Engir dráttarvextir – Engar biðraðir – Engar áhyggjur Kynntu þér útgjaldareikning HeimilislínuLáttu þér líða vel EKKI verður af fyrirhuguðu úthverfaframboði í Grafarvogi en í stað þess hafa þeir, sem stóðu að hug- myndinni um sérframboð, ákveðið að starfa með D-lista Sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum. Hallgrímur Sigurðsson, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, segir að hugmyndin að sérframboði í Grafar- vogi hafi kviknað eftir að íbúar í hverfinu fóru þess á leit við samtökin að komast til áhrifa varðandi málefni borgarinnar. Á aðalfundi íbúasam- takanna var síðan skorað á Hallgrím sem formann að skoða alla möguleika í framboðsmálum, með það að mark- miði að komast til áhrifa í borgar- stjórn. „Ég er búinn að skoða þetta mál mjög rækilega og ítarlega og hef auð- vitað fylgst með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað, þar sem Frjáls- lyndir og Ólafur F. Magnússon og Samtök um betri borg hafa verið að koma fram með hugmyndir um sér- framboð. Þannig að í okkar huga er sérframboð ekki fýsilegur kostur lengur. Menn meta stöðuna þannig að einfaldlega sé best að taka hönd- um saman við stóru framboðin og reyna að komast til áhrifa í gegnum þessa venjulega flokkspólitík. Niður- staðan hefur orðið sú að ég mun fara í það að starfa með D-listanum, Sjálf- stæðisflokknum, af fullum krafti og stefna á að reyna að komast til ein- hverra áhrifa þar fyrir mína umbjóð- endur, sem eru íbúar í Grafarvogi.“ Margvísleg mál sem brenna á íbúum Grafarvogs Að sögn Hallgríms eru mörg mál í Grafarvogi þess eðlis að brýnnar úr- lausnar sé þörf sem ekki fáist eins og staðan sé í dag. „Það eru sérstök Grafarvogsmál sem brenna á fólki, eins og samgöngumál, fráveitumál, tónskólamál og Korpuskólamál og sanngjörnum kröfum íbúanna er bara ýtt út af borðinu. Þetta eru margvísleg mál þar sem hundruð manna standa að baki með óskir um úrbætur og því er ekki sinnt,“ segir Hallgrímur. Hætt við sérframboð í Grafarvogi í kosningunum í vor Ætla að starfa með Sjálfstæðisflokknum FYRSTI loðnufarmurinn á þessu ári barst í Krossanes í gærdag, er Harpa VE kom þangað með um 800 tonn, sem er nánst fullfermi. Tvö önnur skip Ísfélags Vestmannaeyja er væntanleg með fullfermi í Krossanes, Guðmundur VE nú í morgunsárið með um 900 tonn og Sigurður VE í kvöld eða á morgun með um 1.500 tonn. Á síðasta ári bárust tæplega 46.000 tonn af loðnu í Krossanes, sem er svipað magn og árið 2000. Þá bárust um 4.400 tonn af síld í Krossanes á árinu 2001, sem er mun minna magn en árið áður en þá bárust þangað um 16.000 tonn af síld. Á myndinni eru skipverjar á Hörpu VE á miðunum fyrir austan land í fyrradag. Fyrsti loðnufarm- urinn í Krossanes Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur ekki fengið staðfest tilfelli um inflú- ensu hérlendis það sem af er árinu, og sama var að segja um haustið 2001. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir telur líklegt að inflúensa fari að ber- ast til landsins innan skamms, enda hafi borið á inflúensu í Svíþjóð auk þess sem komið hafi upp staðbundnir faraldrar í Belgíu, Frakklandi og á Spáni. Hann hvetur fólk til að fara vel með sig ef það veikist af inflúensu og fátt sé í raun til ráða að öðru leyti hafi fólk ekki verið bólusett í haust. Einnig eru til lyfjameðferðir handa sjúklingum sem eru veikir fyrir. Hins vegar hafa ekki borist fregnir af því að inflúens- an í nágrannalöndunum sé skæð. Inflúensa gæti komið upp innan skamms ÖKUMAÐUR og farþegi jeppa, sem valt út af Eyrar- bakkavegi við Litla-Hraun í fyrrinótt, voru handteknir og vistaðir í fangageymslu á lög- reglustöðinni á Selfossi enda báðir talsvert ölvaðir og ekki lá fyrir hvor þeirra hefði ekið jeppanum. Mennirnir sluppu ómeiddir úr bílveltunni en jeppinn, sem er nokkuð kominn til ára sinna, skemmdist mikið og er jafnvel talinn ónýtur. Bönkuðu menn- irnir upp á í nálægu húsi á fjórða tímanum og óskuðu að- stoðar. Lögreglan hugðist yfir- heyra þá í gærkvöldi. KARLMAÐUR á þrítugsaldri sem sendi tölvupóst með hótun um að sprengja bandaríska sendiráðið við Laufásveg í loft upp, var handtek- inn í fyrrakvöld. Maðurinn játaði að hafa sent tölvupóstinn. Telst málið að fullu upplýst og hefur honum verið sleppt. Þegar hótunin barst var gæsla við sendiráðið hert en því ástandi var aflétt eftir að maðurinn hafði verið handtekinn. Tölvupósturinn barst sendi- ráðinu fyrir hádegi á þriðjudag. Þar sem um var að ræða hótun gegn sendimönnum erlends ríkis var rannsóknin í höndum embættis ríkislögreglustjóra. Á tölvupóstin- um mátti ráða hver sendandinn var en hann er búsettur á lands- byggðinni, í nokkurri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Hald lagt á tölvubúnað Lögreglumenn frá embættinu komu að heimili hans um kvöld- matarleytið í fyrradag. Var hann handtekinn og húsleit gerð á heim- ili hans. Vegna rannsóknar máls- ins var lagt hald á tölvubúnað á heimili hans. Málið telst að fullu upplýst og verða málsgögn fljót- lega send ríkissaksóknara. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, segir að í tölvupóst- inum hafi verið ákveðnar tenging- ar við hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. og afleiðingar þeirra, en hann vildi ekki tjá sig nánar um innihald tölvupóstsins. Jón bendir á að þó svo ekki standi mikið á bak við þessa hótun hljóti slíkt að leiða til þess að gera þurfi talsverðar ráðstafanir. „Hér er um að ræða grafalvarlegan hlut,“ segir Jón. Ekki sé hægt að meta fyrirfram hversu mikil hætta fylgi slíkum hótunum. Hótaði í tölvupósti að sprengja sendiráð í loft upp STÚLKAN sem lögreglan í Hafnarfirði lýsti fyrst eftir í fyrrakvöld, Berglind Gísladótt- ir, 17 ára, hafði ekki enn gefið sig fram í gærkvöldi. Lögreglan fékk nokkrar ábendingar í gær og ætlaði að grennslast fyrir um hana í nótt á ákveðnum stöðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni höfðu aðstandendur ekki óskað eftir því að björgunarsveitir yrðu kallaðar út til leitar. Berglind strauk frá meðferð- arheimilinu á Stuðlum í Grafar- vogi sl. föstudag. Stúlkan ófundin Hafnarfjörður NETÚTGÁFA danska dag- blaðsins Jyllandsposten greindi frá því að íslenskur piltur og vinur hans hafi verið úrskurðaðir í 11 daga gæslu- varðhald af dómstól í Kaup- mannahöfn. Þar segir að síðdegis á sunnudag hafi herbergisþerna á Hótel Absalon í Kaupmanna- höfn fyllst grunsemdum þegar 16 ára íslenskur piltur bauð henni 500 danskar krónur fyrir að leyfa sér að vera einum inni á herbergi 312 í stundarkorn. Hann sagði þernunni að hann hefði gleymt þar bréfi þegar hann dvaldi í borginni fyrir skömmu. Þegar hún neitaði að leyfa honum að vera einum í herberginu fór hann út og fékk sér að borða ásamt vini sínum. Herbergisþernan hringdi í lögreglu sem handtók piltana þegar þeir komu aftur á hót- elið. Fyrir dómi á mánudag við- urkenndi pilturinn að hafa ver- ið að leita að 100 grömmum af hassi sem kunningi hans hafði falið í rúminu á herberginu. Jyllandsposten getur þess ekki hvort vinur hans, sem einnig var úrskurðaður í gæsluvarð- hald, hafi líka verið íslenskur. Gæsluvarðhaldið þykir óvenju- langt miðað við að um er að ræða 100 grömm af hassi. Ætlaði að leita að hassi í rúminu 16 ára íslenskur piltur í gæslu- varðhaldi í Danmörku Stungið inn eftir bílveltu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.