Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 30. desem- ber sl. birtist bréf frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur umhverfissér- fræðingi undir heitinu „Að horfa í gegnum spegil tímans“. Aðalefni þess er ábending til mannsins um að umgangast náttúruna með gát. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert. En mér virðist að hún hefði mátt fara varlegar í staðhæfingum sínum og líta raunsærri augum á samskipti mannsins við náttúruna. Hún bendir á að elstu ummerki um líf á jörðinni séu 3,8 milljarða ára gömul en hins vegar aðeins 100.000 ár síðan nútímamaðurinn kom fram á sjónarsviðið. Aldur hans á jörðinni er þannig aðeins 0,003% af aldri lífs á jörðinni. Engu að síður staðhæfir hún að aldrei hafi „tilveru lífsins á jörðinni verið jafnmikið ógnað og eftir að maðurinn (Homo sapiens sapiensis) kom fram á sjónarsviðið“. Er þetta nú víst? Þekkjum við svo vel þær ógnir sem lífið á jörðinni kann að hafa gengið í gegnum, og staðist, á fyrstu 99,997 prósentunum af aldri sínum að við getum fullyrt að mestu ógnirnar hafi steðjað að því einmitt á síðustu 0,003 prósentun- um? Er þetta ekki nokkuð óvarleg staðhæfing og illa undirbyggð? Ingibjörg Elsa virðist hugsa sér náttúruna sem kyrrlátt og lítt breytilegt fyrirbæri ef ekki væri maðurinn til að „eyðileggja í fáfræði sinni á einni kvöldstund það sem það tók náttúruna milljónir ára að skapa“. Það er rétt hjá henni að á stuttum tíma geta athafnir mannsins eytt náttúrufyrirbærum sem tekið hefur langan tíma að skapa. En í því efni eru jarðýtur mannsins heldur afkastalitlar borið saman við náttúr- una sjálfa. „Eldflóðið steypist ofan hlíð, undaðar moldir flaka“. Mosi og annar gróður þeirra unduðu molda átti sér oft þúsund ára sögu. Á nokkrum mánuðum urðu eldfjöllin í Vestmannaeyjum tvö í stað þess eina sem verið hafði þar síðustu 6.000 ár- in og nokkrum árum áður hafði ný eyja risið úr sæ í grenndinni á svip- uðum tíma. Skyndilega var steinbogi í Eldgjá, sem verið hafði þar öldum saman, horfinn án þess að manns- höndin kæmi þar nærri. Þúsund ára klettadrangur hverfur í brimlöðrið eina óveðursnótt. Maðurinn er heldur máttlítið nátt- úruafl í samanburði við mörg önnur. Hann gat vikið hraunstraumnum í Vestmannaeyjum smávegis til hliðar með því að kæla kantinn, en aðeins vegna þess að landslagið undir hrauninu var honum hagstætt. Ann- ars hefði það ekki tekist. Og honum var gjörsamlega um megn að stöðva eldána að ósi. Náttúran er fjarri því að vera kyrrstæð. Þvert á móti er hún ekki í „sátt“ við sjálfa sig eitt einasta augnablik. Hún breytir sér og um- byltir ár og síð og alla tíð. Hún rífur niður og byggir upp í senn. Sumar breytingarnar eru svo hægfara að við tökum ekki eftir þeim, en aðrar svo hraðar að þær ofbjóða við- bragðsflýti mannsins. Og allt þar á milli. Sé maðurinn stundum fyrir- hyggjulítill í breytingum sínum hvað má þá segja um náttúruna sjálfa? Hún er blind. JAKOB BJÖRNSSON, Kúrlandi 12, Reykjavík. Hæpnar fullyrðingar Frá Jakobi Björnssyni: FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Vöku verð- ur haldin laugardaginn 19. janúar. Fjölskylduhátíð Vöku var haldin í fyrsta skipti í fyrra og heppnað- ist svo vel að ákveðið hefur ver- ið að endurtaka leikinn í ár. Með því að halda skemmtun í sam- komusalnum á Vetrargörðum gefst íbúum Stúd- entagarða kostur á að koma saman eitt eftirmiðdegi og eiga saman góða stund, kynnast hver öðrum og taka þátt í dagskrá sem ætti að hitta beint í mark hjá smá- fólkinu. Dagskráin hefst kl. 13.00 og má gera ráð fyrir því að hún standi yfir í um tvær klukkustundir. Meðal þess sem boðið verður upp á er and- litsmálun, teiknikeppni, söngur og svo kemur leynigestur. Að auki verða á boðstólnm gos, laugardagsnammi og annað smásnarl fyrir smáfólkið. Vaka hefur í vetur beitt sér mjög fyrir málefnum fjölskyldufólks í HÍ, enda voru þau eitt af þremur stærstu kosningamálum Vöku í síðastliðnum kosningum. Páll Skúlason rektor stofnaði í vetur fjölskyldunefnd Há- skólans að beiðni Vöku og eftir könn- un nefndarinnar hefur komið í ljós að 25% háskólanema eru foreldrar. Ljóst er því að áhersla á málefni for- eldra kemur síst til að minnka innan Háskóla Íslands. Vaka hefur bent á þá staðreynd að ef það er eitthvað sem allir háskóla- stúdentar eiga sameiginlegt, fyrir ut- an það að vera í námi, er það að þeir eru ýmist í þann mund að flytjast að heiman, eða eru fluttir að heiman. Fjölskyldan skipar þannig stóran sess í lífi flestra stúdenta. Það er von Vöku að sem flestir há- skólanemar nýti tækifærið og komi á fjölskylduskemmtun Vöku og eigi þar góða stund. INGA LIND KARLSDÓTTIR, situr í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku. Fjölskylduhátíð Vöku á Stúdentagörðum Frá Ingu Lind Karlsdóttur: Inga Lind Karlsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.