Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er eins og þessi kvikmynd hans Frédric Klapisch sé handrit sem hafi verið verðlaunað í keppni um framtíðarsýn unga fólksins á 21. öld- ina, og hafi verið verðlaunað með því að vera kvikmyndað. Og það verður ekki annað sagt en að framtíðarsýn hans og samstarfsmanna sé furðuleg og líka fyndin. Gamlárskvöld er að renna upp og stutt í að 21. öldin renni upp, og Arth- ur og félagar hans halda geðveikt partí. Arthur er um tvítugt, atvinnu- laus og nennir ekki að pæla í framtíð- inni, þótt félagarnir séu flestir ákveðnir að gera eitthvað nýtt og spennandi. Því er Lucie kærastan hans líka ákveðin í, hún ætlar að verða ólétt þetta kvöld. Arthur vill það ekki en þar sem hann fær að skyggnast inn í framtíðina, er aldrei að vita nema hann skipti um skoðun. Þetta er all-súrrealísk kvikmynd mynd, þar sem mýs og menn geta skoppað milli framtíðar og nútíðar, sem skapar á stundum farsakenndan fíling. Margar hugmyndir handrits- höfunda og leikstjóra um framtíðina eru skemmtilegar og frumlegar. Boð- skap myndarinnar er hinsvegar kom- ið á skila á nokkuð grófan og end- urtekinn hátt auk þess að vera ekki svo nýstárlegur. Málið er s.s að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og ekki dæma fyrir fram eitthvað sem maður veit ekkert um. Að þora að tak- ast á við framtíðina og ábyrgðina sem fylgir fullorðinsárunum. Það er eilífðar kyntákn franskrar kvikmyndagerðar, Belmondo, sem leikur annað aðalhlutverkið, og það er gaman að sjá gamla standa sig vel. Á móti honum leikur Romain Duris sem er einn af betri frönsku ungu leikur- unum og stendur sig vel hér í hlut- verki hins áttavillta Arthurs. Ef til vill er án efa mynd full af skondnum uppákomum og skemmti- legum hugmyndum. Hún hefði þótt mátt vera mun hnitmiðaðri á alla vegu. KVIKMYNDIR Háskólabíó Filmundur/Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri: Cédric Klapisch. Handrit: Santiago Amigorena og Alexis Galmet. Kvikm.t: Philippe Le Sourd. Aðalhlutverk: Jean Paul Belmondo, Romain Duris, Gér- aldine Pailhas og Emanuelle Devos. Frakkland. 98 mín. Warner Bros 1999. PEUT-ETRE / EF TIL VILL Frönsk framtíðarsýn Hildur Loftsdóttir NÝJASTA teiknimyndin úr smiðju Disney-risans er skýrt merki um að tilfinnanlega sé farið að skorta nýjar hugmyndir innan vébanda fyrirtækisins. Þetta forn- fræga brautryðjendafyrirtæki gæðateiknimynda hefur reynslu, fjármagn og tækni til að gera hvað sem er, en er eingöngu að tyggja upp nýjar útgáfur af sömu hug- myndunum, um leið og það færist sífellt nær hinni stöðluðu Holly- wood-spennumynd. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart þar sem ætla má að tölvu- teiknimyndin eigi eftir að gera sterkt tilkall til hinnar gróðavæn- legu hasarmyndagreinar á næstu árum, enda er sá miðill best til þess fallinn að útfæra sífellt stór- kostlegri sprengingar og æsilegri eltingarleiki. Atlantis: Týnda borgin er nokk- urs konar samsuða gamalla og nýrri ævintýra, þar sem ungur eldhugi, sem hlaut fornleifa- áhugann í vöggugjöf frá afa sínum, fylgir sannfæringu sinni og fer að leita hinnar týndu borgar Atlantis. Ferðin reynist hið mesta ævintýri, en í borginni týndu ríkja talsvert önnur lögmál en ofansjávar. Í myndinni er horfið frá hinu hefðbundna söngskotna frásagnar- formi Disney-teiknimyndanna, og persónur eru skarpar og „óbarna- legar“ ef svo má að orði komast. Handritshöfundurinn leikur sér nokkuð með persónusköpun í föru- neyti eldhugans unga, Milo Thacth (leikinn af Michael J. Fox í ensku útgáfunni). Oft er þar hitt á mjög fyndna strengi en sagan í heild er illa samsett moð, sem hefur alvar- legar gloppur. Grunnþema síðustu Disney- teiknimynda, þ.e. átök vestrænnar vísindahyggju og hins andlega og náttúrulega, birtist hér á bjagaðan hátt, í einhvers konar kristals- orkuþema. Oft vantar hreinlega kraftinn í myndirnar, þó svo að til- komumikilar sjónrænar myndir af borginni Atlantis og náttúruafl- anna í kringum hana njóti sín oft vel. Það er vonandi að Disney fari ekki mikið lengra í þá átt sem stefnt er með Atlantis: Týnda borgin. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjórn: Gary Trousdale, Kirk Wise. Handrit: Tab Murphy. Leikraddir: Michael J. Fox, James Garner, Cree Summer, Jim Varney, Corey Burton o.fl. Tónlist: James Newton Howard. Sýningartími: 93 mín. Bandaríkin. Walt Disney Pictures, 2001. ATLANTIS: THE LOST EMPIRE (ATLANTIS: TÝNDA BORGIN) Heiða Jóhannsdóttir Undarleg samsuða ÞAÐ er ekki sérlega aðlaðandi mynd sem Ingólfur Margeirsson dregur upp af íslenskum stjórnmála- mönnum í sjónvarpsleikritinu Fram- boðsmyndir sem sýnt var sl. sunnu- dagskvöld. Þannig er að Lýðræðislegi fram- faraflokkurinn hefur verið stofnaður nú rétt fyrir kosningar, og rétt einsog aðrir, þarf flokkurinn að auglýsa sig og sitt fólk. Þessi litla saga gerist í ljósmyndadeild auglýsingastofu, þar sem forystufólk flokksins hittist í myndatöku. Hinn gamli Valur, og Lýður sem er miðaldra flokksformaður, virðast vera úrköst úr stjórnmálum. Menn sem hafa enga hugsjón, heldur hanga einsog hundar á roði í fyrrverandi völdum, einsog það sé aldrei tími til að hætta. „Að láta drauma sína rætast og fá að framkvæma hugsjónir sínar og stefnu“ þýðir í rauninni bara að verða voldugur og auðugur. Í bak- tjaldamakkinu sem þarna fer fram kemst upp að flest eru þau ekki viss hvað þau vilja og þurfa lítið til að skipta um skoð- un, hvað þá unga poppstjarnan Ari Þór sem veit ekki einu sinni hvað pólitík er. Ég ákveð að giska ekkert á hvort Ingólfur hafi sérstakar fyrirmyndir að persónum. Þær eru þó „skemmti- lega“ íslenskar að mörgu leyti. Þótt margir beri sömu einkenni þessa mið- ur ágæta fólks, þá hef ég nú meiri trú á íslenskum stjórnmálamönnum en svo að þetta sé einkennandi fyrir þá alla. Hér sést varla ljós blettur á fólk- inu, sveita- og meðaljónsmennskan ræður hér ríkjum. Sagan sjálf er lag- leg, fléttan ágæt og margir ágætir punktar sem einkenna samtímann koma fram. Samt er leikritið ekkert sérlega spennandi, það vantar spennu í framvinduna. Ég geri mér grein fyr- ir að aðstæður við leikritaskrif fyrir Sjónvarpið eru takmarkaðar við svæði, og það setur einnig vissar hömlur á leikstjórann, sérstaklega í myndrænni tjáningu sinni. Halli Helgasyni hefur þó tekist að ná fram góðum leik þessara ágætu leikara, en þar fer Kjartan Guðjónsson fremstur meðal jafningja, enda hlutverkið hans húmorískast. SJÓNVARPSLEIKRIT Ríkissjónvarpið Leikstjórn: Hallur Helgason. Handrit: Ing- ólfur Margeirsson. Aðalhlutverk: Jóhann Sigurðarson, Sigurður Hallmarsson, Kjartan Guðjónsson, Halldóra Björns- dóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Þorsteinn Gunnarsson. 36 mín. Sýnt á RÚV 13. jan- úar 2002. FRAMBOÐSMYNDIR Hundar á roði Hildur Loftsdóttir Ingólfur Margeirsson LUCIANO Pavarotti er enn að gera það gott, ef marka má dóm Rodneys Milnes í breska dag- blaðinu Times á mánudag. Tilefni skrifanna er sýning á Toscu eftir Puccini í Covent Garden á föstu- dagskvöldið, þar sem Pavarotti söng hlutverk Cavaradossis. Gagnrýnandinn segir frá því að aðfaranótt fimmtudags hafi móð- ir Pavarottis látist og söngvarinn hafi þurft að fljúga strax heim til Ítalíu en hafi náð til baka fyrir sýningu. Hann segir að varla verði sýningin dæmd af óhlut- drægni í ljósi erfiðra aðstæðna Pavarottis. Þó undrast hann hve vel söngvarinn var á sig kominn og afslappaður og hve fullkominn söngur hans var þrátt fyrir allt. Rodney Milnes segir að það væri móðgandi fyrir jafn greindan mann og Pavarotti að fjalla um hann eins og rödd hans hefði ekkert látið á sjá með aldrinum, en söngvarinn er nú 66 ára. Hann segir að rödd Pavarottis hafi þó ekki glatað nema svolitlu af safa- ríkri hunangsáferð sinni og að hún sé ekki alveg jafn blæ- brigðarík og áður. Engu að síður sé tónmyndun hans fullkomin og tónninn stöðugur sem klettur og hann geti sungið veikasta pianiss- imo af stakri snilld. Hin gömlu góðu einkenni þessa frábæra söngvara séu í grundvall- aratriðum öll enn fyrir hendi, óskeikul hendingamótun og tækni sem fleytir röddinni ljúflega og áreynslulaust yfir samhljóða og frá orði til orðs á algjörlega full- kominn hátt, af miklum þokka og fegurð; Pavarotti njóti enn sinnar einstöku tónlistargáfu. Söngur hans sé enn stórkostlegt undur, þrátt fyrir aldurinn. Pavarotti var gríðarvel tekið í Covent Garden og tilfinn- ingaþrungnum fagnaðarlátum óp- erugesta ætlaði seint að linna. Pavarotti hefur ekki sungið á sviði í London síðan árið 1995. Hann helgaði söng sinn í Toscu minningu móður sinnar, en strax eftir sýningu hélt hann heim til Ítalíu til að vera við útför móður sinnar á sunnudag. Reuters Luciano Pavarotti og Carol Vaness í hlutverkum sínum í Toscu. Myndin var tekin á æfingu í Covent Garden 8. janúar, en sjö ár voru þá liðin frá því að Pavarotti steig á óperusvið í London. Pavarotti er ennþá undur FINNSKA myndlistarkonan Hel- ena Hietanen opnar í dag sýningu í i8 galleríi. Helena sýnir rýmis- tengda skúlptúrinnsetningu gerða úr ljósleiðurum, sem hún kennir við „tækniblúndur“ og sameinar kven- legt tilfinninganæmi hefðbundinna handverkslista og háþróaða tækni nútímans. Verkið er unnið úr ryð- fríu stáli, ljóskösturum með haló- genljósum, glerskífum og ljósleið- urum sem ofnir eru í fíngert mynstur. Hvert mynstur á sinn sér- staka ljósgjafa, sem ferðast um ljós- leiðaraþræðina gegnum litbrigði og hreyfingu glerskífunnar. Þannig vefur listamaðurinn vef sjónrænnar ljóshreyfingar. Hún vinnur jafn- framt verk sín með hliðsjón af rými, og ræðst endanlegt form skúlptúr- innsetninganna því af hæð og gerð rýmisins sem unnið er með hverju sinni. Helena Hietanen er fædd árið 1963. Hún er í hópi þeirra ungu og upprennandi samtímalistamanna frá Finnlandi sem hafa vakið athygli í Evrópu síðastliðin ár. Hún var fulltrúi Finnlands á Feneyjatvíær- ingnum 1997 en árið 2000 hlaut hún ríkisverðlaun Finnlands fyrir list sína. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag og stendur til 2. febrúar. Vefur sjónrænnar ljóshreyfingar í i8 Finnska myndlistarkonan Hel- ena Hietanen sýnir Tækniblúnd- ur í i8 galleríi. Framtíðin er annað land er eftir Þor- vald Gylfason og hefur að geyma nýtt safn 42 ritgerða um efnahagsmál og hagfræði auk inngangs. Þetta er sjötta ritgerðasafn höfundarins. Efni bókarinnar er skipt í sex bálka. Fyrsti bálkur nefn- ist Stjórnmál og saga. Þar er fjallað um framtíð Reykjavíkur, ólíkar lífsskoðanir og stjórnmálastefn- ur, magnlaust al- menningsálit og verzlunarsögu í 60 ár. Annar bálkur ber heitið Fjármál og framleiðni og fjallar um afstöðu manna til eigin fjár og annarra, um ólíkan féþroska þjóða, peninga, verðbólgu, atvinnu- leysi og lífskjör. Þriðji bálkur heitir Krónan og evran. Þar er fjallað um gengi krónunnar og gengisfall og fyr- irkomulag gengismála. Fjórði bálk- urinn heitir Hagvöxtur og menntun. Þar er að finna ýmislegt efni um helztu uppsprettur hagvaxtar um heiminn. Í fimmta kafla, sem heitir Til hafs, er linsunni beint að landi og sjó í samhengi við aðra þætti efnahagslífs- ins, þar á meðal menntamál. Sjötti og síðasti bálkurinn heitir Önnur lönd. Þorvaldur Gylfason er rannsóknar- prófessor í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók- in er 368 bls. kilja og innbundin. Verð: 4.500 kr., kilja 3.500 kr. Hagfræði ÞESSI rómantíska sveitasaga gerist í fallegu smáþorpi á Britt- aníuskaga Frakklands. Tvær ung- ar dömur flytjast þangað frá París og kaupa á uppboði gamalt bar- borð. Það á sér langa og drama- tíska sögu sem stelpurnar kynnast nánar í gegnum fólkið í þorpinu. Sagan nær allt frá 1912 til ársins 1975 og rifjar upp ástir og örlög Marie og Jean sem hafa þekkst alla ævi. Hugmyndin að tengja saman nú- tíma og fortíð með barborðinu – sem er afskaplega frönsk og frek- ar væmin – er alveg upplögð til að segja sögu sem gerist á svo löngum tíma og ná fram þessum sérstaka franska anda, þar sem drykkja gegnir stóru samfélags- legu hlutverki og bregður upp nos- talgískri mynd af sögu Frakk- lands. Það er eins og handritið sé byggt á bók og einstaka kaflar valdir til að segja söguna. Hún er þó heldur sundurleit og tíðindalítil. Því miður. Leikstjórnin mætti vera mun sterkari. Myndin byggist á atriðum sem eiga að vera drama- tísk, fyndin, furðuleg eða upplýs- andi á einn eða annan hátt, en ein- hvern veginn hafa þau öll sama flata og ástríðulausa yfirbragðið. Persónurnar eru heldur ekki sérlega aðlaðandi. Jean er óskap- lega durtslegur og Marie hefði mátt vera mun meira heillandi. Það stakk í augun að sjá fertuga leikara leika skötuhjúin þegar þau áttu að vera rúmlega tvítug og leikstjórinn hefði vel mátt velja yngri eða bara fleiri leikara í hlut- verkin. Áhorfendur eru vanir því. Handrit myndarinnar minnti mig að vissu leyti á íslenskar kvik- myndir. Þar er verið að segja sögu sérstaks samfélags, lýsa einkenn- um þess með skemmtilegum uppá- komum, en því miður er handritið ekki nógu sterkt. Háskólabíó Leikstjóri: Sophie Tatischeff. Handrit: Patrick Dewolf og Tatischeff. Kvikmt: Jean-Claude Larrieu. Aðalhlutverk: Mir- eill Perrier, Christophe Odent, Maurane, Jacques Lapris og Isabelle Habiague. Frakkland. 95 mín. Polygram Film Dist. 1998. LE COMPTOIR / AFGREIÐSLU- BORÐIÐ 1⁄2 Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.