Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 45 ✝ Kristín IngibjörgStefánsdóttir fæddist á Illugastöð- um í Laxárdal í Engi- hlíðarhreppi í A- Húnavatnssýslu 28. júní 1917. Hún lést á Dvalaheimilinu Hlíð 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Æsgerður Þor- láksdóttir og Stefán Bjarnason bóndi. Kristín var ein sex systkina, þau eru öll látin nema Höskuld- ur sem búsettur er á Blönduósi. Kristín giftist 1940 Kristdóri Vigfússyni, d. 2. október 1992. Þau eignuðust sex börn: Gerður, f. 2. janúar 1940, búsett í Kópavogi; Sveinn, f. 27. mars 1943, d. 18. október 2000; Stefán, f. 7. ágúst 1944, búsettur í Þor- lákshöfn; Óli Berg, f. 13. júní 1946, búsett- ur á Akureyri; Gunn- ar, f. 23. janúar 1950, búsettur á Ak- ureyri; og Rúnar, f. 18 júlí 1955, búsettur á Akureyri. Barna- börn Kristínar og Kristdórs eru sautján, en tvö þeirra eru látin. Barnabarnabörnin eru þrettán. Kristín og Krist- dór bjuggu fyrstu ár sín á Þórshöfn en fluttu til Akur- eyrar árið 1945, þar sem hún starfaði sem saumakona auk hús- móðurstarfanna. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson.) Þyri. Elsku amma mín. Ég kveð þig nú með miklum söknuði. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað og að þér líði vel. Það verður skrítið að fara í vinn- una og geta ekki komið við hjá þér og spjallað og þegið rúsínur. En þú áttir alltaf eitthvert góðgæti þegar gesti bar að. Þér leið vel á Hlíð, og þegar ég kom tók ég alltaf eftir því hvað þú varst öðru heimilisfólki þar góður félagi og dugleg að hjálpa þeim. Þú varst frábær saumakona. Þú saumaðir alltaf jólafötin á okkur systurnar þegar við vorum litlar og vorum við alltaf reglulegar fínar. Þú varst sömuleiðis alltaf fín og flott og áttir einnig fallegt heimili þegar þú bjóst í Aðalstræti 7. Þú varst mikill dýravinur og elskaðir öll dýr. Við krakkarnir eigum ekki langt að sækja það. Ég er stolt af því að hafa átt þig fyrir ömmu. Þín verður sárt saknað og minn- ingin um frábæra og einstaka ömmu mun búa í hjörtum okkar alla tíð. Elsku amma, takk fyrir yndisleg- ar samverustundir og frábæra vin- áttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Díana Lind. Elskuleg amma mín, hún Ebba, lést í vikunni sem leið á Dvalar- heimilinu Hlíð. Hún amma mín var yndisleg kona. Hún var mjög sérstök og áhugaverð að umgangast og var ákveðin og greind kona. Ég man eftir mörgum góðum stundum hjá henni í Aðalstræti 7 þegar ég var lítil og hún sagði mér ósjaldan sögur og hló með mér. Henni þótti mjög vænt um átthaga sína og æskudaga og þreyttist sjaldan á að segja mér frá atburðum þeirra tíma. Hún var ávallt góð við mig og bað mig oft um að hlaupa fyrir sig út í Brynju eftir mjólk og gaf mér fyrir ís í leiðinni. Þetta voru miklar ánægjustundir í æsku minni og ég gleymi þeim seint. Þrátt fyrir kæti og gleði átti amma líka til alvarlegheit þegar það átti við og ég sat oft og sagði henni raunir mínar og hún hughreysti mig. Aldrei var heldur langt í gull- hamrana hjá henni og hún hældi mér í hástert, jafnvel þó að mér þætti ég alls ekki eiga það skilið. Amma mín var saumakona, og ég átti mér þann draum þegar ég var yngri að verða saumakona eins og hún. Mér fannst það hreint á undra- verðan hátt hvernig marglitu efnis- strangarnir í saumaherberginu urðu að fínustu kjólum og drögtum. Þar varð til m.a. fermingarkjóllinn minn, sem mér þykir mjög vænt um, mjög fallega saumaður með ótal örfínum hnappagötum, handsaum- uðum af mikilli natni. Vandaður fatasmekkur og áhugi ömmu varð einnig til þess að aldrei var komið að tómum kofunum í fataskápnum hennar, enda var hún ávallt vel til höfð alveg fram á síðustu tíma. Gæska ömmu kom meðal annars fram í því að hún var mikill dýravin- ur. Aðalstræti 7 var ávallt heimili hunda og katta og mikil sorg ef þurfti að láta deyða þau eða ef þau létust af slysförum. Amma vildi taka að sér hvert það dýr sem leið illa eða átti ekki samastað og ekki var sparað í fæði og umönnun þess- ara greyja. Ég man margar þær góðu stundir sem ég hef átt með ömmu undanfar- in ár, einnig eftir að hún fluttist á Hlíð, en þar undi hún vel í góðum fé- lagsskap. Ég man eftir Álftagerð- isbræðrum, sem aldrei voru langt undan og amma gat spilað lögin þeirra endalaust, lyngdi aftur aug- unum og ruggaði sér í takt. Þvílík gleði. Hún fékk heldur aldrei nóg af spilandi jólakortum, dansandi dúkkum og fleiru sem glatt gat augu og eyru okkar. Eins orti hún skemmtilegar vísur sem hún fór með fyrir mig til gamans. Þá var löngum hlegið dátt. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar mikið. Elsku amma mín, ég og bræður mínir, Kristdór og Stefán, óskum þess að Guð gefi að þú megir hvíla í friði en verðir ávallt í huga okkar. Elín Dögg Gunnarsdóttir. KRISTÍN INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR Elsku afi, þá ertu bú- inn að fá hvíldina sem þú varst búinn að þrá svo lengi. Þú varst okkur alltaf eins og afi þó að þú værir óskyldur okkur, og okk- ur þótti svo undur vænt um þig. Það eru ekki allir sem fá að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp með ömmu og afa svo nálægt sér eins og við systur, því frá því að við fæddumst höfðuð þið Unnur amma alltaf búið í sama húsi og við, fyrst í Öldutúni 7 og svo á Álfaskeiði 88 í blokkinni, við á fjórðu hæð og þið á þeirri þriðju. Okkur er mjög minn- isstætt þegar við bjuggum í Öldut- úninu þegar við eldri systurnar trítl- uðum niður á náttkjólunum í morgunmat og þá varstu alltaf búinn að sneiða banana eða appelsínur sykra vel eða útbúa appelsínu með molasykri í miðjunni. Okkur þótti þetta ekki slæmur biti. Fullar af orku lögðum við af stað inn í stofu, BJARNI MARTEINN JÓNSSON ✝ Bjarni MarteinnJónsson fæddist á Hrauni í Sléttuhlíð í Skagafirði 23. júní 1905. Hann lést á sjúkradeild Hrafn- istu í Hafnarfirði að morgni nýársdags, 1. janúar 2002, og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. janúar. pullurnar teknar úr sófasettinu og þar fengum við útrás. Elsku amma var nú ekki alltaf par hrifin þegar hún kom fram og sá hvernig stofan leit út eftir okkur. Frá Álfaskeiðinu er ekki síður margs að minnast, allir göngu- túrarnir með þér, sög- urnar sem þú sagðir okkur frá æsku þinni og uppvaxtarárum. Þú hafðir svo einstakan frásagnarhæfileika. Þegar Heiða byrjaði í fimleikunum þá sýndir þú því mikinn áhuga og kenndir henni að standa á haus og sýndir það með miklum tilþrifum hvernig ætti að bera sig að, eins léstu útbúa jafnvægisslá sem þú settir á milli tveggja stóla og hafðir mikla unun af að þjálfa jafnvægið hjá henni. Árið 1983 fórst þú á Hrafnistu í Hafnarfirði en um svipað leyti flutt- um við á Sunnuveg 10 og Unnur amma flutti til okkar og bjó hjá okk- ur þar til hún lést í nóvember 1990. Eftir að þú fórst á Hrafnistu þá heimsóttir þú okkur með reglulegu millibili, þá baðstu okkur að hitta þig í Kaupfélaginu og ganga með þér síðasta spölinn heim með sælgætis- pokana og vínarbrauðslengjurnar sem þér þótti ómissandi með kaffinu. Ekki má gleyma að minnast á há- karlsdallinn sem alltaf var tekinn fram þegar við komum í heimsókn til þín á Hrafnistu sem við borðuðum úr með bestu lyst og gerum enn. Elsku afi, þú ortir mikið af vísum til okkar við hin ýmsu tækifæri sem við varðveitum vel. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku afi, við þökkum þér fyrir samfylgdina. Megi góður Guð geyma þig. Þínar Sigríður, Heiðrún og Unnur Karlsdætur. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina  (             2 2  !%= !5  .         2      #   ,  ! ,33- $ % " (" 3' ( 5 "   , *(3' ((" 30  %  3' ((" "  3' (           !)!1 4( %   &9@ 7,2&9@   3 38!AA   *     .   0 !  " #  .       5.  #  ,  ! ,33- /      .           .   $   )    5% $#      ,!'& % "  ! ( & % "("1 6     %   '   !      .    .      !        #     & < , @  & < 4  "A ) BC "A 1 7 ) % #     3(" )*!()*  * 5 ( 1  .      ,  , +! )!=CD !5  .  .   /  $      #   ,  ! ,8-- " #     7  .      9, ! ,1-- ! !(" 58 1 6       '   ! $'$.   #       #     9 &9@ 4 5!( A' !1         $!      ! $!:  0   ( ("    8! ("  "8  ( ("       ))* )))*1 5#  %    $4 6 &,&<&7   !*% ' ,) * ' *( "    #   1  ! .       & %      ,0 ! ,,-- 5% $#      30 ("1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.