Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 12
SIGMUNDUR Ernir Rúnars- son hefur verið ráðinn ritstjóri DV en hann hefur gegnt starfi aðstoðarritstjóra blaðsins frá 1. maí á liðnu ári. Þá hefur Óli Björn Kárason, ritstjóri blaðs- ins, tekið við starfi aðalrit- stjóra. Samhliða þessum breyting- um hefur Jónas Haraldsson, aðstoðarritstjóri DV, tekið yfir daglega stjórnun þemadeilda DV, þar með er talið Helgar- blað DV og DV Fókus, auk þess að móta ritstjórnarstefnu DV, m.a. í leiðurum, ásamt Sig- mundi Erni og Óla Birni. Sigmundur Ernir hefur starfað við fjölmiðla í rösklega 20 ár og hóf blaðamannsstörf sín á Vísi, forvera DV. Hann vann um langt árabil við útvarp og sjónvarp, fyrst á Ríkissjón- varpinu en lengst af á Stöð 2. Hann hefur sent frá sér fjölda ritverka og er sjöttu ljóðabókar hans að vænta á þessu ári. Sigmundur Ernir er kvænt- ur Elínu Sveinsdóttur útsend- ingarstjóra og á fimm börn. Sigmundur Ernir Rúnarsson Ráðinn rit- stjóri DV SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði hafnar því með öllu að bæjarsjóður taki þátt í áhættustarfsemi og fram- kvæmdum við norðurbakka Hafnar- fjarðar, með þeim hætti sem endur- speglast í nýgerðum samningi bæjarins við tvö fyrirtæki um upp- byggingu 1.800 manna bryggjuhverf- is, sem á að vera tilbúið árið 2006. Um er að ræða 6-10 milljarða króna fjár- festingu á 65 þúsund fermetra svæði, þar af nýrri landfyllingu á 25 þúsund fm. Samfylkingin mótmælir skipu- lagsbreytingum á svæðinu nema í samvinnu og samstarfi við bæjarbúa og telur framgöngu meirihluta Sjálf- stæðisflokks í bæjarstjórn með mikl- um eindæmum. Þetta var meðal þess sem fram kom á fjölmennum borgarafundi um fyrirhugað bryggjuhverfi, sem Sam- fylkingin efndi til á þriðjudagskvöld. Kom þar fram að mál þetta hefði hvergi verið rætt í nefndum eða ráð- um bæjarins. Að samningnum standa Hafnar- fjarðarbær, Þyrping hf. og J&K eign- arhaldsfélag, sem stofna með sér einkahlutafélagið Norðurbakka. „Allt það sem snertir lykilatriði í skipulagi, undirbúningi, framkvæmd og öðru hefur ekkert verið rætt eða skoðað,“ sagði Lúðvik Geirsson odd- viti minnihluta Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. „Þess vegna er það sér- staklega alvarlegur hlutur, að þrátt fyrir þessa staðreynd er búið að ganga frá samningi um það hvernig menn ætla að standa að þessari fram- kvæmd,“ sagði hann. Hafa hvergi verið rædd í ráðum eða nefndum bæjarins „Það er svo ótrúlegt eins og það er satt, að þessi mál, sem varða eitt stærsta skipulagsverkefni í bæjar- landinu, hafa hvergi verið rædd í nefndum eða ráðum bæjarins. Þau hafa ekki komið inn á borð hjá skipu- lagsnefnd bæjarins fyrr en í morgun [þriðjudagsmorgun] og þá var ekkert hægt að ræða það því það voru engin gögn eða upplýsingar.“ Lúðvík gagnrýndi mjög fjárhags- lega hlið málsins og taldi áætlun bæj- arins um tekjur bæjarins af bryggju- hverfinu „sérkennilegt reiknings- dæmi“. Hann upplýsti að bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar hefðu lagt fram tillögu í bæjarstjórn í síð- ustu viku, um að óháðir aðilar yrðu fengnir til að vinna verðmat á eigum bæjarins á norðurbakkanum. „Tillag- an var felld og rökstuðningur meiri- hlutans var sá að það væri búið að semja um þetta mál og það tæki því ekki að ræða það frekar,“ sagði hann. Útgjöld Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmdanna á norðurbakkanum eru 985 milljónir króna samkvæmt gögnum fjármálastjóra bæjarins. Tekjurnar eru áætlaðar ríflega millj- arður og staðnæmdist Lúðvík sér- staklega við 654 milljónir króna sem áætlaðar eru í tekjur af íbúum svæð- isins. „Þessi tala er áætlaðar skatt- tekjur í útsvari og fasteignagjöldum af þessum íbúum sem væntanlega munu búa þarna á næstu 25 árum. Þannig ætlar bærinn að reikna sér tekjur af þessu svæði til að standa undir stofnkostnaði upp á tæpan milljarð. Það mun m.ö.o. taka bæinn 25 ár að greiða niður kostnað sinn í dæminu. Þetta er náttúrlega alveg furðulegt,“ sagði Lúðvík. „Það er sér- kennilegt reikningsdæmi að bærinn ætli sér ekki að hafa meira út úr þessu en það, að hann ætli að láta standa á sléttu með því að reikna sér 25 ára al- mennar skatttekjur. Þá spyr maður hvort skatttekjur þeirra Hafnfirð- inga, sem búa annars staðar í bænum, eigi að fara næstu 25 árin í að bera uppi almennan rekstur og þjónustu hér í bænum. Skatttekjur íbúa sem munu væntanlega búa í bryggju- hverfinu, fara næstu 25 árin einkum í að greiða kostnað bæjarins við að koma þessari framkvæmd á. Þannig er dæmið lagt fyrir, svo ótrúlega sem það hljómar.“ Byrjað á algjörlega öfugum enda Lúðvík taldi hins vegar alvarlegast hvernig staðið hefði verið að málinu út frá skipulagshliðinni „Hér er byrj- að algjörlega á öfugum enda með því að bærinn skuldbindur sig á allan hátt til að ganga í mikla áhættufjárfest- ingu með öðrum fyrirtækjum og set- ur upp ramma um það hvernig byggð- in eigi að líta út. Forsendur eru gefnar frá upphafi til enda og sagt til málamynda að haldin verði lokuð samkeppni. Gengið er út frá tiltekn- um fjölda bygginga á svæðinu, en for- sögnin fyrir því hvernig bæjarbúar yfirhöfuð sætta sig við að þetta svæði sé byggt upp er hvergi rædd. Hvergi er farið í almenna umræðu hér í bæj- arfélaginu um vilja bæjarbúa.“ Gunnar Svavarsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í skipulagsnefnd bæj- arins, upplýsti á fundinum, eftir fyr- irspurn fundarmanna, að framkvæmdin krefðist breytinga á aðal- og deiliskipulagi og miðað við umfang landfyllingarinnar mætti ætla að hún þyrfti að fara í umhverf- ismat. Lúðvík Geirsson bætti við að enn væri unnt að hafa veruleg áhrif á framgang málsins, þar sem skipu- lagslegi þátturinn yrði að ganga fram samkvæmt lögformlegum reglum sem ekki væri hægt að ganga á svig við. „Þótt menn séu búnir að ganga frá samningi og stofna hlutafélag og þannig binda hendur sínar, þá er ekki búið að afgreiða endanlega skipulag þessa svæðis. Úr því sem komið er mun ekki vinnast tími til þess fyrir komandi kosningar.“ „Það vekur auðvitað furðu að bæj- aryfirvöld skuli keyra málið áfram, án þess að sjá sóma sinn í því að kynna bæjarbúum það, hvorki á upphafs- stigi, né heldur nú þegar málið er komið í þennan farveg.“ Glannaskapur að fara svona af stað með málið Fundarmenn vildu vita hvaða áhrif framkvæmdin hefði á höfnina, og hvort þau hefðu verið könnuð. Þá var spurt hvort og hvernig uppfyllingarn- ar þyldu jarðskjálfta og hvort gert væri ráð fyrir tímabundinni lokun gatna í nýja hverfinu vegna sjávar- gangs á líkan hátt og lokun Vestur- götu í Hafnarfirði. Frá einum fund- armanna, Eyjólfi Sæmundssyni, fyrrum formanni hafnarstjórnar Hafnarfjarðar, kom ábending um að líkur væru fyrir því að kverkin þar sem uppfyllingin á að koma, magnaði áhrif ölduhreyfinga og væru fyrirsjá- anlegar kostnaðarsamar ráðstafanir þar að lútandi. Þá væri þykkt lag af fínkornaðri leðju í Hafnarfirði, sem rannsóknir hefðu sýnt að næði inn í nýju Hvaleyrarhöfnina og því hefði þurft að hafa hafnargarðinn um ein- um metra hærri en ella til að reikna með sigi. Spurning væri hvort leðjan næði einnig inn á fyrirhugað fram- kvæmdasvæði. Taldi hann glanna- skap að fara af stað með málið með því að skrifa undir samning án þess að vita fyrir víst hvaða ráðstafanir þyrfti að gera gagnvart þeim byggingum sem eiga að rísa á svæðinu. Fundarmenn vildu einnig vita hvernig á því gæti staðið að skipu- lagsnefnd hefði ekkert vitað af málinu og væri jafnilla upplýst og raun ber vitni. Svör voru á þá leið að nefndin hefði rekist fyrir tilviljun á málið í september án þess að það hefði komið til formlegrar umfjöllunar fyrr en síð- astliðinn þriðjudag. Þá vildu fundarmenn vita hvaða leiðir væru fyrir Hafnarfjarðarbæ til að bakka út úr samningnum og sá Lúðvík Geirsson aðeins eina leið. „Hún er sú að forsendur samningsins gangi ekki upp, þ.e. að skipulags- og bæjaryfirvöld samþykki ekki skipu- lagslíkanið. Ég fæ ekki séð við fyrstu sýn, að bæjarfélagið eigi aðrar leiðir út úr þessu máli.“ Samfylkingin deilir á framgöngu meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Hafnar þátttöku bæjar- sjóðs í áhættustarfsemi Samfylkingin í Hafnarfirði deilir á meirihluta í bæjarstjórn vegna fyrirhugaðs bryggjuhverfis við norðurbakka, ekki síst þar sem skipulagsnefnd fékk málið fyrst til umfjöllunar fyrir tveim dögum. Örlygur Steinn Sigurjónsson reifar sjónarmið sem komu fram á borgarafundi um málið á þriðjudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðurbakkamálið er hitamál í Hafnarfirði og var Álfafell í íþróttahús- inu við Strandgötu fullt út úr dyrum á borgarafundinum. orsi@mbl.is FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir í samtali við Morg- unblaðið, að engin ástæða hafi verið til að láta skipulagsnefnd fjalla um norðurbakkamálið fyrr en samn- ingur við J&K eignarhaldsfélag og Þyrpingu hf. hafi verið í höfn og ekkert óeðlilegt hafi verið við þá ráðstöfun. Allt frá 1998 hafi verið hugmyndir um að hefja uppbygg- ingu á norðurbakka, t.d. að setja hluta svæðisins undir íbúabyggð og menningartengda starfsemi og reynt yrði að fá Listaháskóla Íslands í hverfið. Eftir að ljóst varð að listaháskól- anum yrði ekki valinn staður þar, hafi málið verið sett í annan farveg og ákveðið að hefja uppbyggingu bryggjuhverfis. Eftir bæjarráðsfund í ágúst sl. var bæjarstjóra falið að hefja viðræður við aðila sem ættu eignir á norðurbakka til að ná sam- komulagi um uppbyggingu þar. Út- koman varð umræddur samningur sem undirritaður var í desember. „Nú er kominn grunnur að því að taka málið heildstætt fyrir, enda liggur samningur fyrir og þá er fyrst ástæða til að fara með málið inn í þær fagnefndir sem þurfa að fjalla um það, skipulagsnefnd og bæjarráð,“ segir Magnús. „Það var ekkert óeðlilegt við að skipulags- nefnd fengi málið til umfjöllunar eft- ir að samningurinn var undirrit- aður, því það var engin ástæða til að fara af stað með eitt eða neitt fyrr en samningurinn var í höfn. Nú hefst hið eiginlega skipulagsferli með þeirri faglegu vinnu sem þarf að eiga sér stað.“ Aðspurður um gagnrýni um að bærinn hafi skuldbundið sig með samningnum áður en skipulags- nefnd fékk málið, segir Magnús að bærinn hafi ekki skuldbundið sig á neinn hátt. „Það er ákveðið sam- komulag um að bærinn fari út í ákveðna uppbygginu og það er tekið fram í samningnum að verði kostn- aður of mikill þarf bærinn ekki að standa undir framkvæmdum nema fyrir liggi samkomulag um það af hálfu samningsaðila.“ Hann telur umræðuna um málið hafa verið mikla, þvert á gagnrýni Samfylkingarinnar. „Það hefur sýnt sig í fjölmiðlum að umræðan er heil- mikil. Ég hef aldrei vitað til þess að hægt sé að ræða sérstaklega um samninga á annan hátt en við höfum gert.“ Um burðargetu svæðisins og þau álitamál, sem varða áhrif ölduhreyf- inga og fleira, sem velt var upp á borgarafundinum, vekur Magnús at- hygli á því að deiliskipulagsferillinn sé ekki hafinn. „Þegar liggur fyrir með hvaða hætti við munum standa að verkefninu verður unnið að öllum þeim rannsóknum sem eðlilegt er að þurfi að fara fram á svæðinu.“ Magnús segir að bæjarbúum verði kynntar allar þær hugmyndir að uppbyggingu svæðisins þegar þær eru orðnar raunhæfar en ekkert sé hægt að sýna á þessu stigi, því „hönnunarvinna fyrir svæðið er ekki einu sinni hafin,“ segir hann. Magnús vísar á bug þeirri gagn- rýni að íbúar í Hafnarfirði utan bryggjuhverfisins greiði kostnað við rekstur og þjónustu bæjarfélagsins á meðan skatttekjur væntanlegra íbúa norðurbakka fari í að standa undir kostnaði við bryggjuhverfið. Hann segir að 20% af skatttekjunum fari í að standa undir kostnaði en 80% af þeim tekjum sem bæjar- félagið fái af íbúum bryggjuhverf- isins fari til samneyslunnar. Bæjarstjóri segir ástæðulaust að láta skipulagsnefnd fjalla um málið fyrr SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir ekki þörf á að hækka refsirammann vegna fíkniefnabrota þrátt fyrir að á mánudag hafi maður verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot en með því er refsi- rammi fyrir slík brot fullnýttur. Á síðasta ári var refsiramminn hækkaður úr tíu í tólf ára fangelsi. Rökin voru m.a. þau að dómstólar hefðu nánast nýtt refsimörk að fullu. Aðspurð sagðist Sólveig ekki sjá forsendur fyrir að hækka refsimörkin enn frekar í ljósi fyrrgreinds dóms. „Við verðum að gæta að því að hér er um að ræða héraðsdóm sem líklegt er að komi til kasta Hæstaréttar. Það verður að fara varlega í að draga víð- tækar ályktanir af niðurstöðunni. Mín skoðun er sú að með nýgerðum breyt- ingum sem varða alvarlegustu fíkni- efnabrotin sé refsiramminn nægilega víður. Við verðum að líta til þess að 12 ára fangelsi er þung refsing sem ætti aðeins að koma til greina fyrir afar al- varleg brot og ég sé ekki forsendur nú til að leggja til enn frekari víkkun refsirammans,“ sagði hún. „Við verðum líka að hafa í huga að gæta verður samræmis í refsingum. Það er óheppilegt að refsingar fyrir eina tegund afbrota séu úr takti við viðurlagakerfið í heild sinni. Sumir gagnrýndu lagabreytinguna [hækkun refsirammans] á þeim forsendum en ég hef ekki talið þá gagnrýni á rökum reista enda mun rýmri refsirammi fyrir ýmis afbrot, svo sem morð, land- ráð, rán, nauðganir og alvarlegar lík- amsárásir. Þessi sjónarmið settu því vissulega skorður fyrir því hversu langt er hægt að ganga.“ Forsendur fyrir hækk- un ekki fyrir hendi Dómsmálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.