Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 31
EFNISSKIPTING á þessum tón-
leikum var fremur óvenjuleg: þrjú
verk fyrir píanódúó til jafns við 11
sönglög og aríur.
En hví ekki?
Hvorugt féll illa
að öðru, og fjöl-
breytnin varð
óneitanlega meiri
en á velflestum
hreinum píanó-
eða einsöngstón-
leikum. Minna
mætti á venjur
fyrri tíma, þar
sem öllu gat ægt saman, sinfóníum,
einsöng, hópsöng, píanósónötum og
jafnvel spuna af fingrum fram – á
einum og sömu tónleikum. Auk þess
eru píanódúó hvarvetna fáheyrð í nú-
tíma tónleikahaldi, og hlustendum
því alltaf kærkomin tilbreyting að
þeim.
Tónleikaskrá kvöldsins var rausn-
arleg á söngtextabirtingu, bæði á
frummáli og í þýðingu, en að sama
skapi nauðspör á allar aðrar upplýs-
ingar um verk og höfunda. Jafnvel á
ártöl, sem segja hlustendum oftast
margfalt meira en prentpláss þeirra
útheimtir. „1865“ við Valsa Brahms
hefði t.d. opinberað, að hið 32 ára
tónskáld var þá nýflutt til Vínar og
komið í kynni við ungversku síg-
aunatónlistina (sem hann og flestir
aðrir héldu þá að væri ekta ungversk
þjóðlög). Og ýmislegt fleira. En með
því að ábyrgð þess arna stendur öðr-
um nær en undirrituðum skal látið
nægja að nefna, að píanósamleikur
Jónasar Ingimundarsonar og Helgu
Bryndísar Magnúsdóttur var í einu
orði sagt frábær.
Það er sjaldan sem hápunktur
næst þegar í byrjun tónleika, en hvað
píanódúóin varðar, stóð frammistaða
þeirra tvímenninga í fyrsta atriði –
16 mislöng og -hröð lög í valstakti,
stundum samtengd með „attacca“ – í
mínum huga upp úr Schumann og
Milhaud á eftir. A.m.k. að nákvæmni
ef ekki að innlifun. Vel má vera að
valsarnir hafi verið spiltæknilega
viðráðanlegri en hitt, en á móti vó
bersögult gegnsæi ritháttar, sem
með réttu hefði átt að afhjúpa óhjá-
kvæmilegan skort á áralangri sam-
vinnu. Á honum bar þó nánast hvergi
í margslungnum meðförum þeirra
félaga á þessum yndislegu smáverk-
um, sem fengu að njóta sín að fullu í
sérlega samstilltum tvíleik; fersk,
ljóðræn, tregablendin, gáskafull og
ofurlítið tryllt á víxl.
Fyrir hlé söng Hanna Dóra
Sturludóttir fimm lauflétt frönsk ást-
arlög – Chanson d’Avril (Bizet), Je te
veux (Satie), Chanson de Printemps
(Gounod), Le Chemins de l’Amour
(Poulenc) og Après un rêve (Fauré)
af þokka, þó að röddin hefði mátt
vera þéttari og nær brjósttónasviði
fyrir þessi lög sem standa nærri
dægurlaginu, einkum hinn kunni
Parísarvals Poulencs um vegi ástar-
innar. Í gimsteinaaríunni úr „Faust“
(Gounod) tókst söngkonunni þó dá-
vel að túlka sjálfsdaður Marguerite
og uppskar hlýjustu undirtektir fyr-
ir.
Andante og tilbrigði Roberts
Schumann í B-dúr Op. 46 var greini-
lega skrifað fyrir tvö píanó frekar en
fjórhent á eitt hljómborð, þar eð
„Imo“ og „2do“ voru iðulega á sama
tónsviði og skiptust að auki meira á
sviðsljósi en hjá Brahms. Verkið var
og kröfuharðara í samleik en vals-
arnir, og heyrðist það endrum og
eins á misúfnu samræmi í hrynjanda,
þó að heildin byði af sér góðan
þokka.
Hanna Dóra hélt léttu ljóðrænu
ástarsöngvalínunni áfram í óperuar-
íum sínum í seinni hluta og skilaði
bitastæðustu túlkun í Oh, del mio
amato ben (Donaudy), Sole e amore
(Puccini(?)) og sérstaklega í kveðju-
aríu Mímíar úr „La Bohème“,
D’onde lieta uscì, sem framkallaði
mikið klapp og bravóköll. Allt flutt af
sviðsvönu öryggi við lýtalausan und-
irleik Jónasar.
Píanódúó þeirra Helgu Bryndísar
lauk prentaðri dagskrá með sí-
ferskum skelminum hans Daríusar
Milhauds, hinum þríþætta Scara-
mouche, sem kemur hlustanda ávallt
í gott skap. Svo var og nú, þótt
reyndar gengi ýmislegt á í útþáttun-
um. Hins vegar var hvorugur þeirra
ýkja viðkvæmur fyrir smá óná-
kvæmni og göslaragangi, enda nán-
ast spegilmyndir af iðandi suðrænu
götulífi. Gilti það bæði um Vif (I.),
e.k. Parísar-„allt í grænum sjó“, og
skröltandi súðvæða samban í Brazil-
eira (III.). Miðþátturinn var bæði
stilltari að blæ og samstilltari í flutn-
ingi, og náði tvíleikurinn þar eftir-
minnilegum dreymandi „delíkötum“
söngáhrifum fram úr Bösendorfer-
og Steinway-slaghörpum hússins. Að
leik loknum var Hanna Dóra klöppuð
upp í Þú eina hjartans yndið mitt,
með Helgu Bryndísi við píanóið.
TÓNLIST
Salurinn
Píanódúó eftir Brahms (16 valsar Op.
39), Schumann (Andante und Var-
iationen í B Op. 46) og Milhaud
(Scaramouche). Sönglög og óperuaríur
eftir Bizet, Satie, Guonod, Poulenc,
Fauré, Donaudy, Donizetti, Verdi & Pucc-
ini. Hanna Dóra Sturludóttir sópran;
Helga Bryndís Magnúsdóttir og Jónas
Ingimundarson, píanó. Mánudaginn 14.
desember kl. 20.
EINSÖNGS- OG PÍANÓTÓNLEIKAR Ljóðrænt, suðrænt
og seiðandi
Ríkarður Ö. Pálsson
Hanna Dóra
Sturludóttir
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni