Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Aðrir útsölustaðir:  Top Shop, Lækjargötu  Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Faxafeni  Snyrtiv.d. Hagkaups Kringlunni, Smáralind, Skeifunni, Spönginni og Akureyri  Libia, Göngugötu Mjódd.  Silfurtorg, Ísafirði. www.hardcandy.com Keflavík sími 421 1422 Við höfum öll plön um hluti sem við viljum fá út út lífinu. En hvernig getum við nálgast þá? Með því að hafa góðann grunn. Þú veist að þú hefur góðann grunn þegar þú getur örugg byggt á hann. Hvort sem þú byggir hús, líf þitt eða útlit. Góður grunnur er farði sem er léttur en hylur vel, jafnar út misfellur í húðinni og helst náttúrulegur jafnvel í björtustu ljósum. Þú færð náttúrulegt útlit sem endist allan daginn. Það er eithvað sem þú getur byggt á. Þess vegna kynnir HARD CANDY, HINT TINT og PEACE POWDER Hint Tint SPF 15 Léttur farði Við eyðum of miklum tíma í að komast að því hver við erum til að fara að fela það aftur. Notaður Hint Tint og jafnaðu hlutina bara að- eins út. Þessi náttúrulegi létti farði nærir húðina og verndar með SPF 15 og UVA /UVB vörn. Og hafðu ekki áhyggjur, leyndarmálin eru vel falin með Hint TInt. Peace Powder Púður farði Þessi pressaði púðurfarði er eins og silki viðkomu. Hann skilur húð- ina eftir mjúka en ekki þurr púðraða og hylur það sem þarf að hylja. Með Peace Powder fær húðin þín fallegt náttúrulegt útlit, Peace Powder má notast eitt og sér eða yfir Hint Tint. Kynning fimmtud. 17. jan. og föstud. 18. jan. 15 % kynningarafsláttur AÐ SJÁLFSÖGÐU á Akureyri að verða hluti af Evrópusam- bandinu. Með því tæki gildi sú almenna regla ESB, að ákvarðaðnir eru teknar sem næst þeim sem eiga að fara eftir þeim, ákvörðunar- taka á að vera á lægsta mögulega stjórnsýslu- stigi eins og það er orð- að. Akureyri gæti hafið sókn á hendur ríkis- valdinu í Reykjavík um að fá opinber verkefni í sínar hendur, og ekki aðeins verkefnin eins og vill brenna við hjá núverandi ríkisstjórn, heldur líka tekjustofna til þess að standa undir þeim. Valdið yrði flutt heim í hérað í stærri stíl en við höfum átt að venj- ast. Möguleikar okkar til þess að hafa áhrif á samfélagsþróunina mundu stóraukast þar með. Evrópusambandið er tækifæri fyrir Akureyri. Tengslin við önnur lönd skipta meginmáli fyrir bæinn og hafa gert frá upphafi. Akureyri er að taka út samskonar þroska og margir evópskir iðnaðarbæir og -borgir hafa gert; verslun, þjónusta og nýjar atvinnugreinar taka við af stóriðnaði. Ný fyrirtæki, skólar, rannsóknarstofur, heilbrigðisgeirinn og öll starfandi fyrirtæki þurfa á hin- um stóra heimamarkaði ESB að halda og munu líða fyrir þá jaðar- stöðu sem við nú höfum. Akureyri þarf á evrunni að halda, þarf sterkan gjaldmiðil og samkeppnishæfa vexti. Í Evrópusambandinu er rekin eig- inleg byggðastefna, þar er unnið gegn byggðahruni ef einurð og oft með ráð- um sem duga, eins og gerst hefur á Írlandi. Það eru hagsmunir Ak- ureyrar að uppbygg- ingarsjóðir ESB fái að láta til sín taka á Ís- landi. Með því að vera meira og minna undir lög ESB seld höfum við Íslendingar fengið ýmsar réttarbætur, sér í lagi hvað varðar vernd almennings gagnvart misbeitingu ríkisvalds og sinnuleysi stjórn- valda, einnig markaðs- valdi fyrirtækja. Við njótum aftur á móti ekki lægra vöruverðs, stöðugra verðlags, lægri vaxta og sterkari gjaldmiðils, sem við fengjum við inn- göngu í ESB. Enn alvarlegra er að við höfum of lítið að segja um það hvernig þau lög eru, sem hér gilda, eins og við í Samfylkingunni höfum oft bent á. Aukaaðild okkar að ESB vegna þátttöku í EFTA og samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæð- ið tryggir Íslandi álíka mikið full- veldi og amti í Danmörku. Það er engin framtíð í EFTA, klúbbi hinna ríku landa sem aðeins vilja njóta hagsældarinnar af Evrópusamrun- anum, en skjóta sér undan sam- ábyrgðinni þegar svo ber undir. Ýmsir hafa fundið hjá sér þörf til þess að tala opinberlega gegn þeim hagsmunum Akureyrar að Ísland verði aðildarríki Evrópusambands- ins. Dapurlegt var að horfa upp á þá Steingrím J. Sigfússon og Tómas Inga Olrich í sjónvarpsþætti um ár- ið, þegar þeir féllust í faðma og lýstu tortryggni sinni og ótta vegna ESB. Akureyri þarf ekki á slíkri leiðsögn að halda. Það verður að velja og hafna, þor- um við að standa með hagsmunum Akureyrar eða eigum við að láta ótta íhaldssamra stjórnmálaafla ráða ferðinni? Við megum ekki láta and- stæðinga ESB eyðileggja tækifærin fyrir okkur hér á Akureyri. Akureyri í Evr- ópusambandið Þorlákur Axel Jónsson Höfundur er kennari við Mennta- skólann á Akureyri. Evrópumál Við megum ekki láta andstæðinga ESB, segir Þorlákur Axel Jónsson, eyðileggja tækifærin fyrir okkur hér á Akureyri. VIÐ afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Kópa- vogs fyrir árið 2002 sést glöggt hversu mikla áherslu meiri- hlutinn í bæjarstjórn leggur á áframhald- andi uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að til íþrótta- og æsku- lýðsmála fari um 650 milljónir. Fjölnota knatthús í Kópavogsdal Stærstu verk á fram- kvæmdaáætlun fyrir þetta ár er bygging fjölnota knatt- spyrnuhúss við Smárann. Hún er nú þegar hafin og verður tekin í notkun á þessu ári. Tilkoma hússins mun gjörbreyta aðstöðu til iðkunar knattspyrnu hér á höfuðborgar- svæðinu. Einnig mun knatthúsið koma nemendum Smáraskóla til góða sem og nemendum annarra grunnskóla í bænum. Gert er ráð fyrir að samið verði við íþróttafélög- in um rekstur hússins. Það er í þeim anda sem mótaður hefur verið í bæj- arstjórn Kópavogs og góð samstaða hefur verið um. En það hefur verið stefna bæjarins að fela íþróttafélög- unum að annast rekstur stærstu mannvirkjanna sem þau eru helstu notendur að. Bygging íþróttamið- stöðvar í Salahverfi er hafin og gerir fjárhags- áætlun ráð fyrir að til þeirrar framkvæmdar fari 350 milljónir. Íþróttamiðstöðin samanstendur af stórum íþróttasal, tveimur sundlaugum og æfingaaðstöðu ut- anhúss fyrir knatt- spyrnu og frjálsar íþróttir. Íþróttasalur- inn verður þriðjungi stærri en Smárinn. Íþróttafélagið Gerpla mun fá einn þriðja af salnum fyrir starfsemi sína og verður sá hluti sérútbúinn fyrir fimleika. Í hinum hluta salarins verða keppnisvellir fyrir handbolta og körfubolta. Þarna munu verða tvær sundlaug- ar. Útilaug sem verður 25 metrar að lengd og innilaug sem verður 17 metra löng. Jafnframt verður bún- ingsaðstaða fyrir útisvæði sem ætl- að er til íþróttaiðkunar og liggur að íþróttamiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að taka sundlaugina og líkamsrækt- arstöðina í notkun fyrri hluta árs 2003 og íþróttasalinn haustið 2003. Tilkoma íþróttamiðstöðvarinnar mun hafa miklar breytingar í för með sér. Aðstaða Gerplu mun verða allt önnur og sundkennsla í bænum mun breytast til batnaðar. Aðstaða til sundkennslu í bænum er í raun komin í þrot því nemendum á grunn- skólaaldri hefur fjölgað mikið á und- anförnum árum. Einnig hefur leng- ing skólaársins haft þau áhrif að ekki er hægt að kenna sund að sumri til eins og gert hefur verið í sumum skólum undanfarin ár. Með þessum breytingum mun álagið á Sundlaug Kópavogs minnka til muna. Vegna mikilla vinsælda Sund- laugar Kópavogs, þar sem hvert að- sóknarmetið eftir annað hefur verið slegið, var orðið mjög brýnt að hefja byggingu annarrar sundlaugar. Aukin uppbygging hjá HK Fyrir utan þær framkvæmdir sem ég hef nefnt hér á undan er gert ráð fyrir uppbyggingu á félagssvæði HK í Fossvogsdal fyrir 34 milljónir. Þar mun verða byggður malarvöllur og félagsaðstaða bætt. Uppbygging íþrótta- mannvirkja í Kópavogi Gunnsteinn Sigurðsson Sveitarstjórnarmál Tilkoma íþróttamið- stöðvarinnar, segir Gunnsteinn Sigurðsson, mun hafa miklar breyt- ingar í för með sér. Höfundur er 1. varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Kópavogi. REKSTRARUMHVERFI sjúkra- þjálfunarstofa er óvenjulegt miðað við fyrirtæki á almennum markaði. Sjúkraþjálfarar eru bundnir samn- ingi við Tryggingastofnun ríkisins (TR) og hafa ekki leyfi til að verð- leggja þjónustu sína eftir þörfum. Nú er svo komið að sjúkraþjálfurum er gert afar erfitt að starfa í þessari at- vinnugrein með því að TR meinar þeim um hækkun á taxta í samræmi við verðlags- og launa- þróun síðastliðinna missera. Þegar farið hefur ver- ið fram á hækkun á taxta við TR hafa svörin verið á einn veg, útgjöld vegna sjúkraþjálfunar hafa hækkað of mikið og því ekkert svigrúm til taxtahækkunar. En í hverju hefur sú kostnaðaraukning fal- ist? 1) Þeir þjóðfélags- hópar sem mest þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, þ.e aldraðir, öryrkjar og fötluð börn, fara ört stækkandi. 2) Fólk er útskrifað miklu fyrr af sjúkrahúsum en var, auk flutnings fatlaðra af stofnunum yfir á sambýli, og sjúkraþjálfun sem áður fór fram á sjúkrahúsunum hefur því flust yfir á stofur sjúkraþjálfara. 3) Sífellt fleiri einstaklingum er vís- að til sjúkraþjálfara, yngri læknar þekkja betur getu sjúkraþjálfara og líta á sjúkraþjálfun sem góðan valkost í meðferð sjúklings. 4) Árangur meðferðar hefur spurst út, bæði meðal lækna og almennings. Af þessu er ljóst að aukin útgjöld TR vegna sjúkraþjálfunar eru fyrst og fremst vegna fjölgunar þeirra sem vísað er til sjúkraþjálfara og aukinnar meðferðarþyngdar þeirra, en ekki vegna þess að greiðsla fyrir hverja meðferð hafi hækkað svo nokkru nemi. Sjúkraþjálfarar hafa nú í meira en heilt ár reynt að fá fram taxta- hækkun sem renna mætti stoðum undir rekstur þeirra, en án árangurs og nú er þol- inmæði sjúkraþjálfara á þrotum. Það er ein- faldlega ekki hægt lengur að halda úti rekstri á taxta sem er einungis 78% af raun- gildi þess taxta sem var í gildi árið 1995. Tilboð TR hafa hing- að til verið algjörlega óviðunandi og duga hvergi til að leiðrétta þá slagsíðu sem fram er komin í rekstri og launakjörum sjúkraþjálf- ara. Leiðrétt gjaldskrá Svo má brýna deigt járn að bíti, og nú er svo komið að semjist ekki á næstu vikum munu sjúkraþjálfarar ekki sjá sér annað fært en að leiðrétta gjaldskrá sína einhliða. Það mun valda því að skjólstæðingar þeirra þurfa að inna af hendi heildargreiðslu fyrir meðferð sína og síðan sjálfir að leita réttar síns hjá TR. Árið 2000 þáðu ríflega 24.000 manns þjónustu sjúkraþjálfara með samning við TR. Stór hluti þeirra er aldraðir, öryrkjar og fötluð börn. Þessi nýi háttur mun óneitanlega valda þeim óþægindum og óhagræði, og jafnvel gæti farið svo að einhverjir sæju sér ekki fært að sækja þá þjón- ustu sem þeir þurfa. Slíkt hefur í för með sér í mörgum tilfellum aukinn lyfjakostnað, umönnun og jafnvel inn- lagnir á stofnanir og sjúkrahús. Sjúkraþjálfun er ódýr kostur í með- ferð og endurhæfingu sjúklings og sparar stórar upphæðir annars stað- ar. Ætli ráðamönnum brygði ekki í brún ef þeir sæju kostnaðinn sem af því hlytist ef þessi þjónusta legðist af, eins og ætla mætti að væri vilji þeirra sem ráða samningamálum hjá TR? Verður endurhæfing 24 þús- und Íslendinga í uppnámi? Höfundur er sjúkraþjálfari og for- maður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara (FSSS), Sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfun er ódýr kostur, segir Unnur Pétursdóttir, í meðferð og endurhæfingu sjúk- lings og sparar stórar upphæðir annars staðar. Unnur Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.