Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jón GunnarHallgrímsson
fæddist í Reykjavík
15. janúar 1924.
Hann lést á lungna-
deild Landspítala,
Vífilsstöðum 9. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Hallgrímur
Bachmann, raf-
virkjameistari og
ljósameistari í Iðnó
og Þjóðleikhúsinu, f.
4. júlí 1897, d. 1. des.
1969, og Guðrún
Jónsdóttir Bach-
mann, kjólameistari og húsfreyja,
f. 24. nóv. 1890, d. 16. apríl 1983.
Jón var þriðja barn þeirra hjóna
en tvíburar sem elstir voru létust
báðir á barnsaldri. Önnur systkini
Jóns eru: Halla Bachmann, f.
1925, d. 1994, Helgi Bachmann, f.
1930, Helga Bachmann, f. 1931,
og Hanna Bachmann, f. 1935.
Jón kvæntist 10. sept. 1949 Þór-
dísi Þorvaldsdóttur, fyrrv. borg-
arbókaverði og yfirbókaverði
Norræna hússins í Reykjavík, f. 1.
jan. 1928. Foreldrar hennar voru
hjónin Þorvaldur Þorsteinsson,
skipstjóri í Hrísey, f. 19. sept.
1887, d. 27. mars 1928, og Lára
Pálsdóttir, f. 20. feb. 1901, d. 11.
sept 1985. Börn Jóns og Þórdísar
eru: 1) Þorvaldur, skurðlæknir við
Landspítalann, f. 14. nóv. 1951,
brjóstholsskurðlækningum sem
undirsérgrein 1971. Hann fékk
lækningaleyfi í Svíþjóð 1961 og
sérfræðileyfi í almennum og
brjóstholsskurðlækningum 1979.
Að loknu sérnámi fór hann í ýms-
ar námsdvalir og sótti námskeið í
sérgreinum sínum austan hafs og
vestan, auk reglulegrar þátttöku í
ráðstefnum og þingum. Hann
starfaði á Slysavarðstofu Reykja-
víkur 1962–63, við fæðingardeild
Landspítalans 1964–66 og á hand-
lækningadeild Landspítalans
1966–1977. Hann starfaði jafn-
framt við leitarstöð Krabbameins-
félagsins 1963–67, var heimilis-
læknir í Reykjavík 1962–66 og
sjálfstætt starfandi sérfræðingur í
skurðlækningum í Reykjavík
1962–77. Hann starfaði síðan á
brjóstholsskurðdeild Háskóla-
sjúkrahússins í Lundi 1977–79 og
á skurðlækningadeildum ýmissa
sjúkrahúsa í Svíþjóð 1980–82. Frá
1982 starfaði hann við afleysingar
skurðlækna við sjúkrahús í Sví-
þjóð og ýmis landsbyggðarsjúkra-
hús á Íslandi.
Jón varð dr. med. frá Háskóla
Íslands 1978. Auk doktorsritgerð-
arinnar skrifaði hann fjölda
greina í vísindatímarit hér á landi
og erlendis. Hann var ritari Ís-
landsdeildar International Coll-
ege of Surgeons frá stofnun og í
nokkur ár, kjörinn stofnfélagi í
The European Association for
Cardio-Thoracic Surgery 1987 og
kjörinn félagi í Vísindafélagi Ís-
lendinga 1991.
Útför Jóns fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
kvæntur Aðalbjörgu
Þórðardóttur, graf-
ískum hönnuði, 2)
Guðrún, verkefnis-
stjóri við Háskóla Ís-
lands, f. 5. okt. 1953,
gift Leifi Haukssyni,
dagskrárgerðar-
manni við RÚV, 3)
Gunnar Þór, bifreið-
arstjóri í Reykjavík, f.
26. júní 1960, 4) Sig-
rún Lára, grunn-
skólakennari í
Reykjavík, f. 11. okt.
1963, gift Birni Lár-
ussyni, hdl., fulltrúa
sýslumannsins á Patreksfirði, 5)
Sveinn, f. 19. ág. 1966, d. 6. des.
1966. Barnabörn Jóns og Þórdísar
eru tíu og barnabarnabarn eitt.
Jón lauk gagnfræðaprófi frá
Ingimarsskólanum í Reykjavík
1942 og varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1947. Hann
hóf nám í læknisfræði við Háskóla
Íslands 1947 og lauk kandidats-
prófi 1954. Að loknu kandidats-
námi við sjúkrahúsin í Reykjavík
og ameríska sjúkrahúsið á Kefla-
víkurflugvelli fékk hann lækn-
ingaleyfi hér á landi 1956. Hann
var héraðslæknir í Laugaráslækn-
ishéraði 1956–57 og stundaði síð-
an sérnám í skurðlækningum í
Svíþjóð 1957–1962. Hann fékk
sérfræðileyfi í almennum skurð-
lækningum hér á landi 1962 og í
Ég var heppin. Ég lenti hjá góðu
fólki. Síðustu daga hef ég verið að
ferðast um í því stóra safni minninga
sem hefur orðið til á þeim rúmlega
þrjátíu árum sem ég hef átt Jón G.
Hallgrímsson fyrir tengdaföður. Þau
kynni mótuðu líf mitt og ég er þakk-
lát fyrir þær minningar sem ég er
skilin eftir með.
Jón ólst upp á Óðinsgötunni við
venjulegar aðstæður þeirra tíma
eins og hann sjálfur orðaði það. Það
þýddi soðning í flest mál, þröng og
saggasöm húsakynni og mikil vinnu-
skylda frá unga aldri. Hann þurfti að
brjótast til mennta eins og margir á
þeim tíma, bókstaflega muldi grjót í
Öskjuhlíðinni í Bretavinnu, samhliða
skólagöngu. Hann var ekki trúaður á
sama hátt og sumt af hans fólki. Þess
í stað valdi hann sér læknisfræði sem
sinn vettvang.
Ég man vel mína fyrstu heimsókn
í Stigahlíðina, þar sem tengdafor-
eldrar mínir hafa lengstum búið. Sól-
in flæddi inn um stóra gluggana, ilm-
inn af sunnudagssteikinni lagði um
stofuna, og á móti mér kom maður,
glæsilegur eins og kvikmyndaleik-
ari, og kynnti sig sem Jón G. Hall-
grímsson. Tengdamóður mína hafði
ég áður hitt og vissi að hún fór ná-
lægt því að vera gáfaðasta kona á Ís-
landi. Ég var því mállaus af tauga-
óstyrk og kom varla niður matarbita.
Umræðurnar yfir matnum geystust
af stað og tekist var á um allt milli
himins og jarðar af mikilli alvöru, allt
frá stöðuveitingum til strengjakvar-
tetta, stórmálum til smámála. Og
þegar hér var komið sögu vorum við
bara nýbúin með forréttinn. Þetta
voru umræður hins hugsandi og
hlustandi manns sem lifði lífinu af
mikilli alvöru. Þannig fannst mér
Jón vera. Rólegur, kurteis og ákaf-
lega háttvís maður. Hann þoldi ekki
leikaraskap og reyndi aldrei að beina
athyglinni að eigin persónu í sam-
skiptum. Hann fylgdi einhvers konar
innri sannfæringu, hvað sem á gekk,
þótt það aflaði honum ekki alltaf vin-
sælda. Ég var boðin velkomin í þess-
ar umræður og lærði smám saman
að leggja orð í belg.
Ég lærði að meta boxíþróttina og
skammast út í lýðskrumara. Ég
lærði að njóta góðra rauðvína en
belgja mig ekki út á bjór þar til
virknin í bragðlaukunum var horfin.
Ég lærði að hlusta á Jussi Björling
og lesa góða reyfara þótt tengda-
mömmu þætti á stundum lítið til
bókavalsins koma hjá okkur. Ég man
eftir helgarheimsóknum Jóns til
okkar meðan við bjuggum í Hälsing-
borg í Svíþjóð og hann var að vinna í
Hässleholm. Þá fór hann með okkur
yfir til Helsingör og fyllti hvern
plastpokann af öðrum af dýrðlegum
mat og drykk og á heimleiðinni var
drukkið staup af Jägermeister á
Sundsbátunum. Þá skein sólin um
allt Sundið. Ég man eftir ferðum
með Jóni í fataverslanir, þar sem
flíkum var snúið við til að athuga efn-
ið og fráganginn á saumaskapnum,
enda sonur kjólameistara á ferð. Allt
þurfti að vera unnið af alúð og vand-
virkni. Ég man eftir Jóni, óstyrkum
en ákaflega stoltum, verja doktors-
ritgerð sína í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands 1978. Það var ekki fyrr en
löngu seinna, er maðurinn minn
gerði slíkt hið sama eftir veru í út-
ungunarstöð doktorsefna við Há-
skólann í Lundi, að ég gerði mér
grein fyrir hversu mikið þrekvirki
Jón hafði unnið við þær aðstæður
sem honum buðust hér. Í þessu, eins
og svo mörgu öðru, naut hann að-
stoðar konu sinnar og þeirrar að-
stoðar naut hann fram á síðustu
stund. Ég man eftir að hafa orðið
þunglynd í kjölfar fæðingar fyrsta
barns míns. Á þeim árum var slík líð-
an ekki í almennri umræðu og
skammaðist ég mín mjög fyrir van-
líðan mína.
Þá fékk ég hjálp hjá tengdaföður
mínum á þennan lágstemmda og
áreynslulausa hátt sem aðeins þeir
sem hafa innsýn í sálir fólks geta
veitt, og skömminni var af mér létt
með því að horft var fullkomlega
fram hjá henni.
Ég lærði margt. Ég lærði að hægt
er að spinna gullþráð þótt ekkert
heyrist í rokknum. En nú er mál að
linni. Ég veit þér finnst löngu komið
nóg, Jón Gunnar Hallgrímsson, orð-
inn ókyrr og farinn að toga í buxna-
skálmarnar og fóturinn á tengda-
mömmu sveiflast upp og niður af
óþolinmæði, því hún þarf að komast
að með sína skoðun. Þannig mun ég
geyma minninguna. Far þú í friði og
hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Aðalbjörg Þórðardóttir.
Það er um aldarfjórðungur frá því
ég kynntist Jóni. Ég vildi gera hann
að tengdaföður mínum í framtíðinni
og mér var náttúrulega mikið í mun
að koma vel fyrir. Mér lærðist það
fljótt að hér var ekki maður sem
hafði áhuga á að eyða tímanum í inn-
antómt hjal. Samtöl við hann snerust
um það sem máli skipti, hvert sem
umræðuefnið var. Jón hafði sínar
skoðanir en ef þær fóru ekki saman
við manns eigin var hann ekkert að
hafa fyrir því að hækka róminn, það
var ekki hans stíll. Það einkenndi
hann þetta rólega fas og alvarlega
yfirbragð.
Árin liðu og tíminn markaði spor
sín á mig, en ég varð æ sannfærðari
um að þarna væri maður sem virtist
hafa svindlað á tímanum því ein-
hvern veginn fannst mér hann ekk-
ert eldast.
Þegar ég hugsa til baka held ég að
honum hafi stundum fundist ég full
léttstígur í lífinu, tæki því ekki alveg
nógu alvarlega, en ég held hann hafi
fyrirgefið mér það. Ég vona líka að
hann hafi fyrirgefið mér það að láta
hann bíða í aldarfjórðung eftir því að
ég innsiglaði samband mitt við dótt-
urina á lögformlegan hátt. Nokkuð
langur tími fyrir mann sem vildi hafa
hlutina í réttum skorðum.
Það skjóta margar myndir upp
kollinum þegar ég lít til baka, en sú
mynd sem birtist mér oftast er af
Jóni að taka á móti barnabörnunum í
Stigahlíðinni. Þá kom hlýr glampi í
augun og þetta kankvísa bros sem
fylgdu þeirri seremóníu sem börnin
höfðu einkarétt á. Því börn þurfa líka
að læra hvernig á að bera sig rétt að.
Þegar þau komu í heimsókn komust
þau ekki upp með neitt „hæ, afi“.
Ónei. „Komdu sæll og blessaður“ –
og handaband að auki, almennilegt
handaband. Þetta er skemmtileg
mynd og hana ætla ég að geyma. Þau
voru varla farin að standa í fæturna
þegar þau lærðu þetta.
Það kostar líka átak að standa á
eigin fótum í lífinu og þá er betra að
grunnurinn sé góður. Þetta vissi Jón
og alltaf innti hann eftir því hvernig
börnunum vegnaði, hvernig þeim
liði. Var heilsufarið gott? Hvernig
gekk í skólanum? Alltaf skyldi hann
koma að því aftur, gildi menntunar
og góðrar heilsu. Að rækta það sem
máli skiptir í lífinu. Og það viðhorf vil
ég tengja myndinni af tengdaföður
mínum.
Leifur Hauksson.
Hann Jón stóri bróðir minn er dá-
inn eftir langa og harða baráttu. Þótt
dauðinn sé hið eina örugga í lífi okk-
ar kemur hann okkur alltaf að óvör-
um, hrifsar okkur út úr erli hvunn-
dagsins og fyllir huga okkar
ljúfsárum minningum og sorg. Í
fyrstu minningu minni um Jón bróð-
ur er hann farinn að heiman, hefur
fengið sérherbergi úti í bæ. Að flytj-
ast vestur yfir Læk var á þessum
tíma ígildi þess að flytjast í aðra
sveit. Það eitt gerði Jón framandi og
um leið spennandi og öðruvísi en
okkur hin systkinin, sem kúrðum
saman í kojunum á Óðinsgötunni.
Jón varð meira eins og tíður og kær-
kominn gestur og ég sé hann fyrir
mér ungan og glæsilegan nemanda í
menntaskóla, ég var reyndar fullviss
um að hann væri fallegasti maður í
heiminum, svona svarthærður og
brúneygður, grannur og kvikur. Ég
var svo montin af Jóni þegar hans
var von heim með stúdentshúfuna
sína að ég hafði búið til pappastjörnu
með stöfunum KS sem ég hafði stillt
upp við diskinn hans og áttu auðvitað
að merkja kæri stúdent. Mér brá því
heldur í brún þegar hann mætti með
þessa líka glæsilegu ungu stúlku sem
settist strax við píanettuna og spilaði
af fingrum fram af mikilli snilld. Ég
rauk til og faldi stjörnuna, þorði ekki
að láta stúlkuna, sem reyndist vera
dúxinn á stúdentsprófi og verðandi
mágkona mín, sjá þennan heimilis-
iðnað minn.
Jón hafði snemma yndi af sígildri
tónlist, hann hafði sjálfur góða rödd
og naut þess að syngja og þá ekki
síst við píanóundirleik Þórdísar konu
sinnar eftir að hún kom inn í líf hans.
Móður okkar var það mikið kapps-
mál að synirnir hennar tveir sem
náðu fullorðinsaldri öfluðu sér góðr-
ar menntunar og á sinn hljóðlega
hátt var gladdist hún mjög þegar
Jón ákvað að verða læknir. Og há-
punkturinn á ferli hans var vissulega
sú hátíðlega stund þegar hann varði
doktorsritgerð sína við Háskóla Ís-
lands.
Jón tók starf sitt sem læknir mjög
alvarlega og helgaði því líf sitt og er
mér kunnugt um að hann naut mikils
trausts sjúklinga sinna og var þeim
einstaklega umhyggjusamur og ljúf-
ur. Læknismenntunin krafðist
langra dvala í útlöndum, svo langur
tími leið oft á milli þess sem Jón og
fjölskylda hans dvaldi á Íslandi. Þá
tók Jón oft að sér verkefni í öðrum
löndum svo og utan Reykjavíkur og
var því minna meðal okkar en annars
hefði orðið. Fyrir rúmum sex árum
kom Halla systir okkar heim frá
Rússlandi til að deyja heima. Þá tóku
þau Þórdís og Jón hana inn á heimili
sitt, þar sem hún naut góðrar að-
hlynningar allt þar til ekki varð leng-
ur komist hjá því að hún færi á
sjúkrahús.
Að leiðarlokum, vertu kært
kvaddur stóri bróðir, ég þakka þér
viðkynninguna og þegar söknuður-
inn fer að dvína, megi þá minningin
um þig vekja gleði í hjörtum Þórdís-
ar og afkomenda ykkar.
Hanna.
Kveðja frá
stúdentsárgangi MR 1947
Enn er höggvið skarð í árgang
okkar, og var þó ærið fyrir, en fallin
eru frá 20 af 72 samstúdentum við
skólauppsögn hinn 16. júní 1947. Jón
Gunnar Hallgrímsson var einn af
átta læknum árgangsins, og er nú
helmingur þeirra fallinn í valinn.
Víst er sárt til þess að vita, að honum
skyldi ekki lengri lífdaga auðið og
hann skuli hafa orðið að heyja langt
og erfitt dauðastríð af völdum sjúk-
dóms á því sviði, sem hann varði
starfsævi sinni til að berjast á móti.
Jón hafði ungur tekið sér nokkurn
tíma til að átta sig á lífsbraut sinni.
Hann var því þremur árum eldri en
árgangurinn almennt og tók gagn-
fræðanám sitt ári fyrr, en hélt síðan
áfram í Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga (Ágústarskóla). Hann kom því
ekki saman við árganginn fyrr en í
hópi 16 nemenda úr fjórða bekk þess
skóla yfir í fimmta bekk Menntaskól-
ans og var félagi okkar síðustu tvö
árin til stúdentsprófs. Misjafnt er að
sjálfsögðu, hve nánum böndum fólk
tengist á því stigi fullmótunar, þegar
nánustu vináttubönd hafa oftast ver-
ið hnýtt á yngri árum. Jón var þá
þegar óvenjulega sjálfnógur og
fremur einrænn og því seintekinn,
en síðan prúður, vandaður og góð-
gjarn, þegar inn fyrir var komið.
Hann batt þó innan árgangsins þau
tengsl, er nánust verða, þegar Þór-
dís og hann felldu hugi saman og
bundust tryggðaböndum til ævi-
göngu.
Áform Jóns um námsbraut og
starfsferil hljóta að hafa verið mótuð
af alvöru og festu, þar sem hann tók
fyrstu einkunn bæði á stúdentsprófi
og kandidatsprófi frá læknadeild
Háskólans, og hélt síðan áfram að
viða að sér þekkingu og starfs-
reynslu, og náði það ferli hámarki
með doktorsprófi árið 1978. Varð
hann þar með annar tveggja
læknanna og árgangsins alls til að
taka þá gráðu, og hefur þó innan
hans verið að finna gott úrval fræða-
fólks. Ég leyfi mér þá getgátu, að
Jón hafi fundið fyrir læknisgenum
og fylgt fordæmi forföður síns Hall-
gríms Bachmanns læknis, sem
braust til mennta við örðug skilyrði á
ofanverðri átjándu öld, en hann var
tengdasonur Skúla landfógeta og
þar með svili Bjarna Pálssonar land-
læknis, „rausnarmaður, skörulegur
og harðfengur“ að sögn Ísl. ævi-
skráa. Fullorðinn komst ég að því, að
við Jón erum sjömenningar, af ætt
sem ég læt mér annt um og kalla
gjarnan Bjarnaætt, frá Bjarna Berg-
steinssyni í Skildinganesi, en nafnið
hefur haldist í minni grein hennar.
Er hún afar fjölskrúðug af lista- og
fræðafólki, og þá ekki síst Þorbjarn-
argreinin, sem Jón er af, og er þar
meira mannval í leiklist, tónlist, rit-
list og fræðimennsku en fái ég talið í
kveðjuorðum sem þessum. Getur
fólki með slíkt genasafn reynst örð-
ugt að fóta sig á þröngt markaðri
mannlífssyllu.
Gjarnan leggur fólk mælikvarða
félagslífs og mannfagnaðar við sam-
ferðamenn sína á lífsleiðinni. Jón
gekk ekki gustmikill um þá garða, og
hefur varla hugnast allur sá glaum-
ur, sem slíku vill fylgja. Hann var
ætíð til prýðis á palli, hvarvetna sem
hann kom, og Þórdís dugði okkur
hvað best í undirleik með gleðisöng.
Við þökkum þeim hjartanlega alla
samfylgdina, og ekki síður þótt
meira hefði mátt vera af henni.
Heimilið í faðmi fjölskyldunnar var
höfuðvígi Jóns, og yndi unaðsstunda
mest við hlýlegt hjal og leiki barna
og barnabarna. Þórdísar og þeirra
allra er líka missirinn mestur, og
sendum við þeim og öðrum aðstand-
endum innilegustu samúðarkveðjur
stúdentsárgangsins frá MR 1947.
Megi minning Jóns vera í heiðri
höfð.
Bjarni Bragi Jónsson.
JÓN G.
HALLGRÍMSSON
2 (
&9
&
:&& % * ;
(!%
,- !
.
$
,0 !
,1--
& . $
)
& %) * 1"("
1& 3 %("
& ("
+ 31& $"("
! 1& (" "8&1& % "
"
1& ,!& ("
% 8!% 1& (" $", * !
))* )))*1