Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 37 Einstök þægindi og eðlileg, geislandi áferð heimsækið www.lancome.com LOKSINS FÁANLEGUR Á NÝ, FARÐI FYRIR ÞURRA HÚÐ FRÁ Ráðgjafar frá verða í verslunum okkar í dag, föstudag, og laugardag og ráðleggja um val á snyrtivörum. Kringlunni - Smáralind - Laugavegi 533 4533 - 554 3960 - 511 4533 Hydra Zen krem 15 ml Hydra Zen augnkrem 5 ml Eau De Bienfait Clarté hreinsivatn 50 ml Brilliant Magnétic varalitur Color Focus augnskuggi Aroma Calm ilmur 15 ml Aroma Calm krem 15 ml Verðmæti kaupauka 5.000 kr. PHOTOGÉNIC ULTRA CONFORT Light-Reflecting Makeup - SPF 12 - Dry Skin NÝTT Einstök þægindi fyrir þurra húð. Formúlan, sem inniheldur apríkósuolíu og C vítamín, nærir húðina og tryggir henni ómæld þægindi og fallega áferð. TRÚÐU Á FEGURÐ GLÆSILEGIR KAUPAUKAR T.D. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina. Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat og leika golf á góðum golfvöllum? Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á þrjár 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Brottfarir eru 22. febrúar og 26. apríl.  Verð í brottför 22. febrúar er kr. 141.700 á mann í tvíbýli.*  Verð í brottför 26. apríl er kr. 145.800 á mann í tvíbýli.*  Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 15.000. Fararstjóri: Sigurður Pétursson, golfkennari. Innifalið í verði er flug, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði, 8 vallargjöld og skoðunarferð til Kariouan. *Að viðbættum flugvallarsköttum. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. G LF í Túnis SKORTUR á heimil- islæknum er orðinn við- varandi vandamál á Ís- landi. Landsbyggðin hefur hingað til verið sá vettvangur þar sem þetta vandamál hefur brunnið hvað heitast á íbúunum. Nú er svo komið að vandamálið hefur færst til höfuð- borgarinnar sem hing- að til hefur getað mannað heimilislækna- stöður án vandkvæða. Fyrir aðeins tveimur árum sóttu margir um hverja heimilislækna- stöðu, sem auglýst var á höfðuborgarsvæðinu, en í dag þykir gott ef einhver leggur inn umsókn. Nýlega sagði heilsugæslustöðin í Mjódd upp 900 Kópavogsbúum sem þá urðu án heimilislæknis. Í Morg- unblaðsviðtali við stjórnarmann í stjórn heilsugæslunnar í Kópavogi á þeim tíma var ekki annað að heyra en að þetta yrði leyst með byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Í Mbl. 12. janúar sl. er viðtal við Höllu Halldórsdóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi þar sem fram kemur að samþykkt hafi verið í bæjarstjórn til- mæli til ráðherra heilbrigðis- og fjár- mála að byggja þriðju heilsugæslu- stöðina í Kópavogi. Fram kemur í viðtalinu að ástæðan fyrir þessari samþykkt væri mikill heimilislækna- skortur í Kópavogi. Það er skelfilegt að verða vitni að málflutningi eins og fram kemur í umræddri grein. Hvað leysir steinsteyptur kassi þar sem á stendur Heilsugæslustöð þegar starfskrafta vantar? Það leysir eng- an vanda að byggja fleiri heilsu- gæslustöðvar þegar enga heimilis- lækna er að fá að ógleymdum skorti á hjúkrunarfræðingum. Þeir fáu heimilislæknar sem hafa sótt um stöður á höfðuðborgarsvæð- inu undanfarin ár hafa oftar en ekki komið af landsbyggðinni, þannig hef- ur vandinn aukist í læknishéruðum landsins sem er þó nægur fyrir. Eng- inn hefur orðið ríkari á að færa aur- ana sína úr hægri vasanum í þann vinstri, það sama gildir um heimilis- lækna, þeim fjölgar ekki þó að byggðar verði fleiri heilsugæslu- stöðvar. Vottorðamálið Gleði heimilislækna yfir nýju ári með nýjum fyrirheitum hvarf skyndilega þegar í ljós kom að heil- brigðisráðherra hafði í skjóli nætur sett umdeilda reglugerð. Reglugerð- in kvað á um hækkun komugjalda á heilsugæslustöðvar, greiðslur fyrir vottorð skuli renna til heilsugæslu- stöðva í stað lækna áður og niðurfell- ingu 10% sjóðsins. Sjóður þessi var sérstaklega ætlaður starfsfólki heilsugæslustöðva til endurmennt- unar og til tækjakaupa. Ekki var haft fyrir því að láta okkur heimilis- lækna vita af þessum breytingum á starfs- kjörum okkar heldur ljósvakar notaðir í þeim tilgangi. Ekki er komin niðurstaða í þetta mál en þó er einsýnt að hér sé á ferðinni kjararýrn- un fyrir heimilislækna. Þetta útspil heilbrigðis- ráðherra kemur á við- kvæmum tímum sér- staklega í ljósi þess að heimilislæknar hafa beðið óþreyjufullir eftir kjarabótum í formi úr- skurðar Kjaranefndar í á annað ár. Úrskurður sá mun skera úr um það fyrir allmarga heimilislækna hvort það sé þess virði að halda störfum áfram á þessum vettvangi eða snúa sér að einhverri annarri sérgrein, eins og dæmin sanna að alltof margir heimilislæknar hafi gert síðustu ár. Reglugerð heilbrigðisráðherra hefur því fyrir marga heimilislækna verið dropinn sem fyllti mælinn og er því Kjaranefnd mikill vandi á höndum eigi hún að bjarga því sem bjargað verður. Heimilislæknaskortur á Íslandi Framkoma heilbrigðisráðherra í garð heimilislækna er alvarlegur hlutur í ljósi þeirra aðstæðna, sem ríkt hafa hér á landi um árabil. Heil- brigðisráðherra var mjög kátur í haust er í ljós kom að um 20 læknar voru í sérnámi í heimilislækningum, hérlendis og erlendis. Ég samgleðst ráðherranum hvað þetta varðar en í ljósi þess að um 70 heimilislækna vantar á öllu landinu í dag dugar þetta skammt. Spyrja má hvaðan tal- an 70 komi? Jú, sagt hefur verið að um 30 sérfræðinga í heimilislækning- um vanti á höfuðborgarsvæðið til að anna eftirspurn og er það síst van- metið. Af 85 stöðum á landsbyggð- inni er um helmingur setinn sérfræð- ingum í heimilislækningum. 20 stöður eru ósetnar og aðrar 20 setnar íhlaupalæknum eða sérfræðingum í öðrum greinum, til lengri eða skemmri tíma. Þetta gerir samtals um 40 stöður á landsbyggðinni. Þá er ekki tekið tillit til eðlilegrar endur- nýjunar í stéttinni en margir heim- ilislæknar eiga einungis um 10–15 ár eftir af starfsævinni eða þaðan af minna. Ekki má heldur gleyma við- varandi flótta starfandi heimilis- lækna í aðrar sérgreinar vegna óvið- unandi starfskjara. Á ég að gerast heimilislæknir? Ég spyr því ráðherra heilbrigðis- mála hverju eigum við að svara þeim sem hyggjast á sérfræðinám í heim- ilislækningum? Eigum við að hvetja þá eða letja? Eiga þeir von á kjara- skerðingum í skjóli myrkurs þegar sá gállinn er á ráðamönnum þjóðar- innar? Verða þeir ofurseldir úr- skurðum Kjaranefndar í framtíðinni eða munu þeir hafa frjálsan samn- ingsrétt? Verður heimilislæknum í framtíðinni leyft að hafa sjálfstæði í rekstri eða verður þeim spennt fyrir vagna heilsugæslunnar í landinu án nokkurs möguleika til að hafa áhrif á sitt starfsumhverfi? Þetta eru mikilvægar spurningar því ef svörin eru neikvæð þá verð ég því miður að benda unglæknum á að velja sér aðra sérgrein en heimilis- lækningar. Sennilega er það þó óþarft miðað við lítinn áhuga á faginu í dag. Í ljósi þess sem hér hefur fram komið sé ég ekki betur en að heim- ilislækningar séu hægt deyjandi starfstétt á Íslandi í byrjun 21. aldar. Ég spyr því háttvirtan heilbrigðis- ráðherra; hvert liggur leiðin nú? Háttvirtur heilbrigð- isráðherra – hvert liggur leiðin nú? Ágúst Oddsson Heimilislæknar Sé ég ekki betur, segir Ágúst Oddsson, en að heimilislækningar séu hægt deyjandi starfstétt á Íslandi. Höfundur er formaður Félags ís- lenskra landsbyggðarlækna. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44 mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.