Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 21 „ÞETTA er að verða nokkuð gott. Ég er orðinn sextugur og var búinn að lofa mínum nán- ustu að hætta áður en ég færi að gera meira af mér vegna el- liglapa,“ segir Sigurður Ingv- arsson, oddviti Gerðahrepps, en hann mun ekki gefa kost á sér til framboðs við sveitarstjórn- arkosningarnar í vor eftir sjö kjörtímabila starf, 28 ár. Sigurður bætir því við að hann hafi rekið eigið fyrirtæki samhliða störfum í sveitarstjórn og kominn sé tími til að minnka við sig vinnu. Sigurður hefur verið í hreppsnefnd Gerðahrepps frá 1974, oddviti í átta ár og vara- oddviti í átta ár þar á undan, allan tímann í meirihluta utan eins kjörtímabils. Hann fór fyrir hópi fólks sem klauf sig út úr H-listanum og bauð fram F- listann í síðustu kosningum og náði nýja framboðið meirihluta. Hefur verið nokkuð kalt á milli fyrri sam- starfsmanna í hreppsnefndinni á þessu kjörtímabili. „Það er leiðinlegra þegar svona mikill ófriður er, oft að óþörfu,“ segir Sig- urður en bætir því við að svona verði þetta að vera, ef menn vilji endilega. Hann segir að þótt kjörtímabilið hafi verið langt og strangt hafi margt áunnist, mikið hafi verið framkvæmt á umliðnum árum og segist hann vera sáttur þeg- ar hann skili af sér í vor. Nefnir Sigurður sem dæmi að í oddvi- tatíð sinni hafi verið byggður leikskóli og tekið við grunnskólanum og gerð veruleg bót á aðstöðu fyrir nem- endur og kennara. Nú sé verið að stækka grunnskól- ann og hann verði einsetinn í haust og framundan sé átak í að malbika götur og leggja gangstéttir og að byggja íbúðir fyrir aldraða. Ingimundur áfram Sigurður sagði frá ákvörðun sinni á fundi F-lista framfarasinnaðra kjósenda í fyrrakvöld. Unnið er að uppstillingu á lista framboðs- ins fyrir næstu kosningar og kom fram að Ingimundur Þ. Sigfússon varaoddviti myndi gefa kost á sér til forystu. Sigurður Ingvarsson Garður Hættir að loknum sjö kjörtímabilum BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur hafnað samningi um sölu Oddsbúðar til einstaklings sem hafnarstjórn hafði samþykkt og boðið öðrum mönnum, sem buðu hærra, að kaupa húsið. Eftir að gerðar voru athugasemd- ir við fyrirætlanir um sölu Oddsbúð- ar á þrjár milljónir komst bæjarráð að þeir niðurstöðu að aðrir hefðu boðið hærra og gaf þeim kost á að kaupa eignina. Sá sem átti næst- hæsta tilboðið, Helgi V. Sæmunds- son, stóð við boð sitt uppp á 3.050 þúsund kr., og hefur bæjarráð nú samþykkt að selja honum húsið. Sú kvöð fylgir að fresta megi flutningi hússins af núverandi lóð í fimm ár, eins og gert var ráð fyrir í drögum að samningi við þann sem fyrst átti að selja. Samþykkt að selja öðr- um Oddsbúð Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.