Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 59 Kl. 8. Vit 326Sýnd kl. 8 og 10. „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Sýnd kl. 10.15. Vit 319 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is strik.is  MBL  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. Vit327 Sýnd kl. 6. Ísl tal Vit 320 Sýnd kl. 5. Íslenskt tal Vit 307 Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 329 betra en nýtt Sýnd kl.10.Síðasta sýning „Besta mynd ársins“ SV Mbl Ævintýrið lifnar við „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 5.45 og 9. Sýnd kl. 6 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Forsýnd kl. 8. FORSÝNING Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10.10.Sýnd kl. 8. Ævintýrið lifnar við „Besta mynd ársins“ SV. MBL. „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Stórverslun á netinu www.skifan.is Sýnd kl. 4 og 6. www.laugarasbio.is „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl HK. DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com „Besta mynd ársins“ SV Mbl i ir. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 12 ára Forsýnd kl. 8. HJ. MBL. FORSÝNING Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta sýning- um á söngleiknum Cats eftir Andrew Lloyd Webber í maí en þá hefur söng- leikurinn verið á fjölunum í West End í Lundúnum í 21 ár samfellt. Alls hafa 8 milljónir manna séð söngleikinn í borg- inni og tekjur af aðgöngumiðasölu nema um 20 milljörðum króna. Söngleikurinn hefur verið sýndur í yfir 300 borgum í 26 löndum og talið er að um 50 milljónir manna um allan heim hafi séð hann. Cats var á Broadway í New York í tæpa tvo áratugi áður en sýningum var hætt í september árið 2000. Kunnasta lagið úr söngleiknum er „Memory“, sem hefur verið leikið rúmlega 2 milljón sinnum í bandarískum útvarpsstöðvum. Söngleikir Lloyds Webbers hafa notið gífurlegra vinsælda og t.d. var sýningum á söngleik hans Starlight Express hætt á laugardag eftir að hann hafði verið sýndur í Lundúnum í 18 ár. Langlífasta sýning sögunnar er hinsvegar The Fantasticks en sýningum á honum lauk einmitt á dögunum eftir 42 ár og urðu sýningar alls 17.162. Aðsókn að West End-leikhúsunum ku hafa dregist mjög saman í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Reuters Kattakveðjur S jó na rs vi pt ir í sö ng le ik ja he im in u m Cats kveður West End GAMLI sjóræningjarokkarinn Adam Ant var færður með valdi inn á spítala eftir að hafa verið handtekinn af lögreglu í annað sinn á tveimur dögum. Um helgina hirtu verðir laganna hann eftir að hann hafði ógnað gestum og gangandi með skot- vopni en slepptu hon- um úr haldi. Nú á mánudagskvöldið hafði lögreglan síðan aftur hendur í hári Adams, þar sem hann var staddur í Camden Town í Lundúnum, eftir að hafa fengið veður af manni sem gæti hæglega valdið sjálfum sér og öðrum skaða með hegðan sinni. Hinn 47 ára gamli „maur“, sem heitir réttu nafni Stuart Goddard, var fluttur í snarhasti á nærliggjandi spítala þar sem hann var vist- aður með valdi og getur skv. lögum verið í haldi í 28 daga á meðan læknar rannsaka líð- an hans. Söngvarinn hefur þegar látið skoðanir sín- ar í ljós opinberlega vegna þessara aðgerða lögregluyfirvalda og fullyrðir í samtali við götublaðið The Sun að hann sé ekki genginn af göflunum. Blaðið segir að hann hafi haft samband frá spítalanum og upplýst blaðamann um að hann hafi verið lagður inn á „Lísu í Undralandi- deildina“ því að „þeir“ haldi að hann sé veill á geði. Hann kvaðst hins vegar vera „fórnar- lamb í samsæri“ og hafa „enn og aftur verið numinn á brott af lögreglunni“. Það rennir þó stoðum undir réttmæti þess- ara aðgerða lögreglunnar að Goddard við- urkenndi ekki alls fyrir löngu að hann hefði lengi háð harða og erfiða baráttu við geð- hvarfasýki. Það kemur líka fram á opinberri heimasíðu kappans, adam-ant.net, að það hafi í reynd verið fjölskylda hans og nánir vinir sem gerðu lögreglunni viðvart um ástand hans og lögðu til að hann yrði sviptur frelsi svo að hægt væri að koma honum undir lækn- ishendur. Auk þess er fréttaflutningur The Sun af málinu sagður rangur. Ant vilji koma á framfæri að hann telji sig alls ekki hafa verið beittan harðræði af lögreglunni og hann hafi aldrei látið hafa eftir sér að um „samsæri“ væri að ræða. Goddard á að mæta fyrir rétt á föstudaginn vegna kærunnar sem lögð var fram í kjölfar fyrri handtökunnar en læknar eiga eftir að ákvarða hvort hann hefur heilsu til þess. Nú er því alls óvíst hvort Adam Ant getur framfylgt áformum sínum en þau voru að koma tónlistarferli sínum á fullan skrið að nýju og fara í tónleikaferð þar sem stefnan var að dusta rykið af gömlum góðum lögum á borð við „Stand and Deliver“, „Prince Charm- ing“, „Ant Music“, „Goody Two Shoes“ o.fl. Adam Ant andlega vanheill? Adam Ant MJAÐMASVEIFLARINN gamal- kunni Shakin’ Stevens, sem söng sig inn í hjörtu Elvis-þyrstra með lögum á borð við Green Door, You Drive Me Crazy og Oh Julie, hefur verið svipt- ur ökuréttindum í tvö ár vegna ölv- unaraksturs. Stebbi hristingur, eins og hérlend- ir gárungar áttu til að kalla hann, var gripinn glóðvolgur á nýársdag er lögreglan stöðvaði bifreið hans og komst að raun um að þar sæti undir stýri ofurölvi uppgjafa poppstjarna. Stebbi, sem átti hvorki meira né minna en 38 smelli á níunda áratugn- um, var handtekinn samstundis og síðan kærður eftir að hafa verið í varðhaldi í nokkrar klukkustundir. Shakin’ var færður til bókar undir sínu rétta nafni, Michael Barratt. Barratt fæddist í Cardiff í Wales árið 1948 og er einhver allra sigur- sælasti tónlistarmaður sem þaðan hefur komið, en hann kom fjórum lögum á topp breska vinsældalistans. Shakin’ sneri aftur eftir alllanga fjarveru árið 1999 og fór í tónleika- ferð um Bandaríkin og Evrópu. Hann söng síðan fyrir 100 þúsund gesti í heimaborg sinni á útitónleik- um sem haldnir voru á síðasta degi liðinnar aldar. Nei, þessi mynd var ekki tekin umræddan nýársdag. Stebbi hristingur missir bílprófið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.