Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrstu kynni mín af
Tedda, vini mínum,
veiðifélaga og mági,
voru fyrir um fimm ár-
um. Á þeim tíma var
Teddi enn í námi en
var við afleysingar á heilsugæslu-
stöðinni austur á Eskifirði. Dag-
björt móðir hans var hjá honum
fyrir austan í sumarleyfinu sínu en
Jónas faðir hans var við störf í
Kröfluvirkjun. Það var verslunar-
mannahelgi og við Margrét systir
hans ákváðum að fara austur í
heimsókn. Flogið var til Húsavíkur
þar sem Jónas tók á móti okkur og
svo ókum við öll þrjú til Eskifjarð-
ar. Ég var hálfóstyrkur alla leiðina,
því ég vissi ekki hvernig þessir
fyrstu fundir okkar ættu eftir að
lukkast. Þegar við komum að
læknabústaðnum stóð Teddi í dyra-
gættinni, gekk svo rólega að okkur
THEODÓR
JÓNASSON
✝ Theodór Jónas-son fæddist í
Reykjavík 14. des-
ember 1971. Hann
varð bráðkvaddur
22. desember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 4. janúar.
alveg eins og hann
ætlaði að fara að
heilsa, en í stað þess
að heilsa sagði hann
snögglega: „Hólma-
borgin kom inn í gær-
kvöldi með fullfermi.“
Ég varð algjörlega
orðlaus og ekki grun-
aði mig á þeirri stundu
að við ættum eftir að
verða jafnmiklir vinir
og félagar eins og
raun bar vitni.
Margar eru þær
búnar að vera veiði-
ferðirnar sem við höf-
um farið í saman. Oft höfum við
farið tveir en yfirleitt hefur hann
pabbi þinn komið með okkur.
Veiðst hefur misvel en með hverri
ferð hafa vinaböndin á milli okkar
aukist og styrkst. Þessar stundir
eru mér ógleymanlegar, og er erfitt
að hugsa sér veiðiferð án þess að
þú komir með.
Þið Anna Guðný hafið verið ótrú-
lega samrýnd og jókst kærleikurinn
enn frekar þegar hún Tinna Dag-
björt, ljósgeislinn okkar allra, kom í
heiminn. Alltaf hefur verið einstak-
lega gaman hjá okkur og ýmislegt
verið brallað þegar við höfum kom-
ið saman. Allar sumarbústaðaferð-
irnar, öll matarboðin og svo að
sjálfsögðu þegar við höfum búið
okkur upp og farið út á lífið eru
mér sterkar og afskaplega kærar
minningar.
Mikill er missirinn og mikil er
sorgin, ógjörningur er að fylla upp í
þetta stóra skarð sem þú skilur eft-
ir þig, Teddi minn. Megi góður Guð
vera með ykkur, Anna Guðný og
Tinna Dagbjört, sem og okkur öll-
um hinum á þessum dimmu og erf-
iðu stundum.
Þinn vinur,
Pétur Fannar.
Við Teddi ólumst upp saman í
Öldugerðinu á Hvolsvelli. Við vor-
um jafnaldrar og bekkjarsystkin.
Þegar ég hugsa nú til baka er mér
ljóst að Teddi ákvað snemma að
helga sig læknislistinni. Í hugann
kemur sterk minning um Tedda
íklæddan læknasloppi með hlustun-
arpípu um hálsinn að koma og vitja
vinkonu sinnar sem lá heima lasin.
Við vorum um það bil fimm ára
gömul. Ekki man ég hvort pestin
var slæm, en ég man eftir lækn-
inum eins og þetta hafi gerst í gær.
Umhyggjan skein úr augunum.
Strák eins og Tedda er ekki hægt
að gleyma, fallegum að innan sem
utan.
Minningin um Tedda vin minn
frá Hvolsvelli er ljúf og votta ég að-
standendum hans mína dýpstu sam-
úð.
Bóel Hjartardóttir.
✝ Jóhann ÓskarAlexis Ágústsson
rakarameistari frá
Kiðjabergi í Vest-
mannaeyjum fæddist
30. okt. 1915. Hann
lést í Reykjavík 3. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðrún Haf-
liðadóttir frá Fjósum
í Mýrdal, f. 18. júní
1878, d. 9. des. 1937 í
Vestmannaeyjum,
dóttir Guðrúnar Þor-
steinsdóttur frá Fjós-
um í Mýrdal og Haf-
liða Narfasonar, og Ágúst
Benediktsson, f. 31. ágúst 1875 í
Marteinstungu, d. 1962 í Vest-
mannaeyjum, sonur Þuríðar Ein-
arsdóttur, f. 22. júlí 1834 í Kirkju-
læk í Fljótshlíð, og Benedikts
Árnasonar, f. 30. júlí 1824 frá Gilj-
um í Mýrdal, d. 10. jan. 1907.
Systkini Jóhanns voru Sigríður Ís-
leif húsmóðir, f. 22. mars 1904 í
Vestmannaeyjum, d. 16. sept. 1962,
maki Kristján Sigurjónsson vél-
stjóri, f. 30. sept. 1905 d. 13. mars
1982. Jóhanna Andrea húsmóðir, f.
26. ágúst 1907 í Vestmannaeyjum,
d. 23. ágúst 1993, maki Baldur
Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst
1911 á Hofsósi, d. 27. des. 1988.
Guðrún Ágústa (Lóa), f. 2. nóv.
1909 í Vestmannaeyjum, d. 23. okt.
1996, maki Willum J. Andersen
skipstjóri, f. 30. sept. 1910 í Vest-
mannaeyjum, d. 17. júlí 1988.
Jóhann Óskar Alexis kvæntist
10. sept. 1938 Kristjönu Pálínu
Sveinbjörnsdóttur, f. 9. mars 1913 í
Reykjavík, d. 22. apríl 1986. For-
eldrar hennar voru Sveinbjörn
Oddsson prentari frá Sauðagerði í
Reykjavík og Viktoría Ingibjörg
Pálsdóttir húsmóðir frá Vatnsenda
í Eyjafirði. Börn Jóhanns og Krist-
jönu eru: 1) Guðrún Viktoría um-
sjónarkona, f. 22. nóv. 1939 í Vest-
mannaeyjum, maki Örn Sævar
Eyjólfsson húsvörður, f. 23. ágúst
1939. Börn þeirra: a)
Kristjana matráður,
f. 28. apríl 1958. Son-
ur hennar, Örn Sæv-
ar f. 1977. b) Jóhann
Örn kaupmaður, f. 7.
júlí 1960, maki Hjör-
dís Blöndal starfs-
stúlka, f. 17. apríl
1961. Börn þeirra:
Ásgeir Örn, f. 1979,
maki Harpa Katrín f.
1981. Barn þeirra
Embla Blöndal, f.
2001. Guðrún Vikt-
oría, f. 1985. c) Vign-
ir sölumaður, f. 5.
sept. 1962, maki Dagný Magnús-
dóttir leiðbeinandi, f. 23. júlí 1965.
Börn þeirra: Hjalti, f. 1984, Hug-
rún, f. 1986, Harpa, f. 1992. Dóttir
Vignis Eva Þórunn, f. 1981. d) Íris
starfsstúlka, f. 20. maí 1973. Börn
hennar: Valey Sól, f. 1994, og
Vignir Þór, f. 1996. 2) Hulda Dóra
bókavörður, f. 25. nóv. 1943 í Vest-
mannaeyjum, maki Sigurður Jó-
hannsson bryti, f. 18. jan. 1943.
Börn þeirra: a) Steinþóra ferða-
fræðingur, f. 26. okt. 1961, maki
Ásmundur Ingvarsson verkfræð-
ingur, f. 12. des. 1960. Börn þeirra:
Ingvar, f. 1988, Emma, f. 1990,
Emil, f. 1995. b) Bryndís skólaliði,
f. 18. des. 1962, maki Guðjón Hall-
dór Óskarsson organisti, f. 8. jan.
1966. Börn Bryndísar: Hulda Dóra,
f. 1981, maki Elvar Þormarsson, f.
1981. Barn þeirra Þormar, f. 2000.
Helga Þóra, f. 1984. Sigurður Þór,
f. 1989, Ingvar, f. 1992. c) Jóhann
Páll matreiðslumaður, f. 14. des.
1972.
Jóhann Óskar Alexis lærði rak-
araiðn í Vestmannaeyjum hjá
Árna Böðvarssyni rakarameistara.
Einnig stundaði hann sjómennsku,
mest við síldveiðar. Hann flutti frá
Vestmannaeyjum í Kópavog 1957
og setti á fót rakarastofu í Hamra-
borg og starfaði þar til sjötugs.
Útför Jóhanns fór fram í kyrr-
þey.
Mig langar að minnast frænda
míns með örfáum orðum. Alli var
móðurbróðir minn og hún amma
hafði lesið franska skáldsögu þar
sem aðalsögupersónan hét Alexis.
Hún ákvað að sonur hennar ætti að
heita því nafni. En afi var líka ákveð-
inn í að skíra peyjann í höfuðið á
bróður sínum Jóhanni sem hafði orð-
ið úti á milli Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar. Nafnið varð Jóhann Óskar
Alexis en hann var alltaf kallaður
Alli eða Alli rakari. Systur hans Alla
létu mikið með bróður sinn alveg frá
fæðingu. Þessi systkini voru mjög
skemmtileg, glöð og kát og sungu
mikið og vel. Söngur og hljóðfæra-
leikur voru í báðum ættum þeirra og
man ég hvað hann söng vel þegar
hann bauð okkur krökkunum á jóla-
skemmtun í Akóges. Alli og konan
hans hún Gógó (Kristjana) giftu sig
1938 og bjuggu hér í Eyjum til 1957.
Heimili þeirra var mér alltaf opið og
var það mér mikils virði. Þau fundu
ekkert að því þó við stelpurnar vær-
um að spila á grammófóninn þeirra
og var það svo sem ekkert á lægstu
nótunum en þessi grammófónn þótti
rosaleg græja í þá daga. Eftir að Alli
og fjölskylda fluttu héðan í Kópavog-
inn fannst mér mikið vanta hér. En
tímar líða og tímar breytast og þeg-
ar aldurinn kom yfir hann frænda
minn var hugurinn mikið út í Eyjum.
Hann kom árlega til Eyja á meðan
heilsan leyfði. Síðast kom hann til
Eyja þegar hún Lóa systir hans var
jörðuð 1996. Eftir það voru hnén
orðin of léleg til langferða og hitt-
umst við bara þegar ég kom upp á
land. Hann hafði samt samband út í
Eyjar eins oft og mögulegt var. Þeg-
ar ég kom til hans í heimsókn brosti
hann út að eyrum og mest þurfti
hann að vita um dönsku peyjana og
auðvitað vissi ég að hann meinti
peyjana hans Danska Péturs, en þeir
voru frá Sólbakka sem er ská á móti
Kiðjabergi. Eiginlega ólust þeir allir
upp saman því mæður þeirra Alla og
dönsku peyjana (ömmur mínar) voru
miklar vinkonur. Strákarnir gengu
inn og út hjá hvor öðrum. Árið 1923
herjaði taugaveikin hér í Eyjum og
veiktust margir og sumir dóu. Á Sól-
bakka veiktust flestir en Malli (Emil
Andersen) slapp við veikina og á
Kiðjabergi sluppu allir líka. En Alli
og Malli voru saman alla daga og
borðuðu gjarnan af sama diski hjá
Guðrúnu á Kiðjabergi. Einhver fann
að þessu við hana en hún varð hvöss
og sagði að þeir væru löngu orðnir
veikir ef það ætti að gerast. Alli og
Malli voru mjög miklir vinir alla sína
ævi en Malli dó 1995. Ekki löngu áð-
ur en Malli dó fórum við Alli ásamt
Huldu (dóttur Alla) og Lóu (systur
Alla) í heimsókn til Malla og Dísu,
konu hans. Alli kom heim með fullt
af bréfum sem þeir vinirnir höfðu
skrifað hvor til annars sem ungir
peyjar, Malli á síldveiðum fyrir norð-
an en Alli hér heima í Eyjum. Það
var ævintýralegt þegar Júlía dóttir
Malla las bréfin upp fyrir okkur.
Þetta var hin besta skemmtun en
þetta var í síðasta sinn sem þeir vin-
irnir hittust í þessu lífi. Hann Alli
frændi minn var kátur og skemmti-
legur frændi en nú er hann allur. Ég
veit að þér líður vel núna og ég held
þú njótir lífsins hinum megin, nóg að
snúast í öllu mögulegu sem þig var
farið að lengja eftir, trillustússi og
lundaveiðum. Svo vona ég að þú fáir
gott og sterkt kaffi því ég man að
það síðasta sem þú kvartaðir yfir við
mig þegar ég heimsótti þig síðast var
að kaffið væri allt of þunnt. Hulda og
Vikký, ég votta ykkur samúð mína.
Guð geymi þig Alli minn, ég sakna
þín.
Þín frænka
Jóhanna.
Nú er hann afi minn, og nafni, all-
ur.
Þegar ég sest niður og hugsa til
baka þá rifjast upp ýmis atvik, öll
skemmtileg, sem við brölluðum sam-
an. Oft var hún amma mín, blessuð
sé minning hennar, ekki ánægð með
framvindu mála hjá okkur og þóttum
við svolítið glannalegir á stundum.
En hún mátti sín lítils gegn eldfjör-
ugum afanum og nafna hans.
Þar sem ég átti nú lengstum
heima í nágrenni við afa og ömmu,
og stutt að fara í „Himnaríki“, en svo
kallaðist húsið sem þau bjuggu í á
Álfhólsveginum, þá á ég margar góð-
ar minningar frá þessum tíma. Við
afi eyddum miklum tíma úti í garði á
veturna en þar hafði afi komið trill-
unni sinni, „Rán“, fyrir og vorum við
mikið að dunda í henni enda ætluð-
um við okkur í mikinn túr, helst í
kringum landið, á Ráninni svo það
var nóg að gera. Aldrei varð nú neitt
úr því að við færum hringferð í
kringum landið, afi minn, en gaman
hefði það nú verið. Hins vegar fórum
við oft á skak, og sjóstöng og veidd-
um vel. Þessum bát, sem þú smíð-
aðir, fannst mér ég alltaf eiga pínu-
lítið í eftir öll skiptin sem ég fór með
þér í „hundana“ en svo kallaði ég
Óttastaði, þar sem trillan var smíð-
uð.
Sjálfsagt hef ég nú bara þvælst
fyrir milli þess sem ég var að leika
mér við hundana eða skoða mig um í
fjörunni. Ekki þvældist það nú fyrir
þér að smíða, hvort sem það var í tré
eða járn. Öllu bjargaðir þú hvort
sem það var viðgerð á bátavélinni,
Ramblernum, yfirdekkja sófasett,
smíða hillur eða hvað sem til féll. Oft
var ég nú hissa á því hvað hann afi
minn væri nú flinkur að geta þetta
allt.
Margar ferðirnar fór ég með þér
suður í Keflavík þegar þú varst með
rakarastofuna þína þar. Þessu
nennti maður, að vakna eldsnemma
til að fara með þér í vinnuna og vera
með þér allan daginn á stofunni,
horfa á þig vinna, tala við karlana og
síðast en ekki síst borða nestið sem
amma útbjó handa okkur. Alltaf
skyldi vera einhver aukabiti handa
mér í boxinu.
Það er nokkuð erfitt að raða þess-
um minningarbrotum saman en allt í
sambandi við veiðiskap, skak á trill-
unni, lundaveiði í Hjörsey og And-
ríðsey, hnýta rétta hnúta og þess
háttar, það kenndir þú mér. Ég man
það þó að einhvern tímann vildi ég
launa fyrir mig og bauð þér í silungs-
veiði, með stöng. Þetta fannst þér nú
lítt spennandi og aflinn rýr. Ég man
líka eftir mörgum skemmtilegum
ferðum, stuttum og löngum sem ég
fór með þér og ömmu á gamla Ram-
blernum, t.d. á Þingvelli. Nú ert þú
farinn í enn eitt ferðalagið, kannski
ekki á Ramblernum, þó er aldrei að
vita, og munt hitta fyrir hana ömmu
Gógó í „Himnaríki“. Ég vil nú bara
að lokum segja við þig: „Vertu nú
sæll, afi minn, og góða ferð, – og ég
bið kærlega að heilsa henni ömmu
minni.
Þinn nafni,
Jóhann Örn.
Elsku afi. Nú ert þú farinn til
himnaríkis og þar bíður amma Gógó
með kaffi og klemm handa þér eins
og hún gerði í „himnaríki“, húsinu
ykkar við Álfhólsveg. Það er gott að
eiga góðar minningar og þær eru
margar minningarnar sem við systk-
inin eigum um ykkur ömmu og
ánægjulegt að rifja þær upp.
Alltaf var gaman að koma til ykk-
ar og voru þetta oft dagsferðir úr
Hafnarfirði. Fórum við með strætó á
morgnana í Kópavoginn og þú
keyrðir okkur heim á kvöldin á Ram-
blernum og amma var gjarnan með
Rambler-hattinn sem við kölluðum
svo. Við komum oft á rakarastofuna,
sópuðum fyrir þig og fylgdumst með
þegar þú klipptir karlana þótt okkur
hafi ekki fundist „kallalyktin“ góð.
Þú klipptir okkur líka en þegar ung-
lingsárin komu þótti það ekkert
spennandi að koma í klippingu til
þín, þegar sítt hár var í tísku en þú
vildir stytta hárið vel fyrir sumarið.
Sögurnar þínar um fólkið í Álf-
hólnum voru skemmtilegar en svolít-
ið magnaðar. Þegar þú keyrðir
framhjá hólnum lést þú sem bíllinn
bilaði og við kæmumst ekki lengra
því að þarna væru álfarnir að verki.
Seinna kom Skoda-tímabilið og í
nokkur ár skiptir þú árlega um
Skoda. Þegar við spurðum þig af
hverju þú værir að skipta þá svar-
aðir þú að alltaf þegar þú keyptir
nýtt ilmvatn handa ömmu þá fylgdi
nýr Skodi með. Þetta hefur kannski
verið á brúðkaupsafmælum, því
þeim degi gleymdir þú aldrei og
komst alltaf heim með blóm til
ömmu.
Þegar við barnabörnin urðum sjö
ára gafst þú okkur reiðhjól. Hjólin
voru gömul og þar sem allt lék í
höndunum á þér lagaðir þú hjólin og
gerðir sem ný, svo æfðum við okkur
að hjóla á planinu hjá þér.
Þú varst mjög stoltur af að vera
Vestmannaeyingur og fórst með
okkur í bíltúr austur fyrir fjall þegar
skyggni var gott til að sýna okkur
Eyjarnar þínar. Þetta fannst okkur
svolítið skrýtið og vissum ekki hvort
við áttum að trúa þér að þetta væru
Eyjarnar, þegar húsaþyrpingar sem
við sáum líka voru eitthvað sem þú
kallaðir hillingar. Kannski voru
Vestmannaeyjar hillingar líka? En
við systkinin komust að raun um það
seinna þegar við heimsóttum Eyj-
arnar að auðvelt var að hrífast og
vera stoltur af þessum fallega stað.
Við vorum líka svo lánsöm að geta
farið með þér til Eyja fyrir nokkrum
árum með börnin okkar á pysjuveið-
ar og þá var heldur betur líf í tusk-
unum.
Alltaf varst þú kátur, skemmtileg-
ur og prakkari mikill sem okkur
fannst þú undirstrika þegar við fór-
um í bíltúr sl. sumar. Þú hafðir ótrú-
lega góða sjón og last á öll skilti, stór
og smá, sem við keyrðum framhjá en
skildir ekkert í allri þessari umferð.
Þú hreifst af þeirri frábæru uppfinn-
ingu sem þér fannst umferðarljósin
vera og furðaðir þig á því að stræt-
isvagnarnir væru allir tómir.
Við vitum að þér líður vel þar sem
þú ert núna og kveðjum þig um leið
og við þökkum þér allar góðu stund-
irnar.
Steinþóra, Bryndís og
Jóhann Páll.
JÓHANN ÓSKAR
ALEXIS
2 (
29
&94
< ," (=>
*%%
.
#.
,0 !
,1--
0& %("
,1& ("
! ," '% 1("
0 & 8 ( $1 ?"("
% 2 ,! ,! ("
))*1