Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra segir að geramegi ráð fyrir að niður-staða skoðunar þriggja
ráðuneytissjóra á hækkunum á
neysluverðsvísitölunni muni liggja
fyrir innan fimm til tíu daga. Davíð
sagði að afloknum fundi hans og
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra með forystumönnum ASÍ
og Samtaka atvinnulífsins í gær-
morgun að hækkanir hefðu orðið
meiri en búist var við.
,,Við sáum í hendi okkar að ef við
færum að beina spjótum okkar að
öðrum sem bera ábyrgð væri eins
gott að byrja að taka til hjá okkur
sjálfum,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði að af
þeim sökum hefði verið ákveðið að
fela þremur ráðuneytisstjórum að
skoða hvernig hægt væri að mæta
þeim hækkunum sem orðið hefðu
hjá ríkinu. ,,Með það í huga gætu að-
ilar vinnumarkaðarins óskað með
góðum hætti eftir því að aðrir geti
brugðist við með sama hætti, það er
til að mynda ljóst að matvöruverð
hefur hækkað meira en skýringar
eru á. Eins hafa sveitarfélögin ekki
tekið þátt í þessu átaki. Það var af
ráðnum hug að við ákváðum að
skoða mál í okkar ranni og bregðast
við þeim,“ sagði Davíð.
Mjög tæpt
Davíð sagði að ráðuneytisstjórun-
um væru ekki falin afmörkuð verk-
efni, heldur að fara ofan í þær hækk-
anir og breytingar sem orðið hefðu
og eins aðra þætti sem kæmu fólki til
góða og hefðu jákvæð áhrif fyrir
neytendur sem greiðendur. Spurður
hvort hann væri bjartsýnn á að þau
markmið, sem sett voru milli sam-
taka atvinnulífsins næðust, sagðist
hann ekki hafa dregið rauðu strikin,
það hefðu aðilar vinnumarkaðarins
gert. ,,Það kom fram á fundinum í
morgun að þeir telja að með þessum
aðgerðum standi raunhæfar vænt-
ingar til þess að það megi ná mark-
miðunum fram, en það er allt saman
mjög tæpt,“ sagði Davíð.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
var ánægður eftir fundinn með ráð-
herrunum í gær. ,,Við fengum nánari
skýringar á ákvörðunum sem teknar
voru á ríkisstjórnarfundi í gærmorg-
un [þriðjudag] og það kemur ekki á
óvart að ríkisstjórnin virðist ætla að
standa sig í stykkinu varðandi sinn
þátt í samkomulaginu sem gert var
13. desember,“ segir Grétar.
Hann bendir einnig á að forsætis-
ráðherra hafi beinlínis lýst því yfir í
fjölmiðlum í gær að sest yrði yfir það
verkefni að lækka eða draga úr ný-
legum hækkunum á þjónustugjöld-
um. ,,Það skiptir auðvitað miklu
máli,“ sagði Grétar.
Leikskólagjöld hækkuðu víða
Hann sagði að ábyrgð sveitarfé-
laganna væri einnig mikil og skorar
hann á sveitarfélögin að endurskoða
einnig sínar gjaldskrárhækkanir.
,,Það þarf ekki til að sveitarfélögin
séu aðilar að einhverju samkomulagi
eða því um líkt. Þau bera ákaflega
ríka ábyrgð og þar var með sama
hætti og á vettvangi ríkisstjórnar-
innar verið að samþykkja mjög víða
umtalsverðar breytingar á gjald-
skrám. Má í því sambandi t.d. nefna
leikskólagjöld en þau hafa hækkað
síðastliðið ár víða á landsbyggðinni
og hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Grétar. Hann bendir á að þar sé um
mjög mikil útgjöld að ræða fyrir
stóran hóp fjölskyldna.
,,Það er nokkuð augljóst að í lang-
flestum tilvikum eru þokkaleg rök
fyrir þessum gjaldskrárhækkunum
en í dag snýst málið bara ekki um
það ef menn ætla að manna sig upp í
að sjá til þess að dæmið gangi upp og
þessari viðmiðun [verðbólgumark-
miðinu] verði náð í maí,“ sagði Grét-
ar.
Hann segir þetta verkefni ekki
síður snúa að þeim sem beri ábyrgð
á verslun og þjónustu. Ljóst sé að
stór hluti þeirra hækkana á vöru-
verði, sem fram komi í vísitöluút-
tektinni í seinasta mánuði, sé til
kominn vegna þess að innkaupin
voru þegar gengið á krónunni var
hvað hæst. ,,Nú snýst málið
bara um það hvort menn hafa vilja
til að taka þátt í þessu og landa
þessu. Ég segi bara við þá sem eru
ekki tilbúnir til þess: Leiðið aðeins
hugann að því hvaða ástand verður
hér. Þá yrðu verulegar líkur á að eft-
ir hálft ár eða eitt ár værum við kom-
in upp í tveggja stafa verðbólgutölu.
Við ætlum að landa þessu sé þess
nokkur kostur og það er ekkert
vandamál ef þeir sem bera ábyrgð í
þessu samfélagi manna sig upp í
það,“ segir Grétar.
Beina til fyrirtækja að f
öll hækkunartilef
Ari Edwald, framkvæm
Samtaka atvinnulífsins, sag
væri mikill skilningur hj
völdum á að styðja við ba
samkomulagi sem gert var
ársins, ekki bara að tryggja
bólga í maí verði ekki y
mörkum sem voru sett, h
þess að tryggja meiri ve
leika í framhaldinu.
„Ég tel að fundurinn ha
samræmi við væntingar, þa
ilvægt að fara yfir stöðun
leiða til þess að hafa jákvæ
framvindu mála,“ sagði han
,,Okkur voru ekki kynnt
beinar ákvarðanir um að
verði til baka þær verð
sem ríkið hefur staðið fyri
herrarnir lýstu áhuga á að
þá stöðu. Okkur þykir eð
sveitarfélögin fari yfir sín
sama hætti og við beinum þ
til fyrirtækja að fara ve
hækkunartilefni. Auðvitað
að við höfum ekkert boð
þúsundum aðila sem eru
ákvarðanir á frjálsum ma
við reynum auðvitað að vek
á að það eiga allir sem ta
ákvarðanir sitt framlag til
framvindu, og menn geta
einn lagt niður fyrir sér hva
ingar það hafi fyrir þeirra
hverfi ef þessi markmið n
Það verður til mikils tj
starfsumhverfi allra fyrir
við vonumst til að það ha
ákvarðanir stjórnenda,“ sag
Sveitarfélögin voru ekk
um aðild að samkomu
,,Mér koma þessar yfirl
óvart og veit raunverulega
stendur að baki þeim,“ s
hjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Sambands íslenskra svei
spurður um ummæli forys
samtaka vinnumarkaðarin
herra í gær um hlut sveit
hækkunum að undanförn
sveitarfélögin hafi ekki ve
takendur í átaki samtak
markaðarins og ríkisins.
,,Sveitarfélögin voru ek
um aðild að samkomulagi
atvinnulífsins, launþega
stjórnarinnar á sínum tím
skilst að það sama eigi við
tök iðnaðarins. Hins vegar
arfélögin að sjálfsögðu t
koma að þessari umræðu
hefði verið, og við höfum
þess að samstarf ríkis og
laga á sviði efnahags-, kjara
mála yrði aukið. Það kemu
fram í yfirlýsingu ríkis og
laga, sem var undirrituð 2
ber að frumkvæði Samb
lenskra sveitarfélaga. Það
Forystumenn samtaka vinnumarkaðarins
Ríki og sveitar
skoða hækkan
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hittu forys
Ríkisstjórnin lætur endurskoða þjónustu- og gjald-
skrárhækkanir í kjölfar vísitöluhækkunar. For-
ystumenn samtaka vinnumarkaðarins skora á sveit-
arfélög og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum svo
verðbólgumarkmið náist. Formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin munu fara
yfir hækkanir hjá sér og ekki skorast úr leik.
LÍN OG NÁMSMENN ERLENDIS
MEÐFERÐ OG RÉTTINDI
FANGA Á GUANTANAMO
Síðustu daga hefur verið mikil um-ræða á alþjóðavettvangi um með-ferð og réttindi talibana og al-
Qaeda liða sem eru fangar í Guant-
anamo-herstöð Bandaríkjamanna á
Kúbu. Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær er aðbúnaður fanganna
þar þess eðlis að talsmenn helstu mann-
réttindasamtaka heims telja hann ekki
sæmandi. Á fréttavef BBC í gær kom
fram að talsmenn Amnesty Internat-
ional líkja fangaklefunum við búr og
segja þá „ekki standast lágmarkskröfur
um mannúðlega meðferð“. Klefarnir,
séu mjög þröngir, hvorki búnir húsgögn-
um né salernisaðstöðu, auk þess sem
þeir hafa enga eiginlega veggi.
Athygli alþjóðasamfélagsins hefur
einnig verið beint að því að þær var-
úðarráðstafanir sem beitt var við flutn-
ing fanganna frá Afganistan til Guant-
anamo brjóti í bága við alþjóðalög, en
föngunum var gert að bera hettur á
höfði og voru hlekkjaðir á meðan á ferð-
inni stóð.
En þó aðbúnaðurinn hafi verið gagn-
rýndur beinast áhyggjur manna þó ekki
síst að réttarstöðu fanganna. Þar sem
Guantanamo-herstöðin er tæknilega séð
á erlendri grundu njóta fangarnir ekki
réttinda samkvæmt stjórnarskrá
Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hefur
heldur ekki viljað skilgreina þá sem
stríðsfanga, heldur sem „ólöglega
stríðsmenn“ sem hefur í för með sér að
þeir njóta ekki þeirra réttinda sem
Genfar-sáttmálinn tryggir stríðsföng-
um. Í frétt BBC í gær kom ennfremur
fram að þrátt fyrir þessa afstöðu hefur
stjórnin áskilið sér rétt til að leiða fang-
ana fyrir herdómstól.
Vegna þeirrar tvíræðni sem gætir í af-
stöðu Bandaríkjamanna í þessu máli er
ljóst að alþjóðleg mannréttindasamtök
munu leggja áherzlu á réttindi fang-
anna.
Haft var eftir talsmanni breska utan-
ríkisráðuneytisins hér í blaðinu í gær að
Bretar myndu mótmæla því af öllum
mætti ef breskir ríkisborgarar meðal
fanganna yrðu dæmdir til dauða, sem er
hugsanlegt þar sem dauðarefsing er
heimil vestra. Eins og Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Breta, hefur bent á, hafa
fangarnir verið sakaðir um að vera liðs-
menn hættulegustu hryðjuverkasam-
taka sem veröldin hefur komist í kynni
við, en það „þýðir hins vegar ekki að þeir
séu réttlausir“.
Tony Blair, forsætisráðherra Breta,
lýsti því hins vegar yfir í gær, að fang-
arnir nytu allra þeirra réttinda, sem þeir
ættu kröfu á.
Mary Robinson, mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna, sá í gær ástæðu til
að minna Bandaríkjamenn á skyldur sín-
ar gagnvart stríðsföngum eins og þær
væru skilgreindar samkvæmt Genfar-
sáttmálanum og sagði ennfremur að hún
vildi að þær ásakanir sem bornar hafa
verið á Bandaríkjamenn yrðu rannsak-
aðar ofan í kjölinn. Væntanlega gerist
það, þegar fulltrúar mannréttindasam-
taka kynna sér aðstæður þeirra næstu
daga. Í frétt BBC bendir Robinson jafn-
framt á að ef vafi leiki á því hvort fang-
arnir séu stríðsfangar, eigi að setja á fót
lögmætan dómstól í samræmi við ákvæði
í sáttmálanum, til þess að úrskurða um
stöðu þeirra og taka þannig af allan vafa.
Eins og málum er háttað er full
ástæða til að taka undir þessi orð Rob-
inson. Þjóðir heims hafa staðið þétt að
baki Bandaríkjamönnum eftir að
hryðjuverkin voru framin í New York í
september og veitt siðferðislegt fulltingi
sitt við herferð þeirra gegn þeim ógn-
aröflum sem að þeim stóðu. Með því full-
tingi hafa þjóðir heims einnig bundið sig
með siðferðislegum hætti til þess að
fylgja málinu eftir, m.a. með því að sjá
til þess að Bandaríkjamenn falli ekki í
þá gryfju að koma fram við þá sem þeir
taka fangna þannig að það brjóti í bága
við alþjóðlega sáttmála er tryggja eiga
mannsæmandi aðbúnað og réttláta
málsmeðferð einstaklinga, hverjar svo
sem sakargiftir þeirra eru.
Það getur að sjálfsögðu verið erfitt að
fylgja þessum grundvallarreglum eftir
og skiljanlegt að Bandaríkjamenn vilji
t.d. við flutning fanganna á milli landa
búa svo um hnútana að óhugsandi sé að
til uppreisnar komi af þeirra hálfu á
flugi milli heimsálfa. En þessar megin-
reglur eru þó eitt af því, sem skilur á
milli siðmenntaðra þjóða og hryðju-
verkamanna.
Frá liðnu sumri hefur staðið yfir deilamilli Sambands íslenskra náms-
manna erlendis og Lánasjóðs íslenskra
námsmanna vegna breytingar á hámarki
lána fyrir skólagjöldum. SÍNE hefur far-
ið fram á að 30 til 40 námsmenn erlendis,
sem átt hafa erfitt með að standa við
skuldbindingar sínar vegna breytingar-
innar, fái viðbótarlán, en því hafnaði
stjórn Lánasjóðsins nú fyrir helgi.
Árið 1998 var hámarkslán fyrir skóla-
gjöldum 33 þúsund dollarar, en árið 2001
var það komið niður í 27 þúsund dollara.
Lánasjóðurinn ákveður hámarksupphæð,
sem lánuð er fyrir skólagjöldum, með því
að finna út tiltekna hámarksupphæð í
krónum. Síðan er gengi þeirrar upphæð-
ar gagnvart hinum ýmsu gjaldmiðlum til-
tekinn dag – 1. júní – notað til að reikna út
hámark lánsupphæðar fyrir skólagjöld-
um í viðkomandi námslandi. Árið 2001 var
ákveðið að ekki yrði lánuð hærri upphæð
en 2,8 milljónir og samkvæmt genginu 1.
júní samsvaraði það 27 þúsund dollurum.
Þetta skólaár á námsmaður erlendis því
rétt á lánum fyrir allt að 27 þúsund doll-
ara skólagjöldum og hann verið viss um
að fá þá upphæð sama hvað gengissveifl-
um líður því að upphæð lánsins í krónum
talið hækkar ýmist eða lækkar eftir því
hvernig genginu er háttað.
En þetta öryggi er aðeins til staðar
innan skólaársins, en ekki milli ára. Eins
og sést á samanburðinum milli ársins
1998 og 2001 hefur upphæðin, sem lánuð
er fyrir skólagjöldum lækkað um tæpan
fimmtung í dollurum talið. Það er hvim-
leið árátta hér á landi að breyta sýknt og
heilagt leikreglunum þannig að einstak-
lingar geti ekki treyst á að þær forsend-
ur standist sem eru til staðar þegar þeir
takast á hendur skuldbindingar. Í þessu
tilfelli er um að ræða menn, sem hafa
tekið sig upp, oft með fjölskyldum, og
haldið í erlenda háskóla í þeirri trú að
þeir ættu rétt á að taka tiltekna upphæð
að láni fyrir skólagjöldum meðan á námi
stæði. Oft er mikið lagt undir, en þeir
fóru þó ekki út til að taka þátt í rúss-
neskri rúllettu þar sem fjárhagsgrund-
vellinum gæti hæglega verið kippt und-
an náminu í því miðju með nýju hámarki
lána fyrir skólagjöldum í úthlutunar-
reglna.
Það er ekki hægt að bjóða námsmönn-
um upp á slíkt óöryggi. Tilgangur Lána-
sjóðsins er að greiða götu námsmanna
og tryggja jöfnuð til náms. Að bregða
fæti fyrir námsmenn úti í miðri á getur
tæplega flokkast undir það takmark.