Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPINN FYRIRLESTUR UM SJÁVARÚTVEGSSTEFNU ESB Föstudaginn 18. janúar mun Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra halda fyrirlestur um sjáv- arútvegsstefnu ESB í Háskólanum á Akureyri. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði háskólans á Sólborg í stofu L201 og hefst kl.15.00. Áður enn fyrirlesturinn hefst mun Jón Þórðarson , forseti Sjávarútvegsdeildar flytja stutt ávarp og eftir fyrirlesturinn verður orðið gefið laust og fyrir- spurnir leyfðar. Allir velkomnir - veitingar að fyrirlestri loknum í boði Rekstrardeildar REKI, félag rekstrardeildarnema við HA SKIPAÐ hefur verið svonefnt verk- efnalið til að móta tillögur um framtíð húsnæðismála Brekkuskóla. Gert er ráð fyrir að í kringum næstu mán- aðamót liggi fyrir hversu mikið fé verður veitt til skólans á þessu ári, eða þegar fjárhagsáætlun Akureyr- arbæjar verður tekin til síðari um- ræðu í bæjarstjórn. Húsnæðismál Brekkuskóla voru til umræðu á fjölmennum fundi sem for- eldraráð og stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla boðuðu til á þriðjudags- kvöld. Kristín Sigursveinsdóttir, for- maður foreldraráðs, sagði húsnæðis- mál skólans hafa verið í opinberri umræðu frá því í haust, m.a. vegna skordýra- og lekavandamála, en Heil- brigðiseftirlitið lokaði einni skólastof- unni vegna þeirra. Kristín sagði hús- næðismál skólans lengi hafa verið í ólestri og viðhaldi áfátt. Foreldrar hefðu beðið óþreyjufullir eftir úrbót- um og nú væri svo komið að menn vildu sjá raunhæfar aðgerðir. Vísaði hún til bréfaskrifta við skólanefnd allt til ársins 1997, en ævinlega hefðu svörin verið á þann veg að önnur verkefni hefðu forgang og ekki væri enn komið að Brekkuskóla. Benti Kristín á að spár hefðu gert ráð fyrir að nemendum skólans myndi fækka, en þvert á þær hefði þeim fjölgað, þeir væru nú um 550 og skólinn sá fjölmennasti á Akureyri. „En húsnæðið er það langlélegasta sem grunnskólabörnum á Akureyri er boðið upp á,“ sagði hún. Húsnæðið gamalt og lítt við haldið Húsnæðið væri gamalt og lítt við haldið, skólastofur litlar, skólavistun byggi við þröngan kost, ekkert mötu- neyti væri í skólanum og útiaðstaðan væri slæm. Þá væri ekki rými í skól- anum fyir félagsmiðstöð sem stæði undir nafni og eins væri aðgengi fyrir fatlaða í húsum skólans fyrir neðan allar hellur og börnum með hreyfi- hömlum væri vísað í aðra skóla. Loks nefndi hún að nauðsynlegt væri að bæta aðkomu að skólanum. Þrátt fyr- ir slæman ytri aðbúnað væri náms- árangur barna í skólanum góður. Kristín sagði foreldra hafa sýnt mikið langlundargeð og skilning á því að bæta þyrfti úr húsnæðisþörf annarra skóla. Fólk hefði treyst því að röðin kæmi fljótlega að Brekkuskóla, en enn bólaði ekkert á framtíðarstefnu varðandi húsnæðismál skólans, „og því krefjumst við úrbóta“, sagði Kristín. Björn Þorleifsson skólastjóri sagði vissulega marga galla á húsnæðinu og að erfitt væri að vera með skólastarfið í tveimur húsum. Menn reyndu þó að vera jákvæðir og andinn væri góður. Hann sagði menn bíða eftir áætlun um raunhæfa uppbyggingu. „Við verðum þolinmóð ef við sjáum fram á að eitthvað verði gert hér,“ sagði Björn. Kristín Sigfúsdóttir, varafomaður skólanefndar Akureyrarbæjar, sagði nefndina ítrekað hafa fjallað um hús- næðismál Brekkuskóla og lagt fram tillögur. Einsetning grunnskólanna í bænum fyrir nokkrum árum þýddi að byggja þurfti við nokkra grunnskóla og var verkefnum því forgangsraðað. Brekkuskóli hafði þá einn yfir nægum kennslustofum að ráða og lenti síð- astur í röðinni. Nú væri hins vegar óumdeilt að röðin væri komin að hon- um. Nýskipað verkefnalið sem falið var það verkefni að móta tillögur um húsnæðismál Brekkuskóla hefði tekið til starfa, „og við skulum bíða og sjá hvað það mun hafa fram að færa“, sagði Kristín. Ásgeir Magnússon, bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs, sagði að frá árinu 1998 hefðu um 7.500 fer- metrar af skólahúsnæði risið við grunnskóla bæjarins. Þá í upphafi kjörtímabils núverandi meirihluta í bæjarstjórn væri búið að byggja við Síðuskóla, Lundarskóla, Oddeyrar- skóla og senn yrði öðrum áfanga Giljaskóla lokið. „Þá verður búið að byggja við og lagfæra þá skóla sem brýnast var og nú er röðin komin að Brekkuskóla. Það hefur verið vandað til verka og ég lofa því að með sama hætti verður staðið að framkvæmd- um við þennan skóla,“ sagði Ásgeir. Fyrir liggja tillögur frá árinu 1999 um að leggja af skólastarf í gamla Barna- skólahúsinu og byggja við gagn- fræðaskólahúsið sem var. „Ég geri ráð fyrir að við byrjum á að skoða málið út frá þeim grunni,“ sagði Ás- geir. Nýtt skólahús verði byggt á lóð tjaldstæðisins Að loknum framsöguerindum tóku nokkrir foreldrar til máls, m.a. Bragi Guðmundsson sem varpaði fram þeirri hugmynd til úrbóta í húsnæðis- málum skólans, að byggja nýtt skóla- hús í stað þess að byggja við eldra húsnæði. Heppilegur staður fyrir nýj- an Brekkuskóla væri á lóð tjaldstæð- isins við Þórunnarstræti, en finna þyrfti núverandi húsnæði skólans annað hlutverk. Með þessu móti yrði styttra að fara í skólann fyrir meg- inþorra nemenda hans og eins þyrftu nemendur þá ekki lengur að fara yfir þá erfiðu umferðargötu sem Þórunn- arstrætið væri. Grafa mætti undir- göng undir götuna til að greiða að- gang að íþróttahúsi og sundlaug. Beindi Bragi þessari hugmynd til verkefnaliðsins og bað það hugsa um fleiri möguleika en klastur við núver- andi byggingu. Hlynur Hallsson benti á að kosn- ingar væru í vor og hvatti foreldra til að nýta sér þá framkvæmdagleði sem gjarnan gripi bæjarfulltrúa á þeim tíma. Jón Lambi Haraldsson sagði skólann hafa starfað á undanþágu mörg undanfarin ár og það út af fyrir sig hefði átt að setja framkvæmdir við hann framar í forgangsröðina, fremur en að horfa til þess að skólastofur væru nægar. Kostnaðarsamt að byggja nýtt hús við gamlar byggingar Guðmundur Ómar Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sagði úrbætur í húsnæðismálum Brekkuskóla vera síðar á ferðinni en flokkurinn vildi, hefjast hefði þurft handa ekki seinna en á síðasta ári. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að röðin væri komin að Brekku- skóla, en verkefnaliði hefði verið falið að móta tillögur til framtíðar. Hann sagði kostnaðarsamt að byggja nýtt hús við eldri byggingar og vildi ekki loka á þann möguleika að nýtt skóla- hús yrði byggt. Bæjarstjóri sagði að í lok þessa mánaðar eða byrjun febr- úar ætti að liggja fyrir hversu mikið fé yrði veitt til Brekkuskóla, en þá verður síðari umræða um fjárhags- áætlun bæjarins. Oddur Helgi Halldórsson, bæjar- fulltrúi Lista fólksins, viðurkenndi að hafa dregið lappirnar í málinu og ekki að fullu gert sér grein fyrir hversu al- varleg staðan væri. Hann hefði hins vegar skipt um skoðun og teldi tíma- bært að hefjast handa við úrbætur. Laufey Petra Magnúsdóttir fund- arstjóri sagði að lokum að foreldrum væri mikilvægt að fá sem allra fyrst svör við því hvað gert yrði í húsnæðis- málum skólans. Börn þeirra væru í skólanum núna og því brýnt að fá skýr svör. Hún kvaðst vona að álit verkefnahópsins sem að störfum er dagaði ekki uppi, svo sem dæmi væru um, heldur yrði þegar ráðist í brýnar úrbætur. Foreldrar barna í Brekkuskóla fjölmenntu á fund sem haldinn var um húsnæðismál skólans Brýnt að skýr svör um fram- tíðarstefnu fáist sem fyrst Morgunblaðið/Kristján Húsfyllir var á fundi foreldraráðs og Foreldrafélags Brekkuskóla þar sem húsnæðismálin voru rædd. Morgunblaðið/Kristján Kristín Sigursveinsdóttir, for- maður foreldraráðs Brekku- skóla, ávarpar fundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.