Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 41
honum til æviloka.
Var stuðningurinn sem hann fékk
þar ómetanlegur og þar átti hann
margar góðar stundir. Er vert að
færa aðstandendum klúbbsins bestu
þakkir og virðingu fyrir þeirra starf.
Fjölskylda og vinir sjá nú á eftir
góðum dreng sem horfinn er langt
um aldur fram. Ég og fjölskylda mín
sjáum á eftir nánum vini sem hefur
verið okkur og drengjum okkar ein-
staklega góður og hjálpsamur. Ég
færi bræðrum hans, Sturlu, Þór og
Einari Braga, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og, elsku Bettý, megi
Guð gefa þér styrk í sorginni sem er
sár. Megi svo góðar minningar um
elskuríkan föður létta þér söknuðinn.
Guðni Gíslason.
Síminn hringdi og sagt var í sím-
ann: „Köttur“ …, svo var rætt um
heima og geima í langan tíma. Við
fengum mörg símtöl sem byrjuðu
svona. Umræðuefnin voru mismun-
andi. Hann hafði frá mörgu að segja
og alltaf það nýjasta sem á daga hans
hafði drifið, en oft þurfti hann bara að
fá að spjalla.
Samband okkar við hann var mjög
sérstakt. Hann var einn af þessum
mönnum sem vildu allt fyrir alla gera
og það var ekkert öðruvísi með okkur
þótt um væri að ræða fyrrverandi
eiginkonu og nýjan mann.
Þegar við vorum að flytja inn á
Breiðvanginn kom hann með máln-
ingu á íbúðina, skellti henni á gólfið
og sagði: „Þið skuluð ekki halda að ég
ætli að mála þetta fyrir ykkur.“
Næsta dag var hann nú samt mættur
og sagði: „Ég ætla að mála loftin því
þið getið aldrei gert það almenni-
lega.“
Eða þegar flaut vatn yfir öll gólfin í
nýju íbúðinni okkar. Við vorum auð-
vitað miður okkar, allt gólfefni ónýtt
og Árni ekki handlagnasti maður í
heimi. Þetta frétti hann og hringdi og
sagðist myndu leggja nýtt parket
með Árna. „Hann hlýtur að geta gert
eitthvað.“ Svona var hann, alltaf
tilbúinn til þess að hjálpa og greiða
leið annarra.
Þegar dóttir okkar Alma fæddist
sjálfskipaði hann sig afa og hún kall-
aði hann aldrei annað en afa Jón.
Hann var sérstaklega barngóður og
var meira en til í að sprella með
krökkunum og hefur eflaust skemmt
sér manna best.
Hann talaði oft um klúbbinn Geysi,
hvað hann var að gera þar, hvað hann
var ánægður og hvað honum leið vel
þar. Þar átti hann athvarf í veikind-
um sínum en hafði jafnframt hlut-
verk sem gaf honum mikið.
Síðasta símtalið er komið, við mun-
um ekki heyra þessa sérstöku kynn-
ingu, „Köttur“, framar.
Við þökkum Jóni Bragasyni fyrir
allt sem hann hefur gert fyrir okkur.
Við minnumst hans með hlýju. Hann
var vinur vina sinna.
Betty og Sigurþór, megi góður
Guð vera með ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Við vottum bræðrum hans og fjöl-
skyldum samúð okkar.
Þuríður og Árni.
Genginn er góður vinur okkar
hjóna, Jón Bragason, langt um aldur
fram. Við kynntumst Jóni þegar
hann kvæntist inn í fjölskylduna okk-
ar. Þó svo að leiðir þeirra hjóna Jóns
og Þuríðar hafi skilið hélst okkar vin-
átta áfram og bar aldrei skugga á.
Ennfremur hélst góð vinátta með
þeim Þuríði þó svo að þeirra leiðir
ættu ekki saman og var hann henni
og hennar seinni maka mjög hjálp-
legur eins og hann var öllum. Varla
var hægt að finna greiðviknari mann
og var Jón ætíð boðinn og búinn að
rétta hjálparhönd þegar á þurfti að
halda. Þótt aðallega hafi verið leitað
til hans með málningarvinnu taldi
hann ekki eftir sér að leggja parket
eða handlanga við hvað sem var. Jóni
hefði eflaust fundist fram hjá sér
gengið ef ekki hefði verið haft sam-
band við hann þegar verið var að
flytja og þurfti að koma hlutunum í
stand. Tók hann þá yfirleitt að sér
vandasömustu verkin. Hann var
ótrúlega liðugur og lofthræðsla var
orð sem hann vissi ekki hvað þýddi.
Ef þurfti að mála hús í fjölskyldunni
var hann þar sem enginn þorði að
vinna vegna hæðar. Enda er gælu-
nafnið „Kisi“ þannig til komið og í
síma svaraði hann yfirleitt „kötturinn
hér“.
Síðustu æviárin átti Jón við erfið
veikindi að stríða, bæði andleg og lík-
amleg. Hann hafði lent í erfiðum slys-
um sem drógu dilk á eftir sér og var
hann undir það síðasta orðinn öryrki.
Hann átti erfitt með að sætta sig við
það. Þó fannst okkur að á síðustu
tveimur árum birti talsvert til í lífi
hans og átti félagsskapur geðfatl-
aðra, Geysir, mikinn þátt í því og með
þeim naut hann sín vel. Verður þeim
seint fullþakkað það óeigingjarna
starf sem fer þar fram. Við erum
þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til
að vera með Jóni í kringum jólin en
þessi jól voru ein af þeim bestu sem
hann hafði átt lengi. Skammdegið og
jólaundirbúningur reyndist honum
oft erfiður tími. Þrátt fyrir erfið tíma-
bil var Jón Bragason mjög fé-
lagslyndur, ljúfur, einstaklega barn-
góður og trúr sínum vinum. Á sínum
yngri árum var hann mikið í íþróttum
og átti þá skíðaíþróttin hug hans all-
an. Hann var virkur í skátahreyfing-
unni og sinnti skátastarfi af mikilli
einurð og óeigingirni alla tíð. Jón var
listhneigður og hafði gaman af hvers
konar föndri og yfirleitt þegar hann
kom í heimsókn hafði hann meðferðis
og færði okkur sniðuga hluti sem
hann hafði búið til sjálfur.
Við kveðjum með söknuði góðan
vin með vissu um góða líðan þar sem
hann er nú. Elsku Bettý, Sigurþór og
bræður hans. Við vottum ykkur öll-
um okkar dýpstu samúð.
Hjördís Edda og Jón Vignir.
Hæ, Jón Bragason heiti ég, kall-
aður kötturinn! Þetta voru okkar
fyrstu kynni af Kisa eins og hann var
alltaf kallaður meðal vina sinna.
Þessi kynni hafa varað hátt í 30 ár,
ýmist í gegnum heimsóknir, brids-
félagakvöld og ófá símtöl nú hin síð-
ari ár.
Kisi var mikill vinur vina sinna og
drengur góður. Hann var jafnframt
laghentur og hæfileikaríkur, sérstak-
lega þegar málningarpensillinn var
annars vegar. Fáir fóru í sporin hans
við gerð beinnar línu, fríhendis, og
þar sem greiðvikni hans var líka ein-
stök átti hann orðið mörg handtökin
með pensilinn á heimilum vina sinna
úr Flensborg.
Hann var útivistarmaður, öflugur í
skíðadeild Ármanns á árum áður, tók
virkan þátt í starfi skátahreyfingar-
innar og á síðustu árum hefur
Skátafélagið Hraunbúar notið krafta
hans. Hann var skoðanafastur og ófá
voru skiptin sem hann lenti inni í
horni vegna skoðana sinna. Líf Kisa
varð kannski ekki eins og flestra og
segja má að hann hafi hugsað meira
og betur um aðra en sjálfan sig en hin
síðari ár eignaðist hann skjól í félag-
inu Geysi þar sem hann gat notað
hæfileika sína. Þar var hann ánægð-
ur og fannst lífið vera á uppleið.
Ekki er hægt að minnast Kisa
öðruvísi en að nefna Betty dóttur
hans, hún var sannkallaður sólar-
geisli í hans lífi og talaði hann um
hana af miklu stolti, ánægju og kær-
leika.
Alltaf mundi Kisi eftir börnum
bridsfélaganna og minnast þau með
hlýju allra bláu Opal-pakkanna sem
hann gaf þeim og þeirrar athygli sem
hann veitti þeim með því að tala við
þau eða stríða þeim ef svo bar undir.
Að lokum viljum við þakka Kisa
fyrir allar stundirnar sem við höfum
fengið að njóta með honum og send-
um dóttur hans og fjölskyldu sam-
úðarkveðjur.
Elín, Gunnvör og Selma.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég fæ breytt og vit
til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Nonni, minn kæri vinur, þegar lífið
skyndilega hverfur og sorgin kallar
á, þá leita ég í bænina mína eftir
styrk, það bregst ekki, minningarnar
verða bjartari. Við vorum ekki háir í
loftinu þegar leiðir okkar lágu saman
í Langholtsskóla 1959 og yfir í Voga-
skóla 1960 sem bekkjarfélagar og
sessunautar alla leið að gagnfræða-
skólanum. Mig langar að minnast
þessa, þetta var skemmtilegur tími.
Eða þegar við fórum að fara á skíðin í
Jósepsdalinn. Ármannsskálinn varð
okkar annað heimili á unglingsárun-
um, allar helgar og frídagar voru not-
aðir, og svo sjálfboðavinna á sumrin
því að viðhaldið var endalaust. Ef ein-
hvern var að treysta á þá var það á
Nonna, hann var alltaf tilbúinn. Þeg-
ar einhvern vantaði aðstoð þá var
hann mættur þar. Hvort sem fólk var
að flytja eða byggja þá var hann kom-
inn og ekki mikið að hlífa sér.
Hér væri hægt að skrifa langloku
um lífshlaupið og fleira en það var
ekki ætlunin, ég veit það, besti vinur,
að þú ert ekki mikið fyrir óþarfa
skrúðmælgi. Í minningunni verður
þú mér traustur og góður trúnaðar-
vinur sem ég er þakklátur fyrir að
hafa átt.
Elsku Betty, Guð styrki þig í sorg-
inni.
Baldvin.
„Hann Jón okkar er dáinn,“ var
mér og félögum mínum í klúbbnum
Geysi sagt 8. janúar. Öllum var
brugðið eins og alltaf þegar maður
fréttir af andláti góðs vinar. Jón var
góður maður, alltaf til í að hjálpa öll-
um, og það var sama um hvað maður
talaði við hann, maður varð vitni að
reynslu hans á mörgum sviðum.
Jón var kátur og brosmildur að
eðlisfari og við öll sem umgengumst
hann fundum fyrir því. Eitt sem ég
tók eftir var hversu fróður hann var
um nánast allt. Ég hugsaði oft með
mér að hann Jón væri það sem menn
kalla „þúsundþjalasmiður“. Öll vitum
við að lífsbaráttan er hörð og ekkert
er öruggt í þessu lífi. Það versta sem
menn upplifa er mikill missir. Þá
nístir í sálinni kvöl sem erfitt er að
hemja. Ég geri mér það í hugarlund
að Jóni hafi ekki alltaf liðið vel, en
samt vildi hann ekki tala neitt um
slíkt nema þegar maður var einn með
honum. Kynni mín af Jóni þetta eina
ár í klúbbnum Geysi eru eins og tíu
ár, vegna þess að Jón var heiðarleg-
ur, opinn og nærgætinn og slíka
menn vill maður hafa samskipti við.
Við í Geysi eigum góðar minningar
um Jón. Hann átti það stundum til að
koma með ómetanlega hluti til okkar,
sem sýnir hversu gjafmildur og góð-
ur hann var.
Suma getur dauðinn frelsað frá
þjáningum og við vitum að Jóni okk-
ar líður örugglega vel þar sem hann
er núna. Guð blessi þig, kæri vinur.
Örn Ragnarsson,
Guðrún S. Högnadóttir.
Jón var góður félagi okkar í
klúbbnum Geysi, og vildi hann öllum
vel. Hann skipaði stórt hlutverk inn-
an starfseminnar og var ætíð
reiðubúinn að leysa hvern vanda sem
upp kom. Hann var ótrúlega fjölhæf-
ur, fróður og alltaf léttur í lund.
Við höfum þekkt Jón í rúmt ár og
skiptust á skin og skúrir í lífi hans, en
hann var ætíð sagnafár um erfiðleika
sína og kaus frekar að líta á bjartari
hliðar lífsins. Hann ljómaði þegar
hann talaði um einkadóttur sína sem
var augasteinninn hans í lífinu.
Á sl. vori stóð klúbburinn Geysir
fyrir norrænni ráðstefnu á Geysi í
Haukadal. Þar var Jón með sanni
potturinn og pannan í skipulagningu
veitinga, því hann sá af dugnaði um
að undirbúa grillveislu fyrir hópinn.
Þar kom vel fram reynsla og þjálfun
sem hann hafði aflað sér með starfi
sínu í skátahreyfingunni. Jón var
stoltur af því að vera skáti og fór það
ekki fram hjá neinum. Hann ferðað-
ist mikið, bæði innanlands sem utan,
og kom hann alltaf færandi hendi til
okkar eftir hverja ferð, og hafði hver
hlutur sína sögu sem við varðveitum
til minja um kæran félaga. Hann var
vinur vina sinna, og nutu þeir góðs af
samvistum við hann. Hann fór sínar
eigin leiðir, og má nefna að hann fór
einn til Egilsstaða til að selja Kiw-
anis-lykilinn sl. haust, og var hann
heiðraður af Kiwanismönnum fyrir
framtak sitt. Unun var að fara í göng-
ur í nágrenni Reykjavíkur með Jóni
því hann var sagnabrunnur og þekkti
nánast hverja þúfu. Starfsfólk og fé-
lagar í klúbbnum Geysi eru reynsl-
unni ríkari eftir kynni sín af Jóni,
sem alltaf var léttur í lund og fljótur
að sjá skondnu hliðarnar í lífinu þrátt
fyrir sína erfiðleika, og veitti hann
öðrum félögum jákvæða sýn.
Við vottum Bettý dóttur hans og
öðrum aðstandendum okkar dýpstu
samúð. Guð blessi minningu hans.
Kveðja.
Starfsfólk og félagar í
klúbbnum Geysi.
Kveðja frá
Gilwell-skólanum
Skátabróðir kvaddur:
Við skiljum svo fátt, en skynjum þann mátt,
sem skapar oss ævidaga.
Óvænt og skjótt, upp kemur nótt,
úti er lífsins saga.
Vinurinn kær, farinn er fjær
á fund þess er öllu ræður.
Sorgbitin lund, já, opin er und,
og orðvana systur og bræður.
Margt er að sjá á minningaskjá,
myndirnar hugurinn geymir.
Maður um kveld við minningaeld,
í minningum situr og dreymir.
Í hjartanu býr og hörpuna knýr
harmur, – á fallvaltleik bendir.
Í huga er þökk og kveðjan er klökk,
kveðjan sem Gilwell þér sendir.
Guð, drottinn minn, og guð, faðir þinn,
oss gæti í blíðu og ströngu.
Geislandi vor og gleðinnar spor
þér gefist í ferðina löngu.
(H.Z.)
Kveðja frá
skátahreyfingunni
Þú ert skáti horfinn heim,
himinn, jörð, ber sorgarkeim.
Vinar saknar vinafjöld,
varðar þökkin ævikvöld.
Sérhver hefur minning mál,
við munum tjöld og varðeldsbál,
bjartan hug og brosin þín,
þau bera ljósið inn til mín.
Kveðjustundin helg og hlý,
hugum okkar ríkir í.
Skátaminning, skátaspor,
skilja eftir sól og vor.
(H.Z.)
„Sæll, þetta er Kötturinn!“ Með
þessum orðum hófust mörg símtöl
Jóns Bragasonar við einhvern okkar
sem störfuðum í byggingarnefnd nýs
skátaheimilis á vegum Hraunbúa fyr-
ir nokkrum árum. Jón Bragason var
lágur vexti og þrekinn og liðugur í
hreyfingum og sjálfsagt hefur nafn-
giftin stafað af því. Hann kynntist
skátahreyfingunni snemma og það
voru ófá handtökin sem hann lagði til
skátafélagsins Hraunbúa á liðnum
árum. Þá var hann um skeið starfs-
maður ferðaþjónustunnar sem rekin
var á vegum Hraunbúa í hinu nýja
húsi.
Á yngri árum var hann virkur fé-
lagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík
og var einn þeirra sem unnu sann-
kallað afreksverk í gosinu úti í Vest-
mannaeyjum.
Jón var mjög laginn og bar hag
Hraunbúanna mjög fyrir brjósti og
var óspar á að benda okkur á hvað
betur mætti fara. Hann kom einnig
að skátastarfinu með þeim hætti að
um tíma var hann með ylfingasveit
ásamt fleirum. Þá fylgdist hann mjög
vel með starfi Bettyar dóttur sinnar
sem var óþreytandi í starfi fyrir
Hraunbúana um árabil. Var greini-
legt að hann var ákaflega stoltur af
henni og mat hana mikils.
Jón átti um áratuga skeið við
heilsuleysi að búa og þurfti löngum
að dvelja á sjúkrahúsi. Alltaf kom
hann þó þegar leitað var til hans og á
síðasta ári aðstoðaði hann oft við há-
degisborðhald sem eldri skátar á
Reykjavíkursvæðinu halda reglulega
í hverjum mánuði í Hraunbyrgi.
Að leiðarlokum þakkar Skátafé-
lagið Hraunbúar öll handtökin sem
Jón Bragason hefur lagt starfinu og
sendir Betty, dóttur hans, bræðrum
og öðrum aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Skátafélagið Hraunbúar.
!
" #
$
%
%
$
&# ' !$'$ !"# $ % & %' (("
) * (" ! )! '
$" & %' (+! %("
) , % % *& ("
"-. ,! ! /%
0("
))* )))*1
(
23,
)) *
+ !
#
$
%
%
4 !("
* 5 (1
& 6
& &27
!!*% '
,- !
.
/#
,0 !
,1--
& . $
)
)
/#
$""8
) * ("
%%(!(