Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ PERSÓNUVERND hefur úrskurð- að Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna hafi verið óheimilt að krefja banka, sparisjóði eða aðrar lána- stofnanir um upplýsingar um bankayfirlit konu sem leitaði þar eftir ráðgjöf. Jafnframt hafi Lands- bankanum verið óheimilt að láta Ráðgjafarstofunni í té upplýsingar um fjárhagsstöðu konunnar. Málavextir eru þeir að árið 1999 leitaði konan til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna vegna húsa- leiguskulda við Félagsbústaði hf., sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Að hennar sögn vísaði formaður félagsmálaráðs borgarinnar henni til Ráðgjafarstofunnar og setti það raunar sem skilyrði fyrir hugsan- legri niðurfellingu húsaleiguskulda. Þar átti hún fund með ráðgjafa og undirritaði konan eyðublað um að stofunni væri veitt heimild til að afla upplýsinga um skuldir hennar. Í framhaldi af þessum fundi afl- aði ráðgjafinn upplýsinga um skuld- ir og eignir hjá Landsbanka Íslands þar sem hún var í viðskiptum. Upp- lýst var um heildarstöðu hennar gagnvart bankanum, þ.m.t. að hún ætti tiltekna fjárhæð inni á banka- bók. Konan mætti ekki í boðað seinna viðtal og sendi Ráðgjafarstofa henni bréf sem byggt var á þeim gögnun sem hafði verið aflað frá bönkum og Félagsbústöðum hf. Í bréfinu segir m.a. orðrétt: „Fé- lagsbústaðir eru tilbúnir að fella niður dráttarvexti að fjárhæð 75.000 kr. ef að þú greiðir upp skuldina við þá innan viku frá dag- setningu þessa bréfs. Til þess að það sé mögulegt þá þarft þú að nota þá fjárhæð sem þú átt í banka en jafnframt þarftu lík- lega að fá yfirdrátt fyrir því sem á vantar sbr. fjárhagsyfirlit.“ Konan hélt því fram að inneignin hjá bankanum væri í eigu barna hennar og féllst ekki á tillögur Ráð- gjafarstofunnar. Að hennar sögn var henni þá sagt upp leiguhúsnæð- inu. Hún kvartaði undan „mistökum bankans“ og krafðist þess að fá skaða sinn bættan. Í apríl í fyrra óskaði konan eftir áliti Persónu- verndar. Landsbankinn hélt því fram að í samræmi við beiðni Ráðgjafarstof- unnar hafi honum borið að veita þessar upplýsingar enda ekki hægt að gefa upp skuldir viðskiptavinar án þess að draga frá inneignir í bankanum. Ráðgjafarstofan tók í sama streng og frá miðju ári 1999 hefur yfirlýsing um leyfi til upplýs- ingaöflunar verið látin taka til eigna og skulda. Í úrskurði Persónuverndar segir að þar sem ekki lægi fyrir ótvírætt samþykki konunnar, þar sem skil- greint væri hvaða upplýsingar hann samþykkti að aflað yrði, frá hverj- um og fyrir hvaða tímabil, hafi hvorki Ráðgjafarstofunni né Lands- bankanum verið heimilt að miðla upplýsingum um fjárhag konunnar. Í úrskurðinum segir að þessi nið- urstaða ætti ekki að koma fyrir- svarsmönnum Ráðgjafarstofu á óvart því þegar á árinu 1997 hafi tölvunefnd, sem var forveri Per- sónuverndar, lýst þessari skoðun sinni. Þagnarskylda hvílir á bankastarfsmönnum Á bankastarfsmönnum hvíli þagnarskylda og því yrði að telja að samkvæmt lögum hafi bankanum verið óheimilt að miðla fyrrgreind- um upplýsingum, enda hafi bank- anum ekki tekist að sýna fram á að hann hafi haft til þess leyfi. Konan óskaði ekki eftir því að Persónuvernd tæki afstöðu til þess hvort Ráðgjafarstofunni hafi verið óheimilt að veita starfsmanni Fé- lagsþjónustunnar aðgang að upp- lýsingum um fjárhagsstöðu hennar. Af þessum sökum tekur Persónu- vernd ekki afstöðu til þessa álita- efnis. Persónuvernd um Ráðgjafarstofu um fjármál heimila og Landsbanka Óheimilt var að veita upplýsingar um fjárhag LAUSLEG verðkönnun sem Morg- unblaðið stóð fyrir ásamt Alþýðu- sambandi Íslands á verði algengra neysluvara á Íslandi og í nokkrum Evrópusambandslöndum eftir gild- istöku evrunnar 1. janúar sl. sýnir að verð hér á landi er að jafnaði mun hærra en í evrulöndunum. Af þeim sautján vöruflokkum og tegundum sem spurt var um í könnuninni, kem- ur Ísland dýrast út í tólf tilvikum og nær aldrei að vera með lægsta vöru- verðið. Könnunin, sem fram fór fyrir og eftir sl. helgi tók til fimm evrulanda og Íslands. Leitast var við að kanna verð algengra neysluvara í venjuleg- um stórmörkuðum, þ.e. ekki sölu- turnum eða kvöld- og nætursölubúð- um og ekki heldur skilgreindum lágvöruverðsverslunum. Þá var leit- ast við að bera saman sambærilegar vörutegundir, þ.e. annaðhvort sömu merkin eða sambærilega vöruflokka, t.d. eitt stk. franskbrauð eða 1 kg af frosnum kjúklingi. Til viðbótar var kannað verð á vinsælum vöruflokk- um af öðru tagi, t.d. Levi’s gallabux- um og eftirsóttum hljóm- og mynd- geisladiskum. Hér á landi var verð kannað í verslunum Hagkaupa og Fjarðar- kaupa og var lægra verðið í hverju tilviki fyrir sig látið ráða. Aukinheld- ur var verð kannað í stórmörkuðum í Þessalóníku á Grikklandi, Berlín í Þýskalandi, Amsterdam í Hollandi, Brussel í Belgíu og Lúxemborg. Viðameiri könnun reyndist ekki framkvæmanleg að þessu sinni, en að sögn Ágústu Ýrar Þorbergsdótt- ur, verkefnisstjóra hjá ASÍ, sem skipulagði könnunina af hálfu sam- bandsins, má búast við því að mjög verði litið til Íslands og annarra Evr- ópulanda með tilliti til vöruverðs á næstunni nú þegar evran hefur tekið gildi og allur samanburður verður gegnsærri og auðveldari í fram- kvæmd. Munurinn sláandi í einstökum tegundum Ágústa Ýr kom til starfa hjá Al- þýðusambandinu í september sl. og hefur umsjón með verðlagseftirliti af hálfu sambandsins. Hún hefur mikla reynslu af slíkum störfum og var áð- ur hjá Neytendasamtökunum. „Þegar niðurstöðurnar eru skoð- aðar kemur í ljós að Ísland er lang- oftast dýrasta landið og það kemur ekki svo mjög á óvart. Í einstökum tegundum er munurinn þó sláandi, en í öðrum kemur á óvart hvað teg- undir geta verið dýrar erlendis. Þannig átti ég ekki von á öðru en að bleiur kæmu langverst út hér á landi í þessari könnun, en svo reyndist þó ekki vera,“ segir Ágústa. Meðal þess sem kemur út út könn- uninni er að algengur McDonald’s hamborgari, s.k. „Big Mac“, er ríf- lega 79% dýrari hér á landi en þar sem hann er ódýrastur, eða í Grikk- landi. Þá kostar það Þjóðverja 66% minna en Íslendinga að festa kaup á vinsælum geisladiski og munurinn á Grikklandi og Íslandi er 177%, Ís- lendingum í óhag, þegar kemur að frosnum kjúklingi, 1 kg. Vitaskuld segja tölurnar í töflunni meira en mörg orð, en þó er rétt að hafa í huga ólíkt neyslu- og versl- unarmynstur í ólíkum löndum. Þann- ig kann einhverjum að koma á óvart hversu Iceberg-salat er dýrt í Grikk- landi, en skýringuna er að finna í því að það er ekki ræktað þar í landi og því innflutt munaðarvara. Þá er þess og að geta að þar í landi er löng hefð fyrir því að grænmeti og ýmsar land- búnaðarafurðir séu keyptar á úti- mörkuðum en ekki í stórmarkaði. Þá er alþekkt að einstök vöruteg- und getur notið mikilla vinsælda í einu landi en lítilla í því næsta. Til þess að fá raunhæfan samanburð getur þó reynst nauðsynlegt að ein- skorða sig við fyrirfram ákveðin vörumerki og flokka. Ekki er heldur unnt að draga of víðtækar ályktanir af könnun sem þessari þar sem ekki gafst kostur á því að kanna verð í öllum evrulönd- unum. Hún ætti þó að geta gefið nokkra mynd af vöruverði frá einu landi til annars og þeim breytingum sem orðið hafa í Evrópu samfara gildistöku evrunnar.                                    !   "  #  !   "    $%&'  (  "      "      !')  *   + , $   + , -    .+ / + , ' 0    # & 1 & 2 2 '  (343     6  7 & 85      8 ,  9 2 85   1  :   88 .&2  ;, <  0 ,'   =  (  (> ?    * &   . &= + 9   @% 4  ;)0&4  : 4  ? +                >( # 3>A A> (B 3#A (#A 3>3 ( (3C (#( (#>B (C>A 3CAA B#3 3((  C3 # 3 BA 3> ( 3#( BB> 3( (3C ( (A>3 B# AA 3A  B3 (B( C3 (C(  >BB (C 33 ACA 3C3 3C3 3>B# #>3> ( >> A (#3 ## (33 B (#3A B3 (B (#A3 3(AA 3(AA 333> B> 3B >3 BA 3> (B( C 3 ((# 3A# (# B (B( ((B (BC (BC 3B> C 3AC 9   @% 4  ;)0&4  : 4  ? +  9   @% 4  ;)0&4  : 4  ? +      =   A(          ;D ,                                                                                                      #(A  3B   (5>3 #B  AB(      ># >C 3((  (C( 3B> ((#   (C> A#> (5> (5>> 353>C 53(( (#CC 3# #(  3(C( A (#>> ((> 3(# B#C 3#> C#A( (53A (53 35>(A >5#3A 33# (( ( (> #3C (BC  >(> (533A 3CB C#CB (5B# (5B# (5AB 5A# 3>B# C A (>C BB># ( (( (5>A3 (3 ((#>  (5BA( (5BA( (5#( >5A3( 33>> B AB 3#3 (A #(B (AC (( 3B> (5>A ( (A (5( (53> (53> (5AAB B5 3#3 B( C> 33 3 #AB 3#3 3BB >33 35 >3> 3C (5># 35# 35# 35C3 #533( 3 3# >C 3#3 (A A (C( (( ((# B#C 3#> (C> C#CB (53A (53> (5#( >5#3A (#CC (CE #E E C3E E (#E (B>E (##E 3CE E A3E #BE BBE BE B>E E #AE Verðkönnun á algengum vörutegundum á Íslandi og í evrulöndum 177% verðmunur á kjúklingi á Íslandi og í Grikklandi Varað við fölsuðum seðlum Straumur falsaðra dollara í Evrópu ALÞJÓÐADEILD ríkislögreglu- stjóra varar við fölsuðum dollara- seðlum en lögregla víða í Evrópu hefur að undanförnu orðið vör við straum falsaðra 50 dollara seðla. Tveir Litháar sitja nú í gæslu- varðhaldi en þeir voru handteknir ásamt tveimur öðrum með falsaða dollaraseðla í fórum sínum og hafði þeim áður tekist að koma í umferð nokkru magni falsaðra seðla. Við leit á mönnunum og við húsleit var lagt hald á falsaða 10, 20, 50 og 100 dollara seðla. Á vefsíðu ríkislögreglustjóra kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi nú sent út viðvörun vegna fals- aðra 50 dollara seðla. Erfitt getur verið að gera greinamun á fölsuðum og ekta seðlum. Þá segir að lög- regla víða í Evrópu hafi orðið vör við 50 dollara seðla. Menn sem hafa verið handteknir vegna þessa eru í langflestum tilfellum Litháar og Georgíumenn. Full ástæða er sögð til að vera á varðbergi og er verslunarfólk, starfsfólk veitingastaða og hótela sérstaklega varað við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.