Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 49
VERÐHRUN
ENN MEIRI AFSLÁTTUR
Öll vara á
40-60%
afslætti
ÚTSALA
20-70%
afsláttur
Ný og góð tilboð!
Herra-, dömu- og barnaskór
Kringlunni 8–12 sími 568 6211
Skóhöllin Bæjarhrauni 16, Hf. sími 555 4420
HINN átján ára gamli Ruslan
Ponomariov náði athygli skák-
heimsins svo um munar með ótrú-
lega auðveldum sigri gegn landa
sínum Vasily Ivanchuk í fyrstu
skák heimsmeistaraeinvígisins.
Einvígið milli Úkraínumannanna
hófst í gær og fyrirfram áttu flest-
ir von á að Ivanchuk mundi hampa
heimsmeistaratitlinum að einvíg-
inu loknu. Ponomariov hafði hvítt í
fyrstu skákinni. Franska vörnin
varð upp á teningnum og fyrstu
leikirnir voru kunnuglegir fyrir þá
sem fylgdust með einvígi þeirra
Hannesar og Shorts um daginn.
Hvítt: Rúslan Pónómarjov
Svart: Vassilij Ívantsjúk
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4.
Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6
Bxf6
(Ívantsjúk fetar ekki í fótspor
Nigel Short, sem lék 6. ...gxf6 í 4.
einvígisskákinni við Hannes Hlífar
Stefánsson um daginn. Framhaldið
varð 7. Rf3 a6 8. De2 f5 9. Red2 c5
10. dxc5 Da5 11. c3 Dxc5 12. g3
0–0 13. Bg2 Bf6 14. 0–0 Bd7 15.
Hfe1 Bb5 16. Rb3 Db6 og svartur
hafði þægilega stöðu.)
7. Rf3 0–0 8. Dd2 Be7 9. 0–0–0
--
(Í skákinni, Abreu-Nogueiras,
Havana 2001, varð framhaldið 9.
Bd3 Rd7 10. 0–0–0 c5 11. Rxc5
Rxc5 12. dxc5 Dd5 13. Kb1 Dxc5
14. Hhe1 Hd8 15. Df4 Bf6 16. g4
Db6 17. Re5 Bd7 18. g5 Bxe5 19.
Hxe5 Be8 20. h4 Hac8 21. Hde1
Hd4 22. H5e4 Hxe4 23. Dxe4 g6 og
hvítur hefur rýmra og þægilegra
tafl.
9. ...Dd5!?
(Öruggara er að leika 9. ...b6 10.
Bc4 Bb7 11. Hhe1 Bd5 12. Bxd5,
og jafntefli var samið í skákinni,
Anand-Barejev, Tilburg 1991.)
10. Rc3 Da5 11. a3!? --
(Nýr leikur. Þekkt er 11. Re5
Bb4 12. Rc4 Bxc3 13. Rxa5 Bxd2+
14. Hxd2 b6 15. Rc4 Bb7 16. Re3
Rd7 17. Bb5 Rf6 18. f3 Hfd8 19.
Hhd1 Kf8, jafntefli (Ehlvest-Khal-
ifman, Bali 2000).)
11. ...Rd7 12. Kb1 Db6 13. De3
Rf6 14. Re5 Hd8 15. Bc4 Bd7 16.
Bb3 Be8 17. Hhe1 Bf8 18. g4 Rd5
19. Df3 c6
(Einfaldast var að leika 19.
...Rxc3. Nú kemst hvíti riddarinn í
sóknina)
20. Re4 --
20. ...Dc7?
(Eftir þennan eðlilega leik lend-
ir svartur í miklum vandræðum.
Best virðist 20. ...f6!? 21. Rc4 Dc7
22. g5 b5 23. Re3 f5 24. Rc5 Bxc5
25. dxc5 Bf7 og svartur virðist
halda sínu, þótt peðastaðan hans
sé ekki glæsileg og biskupinn
óvirkur í augnablikinu.)
21. c4 Re7?!
Eftir 21. ...Rb6 22. er erfitt að
benda á fullnægjandi vörn fyrir
svart, t.d. 22. -- c5 (22. ...Rd7 23.
Rxd7 Hxd7 (23. ...Bxd7 24. g6!
hxg6 25. Rg5 Bc8 26. Dh3 Bd6 27.
Dh7+ Kf8 28. Dh8+ Ke7 29. Dxg7
Hf8 30. c5 Bf4 31. Bxe6 Bxg5 32.
Bxc8+og hvítur vinnur) 24. Rf6+!
gxf6 25. gxf6 Kh8 26. Hg1 Da5 27.
d5, ásamt 28. Hg1 og hvítur vinn-
ur)
23. Rf6+! gxf6 24. gxf6 Kh8 25.
Dg3 Ba4 26. Bxa4 Rxa4 27. Rg6+
fxg6 28. Dxc7 og hvítur vinnur.)
22. Rg5 Rc8
(Ekki gengur 22. ...Rg6 23. Rxg6
hxg6 24. Dh3 Bd6 25. Dh7+ Kf8
26. Hxe6 fxe6 27. Dh8+ Ke7 28.
Dxg7+ Bf7 29. Dxf7+ mát.)
23. c5 --
(og svartur gafst upp. Þótt ótrú-
legt megi virðast á hann tapað tafl
eftir aðeins 23 leiki. Lokin hefðu
getað orðið: 23. ...De7 24. Rexf7
Bxf7 (24. ...h6 25. Hxe6 Dc7 26.
Rxd8) 25. Rxf7 Hd5 26. Bxd5 cxd5
27. Re5, eða 23. ...h6 24. Rxe6 fxe6
25. Bxe6+ Kh7 26. Df5+ g6 27.
Dxf8 og hvítu á unnið tafl í öllum
tilvikum. Það er því ekki um annað
að ræða en leika 23. -- Hd5, en eft-
ir 24. Bxd5 hefur svartur engar
bætur fyrir skiptamuninn.)
Teflt er í hinu 100 ára gamla
Metropol-hóteli í Moskvu, en sá
staður hefur áður komið við sögu
skákarinnar. Árið 1925 fór þar
fram fyrsta Alþjóðaskákmótið í
Moskvu. Til mótsins var boðið 11
vestrænum stórmeisturum með
þáverandi heimsmeistara, Capa-
blanca, í broddi fylkingar ásamt
Lasker, fyrrverandi heimsmeist-
ara, en 10 sovéskir meistarar
tefldu einnig í mótinu. Þetta var
eitt af minnisverðustu skákmótum
sögunnar og vakti mikla athygli,
enda voru lítil samskipti við vest-
ræn ríki eftir byltinguna í Rúss-
landi. Það var Sovétmeistarinn
Bogoljubow sem sigraði á mótinu.
Um hann var sagt að sjálfstraustið
væri eitt af hans mikilvægustu
vopnum, en ef það brást gat illa
farið. Þetta er athyglisvert því ná-
kvæmlega það sama hefur verið
sagt um Ivanchuk sem nú, 77 ár-
um síðar, teflir á sama hóteli og
Bogoljubow vann sinn eftirminni-
lega sigur. Skyldi sagan endurtaka
sig og þessum þjáningabróður
Bogoljubow þrátt fyrir allt takast
að hafa sigur í einvíginu?
Tefldar verða átta skákir og er
teflt daglega 16.–24. janúar, nema
hvað 20. janúar verður frídagur.
Skákirnar hefjast klukkan 13 og
hægt er að fylgjast með þeim á
ICC, www.fide.com og fleiri stöð-
um á Netinu.
Ótrúleg byrjun á HM í skák
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Moskva
HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ
16.1. – 24.1. 2002
RANNSÓKNASTEFNA Reykja-
víkurAkademíunnar verður haldinn
föstudag 18. janúar kl. 15–18 á
Hringbraut 121, 4. hæð. Til umræðu
verður: Hvaða breytingar þarf að
gera á stofnunum og stjórnum hins
opinbera sem fjalla um fjármögnun
vísinda- og fræðarannsókna á Ís-
landi?
Á Rannsóknastefnunni, sem er
önnur í röð árlegra ráðstefna
ReykjavíkurAkademíunnar um ís-
lenska vísindapólitík, verður fjallað
um áhrif fyrirsjáanlegra breytinga á
stefnu stjórnvalda í þessum málum á
umhverfi vísindarannsókna, verk-
efnaval og vinnubrögð fræðimanna.
Ennfremur um aðskilnað á milli
rannsókna opinberra stofnana og
rannsókna einstaklinga og fyrir-
tækja þeirra.
Erindi halda: Björn Bjarnason,
Steinunn Kristjánsdóttir, Vilhjálm-
ur Lúðvíksson. Í pallborðsumræðum
taka þátt: Anna Agnarsdóttir, Björn
Bjarnason, Hafliði P. Gíslason, Þor-
steinn Gunnarsson og Þórunn Sig-
urðardóttir. Gert er ráð fyrir að aðr-
ir ráðstefnugestir taki þátt í
umræðum. Fundarstjóri verður
Lilja Hjartardóttir.
Rætt um
íslenska
vísindapólitík
STARFSMANNAFÉLAG ríkis-
stofnana heldur fund fyrir alla trún-
aðarmenn félagsins, sem eru 240
talsins frá nærri jafn mörgum vinnu-
stöðum, í dag, fimmtudaginn 17. jan-
úar kl. 13. Fundirnir eru reglulegur
viðburður og liður í áherslu SFR á
virkt samband við alla trúnaðar-
menn vinnustaða félagsmanna sinna.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra heldur erindi um mikilvægi sí-
menntunar fyrir íslenskt atvinnulíf.
Árni Stefán Jónsson, framkvæmda-
stjóri SFR ræðir um undirbúning
fyrir aðalfund. Kosið verður í upp-
stillingarnefnd og ályktunarnefnd.
Jens Andrésson, formaður SFR,
stjórnar umræðu um endurskoðun
stofnanasamninga.
Trúnaðar-
manna-
fundur SFR
♦ ♦ ♦