Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ E mbættismaðurinn Karl Kerfis er íbygginn á svip þegar hann býður mér sæti. Kertið á skrifborðinu er brunnið til hálfs og ég veiti því athygli að engar perur eru í ljósastæðunum. Tölva er heldur engin í herberginu en gamalli ritvél er bersýnilega vel við haldið. Líklega rétt sem ég heyrði að þetta hafi verið svona síðan hann fór að borga sjálfur fyrir rafmagnið af kytrunni, til að sleppa við hlunnindaskattinn. Karl Kerfis notar jafnan eigin blýant í vinnunni og kemur með kaffi á brúsa að heiman. Þessi sómadrengur, sem á sínum tíma lauk dokt- orsprófi í sanngirni frá háskólanum í Leipzig, er nú háttsettur í hlunninda- málaráðuneytinu. „Vertu velkominn. Það voru þarna fáein atriði í skattaskýrsl- unni sem við gerðum at- hugasemdir við. Það vantaði til dæmis akstursnóturnar og hlunn- indadagbækurnar …“ – Hlunninda …?! „… dagbækurnar. Þú hlýtur að skilja að það er til dæmis ekki trúverðugt að maður í þinni stöðu hafi ekki fengið nema eitt par af vinnuvettlingum frá fyrirtækinu allt árið. Í gögnum okkar kemur einnig fram að þú keyptir enga vettlinga sjálfur á þessum tíma.“ Hann starir til lofts og segir eins og við sjálfan sig: „Upp- skriftin að sæluríkinu er til og undarlegt að okkur skuli ekki hafa tekist fyrr að fá pólitíkusana til að dusta rykið af henni.“ – Sæluríki?! Ertu hlynntur því að við förum að njósna hver um annan, Íslendingar? Væri ekki nær að reyna að klófesta þá sem svíkja undan skatti? Jón ríki í næsta húsi á tvo jeppa, stóran sumarbústað og skútu en er með miklu lægri laun en ég, miðað við skattaskýrslu. „Hægan, hægan. Þú hlýtur að skilja að það er ekki hægt að góma þá stóru. Ekki hægt. Og hér eru skólar og sjúkrahús sem þarf að reka. Og kerfið; viltu að ég missi vinnuna? Það liggur í augum uppi að almenningur verð- ur að borga og jöfnuður verður að komast á – meðal almennings.“ – En … „Ég hef til dæmis heyrt að kaffi sé víða á boðstólum á vinnu- stöðum. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki drekka kaffi? Kaffi- þambarar njóta þarna greinilega hlunninda umfram aðra og það getur ekki talist sanngjarnt.“ Ég skynja að honum er alvara. „Í plöggum mínum sé ég líka, gæskur, að þú sóttir fjögur kokkteilboð á árinu en telur að- eins þrjú þeirra fram. Og í því fyrsta, við vígslu elliheimilisins inni í Vogum, gefur þú upp fjóra einfalda gin og tónik og sex snitt- ur. Samkvæmt mínum kokkabók- um voru ginglösin sjö, þar af tveir tvöfaldir, og snitturnar heldur fleiri. Hverju svararðu þessu, lagsmaður?“ – Ég … Það má svo sem vera að ég hafi eitthvað talið vitlaust og biðst innilega afsökunar á því. Ég þoli orðið svo lítið … En þetta með fjórða kokkteilboðið; ég minnist þess ekki. Spurning hvort það hafi verið Baddi tví- burabróðir minn. „Sko. Þú skalt ekki vera að setja þig á háan hest hér, væni minn. Mér skjátlast ekki og eins gott fyrir þig að játa.“ Svo pírir hann augun á mig og segir hvellum rómi: „Það var greinileg brotalöm í bókhaldinu hjá þér varðandi skemmtana- skattinn.“ – Skemmtanaskattinn?! „Já, já. Við tölum nú stundum um dráttarbrautargjald hér í ráðuneytinu,“ segir hann og kím- ir en verður jafn alvarlegur og áður á augabragði. „Öll gæði í líf- inu eru skattskyld og hvað er helsta skemmtun ykkar almúg- ans annað en gæði? Hlunnindi?“ Hann blikkar mig. „Þú veist, do do … Eftir síð- ustu reglugerðarbreytingu telst það orðið til hlunninda. Öll gæði í lífinu eru skattskyld, þú skilur.“ – Nei, nú lýgurðu, segi ég undrandi og kreisti fram vand- ræðalegt bros, enda feiminn mað- ur að eðlisfari. Mér var að vísu sagt á Indlandi um árið að kynlíf væri eina afþreying lágstéttanna þar í landi, en … „Ertu að væna mig um lygar, góði minn? Ég er hreint ekki í skapi til að gantast,“ segir Karl Kerfis og dæsir. „Og þú nefnir það hvergi þegar þú straukst Sig- ríði í bókhaldinu blíðlega um lendarnar í kaffistofunni í hádeg- inu 4. ágúst?“ – Sigríði! 4. ágúst? Það var óvart, ég rakst … Hvernig veist þú annars af því? „Hér er það ég sem spyr spurninganna góurinn. Þú hefur heyrt um eftirlitsmyndavélar er það ekki? Og gervihnetti?“ Svo spyr hann: „Þú tilheyrir flokki B2; kvænt- ur tveggja barna faðir í þriggja herbergja íbúð, ekki satt?“ – Jú, jú, en … „Þá greiðir þú 27,5% komu- gjald í hvert skipti. Gjaldið er reiknað af meðalverði þjónustu gleðikonu í París, samkvæmt taxta frá franska innanríkisráðu- neytinu. Virðisaukaskattur bæt- ist að vísu ofan á verði konan þunguð.“ – Ha?! „Hér er taxtinn. Þú sérð þetta svart á hvítu: hjón greiða 27,5% njóti þau hvort annars, en gjaldið er 70% sé um framhjáhald að ræða. Sé rekkjunauturinn af er- lendu bergi brotinn greiðir hvort um sig hins vegar 75% gjald. Til að draga úr líkum á að stofninn þynnist, þú skilur. En eins og ég hef margoft hamrað á í ræðu og riti er þetta því miður ekki algilt. Ráðherra laumaði inn í reglugerðina, illu heilli, klausu sem dregur nokkuð úr tekjumöguleikum hins opin- bera. Meðan á æfingatímabili stendur, til 25 ára aldurs, er veittur magnafsláttur, og við starfslok er skemmtanaskatt- urinn af einstaklingum felldur niður, þó aldrei fyrr en viðkom- andi nær 63 ára aldri.“ Gæði og gjöld „Meðan á æfingatímabili stendur, til 25 ára aldurs, er veittur magnafsláttur, og við starfslok er skemmtanaskatturinn af einstaklingum felldur niður, þó aldrei fyrr en viðkomandi nær 63 ára aldri.“ VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HINN 1. janúar sl. eignuðust málefni um- hverfisins nýjan öflug- an bakhjarl í stjórn- kerfi Reykjavíkur- borgar. Þá hóf Umhverfis- og heil- brigðisstofa Reykja- víkur starfsemi sína, en frá fyrsta degi verður hún meðal helstu stofn- ana landsins á vett- vangi umhverfismála. Tilurð Umhverfis- og heilbrigðisstofu mark- ar því tímamót í þróun umhverfismála á Ís- landi. Fjölbreytt verkefni Hjá Umhverfis- og heilbrigðis- stofu sameinast undir einn hatt þau verkefni sem áður voru unnin á vett- vangi Garðyrkjustjóra, Hreinsunar- deildar og hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur auk fjölda annarra verkefna sem lúta að umhverfismál- um innan borgarkerfisins. Hlutverk hennar verður því afar víðtækt og spannar nánast allt svið umhverfis- málanna. Þar má nefna sorphirðu og meðferð úrgangs, eftirfylgni um- hverfisáætlunar Reykjavíkur, Stað- ardagskrá 21, umsjón með gróðri og gróðursetningu, málefni áa og vatna, náttúruvernd og umhverfisvöktun, dýrahald og mengunar-, matvæla-, og heilbrigðiseftirlit í borginni. Umhverfis- og heilbrigðisstofu er því fátt óviðkomandi, þegar umhverfismál eru annarsvegar, en henni er ætlað að vinna að því sem er til hags- bóta fyrir umhverfið og hollustuhætti borgar- samfélagsins. Mikil umsvif Umhverfis- og heil- brigðisstofa starfar í umboði Umhverfis- og heilbrigðisnefndar, þar sem öll meginstefnu- mörkun borgarinnar í umhverfismálum fer fram og ákvarðanir eru teknar um notkun þess fjár sem til umhverfismála renna. Á komandi ári mun Umhverf- is- og heilbrigðisstofa fá til ráðstöf- unar vel á annan milljarð króna til þeirra fjölbreyttu verkefna sem und- ir hana heyra. Hátt í 200 starfsmenn munu vinna á vegum stofnunarinnar að staðaldri, en yfir sumartímann verður starfsmannafjöldinn marg- faldur vegna viðamikilla verkefna garðyrkjunnar og Vinnuskólans. Tímamót í umhverfismálum Á vegum Umhverfis- og heilbrigð- isstofu hafa umhverfismálin því eignast fjölmennan, samhentan hóp faglegra og metnaðarfullra liðs- manna með fjárhagslegt bolmagn til góðra verka. Með breytingu þessari er að mínu mati stigið eitt mikilvæg- asta skref sem stigið hefur verið í þróun umhverfismála innan borgar- kerfisins og mun það vafalaust hafa sín áhrif á þróun málaflokksins á landsvísu. Tilurð Umhverfis- og heil- brigðisstofu markar því merk tíma- mót í umhverfismálum á Íslandi. Ný umhverfisstofnun Hrannar Björn Arnarsson Umhverfismál Í Umhverfis- og heil- brigðisstofu hafa um- hverfismálin segir Hrannar Björn Arnarsson, eignast fjöl- mennan, samhentan hóp faglegra og metn- aðarfullra liðsmanna með fjárhagslegt bol- magn til góðra verka. Höfundur er borgarfulltrúi Reykja- víkurlistans og formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar. HÆSTVIRTUR ráð- herra fjármála. Æðsti tollheimtu- maður lýðveldsins, sem þú veitir fjárhagslega forstöðu, lét hafa eftir sér í DV 10. janúar sl. að öll lífsins gæði væru skattskyld og nefndi nokkur dæmi. En skattheimtumað- ur þinn stendur ekki í stykki sínu. Hann er of efnislega sinnaður, jarðbundinn kontórist- inn, og hugsar einungis um bíla, tölvur, utan- landsferðir og mat, rétt eins og það séu einu gæðin sem okkur áskotnast í lífinu. En því fer víðsfjarri eins og dæmin sanna. Mér koma strax í hug þrír skatt- stofnar sem hann hefur litið fram hjá. Mér er það ekki nema sönn ánægja og ljúf skylda að leggja fram minn skerf til að bæta ástand fjármála hins besta ríkis allra ríkja í heiminum, einkum í ljósi þess að fjárhagur hins besta ríkissjóðs allra ríkissjóða í heiminum er eitthvað lúinn þessa dagana. Sólskinið Sólarljósið er meðal þeirra lífs- gæða sem við njótum öll. Allir þekkja unað þess að láta geislana leika um sig og verma. Það nær vitaskuld ekki nokkurri átt að þjóðin skuli láta sólina skína á sig dag eftir dag án þess að meta það á nokkurn hátt né gera sér grein fyrir kostnaði sem af því hlýst. Skattur á þessi gæði mundi auka kostnaðarvitund almennings og hann mundi án efa njóta betur yls sólarinn- ar ef hann fengi að greiða fyrir hann. Það er enginn vandi að reikna skatt- inn út. Ég bendi á að veðurstofan reiknar út sólskinsstundir af mikilli nákvæmni. Annaðhvort mætti hugsa sér að skatturinn yrði breytilegur milli ára, eins og sólskinið, eða reikn- aður út samkvæmt einhverju meðal- tali. Ég læt þig um nánari útfærslu enda vanur maður í þessum efnum. Ég vil þó benda á eina mikilvæga staðreynd. Nú vita allir að á sund- laugarbörmum þessa lands liggja gamlingjar eins og hrá- viði og sleikja þessi lífs- gæði tímunum saman og umfram annað fólk. Auðvitað er sjálfsagt að hafa hærra skattþrep fyrir ellilífeyrisþega enda sitja þeir, eins og ég sagði, í sundlaugun- um lon og don þegar sólin skín. Þeir hafa líka tímann til þess! Hærra skattþrep elli- lífeyrisþega er líka í eðlilegu samræmi við þá stefnu ríkisins að láta þá sem minna mega sín borga meira en hina sem betur eru stæðir. Hamingjan Alþjóðlegar kannanir hafa sýnt að þjóð vor er sú hamingjusamasta í heimi sem von er. Hamingjan er því enn ein lífsgæðin sem þegnarnir taka sem sjálfsögðum hlut. Ég efa ekki að það yrði þjóðinni til hamingjuauka ef hún fengi að greiða hamingjuskatt. Hamingjan yrði verðmætari fyrir bragðið og þjóðin gætti hennar betur og sólundaði henni ekki eins og mönn- um hættir til að gera við það sem ókeypis fæst. Ég vara þó við undanskotum und- an skattinum og legg til þessa laga- grein: „Nú reynir maður að gera sér upp óhamingju til að skjóta sér undan hamingjuskatti, skal þá þegar vísa honum til Geðlæknis ríkisins. Reynist hann vera hamingjusamur þrátt fyrir allt, sem reyndar er langlíklegast í ljósi staðreynda um hina hamingju- sömustu þjóð allra hamingjusamra þjóða í heiminum, skal beita sektum. Nú greiðist sektin ekki og kemur þá varðhald eða fangelsi í hennar stað.“ Því er við þetta að bæta að ég las í blöðunum um daginn að erlendir vís- indamenn hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að unnt væri að kaupa sér hamingju. Hvert mannsbarn var reyndar með það á hreinu en nú er þetta vísindalega sannað. Við getum því reiknað með að hinir ríkari meðal vor hafi keypt sér hamingju en ekki hinir fáæktari enda eru þeir ekki af- lögufærir. Þess vegna finnst mér ekki óeðlilegt og jafnvel réttlátt að hinir fátækari greiði meiri skatt. Þeir hafa öðlast hamingjuna fyrir ekki neitt meðan hinir ríku hafa þegar greitt fyrir hana, sumir hverjir með miklum fúlgum. Það er líka í fínu samræmi við stefnu ríkisins um að láta hina fátæk- ari borga meira en þá ríku. Andrúmsloftið Hvert mannsbarn andar að sér miklu súrefni á hverjum einasta degi. Þetta gerum við án umhugsunar alla ævi. Göngum út frá því sem vísu að geta andað og andað að vild daginn út og inn og á nóttunni líka. Loftskattur yrði til að vekja okkur til umhugsunar um þessi lífsgæði og án efa mun fólk anda vandlegar að sér og frá og nýta loftið betur ef það greiðir fyrir hvern andardrátt. En að ýmsu ber að hyggja. Nú er það til dæmis staðreynd að gamalt fólk og sjúklingar, til dæmis asma- sjúklingar, þurfa að anda meira að sér og nýta auk þess súrefnið verr en annað fólk. Það er því ekki nema rétt- látt að þessir hópar og aðrir sem við- líka er ástatt um greiði hærri loft- skatta en aðrir. Það er líka í góðu samræmi við stefnu ríkisins um að láta sjúklinga og gamalmenni greiða meira til hins op- inbera en aðra. Í von um að þessar hugmyndir megi verða til að bæta fjárhag hins besta ríkis allra ríkja. Með vinsam- legri kveðju. Eiríkur Brynjólfsson Skattheimta Skattheimtumaður þinn er of efnislega sinnaður og hugsar einungis um bíla, tölvur, utanlands- ferðir og mat, segir Eiríkur Brynjólfsson í bréfi til fjármála- ráðherra. Höfundur er kennari og rithöfundur. Öll lífsins gæði eru skattskyld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.