Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 25
LÖGREGLA í Bretlandi yfirheyrir nú 23 ára gamla konu, Katherine Penny, vegna barns, sem var yfirgefið í Portúgal, en talið er að barnið sé hennar eigið. Lögregla hefur einnig yfirheyrt kærasta hennar og meintan barnsföður, Mark Beddoes, vegna málsins. Parið gaf sig fram sjálfviljugt á lög- reglustöð í Bournemouth á suður- hluta Englands eftir að það flaug til landsins frá heimili sínu í Portúgal. Litli drengurinn var skilinn eftir í kerru, vafður í teppi, í bænum Albu- feira. Hjúkrunarfræðingur á sjúkra- húsi í bænum þekkti drenginn en hann er með skarð í vör og fæddist á sjúkrahúsinu hinn 2. október á síðasta ári. Lögregla í Bretlandi segir að unnið sé að rannsókn málsins í samvinnu við lögreglumenn og félagsmálayfirvöld í Portúgal. „Þetta er óvenjulegt og áhugavert mál og við erum að leita eftir ráðum frá ákæruvaldinu,“ sagði lögreglumaðurinn Neil Claughton sem fer með rannsókn málsins. Talsmaður lögreglu í Portúgal sagði að þegar barnið fannst hefði það verið flutt á sjúkrahús og því næst á munaðarleysingjahæli. Samkvæmt portúgölskum lögum er hámarksrefs- ing fyrir að yfirgefa barn átta ára fangelsi. Breskt par yfirheyrt London. AFP. Ungbarn yfirgefið í Portúgal ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 25 siminn.is á Símaskrá Skráningarfresturvegna breytinga rennur út 31. janúar 2002 Haf›u samband vi› skrifstofu Síma- skrár e›a skrá›u flig á einfaldan og flægilegan hátt á fiínum sí›um á siminn.is flínarsí›ur Skrifstofa Símaskrár, Sí›umúla 15, sími 550 7050 Vertu áberandi í ár! – Skráning á net- og vefföngum – Skráning í lit – Skráning feitletru› N O N N I O G M A N N I • 5 0 5 9 /s ia .is flínarsí›ur skrá›u flig á fiínum sí›u m einfalt og flægilegt BANDARÍKJAMENN og Bretar hafa hótað að grípa til refsiaðgerða gegn stjórn Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, vegna aðgerða hennar gegn stjórnarandstöðunni fyrir for- setakosningarnar í landinu í mars. Bandaríkin, Evrópusambandið og mannréttindahreyfingar hafa gagn- rýnt ný lög sem Mugabe hefur knúið í gegnum þingið til að herða tök hans á landinu fyrir kosningarnar. Lögin veita lögreglunni aukið vald til að leysa upp fjöldafundi og banna að er- lendir og óháðir innlendir aðilar fari með kosningaeftirlit. Stjórnin hefur einnig lagt fram lagafrumvarp, sem skerðir frelsi fjölmiðla í Zimbabwe og bannar erlendum fréttamönnum að fylgjast með kosningunum, en af- greiðslu frumvarpsins var frestað í gær þar til í næstu viku. Refsiaðgerðir undirbúnar Valerie Amos, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bretlands, staðfesti í gær að breska stjórnin væri að íhuga refsiaðgerðir gegn leiðtogum Zimb- abwe. Hann sagði að meðal annars kæmi til greina að frysta bankainni- stæður Mugabe og helstu samstarfs- manna hans og meina þeim að ferðast. Philip Reeker, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að ráðuneytið væri að ræða við „ýmsar ríkisstjórnir“ um refsiaðgerðir gegn leiðtogum Zimbabwe, fjölskyldum þeirra og samstarfsmönnum, meðal annars ferðabann. Hermt er að bandarísk og bresk stjórnvöld hafi þegar byrjað að kanna hvar Mugabe og samstarfsmenn hans hafi lagt fé inn á bankareikninga til að undirbúa refsiaðgerðir gegn forsetanum og öðrum leiðtogum Zim- babwe. Financial Times sagði að meðal annars væri rætt um að frysta bankainnistæður leiðtoganna og banna að þeim yrðu veittar vega- bréfsáritanir til vestrænna landa. Breska stjórnin hefur ákveðið að hætta að flytja Zimbabwebúa, sem óska eftir hæli í Bretlandi, aftur til heimalandsins. Leiðtogum Zimbabwe hótað refsiaðgerðum Harare. AFP. KONA er látinn og annarrar er saknað eftir að farþegaþota nauð- lenti á fljóti á eynni Jövu í Indón- esíu í gær. Nokkrir særðust, að því er haft var eftir flugvallarstarfs- mönnum. Þotan var af gerðinni Boeing 737 og á vegum flugfélags- ins Garuda Indonesia. Sextíu manns voru um borð. Þotan var á leið frá eynni Lom- bok, skammt frá ferðamannaeynni Bali, til borgarinnar Yogyakarta á Jövu og átti um 30 km eftir ófarna þegar hún brotlenti á fljótinu Beng- awan Solo. Yfirmaður flugvallarins í Yogyakarta sagði að vélin hefði lítið brotnað í lendingunni. Konan sem fórst var flugfreyja um borð, og að sögn ríkisfréttastof- unnar Antara er annarrar flug- freyju saknað. Ekki hafa borist fregnir af orsökum slyssins, en úr- hellisregn mun hafa verið á Jövu. Haft var eftir sjónarvottum að svo hafi virst sem hreyfilbilun yrði í þotunni. AP Nauðlending á fljóti Jakarta. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.