Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KABÚLFLUGVÖLLUR var op- inberlega opnaður í gær en hann skemmdist mikið í loftárásum Bandaríkjamanna. „Þetta er upphaf nýs tíma í afganskri flugsögu,“ sagði Abdul Rahman, ferðamálaráðherra í afgönsku bráðabirgðastjórninni, við þetta tækifæri en afganska rík- isflugfélagið Ariana ætlar að hefja reglulegt áætlunarflug í næstu viku. Á það nú aðeins tvær vélar, Antonov 24 og Boeing 727, en vígslan fólst meðal annars í því, að sú síð- arnefnda tók sig á loft, flaug hring um borgina og lenti síðan aftur. Reuters Kabúl- flugvöllur opnaður JOHN Walker Lindh, sem nefndur hefur verið „bandaríski talibaninn“, frétti af því í júní sl. að Osama bin Laden hefði sent hóp manna til Bandaríkjanna til að fremja þar sjálfsmorðstilræði, að því er fram kemur í ákærunni á hendur honum, sem lögð var fram á þriðjudag. Lindh, sem er tvítugur að aldri, barðist með talibönum í Afganistan, en bandarískir hermenn tóku hann höndum eftir blóðuga fangauppreisn við borgina Mazar-e-Sharif í nóvem- ber. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá því á þriðjudag að hann hefði verið ákærður fyrir aðild að „samsæri um dráp á bandarískum borgurum“ í Afganistan og aðstoð við hryðju- verkasamtök. Ákæran byggist á játningum sem Lindh gerði í yfir- heyrslum eftir handtökuna. Lindh hefur verið í haldi í banda- rísku herskipi á Indlandshafi en verður innan skamms fluttur til Bandaríkjanna, þar sem hann mun koma fyrir borgaralegan dómstól í Alexandra í Virginíu-ríki. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing liggur ekki við þeim brotum sem hann hefur verið ákærður fyrir, en nýleg skoðanakönnun benti til að fimmtungur Bandaríkjamanna teldi hann verðskulda dauðadóm. Ash- croft sagði þó í viðtalsþætti í gær að ef sannanir kæmu fram fyrir því að Lindh hefði framið föðurlandssvik eða aðra glæpi sem dauðarefsing liggur við, yrði ný ákæra hugsanlega lögð fram á hendur honum. En dómsmálaráðherrann bætti við að sönnunarbyrðin í slíkum málum væri þung. Fjölskylda Lindhs og lögmaður hans, George Harris, gagnrýndu í fyrradag bandarísk stjórnvöld fyrir að hafa ekki leyft þeim að ræða við Lindh síðan hann var tekinn til fanga. Telja þau að brotið hafi verið á réttindum hans og segjast munu berjast fyrir því að hann fái réttláta málsmeðferð. Fjölskyldan hefur haldið því fram að Lindh hafi verið heilaþveginn og sé því ekki sakhæfur, en bandarísk yfirvöld vísa því á bug. „Hann tók þá ákvörðun að ganga til liðs við öfga- sinna og sýndi þessum hryðjuverka- mönnum hollustu fram á síðustu stundu,“ sagði John Ashcroft í yf- irlýsingu sinni á þriðjudag. Snerist sextán ára til íslamstrúar John Walker Lind ólst upp hjá foreldrum sínum og tveimur systk- inum og bjó frá tíu ára aldri skammt fyrir utan San Francisco í Kaliforn- íu. Foreldrarnir voru frjálslyndir kaþólikkar, faðirinn lögfræðingur og móðirin heimavinnandi. Þau eru nú skilin og móðirin hefur síðan tekið upp búddatrú, en nágrönnum ber saman um að fjölskyldan hafi virst hamingjusöm. Lindh snerist til íslamstrúar fyrir fjórum árum, þegar hann var sextán ára gamall, eftir að hafa lesið ævi- sögu blökkumannaleiðtogans Mal- colm X. Tók hann þá upp nafnið Sul- eyman al-Lindh, en hefur einnig gengið undir nöfnunum Suleyman al-Faris og Abdul Hamid. Hann hleypti heimdraganum árið 1998 og hóf nám í arabísku og ísl- ömskum fræðum í Jemen. Í ákæru- skjalinu kemur fram að hann hafi haldið til Pakistans haustið 2000 og hafi í maí á síðasta ári sótt þar þjálf- unarbúðir fyrir málaliða. Lindh kveðst svo hafa haldið til Afganistans í júní sl. til að berjast með liði talibana. Talibanar vísuðu honum til al-Qaeda, hryðjuverka- samtaka Osama bin Ladens, þar sem honum var skipað í hóp með ar- abískum hermönnum. Þakkir frá bin Laden Í ákæruskjölunum, sem lögð voru fram á þriðjudag, er fullyrt að Lindh hafi frétt af því allt að þremur mán- uðum fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september að Osama bin Laden hefði sent hóp hryðjuverkamanna til að fremja sjálfsmorðstilræði í Bandaríkjunum. Var Lindh þá staddur á sjö vikna þjálfunarnám- skeiði í búðum al-Qaeda. Í skjölunum er haft eftir Lindh að bin Laden hafi heimsótt búðirnar „þrisvar til fimm sinnum og flutt er- indi“. Lindh og fjórir félagar hans munu í eitt af þessum skiptum hafa átta um fimm mínútna fund með bin Laden og er hryðjuverkaforinginn sagður hafa þakkað fimmmenning- unum fyrir að leggja talibönum og al-Qaeda lið. Í þjálfunarbúðunum lærði Lindh að beita skotvopnum og sprengiefn- um. Stjórnandi búðanna bauð hon- um að fara úr landi og taka þátt í að- gerðum gegn Bandaríkjunum og Ísrael, en hann kaus frekar að halda til vígstöðvanna í Afganistan og berjast við heri Norðurbandalags- ins. Eftir handtökuna lýsti hann yfir stuðningi við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin og kvaðst reiðubúinn að láta lífið sem píslarvottur. „Það er markmið hvers múslima,“ sagði hann við yfirheyrslur. AP Sjónvarpsmynd af John Walker Lindh, sem tekin var í byrjun desember. Washington. AFP, AP. „Bandaríski talibaninn“ hitti Osama bin Laden FIMM erlendir menn, sem handtekn- ir voru af útsendurum talibanastjórn- arinnar í Afganistan og sakaðir um njósnir, dúsa enn í fangelsi í Kandah- ar þó að talibanar séu nú úr sögunni. Mennirnir fimm, sem máttu sæta pyntingum í tíð talibana, eru að vísu frjálsir ferða sinna en eiga enga pen- inga til að hverfa á brott og eru auk- inheldur vegabréfslausir. Einn mannanna er tatari frá Rúss- landi, annar Kúrdi frá Sýrlandi, sá þriðji er Sádí-Arabi, fjórði er Breti og sá fimmti kemur frá Kína. Sú rauna- saga sem þeir hafa sagt fjölmiðla- mönnum er sannfærandi og þeir bera þess enn merki að hafa verið barðir. Ólíkar ástæður valda því að menn- irnir voru á ferð um Afganistan. Ay- rat Vahito, sem er 24 ára, segist hafa yfirgefið Rússland í desember 1999 eftir að hafa lent í útistöðum við yf- irvöld í landinu en Vahito hefur barist fyrir réttindum tatara. „Yfirmaður í KGB kom og stakk upp á því að ég ynni leynistörf fyrir þá. Ég hafnaði boðinu,“ segir hann. Ákvað hann að koma sér fyrir í Tyrk- landi ásamt kunningja sínum en sök- um þess, að hann átti ekkert vega- bréf, urðu þeir sammála um að laumast þangað inn í gegnum Tadjík- istan, Afganistan og síðan Íran. Í febrúar 2000 voru tvímenning- arnir handteknir af talibönum í Kund- uz í Norður-Afganistan og afhentir aröbskum liðsmönnum al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna en þeir fluttu mennina í fangelsi í Kabúl. „Um tveggja daga skeið börðu þeir mig og spörkuðu í mig uns ég gekkst við því að ég væri njósnari á vegum KGB,“ segir Vahitov. „Þeir drápu vin minn, Jakob. Þeir börðu hann til óbóta fyrir að vera útsendari KGB og síðan skáru þeir hann á háls að mér sjáandi.“ Vahitov segist hafa verið fastur í fangelsinu í Kabúl um sjö mánaða skeið. „Tvisvar í viku komu þeir og börðu mig næturlangt. Eitt sinn létu þeir mig hanga í átta daga samfleytt í loftinu og léku sér að því að pota raf- magnsköplum í mig.“ „Eftir það sögðu þeir við mig: nú ferð þú til Kandahar. Omar [andlegur leiðtogi talibana] er búinn að dæma þig til dauða.“ Vahitov segist hafa mátt þola „hræðilegan“ aðbúnað þann tíma sem hann dvaldi í fangelsi í Kandahar, allt þar til loftárásir Bandaríkjamanna stökktu talibönum á flótta. „Núna er staðan sú að ég get ekki farið aftur til Rússlands en ég get heldur ekki verið hér, ég á ekkert vegabréf, enga pen- inga, ekkert. Ég myndi vilja gerast pólitískur flóttamaður í hverju því landi sem væri tilbúið til að taka við mér.“ Flúði herskyldu í Sýrlandi Abdul-Rahim Abdul Razak Al- Gango, sem er 26 ára gamall Kúrdi, segist hins vegar hafa flúið Sýrland til að sleppa undan herskyldu. Hann fór til Sameinuðu arabísku furstadæm- anna en vegabréfsáritun hans rann út og til að komast hjá því að vera send- ur aftur heim til Sýrlands ákvað hann að þykjast vera Afgani, til að tryggja að hann yrði sendur þangað í staðinn. Var hann handtekinn af talibönum í borginni Jalalabad í Austur-Afganist- an, sakaður um njósnir og færður til Kabúl þar sem þriggja mánaða langar barsmíðar tóku við. Á endanum var hann sendur til Kandahar. „Núna er ég frjáls ferða minna en hvert á ég að fara?“ spyr hann og bætir við að hann væri tilbúinn til að fara aftur heim til Sýrlands ef hann hefði einhverja tryggingu fyrir því að hann yrði ekki fangelsaður er þangað kæmi fyrir liðhlaup. Abdul Hakim Bukhari, 48 ára gam- all Sádí-Arabi, segist hafa verið staddur í Karachi í Pakistan er hann ákvað að fara yfir landamærin til Afg- anistan í því skyni að festa kaup á teppum. Hann var handtekinn í Spin Boldak, í suðausturhluta Afganistan, og sakaður um að vera njósnari. „Þeir settu mig í neðanjarðarfangelsi þar sem ég fékk hvorki vott né þurrt í þrjá daga. Þá tóku við tuttugu daga barsmíðar, þeir börðu mig þrisvar sinnum á hverjum degi, tvo tíma í senn. Og alltaf vildu þeir vita hver hefði sent mig, hvers vegna ég væri þangað kominn.“ Lifa í voninni um aðstoð alþjóðlegra hjálparstofnana Jamal Al-Harith, 36 ára gamall breskur ríkisborgari, sem snúist hafði til íslamstrúar, kveðst hins vegar hafa verið stoppaður nærri Kandahar snemma í október í fyrra en hann var þá á leiðinni frá Pakistan til Írans. „Talibanar börðu mig samfleytt í þrjá daga en sem betur fer lenti ég aldrei í vörslu al-Qaeda,“ segir hann. Sadiq Ahmad Turkestani, sem er af ættbálki Uighur í Kína, en sem hefur rétt til búsetu í Sádí-Arabíu, hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað og síðan sendur til Afganistan árið 1996. Raunasaga hans er svipuð og samfanga hans; hann var sakaður um njósnir, barinn, pyntaður – á fótum hans má sjá að búið er að rífa allar tá- neglur af – og síðan látinn þola sult. Fimmmenningarnir lifa allir í voninni um að alþjóðlegar hjálparstofnanir aðstoði þá við að yfirgefa Kandahar og fangelsið þar. Fimm menn segja frá erfiðri vist í fangelsi í Kabúl þar sem liðsmenn al-Qaeda misþyrmdu þeim Frjálsir en eiga í engin hús að venda Kandahar. AFP. ’ Tvisvar í viku komu þeir og börðu mignæturlangt. Eitt sinn létu þeir mig hanga í átta daga samfleytt í loftinu og léku sér að því að pota rafmagnsköplum í mig. ‘ EINN æðsti fjármálastjóri hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda hefur gefið sig fram við bandaríska her- menn í Afganistan, að því er CNN- fréttastofan greindi frá í gær. CNN hafði eftir talsmanni Banda- ríkjahers í Afganistan að maðurinn hefði gefið sig fram á flugvellinum í Kandahar síðdegis á þriðjudag. Von- ast er til að hann geti gefið mikilvæg- ar upplýsingar um starfsemi al- Qaeda og hefur hann þegar verið yf- irheyrður. Haft var eftir heimildamönnun innan bandarísku leyniþjónustunnar að fjármálastjórinn væri „stórlax“ í ópíumviðskiptum í Afganistan. Fjármálastjóri al-Qaeda gefur sig fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.