Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni matvælafræðingi, sem sæti á í stjórn Neytendasamtak- anna. „Fyrir um ári birtist niðurstaða rannsóknar á vegum dönsku neyt- endasamtakanna á næringargildi og (ó)hollustu skyndibitamats. Niðurstaðan kom svo sem ekkert á óvart og var fjallað um þetta í létt- um dúr í blaði dönsku neytenda- samtakanna eins og Dönum er lag- ið. Var talað um fituperlur, kaloríubombur, „....hlauptu 5 kíló- metra til að ná þessu af þér“ og fleira í þeim dúr. Til að allt væri þó samkvæmt bókinni sá opinber rannsóknastofa um mælingar og unnu næringarfræðingar að túlkun hennar. Veitingastaðir, verslanir og aðrir sitja undir því að lenda í allskyns könnunum neytendsam- taka og opinberra aðila. Þegar nið- urstöður eru neikvæðar vilja menn gjarnan svara og útskýra sín sjón- armið og þannig hefur þetta lengi verið. Það er því hvimleitt ef slík umræða fer út í persónuleg skot, niðrandi ummæli um ýmsar stofn- anir, ósannar fullyrðingar, upp- hrópanir um nornaveiðar og fleira í þeim dúr. Því er þetta til um- ræðu nú að viðtal við undirritaðan birtist í Mbl. 11. desember um dönsku rannsóknina sem birtist í Tænk+Test í febrúar í fyrra. Var þar meðal annars greint frá hve pepperonipítsa frá Dómínós væri óholl. Framkvæmdastjóri Dómínós svaraði þessu viðtali í Mbl. 5. jan- úar. Sú svargrein er um margt ámælisverð og er hér til umfjöll- unar. Neytendasamtökum kennt um slæma niðurstöðu Svo vitnað sé orðrétt í viðtalið um dönsku rannsóknina: „Af þeim réttum sem athugaðir voru reynd- ist pepperonipítsa frá Dómínós orkuríkust, þá er miðað við heila pítsu.“ Einnig: „...talsvert villandi í umræddri rannsókn að metið er heildarorkugildi máltíðar eða skammta, sem fæstir torga í einu lagi. Réttari mynd gefi að skoða hlutfall fitu í matnum og orku í 100 grömmum...“ Þetta var því ekki gagnrýnislaus umfjöllum. En framkvæmdastjóri Dómínós svar- aði samt: „...Neytendasamtökin á Íslandi með Ólaf Sigurðsson í far- arbroddi birtu síðan niðurstöðuna án nokkurrar gagnrýni... og enn- fremur: „...það láðist að taka fram að umrædd pítsa er full máltíð.“ Einnig segir hann að dönsku neyt- endasamtökin leiti logandi ljósi að sökudólgum. Gagnrýnd eru viðvan- ingsleg vinnubrögð samtakanna og svo séu birtar villandi upplýsingar frá kollegum þeirra hér á Íslandi og fleira í þeim dúr! Svona skrif eru ekki við hæfi frá framkvæmda- stjóra Dómínós. Meinlegar rangfærslur Fullyrt er í svargreininni að val- in hafi verið pítsa með tvöföldu pepperoni og tvöföldum osti til að fá sem versta útkomu fyrir Dóm- ínós – það er alrangt. Hringt var til Danmerkur og vildi svo til að Brigitte Rasmussen svaraði síman- um en það var einmitt hún sem sá um sýnatöku fyrir rannsóknina. Hún fullyrti að hún hafi ekki keypt pítsu með tvöföldum skammt af pepperoni og osti og furðaði sig á þessu. Annars staðar í svargreininni talar framkvæmdastjóri Dómínós um að pítsa sé fjölbreytt fæða úr fæðuflokkunum sex og taldi þá alla til. Fæðuflokkarnir er aðeins fjórir (kjöt, mjólk, garðávextir, korn) og er það leiðrétt hér með. Síðar í greininni segir að snögg- ur bakstur sé hollasta eldunarað- ferðin svo mikilvæg næringarefni glatist ekki, sem er ekki alveg rétt. Það fer alveg eftir því um hvaða vítamín er að ræða og í hvernig matvælum þau eru til staðar. Bökun fer fram við um 200°C sem er mesti eldunarhitinn, en hiti skemmir vítamínin (suða 100°C, steiking 180°C). Einnig er í svargreininni sagt að Dómínós Classic-pítsa sé dæmi- gerð matseðilspítsa, holl eins og aðrar Dómínós-pítsur með aðeins 7,5g/100g fitu og sýnt kökurit því til staðfestingar. Hinsvegar var mæld pepperonipítsa, sem var til umfjöllunar. Fullyrt var að Dóm- ínós Classic-pítsan gefi ráðlagðan dagskammt (RDS) af kalki, A-vít- amíni og járni. Hvernig stenst þetta? Jú, ef borðuð er 14" pítsa í einni máltíð, en þá er líka fitan komin í 84 grömm, samkvæmt heimasíðu Dominos.com! Fita í Dómínós Classic-pítsu (með lauk, pepperoni, sveppum og papriku) er samkvæmt heimasíðu Dominos.- com 9,5g/100g (en ekki 7,5g/100g), sem er mjög svipað og í pepper- onipítsunni sem var mæld í Dan- mörku (9,6g/100g). Sumar Dóm- ínós-pítsur eru með meiri fitu skv. sömu heimild. Vonandi skilst að það er ekki alveg rétt sem fram- kvæmdastjórinn segir: „Málflutn- ingur fulltrúa neytendasamtak- anna er greinilega byggður á vanþekkingu og fordómum í garð skyndirétta, fyrir utan að vera verulega ófagmannlega unninn.“ Eitt atriði er þó eftir sem er vert að svara þar sem segir: „Neyt- endasamtökin ættu að beita sér meira fyrir lækkun á grænmeti...., í stað þess að stunda tilefnislausar nornaveiðar. Og „...forðast for- dóma og staðhæfulausar alhæfing- ar.“ Væri vonandi að upprunalega greinin í Tænk+Test fáist birt í heild sinni á heimasíðu Neytenda- samtakanna (ns.is) eins og öll um- fjöllun um þetta mál til þessa. Baráttan gegn grænmetisokrinu Barátta Neytendasamtakanna fyrir lækkun grænmetisverðs er vel þekkt og hafa þau um árabil verið í fararbroddi og langmest áberandi í að mótmæla grænmet- isokrinu. Að undanförnu hafa Neytendasamtökin ítrekað haft samband við starfsmenn landbún- aðarráðuneytisins til að benda á fáránleika þess að leggja magn- tolla (krónutölutolla) á blómkál og spergilkál, þrátt fyrir að það sé löngu búið í verslunum, en án ár- angurs. Önnur dæmi má nefna; 6. apríl sl. sendu Neytendasamtökin frá sér fréttatilkynningu; Mótmæl- um grænmetisokrinu og stóðu fyr- ir undirskriftasöfnun á Netinu og 19. apríl sl. skrifaði formaður Neytendasamtakanna grein í Morgunblaðið: „Sættum okkur ekki við grænmetisokrið.“ Þar voru neytendur hvattir til að sam- einast um kröfuna um afnám of- urtolla á grænmeti. Hinn 21. apríl sl. skrifaði formaður Neytenda- samtakanna grein í Morgunblaðið: „Hverra hagsmuna ætla stjórnvöld að verja?“ Þar var enn aftur kraf- ist afnáms ofurtolla á grænmeti. Einnig má nefna mörg önnur dæmi og viðtöl þar sem krafist er tafarlausra breytinga. 9. janúar var síðast send fyrirspurn til land- búnaðarráðuneytisins um hvers vegna kínakál fengist ekki í versl- unum um það leyti. Höfðu sölusamtökin ef til vill „misreiknað“ sig í magntilkynn- ingu til landbúnaðarráðuneytisins til að tryggja að síðasti bóndinn kláraði nú örugglega allt kínakálið sitt (tekið upp í haust fyrir nætur- frostin), áður en ofurtollum yrði aflétt? Auðvitað er þetta misbeit- ing stjórnvalds sem ber að for- dæma og það hafa samtökin gert. Við þreytumst seint á að hvetja ykkur lesendur góðir til að ganga í Neytendasamtökin, þannig þrífast samtökin og allir fjölskyldumeð- limir fá ókeypis ráðgjöf lögmanna til að sækja sinn rétt í neytenda- málum. Er þín fjölskylda með? Skyndibitinn verður seint hollustufæði Ef ætti að svara grein fram- kvæmdastjóra Dómínós á sömu nótum væri einfalt að segja að Dómínós beiti fölsunum, ósannind- um, persónulegum árásum og út- úrsnúningum til að blekkja neyt- endur til að trúa því að pítsur séu bráðhollur matur úr „fæðuflokk- unum sex“. Mætti þá einnig geta þess að Dómínós á Íslandi eru einkaleyfishafar á Norðurlöndun- um og ber því að fordæma þessa nýju markaðssetningu þeirra á víðari grunni. Hafa Danir þess vegna lýst yfir áhuga á að fjalla um þessa svargrein framkvæmda- stjórans á Íslandi í því ljósi. Það er þó skoðun undirritaðs að fljót- færni og þekkingarskortur valdi einhverju hér um. Ekki er hægt að ætlast til að það sé á allra færi að fjalla ítarlega um flókin næring- arleg atriði og heldur ekki víst að fólk nenni að lesa slíkt til enda. Persónulega bið ég bara um góða og heita pítsu (og sveppina nýja) þegar slíkt er á boðstólum, en ætl- ast ekki til að þar sé mikil hollusta á ferðinni, því fer fjarri. Andsvar til Péturs hjá McDonald’s Í Mbl. 8. janúar kom athuga- semd frá Pétri Þ. Péturssyni hjá McDonald’s vegna viðtals við und- irritaðan í Mbl. 11. desember um óhollustu skyndibitamats. Var rætt um rannsókn sem dönsku neytendasamtökin höfðu látið gera og birtu í danska neytendablaðinu Tænk+Test. Pétur gerir athuga- semd við að orkugildi hamborgara skuli vera gefin upp í kJ (kílójúl) en ekki kkal (kílókaloríum) og sagt að þar sé „....villandi farið með töl- ur.“ Tölurnar voru ekki rangar en taflan með kílójúlunum var tekin óbreytt úr blaði dönsku neytenda- samtakanna og látin fylgja með viðtalinu ásamt hlutfalli fitu. Má ætla að dönsku skýrsluhöfundarnir telji mælieininguna kílójúl réttari og sé þá tekin við af kílókaloríun- um, sem er jú ætlunin (nýr orku- staðall). Þó eru báðar einingar enn notaðar hér og víðar. Það var alls ekki „...tilgangurinn að villa um fyrir fólki“ eins og seg- ir í svari Péturs, en þetta er góð ábending því flestir hérlendis tala enn um kaloríur þó að margir fræðimenn tali helst ekki um ann- að en Júl eða kílójúl (1.000 Júl). Hefði verið auðvelt að breyta þess- um tölum og er ábendingin rétt- mæt. Óhollar transfitusýrur Hinsvegar er erfitt að fallast á þau orð Péturs að „Fullyrðingar varðandi steikingarolíu sem McDonald’s notar eru hins vegar alfarið rangar.“ Ríkisrekin rann- sóknastofa í Danmörku mældi transfitusýrur í Mcdonald’s-ham- borgara eins og greint var frá í blaði dönsku neytendasamtakanna. Slík afbrigðileg fita getur aðeins komið frá hertri olíu. Andstætt því sem sagt er í svari Péturs aflaði undirritaður sér upplýsinga hjá McDonald’s við Faxafen áður en viðtalið var birt og fékk að skoða kassann undan steikingarolíunni, sem stóð á „Shortening“ og „hard- end“ sem á við herta olíu. Við hersluna (hydrogenated) myndast transfitusýrurnar sem eru af mörgum taldar sérlega óhollar og var sérstaklega fjallað um það í Tænk+Test (febrúar 2001) eins og getið var í viðtalinu. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna að Íslendingar fá mest allra Norð- urlandaþjóða af transfitusýrum úr fæðu. Er smjörlíki talin mikilvæg uppspretta transfitusýra hérlend- is. Sum sé, nota meira af olíu í baksturinn og ekki treysta auglýs- ingum um að smjörlíkið sé hollara fyrir hjartað. Ef Mcdonald’s á Íslandi notar aðra steikingaraðferð en í Dan- mörku og hafi undirritaður lesið rangt á kassann undan steiking- arolíunni hjá ykkur, biðst ég af- sökunar. Annars, þá hlýtur Lyst ehf. að leiðrétta þennan misskiln- ing og mun þá væntanlega biðja undirritaðan afsökunar. Að öðru leyti var þetta góð athugasemd frá Pétri hjá Lyst ehf. sem og frásögn hans um hve McDonald’s leggi mikla áherslu á hreinlæti, gæði og góðar upplýsingar um innihald og kröfur. Matsölustaðir á Íslandi eru margir mjög meðvitaðir um mikil- vægi gæða og hreinlætis og eru þannig í toppklassa og er það vel.“ Enn um næring- argildi skyndibita Mistök urðu við vinnslu töflu sem birt var með upphaflegri greinargerð Ólafs Sigurðssonar og birtist hún rétt hér. Beðist er velvirðingar á því.   K + ( . /     ! "! #$%# & % ' )*# *+ & ,'#" -+ &"# %+'#&"# .&  /0## 1" 2"% 3 ( 4,"!' . *+++ 5!  & #$%#'!' "! ,'#" .%,, &"# 36& &"# *+ 7"88 5! .' .$%#'!!!   # /14" .$* ,"&"# 9' 8: & * ) ' & #'# "! " ' )';;  )  & 888"' 4(&'( <"' & #$%#  ' -' =-' /14" ): & ,' = " & #:8: "! ,' >'  , & #'# "! " ' ?%&,( + "  + ( ./          ,5   2               ! "! #$%# & % ' 5!  & #$%#'!' "! ,'#" -+ &"# %+'#&"# )*# *+ & ,'#" .&  3 ( 4,"!' 36& &"# )  & 888"' 4(&'( . *+++ 2"% ) ' & #'# "! " ' )';;  .%,, &"# /0## 1" .$%#'!!!   # /14" .$* ,"&"# -' =-' /14" *+ 7"88 5! .' >'  , & #'# "! " ' ): & ,' 9' 8: & * = " & #:8: "! ,' <"' & #$%#  ' ?%&,( + 2                          !        ,5   Andsvar til Dómínós og McDonald’s á Íslandi BÓNUS Gildir 17.-20. jan. eða á m. birgðir end- ast nú kr. áður kr. mælie. KF frosið UN hakk 10-12% feitt .......... 670 863 670 kg KF frosið sparhakk .............................. 349 449 349 kg KF frosið saltað kjötfars ...................... 349 449 349 kg KF frosið ósaltað kjötfars .................... 349 449 349 kg Sjófryst ýsa roðlaus og beinlaus .......... 799 999 799 kg Bónus brauð 1 kg. ............................. 99 129 99 kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. jan. nú kr. áður kr. mælie. Opal rjómatoffí, 35 g.......................... 39 50 1.120 kg Freyjurís stórt, 50 g ............................ 79 110 1.580 kg Nói, Pipp piparmyntu, 40 g................. 59 75 1.480 kg BKI kaffi lúxus, 500 g......................... 389 409 778 kg Trópí appelsín ½ ltr og Sóma samloka. 279 11-11-búðirnar Gildir frá 17.–23. jan. nú kr. áður kr. mælie. Alpen Chocolate Crunch...................... 319 369 638 kg Alpen Musli Orginal ............................ 199 238 531 kg Weetabix 215 g.................................. 139 161 646 kg Weetabix Minibix m/hunangi ............... 249 292 498 kg Weetabix Weetos ................................ 319 362 850 kg Blátoppur ½ l .................................... 98 115 196 ltr Límónutoppur ½ l .............................. 98 115 196 ltr Ömmupizzur 450 g ............................. 289 419 642 kg SELECT-verslanir Gildir 10.–30. jan. nú kr. áður mælie. Gajol ................................................. 48 60 Lindubuff ........................................... 42 60 Fishermans friends ............................. 95 120 Mónu Marzibar ................................... 58 75 Toppur límónu, ½ ltr ........................... 99 135 198 ltr Blátoppur, ½ ltr ................................. 99 135 198 ltr Rolo kex ............................................ 189 220 Plús frá MS, 150 g............................. 69 85 460 kg 10-11-búðirnar Gildir 17.–20. jan. nú kr. áður kr. mælie. Móa kjúklingasnitsel ........................... 898 1.178 898 kg Móa BBQ steiktir leggir ....................... 898 1.171 898 kg Óðals nautahakk (ca.400 gr) 20% af- sláttur við kassa................................. 798 998 798 kg Gildir til 20. jan. Skyr.is van./bláb./ferskj./hindb. .......... 79 89 464 ltr Gildir 18.–20. jan. Frón mjólkurkex gróft 400g ................. 159 189 397 kg Gildir til 31. jan. Toppur blár/límónu 0,5l...................... 89 115 178 ltr Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Kjötvörur, ýsa og skyr á tilboðsverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.