Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 43 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ✝ Jónína Elíasdótt-ir fæddist í Bol- ungarvík 24. október 1918. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Sveinbjörnsdóttir, f. 17. desember 1873, d. 26. október 1918, og Elías Magnússon, f. 5. nóvember 1878, d. 7. nóvember 1923, en hún ólst upp hjá Þór- unni Sturludóttur og Benóný Sigurðssyni sem einnig bjuggu í Bolungarvík. Jónína átti sex alsystkini og fjórar hálfsystur og er ein þeirra á lífi. Alsystkini hennar voru Jón Árni, f. 1901, d. 1925, Olga, f. 1902, d. 1906, Sveinbjörn, f. 1905, d. 1925, Olga, f. 1906, d. 1997, Elías, f. 1909, d. 1909, og Ágústína, f. 1912, d. 1999. Elst hálfsystra var Árný Jóna, f. 1898, d. 1988, þá Guð- munda, söngkona, f. 1920, Þor- gerður, f. 1922, d. 1922, og loks Þorgerður Nanna, f. 1923, d. 2000. Jónína giftist 16. desember 1939 Kristjáni Fr. Kristjánssyni, f. 9. júlí 1918, d. 3. júlí 1999. Flest sín hjúskaparár bjuggu þau í Bolung- arvík, en fluttu til Hafnarfjarðar 1977 og þaðan í Garðabæ. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Kristján Benóný, f. 20.9. 1939, kennari, maki Þuríður Guð- mundsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Börn þeirra eru Guð- mundur Þórir, f. 1963, Jónína Þór- unn, f. 1967, og Kristján Friðgeir, f. 1970. 2) Elín Ingi- björg, f. 7.11. 1941, rekur brauðstofu í Garðabæ, maki Leif- ur Albert Símonar- son, f. 1941, jarð- fræðingur. Börn þeirra eru Ólöf Erna, f. 1969, og Bergþór, f. 1974. 3) Þórir Sturla, f. 1.10. 1945, trésmiður, maki Guðmunda Inga Veturliða- dóttir, f. 1949, húsmóðir. Börn þeirra eru Hulda Guðborg, f. 1969, Jón Friðgeir, f. 1972, Gunn- ar, f. 1976, og Ingi Sturla, f. 1982. 4) Dagbjartur Hlíðar, f. 24.8. 1952, starfsmaður Landsbjargar, maki Sigríður Björg Gunnarsdóttir, f. 1959, bankastarfsmaður. Börn þeirra eru Gunnar, f. 1988, og Stefán, f. 1993. Dætur Sigríðar frá fyrri sambúð eru Gunnhildur Lilja, f. 1980, og Kristín Linda, f. 1982. 5) Sonur fæddur andvana 1957. 6) Jón Pétur, f. 27.6. 1956, trésmiður, maki Helena Snæfríð- ur Rúriksdóttir, f. 1960, banka- starfsmaður. Börn þeirra eru Rú- rik Fannar, f. 1985, og Guðrún, f. 1990. Barnabarnabörn Jónínu eru ellefu. Útför Jónínu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þegar sá sem þetta ritar kvæntist Elínu Ingibjörgu, dóttur þeirra Jón- ínu Elíasdóttur og Kristjáns Fr. Kristjánssonar, eignaðist hann ekki aðeins tengdaforeldra heldur og for- eldra í þrengstu merkingu þess orðs. Hinu er ekki að leyna að þegar ég tók fyrst eftir því að nærvera Elínar Ingi- bjargar hafði einhver undarleg og óútskýranleg áhrif á mig, en það lýsti sér einkum í örari hjartslætti og miklum svitaköstum, þá fór að gera vart við sig nokkur ótti við verðandi tengdaforeldra, einkum tengdamóð- ur. Sérlega man ég eftir einu atviki þessu til staðfestingar. Einu sinni sem oftar átti ég leið um Hafnargötu í Bolungarvík og sá þá mér til mikillar skelfingar að þær mæðgur Jónína og Elín Ingibjörg komu á móti mér klæddar léttum sumarfötum, enda veður gott með sunnanþey og sól- skini. Hafði ég þá engin önnur ráð en taka stefnu til sjávar og snarbeygði niður í fjöru og skreið eftir skreipum og þaragrónum fjörusteinum þar til ég taldi víst að þær mæðgur væru komnar fram hjá mér. Hélt ég þá aft- ur upp á götu og tók tafarlaust stefnu á hús foreldra minna, en þegar móðir mín innti mig eftir þaralykt mikilli, sem af mér stóð það sem eftir lifði dags, sagðist ég hafa farið niður í fjöru til að tína skeljar. Ég held hún hafi ekki lagt fyllilegan trúnað á sögu mína, en var svo tillitssöm að láta gott heita. Það tók mig ekki langan tíma að komast að raun um að þessi ótti við verðandi tengdamóður mína var með öllu ástæðulaus og ekkert annað en óviðráðanlegt hugarástand sem ég komst í á stundum. Elskulegri og glaðværari konu hef ég varla kynnst og get raunar ekki nefnt. Hún var já- kvæð og bjartsýn svo af bar og þrátt fyrir ýmislegt mótlæti, eins og þegar misheppnaðist mjaðmaraðgerð á henni og mjaðmarliðurinn öðrum megin ónýttist og sá fóturinn varð mun styttri en hinn, þá olli það öðrum en henni miklu meira hugarangri. Jónína var ákaflega orðvör og segja má um hana eins og Þorlák biskup helga að hún hallmælti ekki einu sinni veðri þá það var verst. Jónína bar sig með mikilli reisn og hafði gaman að mannfagnaði, enda söngkona góð. Þegar hafin var mikil sókn til þess að koma henni inn á Hrafnistu í Hafn- arfirði stungum við einhverju sinni upp á því við hana að hún færi ekki svona vel uppáklædd og tilhöfð á fund þeirra sem þar ráða húsum, að hún t.d. tæki góð yfirlið eins og tvisvar sinnum á meðan hún bæri upp erindi sitt og léti þar á ofan nokkur tár falla um sitt ástand. Þetta tók hún ekki í mál, enda var allt fals og fláttskapur henni ógeðfellt með afbrigðum. Gestrisni Jónínu var þvílík að hver og einn varð að hafa sig allan við í af- neitun matar þegar sest var að borð- um hjá henni og reyndist það vissu- lega ekki alltaf auðvelt. Einu sinni sem oftar var ég með fullan munninn af kökum góðum og gat ekki komið upp einu orði því ég tuggði allt hvað af tók, en þá greip hún disk fullan af nýbökuðum kleinum og rétti að mér. Ég umlaði eitthvað óskiljanlegt til marks um að nú gæti ég ekki meir. Þá sneri hún sér að konu minni og spurði hana hvernig það væri eigin- lega með Leif, hvort hann væri hætt- ur að borða kleinur. Eitt sinn skal hver deyja og nú er Jónína látin í fullri sátt við guð og menn. Ég og börn mín tvö, Bergþór og Ólöf Erna, ásamt lítilli dótturdótt- ur, Elínu Ísold, eigum eftir að sakna hennar og við vitum að svo er um marga fleiri. Ég vil hins vegar nota tækifærið og þakka henni fyrir sam- veruna sem ég held að hafi verið okk- ur báðum til nokkurrar ánægju. Leifur A. Símonarson. Það eru ljúfar minningar sem koma upp í hugann er ég minnist tengdamóður minnar hennar Jónínu Elíasdóttur. Sjómannadagurinn var og er mikill hátíðardagur vestur í Bolungarvík, sem og í öðrum sjávar- plássum. Það var einmitt á þeim degi fyrir tæpum 36 árum, sem ég sá þau fyrst, Jónínu og Kristján Friðgeir. Ég hafði farið á sjómannadagsball út í Vík með vinkonu minni og þar hitti ég ungan mann að nafni Þórir Sturla. Mér var fljótlega bent á að þarna væru foreldrar hans. Næst sé ég Jónínu í kaupfélaginu á Ísafirði, þar sem ég vann þetta sum- ar. Það er nú eins og mig minni að er- indið hafi nú frekar verið að líta á þessa stúlku sem hann Þórir hennar var farinn að skjóta sig í, heldur en að versla eitthvað. Tíminn líður og það takast með okkur mjög góð kynni sem aldrei nokkurn tíma hefur borið skugga á. Hlíðarvegur 16 í Bolungarvík er það næsta sem kemur upp í hugann, en það var einstaklega notalegt og hlý- legt heimili. Ekki var hægt annað en að láta sér líða vel þar. „Í Bolung- arvíkinni er björgulegt lífið“, segir í þekktum texta, og það var svo sann- arlega björgulegt lífið þar á þessum tíma þegar ég kynnist fjölskyldunni á Hlíðarveginum. Allir höfðu meira en nóg að gera, Diddi Friðgeir í fiski- matinu og svo var það hinn óviðjafn- anlegi harðfiskur sem hann verkaði. Afalykt kölluðu börnin okkar fiski- lyktina. Eftir að við flytjum suður og vor- um að koma í heimsókn með krakk- ana og Diddi var að vinna niðri í frystihúsi, kom hann hlaupandi við fót upp á holt í hverjum matar- og kaffitíma til að geta verið sem mest með krökkunum. En hann og þau bæði voru einstaklega miklar barna- gælur. Betri afa og ömmu var ekki hægt að hugsa sér fyrir börnin sín en þau Jónínu og Didda. Ég man hvað þau voru bæði glöð þegar við létum skíra einn sona okkar Jón Friðgeir. „Þá erum við saman,“ sögðu þau. Ekki er hægt að minnast hennar Jón- ínu öðruvísi en að hugsa til Þórunnar Sturludóttur, Tótu ömmu, stórmerki- leg og bráðgreind kona sem ól Jónínu upp frá tíu mánaða aldri. Jónína tal- aði oft um hvað hún hefði verið hepp- in að fá að alast upp hjá þeim hjónum Þórunni og Benóný. Ég hefði viljað fá að kynnast henni Tótu betur, en hún lést 1974. Það var unun að hlusta á hana segja frá gamla tímanum, og þegar þau tóku þá ákvörðun að taka að sér móðurlaust barnið, eins og hún sagði. Sjálf hafði hún orðið fyrir þeirri sorg að missa tæplega árs gamla dóttur árið áður en hún tók Jónínu að sér. Alla tíð var mjög kært með þeim „mæðgum“. Árið 1977 ákveða þau hjón að flytja suður til Hafnarfjarðar. Það hefur efalaust verið þeim erfið ákvörðun að kveðja „blessaða Víkina“ eins og Jónína sagði alltaf er hún tal- aði um Bolungarvík. En börnin þeirra voru flutt suður og heilsan var farin að gefa sig. Þau kunnu vel við sig í Hafnarfirði og höfðu mikil og góð samskipti við börn sín og fjölskyldur þeirra. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa átt hana Jónínu sem tengda- móður, þær gerast ekki betri. Ég þakka fyrir hvað börnin mín og barnabörn hafa átt ljúfa og góða ömmu og langömmu. Mér þótti vænt um hvað móðir mín og Jónína hafa alla tíð verið góðar vinkonur og kært á milli þeirra. Hvíl í friði, mín kæra Jónína, ég get vel séð ykkur Didda fyrir mér í ljúfum valsi eins og á sjó- mannadaginn forðum daga vestur í Bolungarvík. Þín tengdadóttir Guðmunda I. Veturliðadóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, takk fyrir allt. Hulda G. Þórisdóttir og fjölskylda. Elsku amma, þegar ég hugsa til baka um þær fjölmörgu stundir sem við höfum átt saman, veit ég ekki um hvað ég á að byrja að skrifa og hverju ég ætti að sleppa. Þegar ég var tveggja ára kom ég fyrst til ykkar afa í Bolungarvíkina, ég var víst ansi hræddur við snjóinn því borgarbarn- ið hafði aldrei séð jafn mikinn snjó áð- ur. En þetta var fyrsta og síðasta skiptið að ég var hræddur hjá ykkur. Allar aðrar minningar eru ljúfar, þó svo ég muni lítið eftir öllum þessum snjó. Mér þótti afar vænt um það þegar þú og afi hringduð í mig hálfa leið yfir hnöttinn til Santiago de Chile 1999. Ég var að heimsækja nágranna mína, er leigusalinn kom hlaupandi yfir til mín og sagði eitthvað á spænsku og mér skildist að það væri einhver í símanum frá Íslandi. Ég var vanur að hringja reglulega heim og láta vita af mér og fékk því engin símtöl frá Íslandi. Ég bjóst því við því versta og hljóp í snarhasti heim, en þá voru það bara afi og amma í símanum og vildu fá vita hvernig ég hefði það svona langt í burtu frá Íslandi. Nú er komið að kveðjustund, sem þú hefur undirbúið mig fyrir sl. sjö ár. Þegar ég hóf nám í Þýskalandi haust- ið 1994, kom ég til ykkar afa á Boða- hleinina og kvaddi ykkur afa og sagði eitthvað á þessa leið við ykkur „Sjáumst um jólin.“ Þá varst þú vön að segja: „Ef guð lofar og ég verð ekki farin,“ og réttir nokkra aura að „eymingjanum“ áður en ég kvaddi. Sama sagan endurtók sig ár eftir ár þegar ég kom til Íslands í fríin, en alltaf varst þú hress þegar ég sneri aftur heim. Guð geymi þig, elsku amma mín. Jón Friðgeir Þórisson. Elsku amma. Síðastliðinn þriðju- dag þegar ég kom heim úr skólanum og sá að það var flaggað í hálfa stöng heima vissi ég að þú varst farin frá okkur. Þegar ég hugsa til þín man ég aðeins eftir góðum og yndislegum minningum. Í hvert einasta skipti sem ég og pabbi og mamma eða Jón og Gunni komum í heimsókn til ykk- ar, hvort svo sem það var á Suður- vanginn, Boðahleinina eða Hrafnistu, gafstu ekki upp á að bjóða okkur eitt- hvað matarkyns fyrr en við létum undan, og ef við vildum ekki neitt hélstu bara að við værum að verða veik. Þú áttir alltaf gott handa okkur, eins og þú kallaðir sælgæti. Svo voru það ullarsokkarnir sem þú prjónaðir upp á kraft, þeir bestu í heimi, og meðan þú gast prjónað fundum við alltaf glænýja ullarsokka í jólapökk- unum okkar, og var það fyrsta verk mömmu eftir jólin að merkja þá svo að við bræðurnir rændum þeim ekki hver af öðrum. Í hvert í einasta skipti sem kom að utanlandsferðum hjá mér og ég kom og kvaddi þig og afa laumaðirðu alltaf að mér nokkrum aurum, og sagðir að ég gæti nú kannski keypt mér buff eða ís fyrir þetta. Ég gerði það að vana mínum að kaupa alltaf eitthvað handa ömmu og afa á leiðinni heim frá útlöndum og þegar ég færði þér það, alveg sama hversu lítið það var, varstu alltaf svo ánægð. Gunnar bróðir minn, sem staddur er í Noregi og getur ekki fylgt þér síðasta spölinn, þakkar þér fyrir allar góðu stundirnar sem hann átti með þér. Þegar hann kvaddi þig 2. janúar sl. vissum við að hverju stefndi. Elsku amma, vonandi líður þér vel núna, því þér var búið að líða svo illa og vera svo veik síðustu dagana sem þú varst hjá okkur. Við Gunni biðjum að heilsa afa þarna uppi og vonum að þú eigir eftir að vaka yfir okkur. Þinn Ingi Sturla Þórisson. JÓNÍNA ELÍASDÓTTIR Óvænt varð það áfall okkar, sem fylgdi frétt- inni hingað til Vene- súela um andlát góðs vinar frá Íslandi rétt fyrir jólaföstu, Þórólfs Baldurssonar. 1992 tók ég við dálitlu embætti hjá franska sendiráðinu í Reykjavík, stofnaði þar heimili ásamt eiginkonu minni, Ubilmu, og ungum syni, Dam- ien. Dvölin á Íslandi varð lengri og betri en við í upphafi reiknuðum með. Ein ástæða þess voru þétt og góð kynni af menningarheimili Baldurs og Rosendu á Bugðulæk 14. Börn þeirra urðu nánast ígildi systkina sonar okkar Damiens og mikið vin- fengi varð með okkur foreldrunum. Jafn ágæt og börn Rosendu og Baldurs eru, þau Davíð og Alexandra, sáum við einnig fljótt það mannsefni, sem bjó í tveimur eldri börnum Bald- urs, þeim Völu og Þórólfi. Þórólfur var u.þ.b. 17 ára unglingur þegar við fyrst kynntumst honum, en vináttu hans áttum við öll um langt árabil. Við eigum vart orð til að lýsa við- brögðum okkar við harmafregninni um lát Þórólfs. Óskiljanlegt er að svo göfugt og ungt hjarta skuli án fyr- irvara stöðva göngu sína, rétt í þann mund þegar ótalmörg verðug lífs- verkefni bíða handan við hornið. Við ÞÓRÓLFUR BALDURSSON ✝ Þórólfur Bald-ursson fæddist í Reykjavík 27. febr- úar 1974. Hann lést á Kildhehus stúdenta- garðinum í Hróars- keldu 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 13. desem- ber. vitum að andlát Þórólfs bar að um miðja vetr- arnótt, fjarri heimkynn- um. Í huga okkar sjáum við engilbjarta sál Þór- ólfs svífa yfir danska skóga, árnar og akrana, yfir forna kirkjuturna í átt til nýrra heimkynna á stjörnubjörtum himn- inum. Við vitum að hon- um verður vel fagnað að ferðalokum á nýjum áfangastað. Við nutum þéttra kynna af Þórólfi í meira en fimm ára Íslands- dvöl okkar, sáum hann vaxa frá ung- lingsárum fram til aukins þroska. Hann hafði góða og prúðmannlega návist, í senn fróðleiksfús og veitull á eigin vitneskju. Þótt hugur Þórólfs væri auðvitað bundinn samtíðinni og áhugamálum jafnaldranna gat hann áreynslulaust rætt við börn jafnt og sér miklu eldra fólk um margvísleg málefni, gjarnan með húmor og heim- spekilega þanka á hraðbergi. Oftar en ekki var Þórólfur þátttakandi í ánægjulegum umræðum á Bugðulæk og iðulega var hann velkominn gestur á heimili okkar. Ferðagarpurinn Þórólfur sá sér oft færi á að taka þátt í langferðum fjöl- skyldnanna á vit íslenskrar náttúru, sem alltaf var okkur sérstakt gleði- efni. Litbrigði náttúrunnar, jurta- og dýralífið, fegurð óspilltrar náttúru, allt þetta átti hug Þórólfs og hann miðlaði óspart til okkar hvatningunni um að meðtaka þessa dýrð. Það varð okkur ekki undrunarefni að Þórólfur ákvað að leggja stund á garðyrkju og skyld fræði í Danmörku, því þar taldi hann sig finna farveg fyrir áhugamál sín, sem snemma á unglingsárum komu í ljós. Ógleymanleg verður okkur sérstök heimsókn til Þórólfs í Hróarskeldu, eftir að hann var þar sestur að til náms. Með sama áhuga og hann hafði sýnt okkur á Íslandi kynnti hann fyr- ir okkur borgina, hina fornu verslun- armiðstöð víkingatímans. Heimsókn á danska víkingasafnið var tengd ís- lenskri víkingamenningu, skoðun á dómkirkjunni leiddi til umræðu um byggingarlist miðalda. Gönguferð um lystigarð varð að námskeiði fyrir okk- ur í trjárækt og plöntulífi. Kvöldverð- ur á veitingahúsi leiddi til umræðu um alþjóðlega matargerð, danska bjórmenningu og pólitík. Hvergi var komið að tómum kofunum, alltaf stutt í grínið. Það varð sannarlega engin vík milli vina þótt Baldur sæi eftir systkinun- um hverfa til starfa og náms til Dan- merkur með nokkurra ára millibili. Ferðir þeirra til föðurhúsa á Íslandi hafa verið tíðar og oft hafa þau notið heimsókna að heiman. Náið samband Baldurs og Þórólfs var sterkt og við vitum að sonarmissirinn er Baldri óvænt reiðarslag. Honum og öllum ástvinum Þórólfs sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Franska sendiráðið í Caracas, Venesúela, Piere Olivier.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.