Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ORKUVEITA Reykjavíkur stefnir að því að 120 megavatta jarð- varmavirkjun á Hellisheiði verði tilbúin 2005 og er áætlaður kostn- aður um 12 milljarðar króna. Í gær undirrituðu fulltrúar Orku- veitunnar og fulltrúar hóps ráð- gjafafyrirtækja samning um öll ráðgjafastörf við virkjunina. Áætl- að er að verðmæti samningsins sé um 1,3 milljarðar á næstu 10 ár- um. Samningurinn er gerður í kjöl- far alþjóðlegs útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Beitt var forvali um val ráðgjafa til þátttöku í út- boðinu og voru Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, Raf- teikning, Fjarhitun, Rafhönnun, Teiknistofan og Landslag með hagstæðasta tilboðið, að sögn Al- freðs Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Reykja- víkurborg efni til útboðs við virkj- anaframkvæmdir af því tagi sem framundan séu en tilboðin hafi verið metin á grundvelli tæknilegs hæfis og verðs. Virkjunin verður bæði raf- orkuver og varmaorkuver. Alfreð Þorsteinsson segir að nokkuð ljóst sé að á næstu 10 árum þurfi nýja virkjun vegna aukinnar spurnar eftir heitu vatni, sem höfuðborg- arsvæðið anni ekki að óbreyttu, en framleiðslugeta Nesjavallavirkj- unar á heitu vatni verði fullnýtt á seinni hluta þessa áratugar. Vöxt- ur rafmagnsnotkunar á svæðinu hafi verið 3 til 7% á undanförnum árum eða um 5 til 10 megavött á ári og þessi aukning kalli á aukna framleiðslugetu Orkuveitu Reykja- víkur 2005 til 2010. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar verður orkan nýtt til stóriðju að hluta til og því verður verðið mjög hagkvæmt. Í þessu sambandi bendir hann á að bæði Norðurál og Ísal hafi sýnt áhuga á að kaupa orku frá þessari virkjun. Hann segir jafnframt að virkjunin geti aukið hagvöxt með sama hætti og Nesjavallavirkjun, en með því að hefja þar raforkuframleiðslu hafi gefist svigrúm til að lækka raf- orkugjöld hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Hagræðing vegna samein- ingar veitufyrirtækjanna hafi líka gert lækkunina mögulega. Gjöldin hafi lækkað um 10% til almenn- ings í mars í fyrra og orkuverð til stórra fyrirtækja hafi lækkað um 10 af hundraði um nýliðin áramót. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir að það þýði að raforkuverð til heimilisnota í Reykjavík sé það sama að krónu- tölu nú og 1997. Stefnt að því að jarðvarmavirkjun á Hellisheiði verði tilbúin árið 2005 Samningur um ráðgjafa- störf undirritaður í gær Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveit- unnar, undirrituðu samninginn í gær ásamt fulltrúum ráðgjafafyrirtækjanna sem verkið vinna. FJÖRUTÍU og tveir sóttu um embætti forstjóra Póst- og fjar- skiptastofnunar, en umsóknar- frestur um embættið rann út 10. janúar síðastliðinn. Samgönguráð- herra veitir embættið og verður gengið frá ráðningu nýs forstjóra á næstu vikum, en gert er ráð fyrir að nýr forstjóri geti hafið störf sem fyrst, samkvæmt upplýsing- um samgönguráðuneytisins. Gúst- af Arnar lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Eftirtaldir sóttu um embættið: Ari Jóhannsson, verkefnastjóri, Bæjargili 65, 210 Garðabæ, Arnar Grétar Pálsson, ráðgjafi, Lauf- rima 16, 112 Reykjavík, Ágúst Karl Ágústsson, kerfisfræðingur, Stekkjarbergi 10, 220 Hafnarfirði, Ágúst Sindri Karlsson, lögfræð- ingur, Einihlíð 2, 222 Hafnarfirði, Ársæll Baldursson, markaðsstjóri, Stekkjarflöt 17, 210 Garðabæ, Ár- sæll Guðmundsson, hagsýslustjóri RARIK, Bergþór Hauksson, sam- stæðustjóri, Vesturvallagötu 7, 101 Reykjavík, Björgvin Ólafur Óskarsson, framkvæmdastjóri, Álfatúni 19, 200 Kópavogi, Björn Björnsson, Rjúpufelli 44, kennari, Einar Gunnarsson, lögfræðingur, Rue de la Source 82, B-1060, Belg- íu, Einar Páll Tamimi, lögfræðing- ur, Krókamýri 78, 210 Garðabæ, Einar V. Einarsson, skipstjóri, Ljósuvík 34, 112 Reykjavík, Eyj- ólfur Kolbeinn Eyjólfsson, forrit- ari, Frostafold 20, 112 Reykjavík, Garðar Lárusson, forstöðumaður, Hávallagötu 3, 101 Reykjavík, Guðmundur Ólafsson, forstöðu- maður, Löngubrekku 3, 200 Kópa- vogi, Guðni Gunnarsson, verk- efnastjóri, Ruukiinlahdentie 4A9, Finnlandi, Herdís Þorgeirsdóttir, þjóðréttarfræðingur, Hávallagötu 9, 101 Reykjavík, Hrafnkell V. Gíslason, ráðgjafi, Eskihvammi 4, 200 Kópavogi, Hörður Halldórs- son, forstöðumaður, Hjarðarhaga 54, 107 Reykjavík, Jóhann F. Kristjánsson, þróunarstjóri, Soga- vegi 129, 108 Reykjavík, Jón Ell- ert Lárusson, sviðsstjóri, Gils- bakkavegi 11, 600 Akureyri, Jón G. Briem, lögfræðingur, Nóatúni 27, 105 Reykjavík, Jón Þóroddur Jónsson, verkefnisstjóri, Hlað- hömrum 36, 112 Reykjavík, Jón Magnússon, ráðgjafi, Kirkjugötu 7, 565 Hofsósi, Kári Jónsson, vakt- stjóri, Logafold 135, 112 Reykja- vík, Lárus Páll Pálsson, ráðgjafi, Hrafnakletti 8, 310 Borgarnesi, Matthías Páll Imsland, rekstrar- stjóri, Dyngjuvegi 1, 105 Reykja- vík, Ólafur Als, rekstrarstjóri, Grettisgötu 96, 105 Reykjavík, Óskar Einarsson, ráðgjafi, Viðj- ugerði 11, 108 Reykjavík, Sigur- bergur Björnsson, verkefnastjóri, Birkihlíð 34, 105 Reykjavík, Sig- urður Bjarki Magnússon, ráðgjafi, 5801 Magee Bend, TX 78749, USA, Snorri Hrafn Guðmundsson, ráðgjafi, Vallartröð 8, 200 Kópa- vogi, Stefán Á. Magnússon, fjár- málastjóri, Vatnsholti 8, 105 Reykjavík, Sturla R. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri, Reyni- hvammi 8, 200 Kópavogi, Sæ- mundur Jóhannsson, flugvirki, Berjarima 26, 112 Reykjavík, Tindur Hafsteinsson, deildar- stjóri, Lindarflöt 18, 210 Garðabæ, Tómas Örn Tómasson, fram- leiðslustjóri, Safamýri 45, 108 Reykjavík, Valdimar Björnsson, forstöðumaður, Bæjargili 76, 210 Garðabæ, Valgeir Hallvarðsson, framkvæmdastjóri, Bröndukvísl 11, 110 Reykjavík, Viðar Viðars- son, ráðgjafi, Suðurhúsum 5, 112 Reykjavík, Vilmundur Ægir Frið- riksson, fluggagnafræðingur, Faxabraut 82, 230 Keflavík, Þór Clausen, skrifstofustjóri, Bæjar- gili 69, 210 Garðabæ, Örn Jónas- son, skrifstofustjóri, Kagsakoll- egiet 201, 2730 Herlev, Danmörku. 42 sóttu um að stjórna Póst- og fjarskiptastofnun Nýr forstjóri hefur störf sem fyrst VERÐ á vínberjum hækkaði um rúm 68% í seinasta mánuði, sem leiddi til 0,07% hækkunar á vísitölu neyslu- verðs frá desember til janúar. Að sögn Rósmundar Guðnasonar, deildarstjóra vísitöludeildar Hag- stofu Íslands, er vægi vínberja í vísi- tölunni mjög lítið og alls ekki óeðli- legt, eða 0,1% af heildarútgjöldunum. Hins vegar hafi hækkun berjanna verið mjög mikil í seinasta mánuði og því hafi hún þessi áhrif á hækkun vísi- tölunnar. Miklar líkur á að þessi hækkun gangi til baka ,,Meginatriði málsins er að þetta er ekki varanleg hækkun og ákaflega miklar líkur á að þetta gangi til baka í næstu mælingum,“ segir hann. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafa lýst furðu sinni á vægi einstakra liða í vísi- tölunni í tilefni þessara hækkana og bent sérstaklega á að verðhækkun á vínberjum nemi 0,07 prósentustigum í hækkun vísitölunnar á sama tíma og lækkun á bensíni nemi 0,09 prósentu- stigum. Þannig vegi hækkun vínberj- anna nánast upp verðlækkunina á bensíni í vísitölumælingunni. Rósmundur telur gagnrýni sem fram hafi komið í umræðunni á und- anförnum dögum hvað þetta varðar byggða á þeim misskilningi að vægi vínberjanna í vísitölu neysluverðs væri óeðlilega mikið en svo sé alls ekki. Vínberin hafi einfaldlega hækk- að mjög mikið eða um tæplega 70%. Með sama hætti mætti benda á að ef t.d. bensínverðið hefði hækkað eða lækkað um sama hlutfall þá hefði það leitt til 2,8% hækkunar eða lækkunar á vísitölunni í samræmi við það vægi sem bensínið hefur í vísitölugrunnin- um. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að endurskoða eða breyta vægi ein- stakra liða, t.d. vínberjanna, í vísitöl- unni sagðist Rósmundur ekki sjá að það væri mögulegt nema menn vildu þá taka þennan vörulið út úr vísitöl- unni. Aðspurður segir Rósmundur mjög erfitt að spá fyrir um hver þróun neysluverðsvísitölunnar verður næstu mánuði. ,,Það er ljóst að þessi hækkun er meiri en flestir gerðu ráð fyrir. Nú hefur gengi krónunnar styrkst frá því í desember en mjög erfitt er að segja fyrir um hvenær áhrif þess koma fram í mælingum. Það er því mikil óvissa um þróunina.“ Hækkuðu um tæp 70% en vega lítið í vísitölunni Forstöðumaður vísitöludeildar Hag- stofunnar um hækkun á vínberjum MATA efh. flutti inn Cape-vínber beint frá S-Afríku með flugi skömmu fyrir jól, með millilendingu í Bret- landi, og að sögn Eggerts Á. Gísla- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, var hár flutningskostnaður meginástæða mikillar verðhækkun- ar á vínberjum hér á landi í lok árs. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær nam hækkun á berjunum 0,07 prósentustigum af vísitölunni og vó nokkurn veginn upp á móti lækkun bensínverðs um áramótin. Eggert segir að berin lækki hratt í verði nú í byrjun ársins en vegna skorts á berjum á evrópskum mörk- uðum fyrir jól hafi þurft að grípa til þessa ráðs að flytja beint inn frá framleiðslulandinu, til að bjóða ís- lenskum neytendum „bestu fáanlegu vínberin á markaðnum fyrir jól og áramót“ eins og hann orðar það. Að sögn Eggerts hefur Mata ekki flutt vínber inn áður með þessum hætti en uppskeran í S-Afríku hafi verið tveimur vikum seinna á ferð- inni en venjulega á þessum árstíma. Aðallega hafi verið keypt inn áður í gegnum söluskrifstofu Cape í Hol- landi. „Verðlækkanir erlendis í byrj- un janúar og hagkvæmari flutnings- máti til Íslands er nú fyrst að skila sér inn í verðið enda hefur verð í stórmörkuðum verið að lækka í þess- ari viku. Frekari verðlækkunar er að vænta í næstu viku sem endurspegl- ar þannig lækkandi heildsöluverð. Það er í raun ekki neitt óeðlilegt að þegar miklar verðlækkanir eiga sér stað á erlendum mörkuðum eins og átt hefur sér stað nú að þær skili sér fyrr erlendis. Til að mynda eru dag- legar samgöngur til Danmerkur með flutningabílum meðan við Íslending- ar verðum að reiða okkur á vikulegar siglingar til landsins eða dýrar flug- samgöngur. Fyrir vikið skila verð- lækkanir sér að meðaltali tíu dögum seinna til Íslands,“ segir Eggert. Beint flug frá S-Afríku olli mestri verðhækkun Mata ehf. segir að verð á vínberjum muni lækka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.