Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 51
- er þekkt fyrir rannsóknir á snyrtivörum
og rannsóknirnar halda áfram með frábærum árangri.
PROFUTURA 2000 byltingarkennda kremið kemur
núna léttara í gel form
PROFUTURA 2000 Gel með bylting-
arkenndum eiginleikum. NANOPART
2000 flytur ceramidið dýpra í epiderm-
is lög húðarinnar, það er fullt af A og E
vítamínum og áhrifarik virknin dregur úr
hrukkum og fínum línum. Á sama tíma
kemur hið áhrifaríka Anti A.G.E Comp-
le og hægir á öldrun húðarinnar. Ár-
angurinn verður einstakur með notkun
PROFUTURA 2000 krem eða gel,
húðin verður yngri, mýkri, teygjanlegri
og stinnari.
- Og fyrir nóttina
PROFUTURA 2000
Late Performance næturkrem.
Yfir daginn verður húðin fyrir gífurlegu
áreiti, stress, níkótin og önnur utanað-
komandi efni sitja á húðinni og ganga
inn í hana.
Afleiðingin er sú að húðin verður föl og
þreytuleg. Að auki verður húðin þrútin
vegna þess að hún nær ekki að endur-
nýja sig og losa sig við úrgangsefnin.
Þegar þetta heldur áfram verður húðin
slöpp og hrukkótt.
Þennan úrgang verðum við ákveðið að
losa okkur við, þannig að húðin endur-
nýist og ljómi aftur þegar að við vökn-
um.
GLÆSILEG TASKA AÐ GJÖF ÞEGAR KEYPT
ERU TVÖ KREM FRÁ MARBERT
Kynning
fimmtud. 17. og föstud. 18. janúar
Aðrir útsölustaðir
Libia Mjódd, Nana, Hólagarði, Laugarnes Apótek, Snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni,
Skeifunni, Smáratorgi, Spönginni, Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Zitas Hafnafirði,
Árnes Apótek, Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Gallery Förðun, Keflavík, Húsavíkurapótek.
Snyrtivörudeild Hagkaups, Akureyri, Silfurtorg, Ísafirði. www.forval.is
MARBERT
Mjödd, sími 587 0203
ÚTSALA - ÚTSALA
35-50%
afsláttur
efni í allan fatnað
Laugavegi 71, sími 551 0424
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Ragnari
Kristni Kristjánssyni sveppabónda,
f.h. Flúðasveppa ehf.:
„Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum
um að brotið hafi verið á réttindum
verkafólks hjá Flúðasveppum er rétt
að eftirfarandi staðreyndir komi
fram:
Frá því Flúðasveppir tóku til starfa
fyrir 18 árum hefur sveppatínslufólk
fengið greitt tímakaup fyrir vinnu
sína. Sveppatínsla er uppskeruvinna
sem fer eftir magni og uppskerutíma
hverju sinni. Unnið er 4 til 11 tíma á
dag.
Yfirleitt er mest að gera við
sveppatínslu um miðja vikuna en
minnst á mánudögum og föstudögum.
Þar til í desember síðastliðnum
höfðu engar athugasemdir verið
gerðar af hálfu verkalýðsfélagsins við
fyrirkomulag sveppatínslunnar þau
18 ár sem Flúðasveppir hafa starfað.
Flúðasveppum barst bréf frá
Verkalýðsfélaginu Bárunni Þór á Sel-
fossi hinn 20. desember 2001. Þar var
bent á að núverandi fyrirkomulag á
ráðningum starfsmanna kynni að
stangast á við lög um ráðningarsamn-
inga. Flúðasveppir lýstu þegar yfir
vilja sínum um úrbætur. Samdægurs
var haft samband við ráðgjafa til að
vinna að lausn málsins í samvinnu við
verkalýðsfélagið.
Misskilningur
Haft er eftir formanni verkalýðs-
félagsins á Selfossi í fjölmiðlum að
svo virðist sem Flúðasveppir hafi
ekki staðið við ákvæði kjarasamninga
og ráðningarsamninga um samfellda
vinnu og föst dagvinnulaun. Hér er
um augljósan misskilning að ræða.
Sveppatínsla býður ekki upp á sam-
fellda vinnu frá 9 til 5, ekkert frekar
en heyskapur eða fiskvinnsla. Verka-
lýðsfélaginu er kunnugt um þetta,
jafnt og sveppatínslufólkinu. Þeir
sem ráðnir eru til starfa við sveppa-
tínslu eru upplýstir fyrirfram um fyr-
irkomulag vinnutímans.
Starfsfólkið ræður sig upp á þau
kjör að vinnutíminn getur verið mis-
jafnlega langur eftir dögum vikunn-
ar, en aldrei er unnið lengur en til kl.
20.
Til að vega á móti breytilegum
vinnutíma greiða Flúðasveppir um
30% hærri dagvinnulaun en tíðkast í
almennum kjarasamningum verka-
fólks. Meðalvinnutímafjöldi hvers
starfsmanns við sveppatínslu var árið
2001 um 174 tímar á mánuði, eða um
40 tímar á viku. Samkvæmt skilgrein-
ingu ASÍ er fullt starf 173 klukku-
tímar á mánuði.
Skáldskapur og dylgjur
Vera má að það fyrirkomulag sem
ríkt hefur milli Flúðasveppa og
sveppatínslufólks síðastliðin 18 ár
uppfylli ekki nýjar og strangar kröfur
um orðalag kjarasamninga. Það rétt-
lætir samt ekki þann ógeðfellda
skáldskap og dylgjur sem fram hafa
komið í fjölmiðlum í gær og í dag. Þar
er sagt að svindlað sé á erlendu
starfsfólki, grunur leiki á að brotið sé
á því með alvarlegum hætti og það
búi við slæman aðbúnað og háa húsa-
leigu. Þá er einnig dylgjað um að ein-
hverjir þessara verkamanna hafi ekki
atvinnuleyfi.
Ekkert er hæft í þessu.
Erlendu starfsmennirnir hafa
gengið inn í nákvæmlega sömu kjör
og Íslendingar hafa búið við í tæpa
tvo áratugi. Þeir eru í fullu starfi og
hafa talsvert hærri laun en bjóðast
með almennum kjarasamningum.
Meðalmánaðarlaun sveppatínslufólks
árið 2001 voru rúmlega 128 þús. kr.
fyrir 40 stunda vinnuviku. Greiðslur
fyrir innlenda sem erlenda starfs-
menn Flúðasveppa á borð við orlof,
desemberuppbót, veikindadaga,
rauða daga og lífeyrisgreiðslur eru
inntar af hendi í samræmi við al-
menna kjarasamninga.
Atvinnuleyfi hafa ávallt verið til
staðar.
Góður að-
búnaður starfsfólks
Á það má jafnframt benda að að-
búnaður fyrir starfsfólk Flúðasveppa
er til mikillar fyrirmyndar og á vart
sinn líka hér á landi.
Á vinnustað er öll hefðbundin að-
staða. Til viðbótar er starfsmannahús
Flúðasveppa ávallt opið starfsmönn-
um og fjölskyldum þeirra. Þar er
nuddpottur, gufubað, líkamsræktar-
aðstaða og sólbekkur. Auk þess er
þar rúmgóð arinstofa með heimabíói
og öðrum þægindum. Þar stendur
starfsfólki til boða að halda sam-
kvæmi og hafa þar verið haldnar af-
mælisveislur og brúðkaupsveislur.
Erlenda starfsfólkið býr í vönduðu
og rúmgóðu leiguhúsnæði á Flúðum.
Húsaleiga er frá 10 til 15 þús. kr. á
mánuði. Í leigunni er innifalin aðstaða
til þvotta, öll húsgögn, eldhúsáhöld,
rafmagn og hiti.“
Út í hött að brotið sé
á erlendu starfsfólki
ATVINNA mbl.is