Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 53
Útsalan
er hafin
Barnarúm og barnavagnar
Hlíðasmára 17,
Kópavogi, sími 564 6610
verslun.strik.is/allirkrakkar
Ath Sendum í póstkröfu.
Smáralind Sími 565-9730 Laugavegi Sími 562-9730
Kringlunni Sími 568-0800 Akureyri Sími 462-7800
Jakkaföt frá 12.990,-
Stakir jakkar frá 7950,-
Skyrtur frá 990,-
Buxur frá 990,-
ÚTSALADúndurútsala
25-70%
afsláttur
Yfirhafnir
í úrvali
Allt á að seljast
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardag
frá kl. 10-15
Kringlunni,
sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
Útsala
útsala
Nýtt kortatímabil
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur, boðar til kynningar á
„Eflingu – Áleiðis með börnum“ og
Etai-rannsókninni, laugardaginn
19. janúar kl. 13.30 – 15, hjá
Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22.
Efling er handbók þar sem leið-
beint er um skipulag skólanáms
með þarfir allra fyrir augum. Efling
miðar að því að foreldrar og fagfólk
sameini krafta sína við að gera
námsáætlanir sem hæfa nemendum
með sérþarfir, hrinda þessum áætl-
unum í framkvæmd og meta árang-
urinn af starfinu.
Etai-rannsóknin er samvinnu-
verkefni skólamanna í Austurríki,
Íslandi, Portúgal og Spáni. Mark-
mið rannsóknarinnaar var að safna
upplýsingum til að læra af þeim
skólum og þeim kennurum sem
hafa náð góðum árangri í bekkjar-
starfi, þar sem allir nemendur geta
lært saman, hver á sínum forsend-
um.
Ingibjörg Auðunsdóttir, kennslu-
ráðgjafi við Skólaþróunarsvið Há-
skólans á Akureyri mun kynna
verkefnið.
Skráning þátttöku er hjá Þroska-
hjálp í síma eða afgreidsla-
@throskahjalp.is fyrir kl. 16 föstu-
daginn 18. janúar, segir í fréttatil-
kynningu.
Kynning á
„Eflingu –
Áleiðis með
börnum“
FYRRVERANDI starfsmenn
skipafélagsins Hafskips hafa haft
það fyrir fastan punkt í tilverunni
allt frá árinu 1986, eða í 16 ár, að
koma saman í upphafi hvers árs, til
að fagna nýju ári og rifja upp
skemmtilegar endurminningar.
Samkomurnar hafa jafnan verið
vel sóttar og hafa góð tengsl haldist á
milli fyrrverandi samstarfsfólks allt
frá því að skipafélagið hætti starf-
semi í lok árs 1985. Fyrrverandi Haf-
skipsfólk starfar nú um allt land og
sumir koma um langan veg til að
taka þátt í þessu árlega árshófi.
Í ár kemur Hafskipsfólk saman í
16. sinn í Naustinu, föstudaginn 18.
janúar n.k. og verður vínstúkan opn-
uð kl. 16.30. Allir fyrrverandi starfs-
menn Hafskips, til sjós og lands, eru
hvattir til að fjölmenna á árshófið,
segir í fréttatilkynningu.
Árshátíð fyrr-
verandi starfs-
fólks Hafskips
KJÖR íþróttamanns Mosfellsbæjar
var haldið í Hlégarði sunnudaginn
13. janúar. Sjö fulltrúar frá 3
félögum voru útnefndir. Er þetta í
tíunda skipti sem útnefning á
íþróttamanni Mosfellsbæjar fer
fram.
Einnig voru veittar viðurkenn-
ingar til Íslandsmeistara, bik-
armeistara og deildarmeistara,
fyrir æfingar með landsliði og
þátttöku í landsliði. Þá fengu efni-
legir unglingar yngri en 16 ára
viðurkenningar í hverri íþrótta-
grein.
Íþróttamaður Mosfellsbæjar árið
2001 var kjörinn Geir Rúnar Birg-
isson knattspyrnumaður úr Aftur-
eldingu. Í öðru sæti var kosin Nína
Björk Geirsdóttir golfkona úr Golf-
klúbbnum Kili og í þriðja sæti var
Sigurður Sigurðarson hestamaður
úr íþróttahestamannafélaginu
Herði.
Veitt var viðurkenning fyrir
framúrskarandi skátastarf sem að
þessu sinni hlaut Andrés Andrés-
son úr skátafélaginu Mosverjum,
segir í fréttatilkynningu.
Lengst til vinstri á myndinni er
Sigurður Sigurðarson. Þá kem-
ur Geir Rúnar Birgisson og
lengst til hægri er Nína Björk
Geirsdóttir.
Geir Rúnar
íþróttamað-
ur Mosfells-
bæjar
♦ ♦ ♦
KYNNING í Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverfisgötu 105,
verður í dag, fimmtudag 17. janúar,
kl. 20, á verkefnum sem sjálfboðalið-
ar Rauða krossins inna af hendi.
Dæmi um verkefni í höndum sjálf-
boðaliða eru: Heimsóknarþjónusta,
sölubúðir, skyndihjálp, símaviðtöl,
handverk, átaksverkefni o.fl, segir í
fréttatilkynningu.
Sjálfboðastarf
RKÍ kynnt