Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kisi er látinn. Barnabarni mínu þótti skrýtið að eiga frænda sem var kallaður Kisi og vildi fá skýringar því. Þegar Jón var lítill mátti hann ekki sjá kisu öðruvísi en að taka hana upp og jafnvel að koma með heim. Þetta varð til þess að við hann festist nafnið Kisi og flestir vinir og ættingj- ar notuðu ekki annað. Kisi var barngóður og börn hænd- ust að honum. Þegar hann frétti af veikindum frænku sinnar vildi hann gleðja hana og einn daginn mætti hann með vöggu sem hann hafði smíðað og gaf henni. Þannig viljum við muna Kisa. Þór bróðir og fjölskylda. Ég mun alltaf hugsa til þín með bros á vör því fyrir mér varstu stóri bróðirinn sem ég aldrei átti. Ég man þegar ég var fimm ára og þú passaðir mig á Hlíðarbrautinni hjá ömmu og spilaðir bítlalögin á gítarinn áður en ég fór að sofa. Þá ákvað ég að læra á gítar þegar ég yrði stór. Þegar ég varð eldri tókst þú mig alltaf með þér á skíði. Það voru frábærar ferðir. Þú hafðir einstakt lag á að varðveita barnið í sjálfum þér. Þú varst ekki eins og hitt fullorðna fólkið sem er svo upptekið við að vera fullorðið. Ég man þegar ég var 14 ára og leitaði til þín í minni fyrstu ást- arsorg og ekki bara gafstu þér tíma í að hlusta á mig heldur deildir þessu með mér eins og sannur vinur. Það var alltaf gott að geta leitað til þín því ég vissi að ég gat treyst þér fyrir öllu. Þau voru ófá prakkarastrikin sem við áttum saman og ætla ég ekki að telja þau upp hér, þú veist hvað ég er að tala um! JÓN BRAGASON ✝ Jón Bragasonvar fæddur 23. september 1952. Hann lést á heimili sínu þann 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Bragi Einarsson og Margrét Betty Jóns- dóttir. Bræður hans eru Einar Bragi, Þór og Sturla. Dóttir Jóns er Margrét Betty. Útför Jóns fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan. 13.30. Þessar minningar segja allt sem segja þarf um einstakan mann sem fór allt of fljótt. Þín verður sárt saknað. Þinn vinur Ingvar Jónsson. Það voru mikil for- réttindi að fá að kynn- ast Jóni Bragasyni, eða Kisa eins og hann var jafnan kallaður af vin- um sínum og kunningj- um. Hann var góður fé- lagi og ýtti öllum öðrum fram fyrir sig, ef þess var nokkur kostur. Þegar ég tók við rekstri farfugla- heimilisins Hraunbyrgis í Hafnar- firði réð ég Kisa til starfa sumarið 1999 og það starf leysti hann með mikilli prýði. Hann var í miklu uppá- haldi meðal gesta farfuglaheimilisins og sat oft í setustofunni með ferða- löngum frá ýmsum heimshornum löngu eftir að vinnutíma hans lauk, með kort og ferðahandbækur, til að ráðleggja þeim hvaða leið skyldi halda og stinga upp á skemmtilegum ferðaleiðum og benda á náttúruperl- ur sem fólk mætti ekki fara framhjá án þess að skoða. Allar þær þakkir og bros sem hann fékk að launum voru honum næg umbun fyrir hjálpsem- ina. Einn mánudagsmorgun kom ég í vinnuna og sá að öll borð höfðu verið færð til í setustofunni, blómapottar settir á gólfið og fleira lagt til hliðar. Skömmu síðar kom Kisi í hús og tók strax til við að koma öllu fyrir aftur. Hann sagði mér að sér hefði fundist nauðsynlegt að pússa upp glugga- kisturnar og bera á þær, en það hafði hann verið að dunda sér við alla helgina. Ylfingarnir í ylfingasveitinni Grá- bræðrum áttu hug hans allan á með- an hann var sveitarforingi hennar, ásamt þeim Sigrúnu Hjördísi Grét- arsdóttur og Kristjönu Þórdísi Ás- geirsdóttur. En hann lét ekki nægja að starfa eingöngu fyrir sveitina á ylfingafundunum sjálfum. Hann fékk til dæmis styrk hjá St. Georgs-gild- inu í Hafnarfirði til að kaupa efni í trékistur, til að geyma eigur sveit- arinnar í og til að taka með þegar far- ið var í ferðir. Svo eyddi hann ófáum stundum í að smíða kisturnar. Hann fékk gefins hnútabönd sem hann skar niður í hæfilegar lengdir. Svo dýfði hann öðrum endanum í bæs, því hann sagði að með því að hafa hnútaböndin með mislitum end- um yrði mun auðveldara fyrir krakk- ana að læra að hnýta hnúta og bæs væri það eina sem ekki gerði litaða endann harðan. Þá fór hann í bæinn og keypti tvær stórar og miklar hnútabækur, til að geta kennt krökk- unum að hnýta ýmiss konar hnúta, bæði hagnýta og til skrauts. Þetta er lýsandi dæmi um útsjónarsemi Kisa og hve umhugað honum var um aðra. Einnig ferðaðist hann á milli skátafé- laga með Jóhannesi Borgfjörð Birg- issyni til að kenna krökkum að hnýta húta. Haustið 1998 lauk Kisi Gilwell- þjálfun, sem er æðsta foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar, ásamt 31 öðr- um skáta. Hann var mjög ánægður með að hafa klárað námskeiðið og ekki síður var hann stoltur af hinum góða og kraftmikla hópi sem fyllti þetta námskeið. Seinna gantaðist hann oft með það að hann hefði tekið þátt í „heldri manna Gilwell“, því meðalaldur þátttakenda á þessu námskeiði var nokkru hærri en venjulega. Honum fannst því skemmtilegra að tala um heldra fólk en eldra fólk. Hann starfaði einnig kröftuglega með klúbbnum Geysi og tók meðal annars þátt í málþingi sem haldið var á Hótel Geysi í Haukadal í fyrra. Hann sagði að sér hefði þótt gott að koma í Geysis-húsið, því hann hefði strax fengið verkefni til að leysa. Hann vildi gjarnan taka virkan þátt – vildi frekar gefa en þiggja. Kisi var mjög tónelskur og hafði gaman af ýmiss konar tónlist. Hann lék á mörg hljóðfæri sjálfur og átti bæði strengja- og blásturshljóðfæri af ýmsu tagi. En hann vildi frekar spila fyrir sjálfan sig og láta aðra um að spila á mannamótum. Kisi vissi býsna margt, en það má segja að hann hafi verið algjör sér- fræðingur á einu sviði. Það var allt sem viðkom málningu. Hann gat til dæmis sagt til um hvers konar máln- ing var í penslinum, bara með því að skoða, lykta og snerta hana. Einu sinni sagði ég við hann að það vantaði bara að hann smakkaði á málning- unni. Hann brosti þá út undir eyru og sagðist oft hafa þurft að grípa til þess ráðs. Svo var það látið liggja á milli hluta hvort það var satt eða ekki. Kisi tók sér ýmislegt fyrir hendur á lífsleiðinni, en aldrei gortaði hann af því sem hann hafði gert. Hann var þó einstaklega stoltur af Betty dóttur sinni. Hann ljómaði eins og sól í heiði þegar hana bar á góma og hann hafði líka fullan rétt á því. Honum hafði tekist vel til með uppeldið. Tendraðu lítið skátaljós láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær, lýsir lýð, alla tíð nær og fjær. (Hrefna Tynes.) Ég vil þakka Kisa fyrir samferðina og vona að honum líði vel þar sem hann er núna. Hann er farinn heim. Takk fyrir skátaljósið, Kisi, sem þú tendraðir í hjörtum svo margra. Þú varst alltaf svo góður við strákana mína og þeir muna eftir þér sem vina- legum og hjálpsömum einstaklingi sem var aldrei of upptekinn til að spjalla við þá og sýna þeim eitt eða annað, sem þeim fannst merkilegt, hvort sem það var tyrkjahnútur eða tópas, göngustafur eða gítargrip. Alltaf gaf Kisi sér tíma til að sinna þeim sem í kringum hann voru. Einnig sendi ég Betty, Stulla, Þór, Einari Braga og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Með skátakveðju, Gunnar Kr. Sigurjónsson og synir. Hann renndi sér upp að mér, bros- mildur og öruggur á skíðunum. Á að skella sér? Glettnin í röddinni leyndi sér ekki og gilið í Skálafelli var fram- undan. Síðan renndi hann sér af stað og þetta virtist barnaleikur. Ég fór varlegar af stað en var kominn á hausinn fyrr en varði, hann var bara svona miklu betri. Svona man ég eftir fyrstu kynnum mínum af Kisa og skildi strax ástæðu gælunafnsins. Hann var tveimur árum á undan mér í Flensborg en leiðir okkar lágu líka saman í fimleikaflokki skólans og þar var hann líka miklu betri. Kynni okk- ar voru ekki sérstaklega mikil á þess- um árum en við vissum hvor af öðrum og hann lauk stúdentsprófi í fyrsta stúdentsárgangi Flensborgarskóla árið 1975. Fimm árum síðar er ég kom heim einn daginn sá ég hann svo aftur, glettinn í garðinum heima hjá okkur. Ég er að spá í að kaupa íbúð- ina uppi, sagði hann og ég fagnaði góðum sameiganda. Hann sagði mér stoltur frá áformunum um að end- urbæta íbúðina og litla skottan hún Bettý, þá fimm ára, átti að flytja með honum. Hann reif allt innan úr íbúð- inni og hóf endurbætur. Á svipuðum tíma hófum við einnig fyrstu endur- bætur á húsinu að utan og það var einstaklega gaman að vinna með Kisa. Hann var ólíkur öllum öðrum og aðferðir hans voru oft óhefð- bundnar. Grínið var alltaf til staðar og hann gerði íbúðina einstaklega smekklega og handlagni hans naut sín vel. Við vorum mörg kvöldin úti í bíl- skúr hjá mér við trésmíðavélina, smíðuðum og kjöftuðum og fengum okkur svo köku og mjólk á eftir. Kisi var einn hjálpfúsasti maður sem ég þekkti og viðkvæðið þegar honum var þakkað viðvik var: „Ég er bara í service-deildinni.“ Það var al- veg sama hver átti í hlut, hvort hann þekkti viðkomandi eða ekki og hann eignaðist marga vini í kjölfarið. Kisi fór ekki varhluta af mótlæti í lífinu og átti hann oft erfitt með að höndla það. Að dóttirin gæti ekki flust með honum á Suðurgötuna var honum geysilegt áfall og það markaði spor í líf hans. Bettý var honum allra kærust og hann sá ekki sólina fyrir henni. Auðvitað dekraði hann hana þegar þau voru saman en hann skap- aði henni líka skemmtilegan ævin- týraheim og var henni oft sem jafn- ingi og brallaði ýmislegt skemmtilegt með henni og vinkonum hennar. Kisa varð tíðrætt um móðurömmu sína Grétu Björnsson og afa sinn Jón Björnsson. Sagði hann oft frá því þegar hann fékk tækifæri til að vera með þeim sumarlangt við málun á kirkjum, en þau voru listamenn á því sviði. Kannski hefur þetta mótað áhuga Kisa á að vinna með málningu en með menntaskóla vann hann í Slippfélag- inu og síðar hjá Málningu hf. þar sem hann starfaði lengst. Þaðan lá leiðin í málningardeild BYKO og síðasta starfið sem Kisi hafði áður en veik- indi hömluðu, var sprautun í glugga- verksmiðju. Hann minntist líka á samveru í leikhúsinu með föður- ömmu sinni, Nínu, og Emilíu vinkonu hennar. Allt sem Kisi gerði átti hug hans allan, árin sem hann starfaði með Hjálparsveit skáta í Reykjavík voru lífleg og sólarhringarnir svefnlausu í Heimaeyjargosinu voru honum minnisstæðir. Skíðaskálinn í Jóseps- dal var dvalarstaður hans lengi og hann var virkur félagi í skíðadeild Ármanns um margra ára skeið. Hann var skáti í Skátafélagi Reykjavíkur í æsku og því lá eðlilega við að ég fengi hann til starfa í skátafélaginu Hraunbúum er ég tók við stjórnun fé- lagsins fyrir um 12 árum og hefur hann verið traust hjálparhella félags- ins æ síðan. Mikla ánægju veitti hon- um að geta farið á Gilwell foringja- námskeið og hann starfaði síðan með öðrum sem ylfingaforingi í nokkur ár. Gaf skátastarfið honum einnig mikið þegar hann þurfti á að halda í erfiðleikum sínum. Hann kynntist góðu starfi í Kiw- anis-klúbbnum Geysi og starfaði með Þá er víst komið að leiðarlokum og tímabært að kveðja hann Stefán frænda minn – eða Stebba hennar Oktavíu eins og hann var oftast nefndur í fjölskyldu minni. Við vor- um systkinabörn á svipuðu reki, reyndar alin upp hvort á sínum landsfjórðungnum og kynntumst því fyrst á fullorðinsárum. Höfðum reyndar sést á Borgarholtsbrautinni í Kópavogi þegar við norðanfólkið komum á heimili Stefáns Tómasson- ar föðuarafa míns og síðari konu hans og ömmu Stebba, Sigríðar STEFÁN JÓHANN ANDRASON ✝ Stefán JóhannAndrason fædd- ist í Reykjavík hinn 5. janúar 1959. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans hinn 6. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Oktavía Erla Stefánsdóttir leikstjóri og Andri Páll Sveinsson húsa- smiður. Systkini Stefáns eru Sigríður Andradóttir og Björn Fjalar Sig- urðsson. Útför Stefáns fór fram í kyrr- þey. Björnsdóttur. Þar átti hann löngum heimili – í skjóli Oktavíu móður sinnar og ekki síður ömmu sem missti mann sinn þegar Stebbi var aðeins barn að aldri. Frændi minn var feiminn og hlé- drægur við okkur gest- ina og næst þegar ég hitti hann var það slánalegt ungmenni með táningabólur og stríðnislegt fas sem var mættur til leiks. Fáum árum síðar var því hvíslað í fjölskyldunni að hann Stebbi væri farinn að drekka og djamma allótæpilega, væri víst hommi – og þeim móður hans og ömmu væri svo sannarlega vorkunn. Þetta þóttu mikil tíðindi og váleg – en voru sparlega rædd í anda hins norðlenska sveitafólks sem ekki skildi sollinn „fyrir sunnan“ – en vildi hvorki dæma né ófrægja nokk- urn mann. Þessi tíðindi reyndust verða stefið að framtíð frænda míns; gæfu hans sem ógæfu í þeirri lífs- glímu sem varð hlutskipti hans. Þeirri gæfu að hafa gengist við til- finningum sínum og haft kjark til að koma úr felum sem hommi, þeirri ógæfu sem varð fylgifiskur alnæmis og ofneyslu vímugjafa. Það var gæfa frænda míns að vera í hópi brautryðjenda í málefnum samkynhneigðra – strákanna sem þorðu fyrstir að sýna sig opinskátt; tjá sig um tilvist hommanna og ein- faldlega vera þeir sjálfir. Aldrei fyrri hafði hópur samkynhneigðra verið áberandi í íslensku samfélagi, aldrei fyrri hafði slíkur hópur haft kjark og getu til að lifa samkvæmt ástar- hneigð sinni og gera opinberlega kröfu um slíkt tilfinningafrelsi. Þetta var bylting fyrir aldarfjórð- ungi og reyndist goldin dýru verði. Þar lá ógæfa frænda míns og fleiri brautryðjenda falin. Fordómar voru miklir – mun meiri og skefjalausari en nú er – og stuðningur frá um- hverfinu lítill. Hvers og eins beið glíman við umhverfið og við sjálfan sig; í húfi var sjálfsvirðingin og ham- ingja þess sem getur lifað frjáls með tilfinningum sínum. Í vörn sinni fyrir hinni nýfengnu hamingju hafa margir samkyn- hneigðir leitað í vímu víns og lyfja til að deyfa gamlan og nýjan sársauka sem fylgir þeim sem þurfa að þola niðurlægingu umhverfisins. Sú deyf- ing varð Stebba frænda mínum það fótakefli sem hamlaði honum alla hans vegferð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að endurheimta frelsi sitt að nýju. Brautryðjendanna í hópi okkar samkynhneigðra beið ekki aðeins að opna umræðuna um homma og lesbíur og gera okkur sýnileg í ís- lensku samfélagi. Á níunda áratugn- um kom höggið mikla sem reyndist Stebba og fjölmörgum félögum hans reiðarslag. Alnæmi, hinn nýi vágest- ur heimsins, réðst fyrst að lágum garði; að hommunum sem voru loks að þora að koma úr skápunum og gera kröfur fyrir sig um ást og ham- ingju. Stebbi var meðal þeirra fyrstu sem greindust HIV-jákvæðir og síð- ustu tíu árin í lífi hans var sjúkdóm- urinn á alvarlegu stigi. Það getur enginn gert sér í hugarlund sem ekki þekkir til, hvað þarf til að halda mannlegri reisn þegar lifað er í stöð- ugum skugga banvæns sjúkdóms sem umhverfið hefur stimplað með blygðun og niðurlægingu – þegar allir verstu fordómarnir gegn hommum blossuðu upp af endurnýj- uðum krafti. Þá þrekraun þreytti Stebbi ásamt fjölmörgum öðrum hommum og trú mín er að það afrek muni geymast í sögunni þótt fáir skilji í dag, hvílíka dáð þeir unnu. Það voru örlög þeirra að knýja fram verstu fordómana – en líka mesta stuðninginn við málstað samkyn- hneigðra. Alnæmið píndi samfélögin til að horfast í augu við þann veru- leika að samkynhneigðir væru nið- urlægðir og mættu hörðum fordóm- um auk þess sem þeir byggju við stöðug mannréttindabrot og nytu hvorki lagaréttinda né lagaverndar. Þannig ruddu þeir aftur nýja slóð sem hefur fært samkynhneigðum mestu mannréttindabætur sögunn- ar. Fyrir það ber þeim bautasteinn – og þakkir þeirra sem koma úr felum í dag og hafa vísan veg að feta. Líf þessara stráka var ekki líf lít- illa sanda eða lítilla sæva. Fæstir þeirra fóru alfaravegi þar sem náms- gráður, atvinnuframi eða afkomend- ur skipta mestu máli og slíkt varð ekki hlutskipti Stebba. Á skilnaðar- stundu syrgjum við þann vítahring fordóma, veikinda og neyslu sem einkenndi líf hans – en við fögnum líka framlagi hans við að ryðja nýrri mannréttindahreyfingu braut. Frændi minn lifði auðugu lífi. Hann var mikill fagurkeri sem las mikið og fylgdist með á bókmennta- sviðinu og hafði unun af tónlist. Í samskiptum var hann glaðvær og skemmtilegur félagi, spaugsamur og viðræðugóður. Hann var viðkvæmur og hjartahlýr – svo sannarlega drengur góður en oft faldi hann við- kvæmnina bak við spaugið. Hann veitti mér ómetanlegan stuðning þegar ég var að feta mig inn á vett- vang samkynhneigðra og koma úr felum gagnvart fjölskyldu minni sem lesbía. Það get ég aldrei fullþakkað. En hann var auðugur á fleiri sviðum; alla ævi naut hann þess að eiga móð- ur og ömmu sem studdu hann og sýndu lífi hans skilning bæði í gleði og sorg, í hans mestu hamingju og dýpsta óláni. Þær skildu viðkvæmni hans og báru gæfu til að fylgja hon- um til hinstu stundar. Við Lilja sendum þeim Oktavíu og Sigríði og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Pála Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.